Gullengi 2-6
Verknúmer : SN050789
47. fundur 2006
Gullengi 2-6, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 6. mars 2006 vegna kæru á samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. október 2005 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Gullengi 2-6 í Reykjavík er fól í sér heimild fyrir byggingu þriggja fjölbýlishúsa, þar sem áður hafði verið gert ráð fyrir bensínstöð og stæðum fyrir stóra bíla. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. október 2005 um að breyta deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Gullengi 2-6.
47. fundur 2006
Gullengi 2-6, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 6. mars 2006 vegna kæru á á ákvörðun byggingarfulltúans í Reykjavík frá 24. janúar 2006, að veita leyfi fyrir byggingu þrílyfts fjölbýlishúss með níu íbúðum ásamt geymslukjallara undir hluta hússins nr. 6 við Gullengi ásamt veitingu takmarkaðs byggingarleyfis fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð vegna sömu byggingar sem byggingarfulltrúi samþykkti hinn 7. febrúar 2006.
Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. janúar 2006, að veita leyfi fyrir byggingu þrílyfts fjölbýlishúss með níu íbúðum ásamt geymslukjallara undir hluta hússins nr. 6 við Gullengi, ásamt veitingu takmarkaðs byggingarleyfis fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð vegna sömu byggingar sem byggingarfulltrúi samþykkti hinn 7. febrúar 2006, er hafnað.
45. fundur 2006
Gullengi 2-6, kæra, úrskurður
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15.02.06, vegna kæru íbúa að Gullengi 11 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála á ákvörðun skipulagsráðs frá 21.09.05 um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Gullengi, kæru húsfélagsins að Gullengi 11 vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 24.01.06 á umsókn um leyfi til að byggja þrílyft fjölbýlishús á lóðinni og vegna kröfu sömu aðila um stöðvun framkvæmda samkvæmt ofangreindu byggingarleyfi.
Greinargerð lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
40. fundur 2006
Gullengi 2-6, kæra, úrskurður
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22.12.05, ásamt kærum, dags. 24.10.05, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 21.09.05. um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Gullengi.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.