Bauganes 27,
Reitur 1.116, Slippareitur,
Barðastaðir 63,
Hólmvað 6-8,
Naustabryggja 54 og 56,
Lóðarumsókn Sorpu,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bjallavað 7-11,
Einarsnes 21,
Lambasel 13,
Lambasel 34,
Mávahlíð 1,
Norðlingabraut 12,
Sunnuvegur 3,
Þingvað 35,
Laugarnestangi 60,
Laugateigur 33,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Borgartún 32,
Fasteignaskráning,
Fossaleynir 1, Egilshöll,
Gistiheimili, heimagistingar,
Götuheiti,
Kjalarnes, Álfsnes,
Korpúlfsstaðavegur,
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10,
Mýrargötusvæði,
Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur,
Skaftahlíð 24,
Skaftahlíð 24,
Skipulags- og byggingarsvið,
Skipulagsráð
32. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 19. október kl. 09:00, var haldinn 32. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Kristján Guðmundsson og Benedikt Geirsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, , Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Jón Árni Halldórsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir og Jóhannes Kjarval.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 50464 (01.67.30)
161019-4969
Gunnar Már Pétursson
Bauganes 27 101 Reykjavík
1. Bauganes 27, breyting á deilsikipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Margrétar Gunnarsdóttur, dags. 4.08.05 ásamt uppdrætti Ingunnar Hafstað, dags. 3.08.05 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 27 við Bauganes. Málið var í kynningu frá 24. ágúst til 21. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Sigurðsson og Jónína Þórunn Thorarensen, Bauganesi 25, dags. 08.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2005. Lagður fram leiðréttur uppdráttur Ingunnar Hafstað, dags. 7. október 2005.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50593
2. Reitur 1.116, Slippareitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi Slippareits, dags. 30.09.05. Einnig lögð fram bókun stjórnar Faxaflóahafna.
Samþykkt að kynna framlagaða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.
Umsókn nr. 50468 (02.40.43)
251160-2529
Jón Valgeir Ólafsson
Barðastaðir 63 112 Reykjavík
3. Barðastaðir 63, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ARKO, dags. 10.08.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 63 við Barðastaði, vegna byggingu sólstofu. Málið var í kynningu frá 17. ágúst til 14. september 2005. Athugasemdabréf barst frá Hirti Stefánssyni og Auði Ólafsdóttur, Barðastöðum 61, dags. 13.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.09.05 ásamt minnisblaði Hjartar Stefánssonar, dags. 4.10.05.
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:08
Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50524
130254-7649
Sveinn Ívarsson
Grundarhvarf 9 203 Kópavogur
4. Hólmvað 6-8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 6-8 við Hólmavað, dags. 1. ágúst 2005. Málið var í kynningu frá 12. september til 10. október 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50313 (04.02.42)
5. Naustabryggja 54 og 56, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að textabreytingu skilmála Bryggjuhverfis í Grafarvogi, dags. 25.05.05. Auglýsingin stóð yfir frá 31. ágúst til 12. október 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50615
510588-1189
SORPA bs
Pósthólf 12100 132 Reykjavík
6. Lóðarumsókn Sorpu, fyrir endurvinnslustöð á norðursvæði
Lögð fram lóðarumsókn Sorpu, dags. 28.09.05, fyrir endurvinnslustöð á norðursvæði sem þjónað geti Mosfellsbæ og nýjum íbúðahverfum í Grafarholti, á Úlfarsfellssvæði og nyrðri hluta Grafarvogshverfis.
Kynnt.
Umsókn nr. 30201 (01.15.43)
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
7. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju lagfærðir uppdrættir Úti og inni, mótt. 4. ágúst 2005, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3. Einnig lagt fram tölvubréf stjórnar húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 28. júlí 2005. Málið var í auglýsingu frá 18. júlí til 26. ágúst, en augýsingin var framlengd til 16. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdabréf: Páll Ólafur Eggerz, Laugavegi 65, dags. 20.08.05, Ask arkitektar f.h. Félagsstofnunar stúdenta, dags. 09.09.05, 4 eigendur að Vitastíg 3, dags. 14.09.05, Lex-Nestor f.h. húsfélagsins Skúlagötu 32-34, dags. 15.09.05, Björgvin Þorsteinsson hrl. f.h. Neskjara, dags. 15.09.05. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10.10.05.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Árni Þór Sigurðsson og Þorleifur Gunnlaugsson sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Við teljum skipulag reitsins í öllum aðalatriðum gott og afar jákvætt að fá löngu tímabæra uppbyggingu á þessu svæði miðborgarinnar. Sérstaklega fögnum við áformum um íbúðir fyrir námsmenn á reitnum. Ákvæði deiliskipulagsins um þrjá 15 hæða íbúðarturna við Skúlagötu eru þó alls ekki sannfærandi og hefði farið betur á því að þau hús væru lægri t.d. 6, 8 og 10 hæða frá austri til vesturs en með því væri strandlínan frá Barónsstíg í austri að Ingólfsstræti í vestri mun heillegri og í meira innbyrðis samræmi. Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Í ljósi fyrirliggjandi athugasemda og ákveðinna formgalla við málsmeðferð í tengslum við þessa tillögu sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 32744
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 368 frá 18. október 2005.
Umsókn nr. 32693 (04.73.280.1)
561184-0709
Búseti, húsnæðissamvinnufél (
Skeifunni 19 108 Reykjavík
9. Bjallavað 7-11, nr. 11 nýtt fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja þrílyft fjölbýlishús með sex íbúðum, sem verði nr. 11 á lóðinni nr. 7-11 við Bjallavað.
Húsið verði byggt úr steinsteypu og steinað að utan.
Stærðir: 704 ferm og 2099,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 119.688
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32202 (01.67.050.1)
051269-5949
Eiríkur Freyr Blumenstein
Einarsnes 21 101 Reykjavík
10. Einarsnes 21, einangrun, sorpg., svalir, gl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. september 2005. Sótt er um leyfi fyrir einungrun húss að utan og í kjölfarið breyttri gluggasetningu, aðstöðu fyrir sorp við aðalinngang, svölum ofan á bílskúr með stiga niður í garð og breytingu eldhúss á 1. hæð íbúðarhússins á lóð nr. 21 við Einarsnes, skv. uppdr. Argo ehf, dags. 27.07.05.
Samþykki eigenda nr. 23 við Einarsnes dags. 19. ágúst 2005 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 15. september til 13. október 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun (sorpg.) 4,5 ferm., 16,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 918
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 32706 (04.99.870.4)
081157-5969
Guðmundur B Hermannsson
Laufengi 72 112 Reykjavík
230959-3909
Guðrún Ágústa Bjarnþórsdóttir
Laufengi 72 112 Reykjavík
11. Lambasel 13, nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 13 við Lambasel. Innbyggður bílskúr fyrir tvo bíla verði í húsinu og veggir steinaðir að utan.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Synjað.
Brúttóstærðir samræmast ekki ákvæðum deiliskipulags.
Umsókn nr. 32733 (04.99.850.9)
010678-3319
Sigríður Gerður Guðbrandsdóttir
Njörvasund 7 104 Reykjavík
12. Lambasel 34, nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr steinsteupu á lóðinni nr. 34 við Lambasel. Í húsinu verði innbyggð bílgeymsla og veggir steinaðir að utan. Jafnframt er sótt um leyfi til að koma fyrir setlaug á lóðinni.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32510 (01.70.211.3)
270983-4489
Rúnar Karl Kristjánsson
Mávahlíð 1 105 Reykjavík
13. Mávahlíð 1, kvisti bætt við áður samþ
breyting innra skipulag
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. september 2005. Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á austurhlið og breyta innra fyrirkomulagi risíbúðar í húsinu á lóðinni nr. 1 við Mávahlíð, skv uppdr. Teiknistofunnar GINGI, dags. 6. sept. 2005.
Samþykki meðeigenda (vantar einn) fylgir erindinu á teikn. Einnig er lagt fram samþykki þeirra aðila sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt.
Stærð: Stækkun 11,1 ferm. og 7,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 405
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 32730 (04.73.140.1)
560192-2319
Eykt ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
14. Norðlingabraut 12, nýtt verslunar- og lagerhúsnæði
Sótt er um leyfi til að byggja verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði á lóðinnin nr. 12 við Norðlingabraut. Undir hluta hússins verði bílageymslukjallari úr steinsteypu fyrir 43 bíla, en húsiða annars byggt úr stálgrind og klætt að utan með svartri málmklæðningu og timbri.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Synjað.
Dýpt húss samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags.
Umsókn nr. 32474 (01.38.500.8)
171054-2149
Sigfús Ægir Árnason
Sunnuvegur 3 104 Reykjavík
15. Sunnuvegur 3, garðskáli
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. september 2005. Sótt er um leyfi til að byggja garðskála að mestu úr gleri og stáli við suðausturlið hússins nr. 3 við Sunnuveg, skv. uppdr. Ellerts Más Jónssonar, dags. 30.08.05.
Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 30.8.2005. Málið var í kynningu frá 15. september til 13. október 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32724 (04.79.130.1)
240364-7949
Óli Þór Barðdal
Skerplugata 2 101 Reykjavík
16. Þingvað 35, nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 35 við Þingvað. Í húsinu verði innbyggð bílgeymsla og neðri hæð verði einangrum og klædd að utan með láréttri báruálsklæðningu en efri hæðin með standandi timburklæðningu.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 50431 (01.31.45)
170747-3059
Grétar Bernódusson
Laugarnestangi 60 105 Reykjavík
17. Laugarnestangi 60, (fsp) garðskáli
Lögð fram fyrirspurn Grétars Bernódussonar, um byggingu garðskála yfir sólpall.
Frestað.
Umsókn nr. 50592 (01.36.50)
210948-3099
Axel Eiríksson
Laugateigur 33 105 Reykjavík
18. Laugateigur 33, (fsp) skúrbygging, málskot
Lögð fram fyrirspurn Axels Eiríkssonar, dags. 03.10.05, um leyfi fyrir skúrbyggingu (geymslu) á lóð.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að deiliskipulagi sem síðar verður grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Laugateig 31 og 35.
Umsókn nr. 10070
19. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 14. október 2005.
Umsókn nr. 50559 (01.23.20)
20. Borgartún 32, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. október 2005 á bókun skipulagsráðs frá 28. f.m., um að auglýsa deiliskipulag á lóð nr. 32 við Borgartún.
Umsókn nr. 32700
21. Fasteignaskráning, dómur
Lagt fram afrit af dómi héraðsdóms Reykjavíkur dags. 28. september 2005 vegna fasteignaskráningar.
Árni Þór Sigurðsson tók sæti á fundinum kl. 9:51 áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 1-20 að undanskyldum lið nr. 7.
Byggingarfulltrúi kynnti.
Umsókn nr. 50255 (02.46)
690191-1219
Nýsir hf
Flatahrauni 5a 220 Hafnarfjörður
22. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. október 2005 á bókun skipulagsráðs frá 21. f.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Fossaleyni 1, lóð Egilshallar.
Umsókn nr. 50591
23. Gistiheimili, heimagistingar,
Lögð fram úttekt Óskars Bergssonar á gistiheimilum og heimagistingum í Reykjavík, dags. 2.09.05. Einnig lagður fram uppdráttur skipulagsfulltrúa um staðsetningu gistiheimila og heimagistingar auk hótela.
Frestað.
Skipulagsfulltrúa falið að boða skýrsluhöfund á fund ráðsins.
Umsókn nr. 32606
24. Götuheiti, lögð fram tillaga nafnanefndar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 26. september 2005 með tillögu nafnanefndar á götuheitum í nýbyggingarhverfum í Halla- og Hamrahlíðarlöndum.
Samþykkt með þeim breytingum að byggðin heiti Úlfarsárdalur og Úlfarsá heiti Úlfarsbraut, Skyggnisvegur heiti Skyggnisbraut.
Umsókn nr. 50574
25. Kjalarnes, Álfsnes, Sorpa, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. október 2005 á bókun skipulagsráðs frá 28. f.m., um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á urðunarstað í Álfsnesi.
Umsókn nr. 50607 (02.4)
570480-0149
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
26. Korpúlfsstaðavegur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 7. október 2005, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð Korpúlfsstaðavegar og gangstígs frá Barðastöðum að Úlfarsá ásamt gerð veg- og göngubrúar yfir ána.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50508 (01.73.19)
27. Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, kæra
Lagt fram bréf Hróbjarts Jónatanssonar hrl. til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 14. október 2005, með kröfu um stöðvun framkvæmda við austurhlið Menntaskólans við Hamrahlíð, með heimild í 8. gr. l. nr. 73/1997, skipulags og byggingalög.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50542 (01.13)
28. Mýrargötusvæði, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. október 2005 á bókun skipulagsráðs frá 5. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Mýrargötusvæðis.
Umsókn nr. 50296 (01.11.53)
460302-4120
Nýja Jórvík ehf
Hátúni 6a 105 Reykjavík
29. Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, breyting á deiliskipulagi, v/Mýrargötu 26
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. október 2005 á bókun skipulagsráðs frá 5. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 26 við Mýrargötu.
Umsókn nr. 30981 (01.27.420.1)
450599-3529
Fasteignafélagið Stoðir hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
30. Skaftahlíð 24, tengibygging, bílag.kj. o.fl.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. október 2005 á bókun skipulagsráðs frá 12. s.m., varðandi skipulagsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi og staðfestingu byggingarleyfis vegna húsa á lóðinni nr. 24 við Skaftahlíð.
Umsókn nr. 50618 (01.27.42)
31. Skaftahlíð 24, kæra
Lögð fram kæra Guðfinnu Guðmundsdóttur hdl. f.h. húsfélagsins að Skaftahlíð 4-10, húsfélagsins að Skaftahlíð 12-22, eigenda að Skaftahlíð 26, 30, 38 og 40, dags. 16.10.05, á ákvörðun sem tekin var á 366. afgreiðslufundi byggingarfulltrúans í Reykjavík hinn 4. október 2005 og á 31. fundi skipulagsráðs hinn 12. október 2005 sem staðfest var í borgarráði 13. október 2005, að samþykkja umsókn frá Fasteignafélaginu Stoðum hf. þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli norðurhúss (mhl. 03) og suðurhúss (mhl. 01) á lóðinni nr. 24 við Skaftahlíð, að hluta ofan á núverandi kjallara á milli húsanna og jafnframt að innra fyrirkomulagi allra hæða verði breytt, fyrirkomulagi á lóð breytt o.fl. og til að byggja bílageymslukjallara fyrir 67 bíla á lóðinni og sameina matshluta 01 og 03 í nýjum matshluta 01.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50619
32. Skipulags- og byggingarsvið, leikreglur með fjárhagsáætlun
Lagðar fram leikreglur með fjárhagsáætlun, dags. 17.10.05.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið.