Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Reitur 1.174.1,
Reitur 1.244.1/-3,
Ægisíða,
Gullengi 2-6,
Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bergstaðastræti 33B,
Gnoðarvogur 64,
Sólvallagata 20,
Víðimelur 29,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Háskólinn í Reykjavík,
Kirkjustétt 36-40,
Sérbýlishúsalóðir,
Skipulagsráð
17. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 1. júní kl. 09:05, var haldinn 17. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Þorlákur Björnsson, Katrín Jakobsdóttir, Kristján Guðmundsson, Benedikt Geirsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir og Þórarinn Þórarinsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 30201 (01.15.43)
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
1. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga Úti og inni, dags. 31.01.05, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3 ásamt skuggavarpi mótt. 15. apríl 2005. Hagsmunaaðilakynningin stóð yfir frá 29.04 til 13.05 2005. Lagðar fram athugasemdir Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar f.h. Fasteignafélagsins Stoðar, dags. 11.05.05, 15 eigenda og íbúa að Skúlagötu 32-34, dags. 11.05.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 26. maí 2005.
Frestað. Athugasemdum vísað til umsagnar Skipulagssjóðs Reykjavíkur.
Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 10488
2. Reitur 1.174.1, deiliskipulags
Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis að deiliskipulagi, dags. 12.12.01, breytt 07.03.05, ásamt skilmálum, dags. 12.12.01 fyrir staðgreinireit 1.174.1, sem afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Snorrabraut og Laugavegi. Tillagan var í auglýsingu frá 23. mars til 4. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Ingi Gunnar Þórðarson f.h. lóðarhafa að Snorrabraut 24, dags. 04.04.05, Jón Bárðarson, Hverfisgötu 100A, dags. 29.04.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu um athugasemdir vegna endurauglýsingar dags. 26. maí 2005.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 990316 (01.24.43)
3. Reitur 1.244.1/-3, Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lögð fram ný tillaga Teiknistofunnar Víðihlíð, dags. 25. maí 2005 að deiliskipulagi á reit 1.244.1/-3, Einholt Þverholt.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum og í næsta nágrenni. Tillögunni einnig vísað til meðferðar og frekari kynningar í stýrihópinn Hlemmur +.
Umsókn nr. 40353 (01.5)
4. Ægisíða, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu þann 8. mars 2005 er lögð fram að nýju tillaga arkitekta Hjördísar og Dennis, dags. 14.02.05 á forsögn skipulagsfulltrúa, dags. júní 2004, að deiliskipulagi reits sem markast af Ægisíðu, Hofsvallagötu, lóðarmörkum austan Ægisíðu og Lynghaga. Lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Guðmundur Löve og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, Ægisíðu 74, 2. h, dags. 07.03.05, Guðjón Bjarnason arkitekt f.h. Bjarna Guðjónssonar, Ægisíðu 64, dags. í mars, Nexus arkitektar f.h. eiganda Ægisíðu 52, dags. 22.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 30. maí 2005.
Frestað á milli funda.
Umsókn nr. 30033 (02.38.67)
471293-2109
Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
5. Gullengi 2-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Tekton ehf, dags. 21.07.04, að deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Gullengi. Málið var í auglýsingu frá 18. mars til 2. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Björn Arnar Ólafsson f.h. húsfélagsins Gullengi 3, dags. 19.04.05, Kristinn Jóhannesson f.h. íbúa í Gullengi 17, dags. 23.04.05, 18 búar við Gullengi 1-17, dags. 15.04.05, Emil Örn Kristjánsson f.h. Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 29.04.05, 4 íbúar við Gullengi 11, dags. 15.04.05, undirskriftalisti með nöfnum 53 aðila, dags. 30.04.05, Guðjón Ýmir Lárusson, Laufengi 4, dags. 02.05.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2005.
Frestað á milli funda.
Umsókn nr. 40692
500299-2319
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
6. Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 ehf. og Landslags ehf, dags. 06.07.04, að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 9-21 við Vagnhöfða og Dverghöfða. Einnig lagt fram bréf Sigrúnar Óladóttur arktekts f.h. húseigenda við Vagnhöfða, dags. 15.12.04. Auglýsingin stóð yfir frá 14.01.05 til 25.02.05. Lögð fram athugasemd Logos lögmannsþjónustu f.h. Snorra Hjaltasonar, dags. 19.01.05, Sólark arkitekta f.h. húseiganda að Vagnhöfða 23, dags. 26.01.05., Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23, dags. 15.02.05, Guðjóns Árnasonar, Borgartún 20 ehf, dags. 03.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2005.
Frestað á milli funda.
Umsókn nr. 31790
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 349 frá 31. maí 2005.
Umsókn nr. 31104 (01.18.441.0)
131069-2359
Thorsten Henn
Bergstaðastræti 33b 101 Reykjavík
8. Bergstaðastræti 33B, ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi tll þess að hækka þak, byggja kvisti og svalir og taka í notkun rishæð hússins á lóðinni nr. 33B við Bergstaðastræti, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Þrúðvangs, dags. 29.01.05.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðri viðbyggingu að suðausturhlið hússins. Lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar, dags. 13.04.05 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 20.04.05 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2002. Málið var í kynningu frá 28. apríl til 26. maí 2005. Lagt fram samþykki Eiríks Brynjólfssonar, íbúðareiganda að Bergstaðastræti 33A, dags. 03.05.05. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdabréf: Hótel Holt, Bergstaðastræti 37, dags. 23.05.05, Anna Sóley Thoroddsen, Bergstaðastræti 33 A, dags. 22.05.05, Helena Sibilska, Bergstaðastræti 33A, dags. 22.05.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2005.
Stærð: Stækkun rishæð 39,3 ferm. og 120,6 rúmm.
Áður gerð stækkun á suðausturhlið xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa en þar leggjast nágrannar gegn málinu en samþykki þeirra er skilyrði fyrir framkvæmd vegna fjarlægðar milli húsa.
Umsókn nr. 31313 (01.44.420.5)
190448-8279
Daníel Tianchoi Lee
Gnoðarvogur 64 104 Reykjavík
210450-2709
Barbara Lee
Gnoðarvogur 64 104 Reykjavík
9. Gnoðarvogur 64, sólstofa 4.hæð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi á 1. hæð þar með talið stækkun baðherbergis í stað áður sorpgeymslu og fyrir skiptingu sérgeymslna á 1. hæð, fyrir sameiningu matshluta 02 og 03 í matshluta 01 ásamt leyfi til þess að byggja sólstofu á hluta svala 4. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 64 við Gnoðarvog, samkv. uppdr. Erum arkitekta, dags. 20.03.05. Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 29. apríl til 27. maí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Sólstofa 20 ferm., 49,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 2.839
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skráning hefur verið lagfærð.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31364 (01.16.021.3)
161251-2329
Sjöfn Óskarsdóttir
Sólvallagata 20 101 Reykjavík
160951-3709
Árni Gunnarsson
Sólvallagata 20 101 Reykjavík
10. Sólvallagata 20, viðbygging ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. apríl 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta anddyrisviðbyggingu undir svölum á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 20 við Sólvallagötu, samkv. uppdr. ARGOS ehf, dags. 01.04.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. apríl 2005. Málið var í kynningu frá 28. apríl til 26. maí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun viðbygging 5,1 ferm. og 13,5 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 770
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 31212 (01.54.110.1)
290141-2069
Magnús Sigurgeir Jónsson
Mánatún 4 105 Reykjavík
11. Víðimelur 29, (fsp) bílskýli á baklóð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. mars 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að reisa bílskýli fyrir sjö bíla á baklóð kínverska sendiráðsins í líkingu við fyrirliggjandi skissur með aðkomu að bílastæðum frá Furumel á lóð nr. 29 við Víðimel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2005.
Lögð fram ný tillaga Teiknistofunnar Völusteins, dags. 27.05.05.
Halldór Guðmundsson vék af fundi kl. 10:12
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:13
Ráðið gerir ekki athugasemd við staðsetningu bílskýla á lóð í samræmi við tillögu dags. 27. maí 2005. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 10070
12. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 27. maí 2005.
Umsókn nr. 50215 (01.6)
13. Háskólinn í Reykjavík, framtíðarstaðsetning
Guðfinna Bjarnadóttir og Þorkell Sigurlaugsson kynntu framtíðarstaðsetning Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri.
Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 10:40
Katrín Jakobsdóttir vék af fundi kl. 10:50
Umsókn nr. 29988 (04.13.510.4)
250469-5009
Jón Matthías Sigurðsson
Kirkjustétt 40 113 Reykjavík
040264-4269
Agnes Björk Jóhannsdóttir
Kirkjustétt 38 113 Reykjavík
14. Kirkjustétt 36-40, Br. inni og úti
Lagt fram bréf af fundi borgarráðs 19. maí 2005, vegna 26. liðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 1. mars 2005 um Kirkjustétt 36-40.
Borgarráðs samþykkti að fallast á afgreiðslu byggingarfulltrúa, sbr. umsögn borgarlögmanns frá 26. f.m. sem fylgir í ljósriti.
Jafnframt samþykkti borgarráð að beina því til skipulagsráðs að það kanni hvort rétt sé að beita byggingarstjóra viðurlögum skv. 59. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 50188
15. Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Frumathugun skipulagsfulltrúa á sérbýlishúsalóðum kynnt.
Samþykkt að vísa frumathugun skipulagsfulltrúa til umsagnar Umhverfisráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óksuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka ekki þátt í afgreiðslu þessa máls enda hefur þessi tillaga einungis verið unnin og mótuð af fulltrúum meirihlutans.
Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Þar sem undirritaður hefur ekki fengið upplýsingar til jafns við aðra kjörna fulltrúa í Skipulagsráði um þessa reiti er hann ekki tilbúin til að taka afstöðu til frekari meðferðar á þeim á þessu stigi málsins.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Tillaga þessi er sett fram til að mæta aukinni eftirspurn eftir einbýlis og sérbýlishúsalóðum í grónum hverfum. Til að fá fram hugmyndir verður að kalla eftir viðbrögðum frá íbúum á vettvangi hverfaráða. Í frumathugun sem unnin hefur verið á skipulags- og byggingarsviði felst fyrst og fremst viðræðugrundvöllur fyrir frekari vinnu. Skipulagsráð mun hins vegar ekki taka afstöðu til einstakra hugmynda fyrr en í haust að fengnum umsögnum frá Umhverfisráði og úr hverfaráðum.