Sérbýlishúsalóðir
Verknúmer : SN050188
49. fundur 2006
Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Lögð fram verkefnislýsing skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2006.
Vísað til skipulagsfulltrúa til frekari vinnslu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og vísuðu til fyrri bókunar sinnar frá 1. júní 2005:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka ekki þátt í afgreiðslu þessa máls enda hefur þessi tillaga einungis verið unnin og mótuð af fulltrúum meirihlutans.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Tillaga þessi er sett fram til að mæta aukinni eftirspurn eftir einbýlis og sérbýlishúsalóðum í grónum hverfum til að fá fram hugmyndir hefur verið kallað eftir viðbrögðum á vettvangi hverfisráða. Á þriðja hundrað lóðir verða nú sendar í frekari skipulagsvinnu og samráð við íbúa.
48. fundur 2006
Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Staða mála kynnt.
Frestað.
24. fundur 2005
Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Lögð fram að nýju frumathugun skipulagsfulltrúa á sérbýlishúsalóðum. Einnig lögð fram bókun umhverfisráðs frá 20.06.05 ásamt umsögn umhverfissviðs, dags. 16.06.05.
Frumathugun ásamt umsögn umhverfissviðs vísað til kynningar í borgarráði og í hverfisráðum.
73. fundur 2005
Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Lögð fram að nýju frumathugun skipulagsfulltrúa á sérbýlishúsalóðum. Einnig lögð fram bókun umhverfisráðs frá 20.06.05 ásamt umsögn umhverfissviðs, dags. 16.06.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.
17. fundur 2005
Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Frumathugun skipulagsfulltrúa á sérbýlishúsalóðum kynnt.
Samþykkt að vísa frumathugun skipulagsfulltrúa til umsagnar Umhverfisráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óksuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka ekki þátt í afgreiðslu þessa máls enda hefur þessi tillaga einungis verið unnin og mótuð af fulltrúum meirihlutans.
Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Þar sem undirritaður hefur ekki fengið upplýsingar til jafns við aðra kjörna fulltrúa í Skipulagsráði um þessa reiti er hann ekki tilbúin til að taka afstöðu til frekari meðferðar á þeim á þessu stigi málsins.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Tillaga þessi er sett fram til að mæta aukinni eftirspurn eftir einbýlis og sérbýlishúsalóðum í grónum hverfum. Til að fá fram hugmyndir verður að kalla eftir viðbrögðum frá íbúum á vettvangi hverfaráða. Í frumathugun sem unnin hefur verið á skipulags- og byggingarsviði felst fyrst og fremst viðræðugrundvöllur fyrir frekari vinnu. Skipulagsráð mun hins vegar ekki taka afstöðu til einstakra hugmynda fyrr en í haust að fengnum umsögnum frá Umhverfisráði og úr hverfaráðum.
16. fundur 2005
Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Frumathugun skipulagsfulltrúa á sérbýlishúsalóðum kynnt.
Frestað.