Gjúkabryggja og Beimabryggja,
Kjalarvogur 5,
Ármúli 5,
Bryggjuhverfi vestur, svæði 4,
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur,
Kjalarnes, Krókur,
Kjalarnes, Vallá,
Silfurslétta 2,
Iðunnarbrunnur 15,
Gljúfrasel 11,
Grímshagi 8,
Háskóli Íslands,
Tindasel 3,
Holtsgata 19,
Langagerði 48,
Vallarhús 2-14,
Garðhús 45-47,
Laugavegur 46,
Laugavegur 77,
Ránargata 2,
Óðinsgata 5,
Hólmgarður 11,
Rofabær 7-9,
Grundargerði 28,
Kópavogur,
Seltjarnarnes,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
782. fundur 2020
Ár 2020, föstudaginn 17. júlí kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 782. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Haukur Hafliði Nínuson og Ingvar Jón Bates Gíslason.
Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
1.20 Gjúkabryggja og Beimabryggja, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. júlí 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 25. júní 2020 um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerða og lagna í 1. áfanga uppbyggingar í stækkun Bryggjuhverfis (Gjúkabryggja og Beimabryggja). Einnig er lagt fram teikningasett Verkís hf. dags. í júní 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
2.20 Kjalarvogur 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 17. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skútuvogs vegna lóðarinnar nr. 5 við Kjalarvog. í breytingunni felst breyting á afmörkun byggingarreits og breyting á skilmálum um fjölda bílastæða, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf dags. 2. apríl 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. júní 2020 til og með 13. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
3.20 Ármúli 5, (fsp) breyting á notkun efri hæða hússins
Lögð fram fyrirspurn Noland Arkitekta ehf. dags. 10. júlí 2020 , ásamt bréfi móttekið 10. júlí 2020, um breytingu á notkun efri hæða hússins nr. 5 við Ármúla úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.20 Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, breyting á deiliskipulagi vegna lóðar G
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta dags. 9. júlí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4, vegna lóðar nr. G. Í breytingunni felst að heimila aukinn fjölda íbúða og aukinn fjölda bílastæða í kjallara lóðar G, ásamt því að dýpt byggingarreits úr 15 m. í 16,5 m., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 8. júlí 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
5.20 Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi vegna reits e3
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit e3 í suðurátt til að rúma verkstæði og vélageymslu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. júní 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
6.20 Kjalarnes, Krókur, hindrun á reiðleið á jörðinni Krók við lóðarmörk Grundarhverfis og Arnarhamarsskógar
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 8. júlí 2020 vegna hindrunar á reiðleið undir Esjuhlíðum á Kjalarnesi á jörðinni Krók (landnr. 125712) við lóðarmörk Grundarhverfis og Arnarhamarsskógar. Umhverfisstofnun óskar eftir upplýsingum um stöðu þessa máls og hvort umræddur reiðstígur sem er lokaður með girðingu á landi Króks sé skipulagður reiðstígur samkvæmt skipulagi Reykjavíkurborgar og hvort hann fer um forna þjóðleið Króks.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.20 Kjalarnes, Vallá, tillaga að matsáætlun
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu Eflu, dags. 29. maí 2020, að matsáætlun varðandi fyrirhugaða endurnýjun búnaðar og aukna framleiðslugeta eggjabús Vallár á Kjalarnesi. Umsagnarfrestur er til 27. júlí 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.20 Silfurslétta 2, (fsp) sjálfsafgreiðslustöð
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 6. júlí 2020 ásamt greinargerð dags. 2. júlí 2020 um að setja upp sjálfsafgreiðslustöð á lóð nr. 2 við Silfursléttu fyrir stóra atvinnubíla.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.20 Iðunnarbrunnur 15, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 15 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja tvíbýlishús auk kjallara til að aðlaga hús að landi ásamt því að auka byggingarmagn A og B rýma, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 15. júní 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
10.20 Gljúfrasel 11, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3. hæðina úr timbri ofan á norðurhluta íbúðar 0201 í húsi á lóð nr. 11 við Gljúfrasel.
Stækkun 3. hæðar er: 41,0 ferm., 93,0 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.20 Grímshagi 8, Byggja tvöfaldan bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr úr staðsteyptri steypu með timburþaki með þakdúk á lóð nr. 8 við Grímshaga.
Stærð viðbyggingar er: 48 ferm., 129,6 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
12.20 Háskóli Íslands, ósk um samstarf við gerð rammaskipulags
Lagt fram bréf rektors Háskóla Íslands dags. 7. júlí 2020 þar sem óskað er eftir samstarfi við gerð rammaskipulags fyrir Háskóla Íslands.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
13.20 Tindasel 3, Breyting inni 0101, 0105, 0106 og 0004 o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun húsnæðis úr lager í iðnað og innra skipulagi rýma 0101, 0105 og 0106 þannig að komið er fyrir snyrtingum, tveimur útgönguhurðum og stiga milli rýma 0106 og 0006 og skipta rýmunum úr einni eign í þrjár, í húsi á lóð nr. 3 við Tindasel. Einnig er lagður fram tölvupóstur byggingarfulltrúa dags. 17. júlí 2020 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. júlí 2020. Gjald kr. 11.200
Umsagnarbeiðni dregin til baka sbr. tölvupóst byggingarfulltrúa dags. 17. júlí 2020.
14.20 Holtsgata 19, (fsp) setja hurð út í sameiginlegan garð
Lögð fram fyrirspurn Brynjars Leifssonar dags. 16. júní 2020 um minniháttar útlitsbreytingar á húsinu á lóð nr. 19 við Holtsgötu sem felst í að setja hurð út í sameiginlegan garð, samkvæmt uppdr. Elínar Þórisdóttur dags. 3. maí 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.20 Langagerði 48, Breyting á BN033298 - Bílskúr breytt í geymslu.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2020 þar sem sótt er um leyf til að breyta erindi, BN033298, þannig að rými 0101 í bílskúr verður breytt í geymslu, bílskúrshurð fjarlægð og gluggar settir í staðinn, á húsinu á lóð nr. 48 við Langagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020.
Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020 samþykkt.
16.20 Vallarhús 2-14, (fsp) stækkun svala
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram fyrirspurn Vallarhúss 2-4, húsfélag, dags. 6. júlí 2020 um stækkun á svölum hússins á lóð nr. 2-14 við Vallarhús, samkvæmt skissu mótt. dags. 6. júlí 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 17. júlí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020 samþykkt.
17.20 Garðhús 45-47, (fsp) stækkun lóða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram fyrirspurn Eiríks Inga Bengtssonar dags. 4. maí 2020 um stækkun lóðanna nr. 45-47 við Garðhús sem felst í færslu á lóðarmörkum um 1. m. í átt að göngustíg sem er bak við húsin. Einnig er lögð fram ljósmynd þar sem skissuð er inn tillaga að nýjum lóðarmörkum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 16. júlí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2020 samþykkt.
18.20 Laugavegur 46, Stækka verslun 1. hæð - br.hótelíbúðum fl.2 Sbr. BN053640
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými á 1. hæð ásamt því að sameina íbúðir efri hæða í eitt fastanúmer og breyta í gististað í flokki ll, tegund b fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg.
Erindi fylgir bréf rekstraraðila ódags. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
19.20 Laugavegur 77, Breyting 1. hæð rekstur fl. II tegund C
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými 0101 í veitingarstað í fl. II tegund C í vesturhluta og að koma fyrir borðum og stólum fyrir framan húsið á lóð nr. 77 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2020.
Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2020.
20.20 Ránargata 2, (fsp) fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram fyrirspurn Strumps ehf. dags. 23. júní 2020 ásamt bréfi dags. 22. júní 2020 um að skipta íbúð á 1. hæð hússins á lóð nr. 2 við Ránargötu í tvær íbúðir, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 16. júní 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 17. júlí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020 samþykkt.
21.20 Óðinsgata 5, Áður gerðar breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á bílgeymslu, mhl.03, og íbúðar- og verslunarhúsi, mhl.02 og mhl. 03, á lóð nr. 5 við Óðinsgötu.
Erindi fylgir skýrsla húsaskoðunar dags. 24. febrúar 2020. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.20 Hólmgarður 11, (fsp) - Breyta innra skipulagi og byggja anddyri
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta 2. hæð, koma fyrir stiga upp í ris frá herbergi og byggja anddyri á húsið á lóð nr. 11 við Hólmgarð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2020 samþykkt.
23.20 Rofabær 7-9, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 8. júlí 2020 um uppbyggingu fjölbýlishúss á lóð nr. 7-9 við Rofabæ með atvinnustarfsemi á jarðhæð. Einnig er lagt fram kynningarhefti Plúsarkitekta ehf. ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
24.20 Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka það til suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 28 við Grundargerði. Erindi var grenndarkynnt frá 7. júlí 2020 til og með 4. ágúst 2020 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 15. júlí 2020 er erindi nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. apríl 2020. Íbúð 0101 verður brúttó 97,8 ferm. 277,5rúmm. Íbúð 0201 verður brúttó 115,0 ferm., 339,7 rúmm.
Stækkun hús er: 133,5 ferm., 335,0 rúmm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
25.20 Kópavogur, vinnslutillaga nýs aðalskipulags Kópavogs 2019-2031+
Lagt fram erindi Kópavogsbæjar dags. 10. júlí 2020 þar sem kynnt er vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031+. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi 2012-2024. Einnig eru lagðir fram uppdrættir dags. 2. júlí 2020 og greinargerð dags. 3.-7. júlí 2020 ásamt umhverfisskýrslu og öðrum viðaukum. Óskað er eftir að umsögn/ábendingar berist eigi síðar en 31. ágúst 2020 kl. 15:00.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.
26.20 Seltjarnarnes, tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og deiliskipulagi Valhúsahæðar
Lagt fram erindi sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar dags. 16. júlí 2020 þar sem kynnt er tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, dags. 28. maí 2020, og deiliskipulagi Valhúsahæðar, dags. 29. maí 2020. Um er að ræða stækkun íbúðasvæðis og afmörkun lóðar fyrir búsetukjarna fatlaðs fólks við Kirkjubraut. Óskað er eftir að ábendingar berist eigi síðar en 5. ágúst 2020.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.