Flugvöllur 106745,
Hverfisgata 4,
Krummahólar 49,
Öldugata 2,
Ártúnsholt,
Elliðavatnsland 113489,
Kjalarnes, Esjumelar,
Langavatnsvegur 2,
Melavellir,
Skógarsel 12,
Sundlaugavegur 32, tjaldsvæði,
Borgartún 18-24, Nóatún 2-4,
Efstaleiti 1,
Holtsgata 10 og 12,
Þórsgata 27,
Dunhagi 18-20,
Grensásvegur 12,
Gvendargeisli 16,
Alþingisreitur,
Bárugata 35,
Laugavegur 86-94,
Lækjargata 8,
Lækjargata 14A,
Mímisvegur 4,
Veghúsastígur 1 og Klapparstígur 19,
Ármúli 5,
Dyngjuvegur 14,
Stangarholt 28,
Suðurlandsbraut 18,
Úlfarsbraut 114,
Vatnagarðar 12,
Laugavegur 103,
Garðabær,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Kirkjugarður í Úlfarsfelli,
Úlfarsfell, kirkjugarður,
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar,
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði,
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi,
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
566. fundur 2015
Ár 2015, föstudaginn 11. desember kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 566. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Halldóra Hrólfsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Borghildur S. Sturludóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Margrét Þormar, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.15 Flugvöllur 106745, Breyting bílaleiga
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á lóð til að henti fyrir starfsemi bílaleigu og til að koma fyrir skilti á lóðinni Flugvöllur 106745.
Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.15 Hverfisgata 4, Nr. 6 - Breyting jarðhæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ? sem tengist eldhúsi í hóteli á lóð nr. 8-10 fyrir ? gesti á jarðhæð húss á lóð nr. 4 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.15 Krummahólar 49, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2015 var lögð fram fyrirspurn Ólafar Erlingsdóttur, mótt. 13. nóvember 2015, um að breyta bílskúr á lóð nr. 49 við Krummahóla í tvö herbergi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. desember 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015.
4.15 Öldugata 2, Skipta upp í fjórar íbúðir, svalir o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta fjórar íbúðir, eina á hverri hæð, og til að bæta við þrennum svölum og breyta bílgeymslu í geymslur fyrir íbúðir í húsi á lóð nr. 2 við Öldugötu. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 8. desember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. desember 2015..
Gjald kr. 9.823
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015.
Ekki er heimilt að breyta bílskúr í geymslur.
5.15 Ártúnsholt, (fsp) framkvæmdaleyfi
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitna ohf., mótt. 1. desember 2015, varðandi framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar Reykjaæða í Ártúnsholti. Einnig er lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur - Veitna ohf., dags. 17. september 2015, ásamt tillögu Mannvits hf. dags. apríl 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
6.15 Elliðavatnsland 113489, afmörkun lóðar
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, mótt. 8. desember 2015, varðandi afmörkun lóðar fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðavatnslandi, samkvæmt uppdr. Lukr og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. september 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
7.15 Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar sf., dags. 2. desember 2015, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
8.15 Langavatnsvegur 2, (fsp) skipta landi og byggja sumarbústaði
Lögð fram fyrirspurn Ólafíu Ólafsdóttur, mótt. 9. nóvember 2015, þar sem spurt er hvort skipta megi lóð í u.þ.b. 15 lóðir fyrir sumarhús vegna landsvæðis við Langavatnveg 2. Erindi var framsent frá embætti byggingarfulltrúa þann 17. nóvember 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.15 Melavellir, Kjúklingaeldishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kjúklingaeldishús fyrir 14000 fugla, mhl. 09 á Melavöllum, landnúmer 125655, á Kjalarnesi.
Stærðir: 1.767,3 ferm., 7.774,1 rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.15 Skógarsel 12, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, mótt. 23. nóvember 2015, um framkvæmdaleyfi vegna tilfærslu á jarðvegi til fergingar á fjálsíþróttasvæði ÍR að Skógarsel 12. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd framkvæmda VSÓ ráðgjafar, dags. 5. október 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Umsækjandi hafi samband við embættið.
11.15 Sundlaugavegur 32, tjaldsvæði, (fsp) afnot af landi
Lögð fram fyrirspurn Hjördísar Sigurðardóttur stofnanda Spors í sandinn ehf. dags. 2. júlí 2015 varðandi mögulega staðsetningu sjálfbærrar gróðurhvelfingar á lóð sem er í leigu rekstraraðila tjaldsvæðis við hlið Laugardalslaugar, samkvæmt kynningargögnum.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.15 Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, trúnaðarmál
Lagðar fram tillögur frá Yrki arkitektum sem sýnir mögulega uppbyggingu á reitnum. Deiliskipulagið er í vinnslu en næstu skref snúa að samningum við lóðarhafa.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
13.15 Efstaleiti 1, drög að deiliskipulagi
Að aflokinni samkeppni eru nú lagðar fram til kynningar deiliskipulagsdrög unnar af Arkþing fyrir lóðina að Efstaleiti 1 - RÚV lóð.
Farið yfir helstu breytingar frá samkeppninni.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
14.15 Holtsgata 10 og 12, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Páls Kristjáns Svanssonar, mótt. 2. desember 2015, um að rífa húsið á lóð nr. 10 við Holtsgötu og byggja lítið fjölbýli á lóðunum nr. 10 og 12 við Holtsgötu upp að gafli hússins á lóð nr. 12. Einnig eru lagðar fram teikningar Sigurðar Gústafssonar ark., dags. 17. júlí 2007 og greinargerð Páls Kristjáns Svanssonar, dags. 2. desember 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.15 Þórsgata 27, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Stáss Design ehf., mótt. varðandi breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits 3 vegna lóðarinnar nr. 27 við Þórsgötu. Í breytingunni felst að breyta notkun jarðhæðar hússins úr íbúðarhúsnæði í veitingastað/Kaffihús í flokki I, samkvæmt uppdr. Stass Design ehf. dags. 13. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Stáss Desing ehf. og eiganda að Þórsgötu 27, dags. 16. nóvember 2015 og tillaga að staðsetningu og útliti skiltis, dags. 2. desember 2015..
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Lokastíg 24a, 26, 28 og 28A og Þórsgötu 25, 26 og 29.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7.6 gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.
16.15 Dunhagi 18-20, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Arkitektar ehf., mótt. 24. nóvember 2015, um að byggja við fjölbýlishúsið á lóð nr. 18-20 við Dunhaga. Um er að ræða stækkun á fyrstu hæð ásamt nýjum þriggja hæða íbúðarhluta, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Arkitektar ehf., dags. 24. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektar ehf., dags. 24. nóvember 2015 og viljayfirlýsing D18 ehf. og Samkaups hf., dags. 2. nóvember 2015 um uppbyggingu verslunarþjónustu að Dunhaga 18-20.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.15 Grensásvegur 12, Ofanábygging - mhl.01 - breyting inni mhl.02
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01 og innrétta í honum 24 íbúðir í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifsstofu sviðsstjóra. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra og verkefnisstjóra dags. xxx 2015. Lagt fram bréf hönnuðar dags. 28. október 2015.Meðfylgjandi eru skýringar sem sendar voru í tölvupósti 24. júlí 2015 og Einnig umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2014 og 22. janúar 2015, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. september ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015. Stækkun mhl. 01: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm. Gjald kr. 9.823
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
18.15 Gvendargeisli 16, Hækka þak - byggja setustofu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja setustofu á 2. hæð, sbr. fyrirspurn BN049939, einnig er sótt um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss, í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Gvendargeisla.
Stækkun: 41,2 ferm., 59,6 rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
19.15 Alþingisreitur, (fsp) fækkun bílastæða og hækkun á tengibyggingu
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar arkit. mótt. 11. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits sem felst í fækkun bílastæða á reitnum og hækkun á tengibyggingu milli lóðanna nr. 8B og 10 við Kirkjustræti, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta dags. 27. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Batterísins arkitekta ehf. dags. 10. nóvember 2015 og greinargerð, dags. 27. október 2015.
Vísað til umsagnar borgarsögusafns.
20.15 Bárugata 35, (fsp) svalir á rishæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2015 var lögð fram fyrirspurn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, mótt. 17. nóvember 2015, um að setja svalir á rishæð hússins á lóð nr. 35 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Argos ehf. dags. 3. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. desember 2015.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2015.
Ágústa Sveinbjörnsdóttir vék af fundi.
21.15 Laugavegur 86-94, (fsp) svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Önnu Ólafsdóttur, mótt. 13. nóvember 2015, um að svalir vestanmeginn fjórðu hæðar hússins á lóð nr. 86-94 við Laugaveg verði færðar úr sameign í séreign íbúðar nr. 401. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. desember 2015..
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2015 samþykkt.
22.15 Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda ehf., mótt. 3. desember 2015, um að bæta hæð og risi ofan á núverandi skúr við norðurgafl hússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu og að bakhús yfir rampa verði í sömu hæð, samkvæmt tillögu Studio Granda ehf., ódags. Einnig er lögð fram greinargerð Studio Granda ehf., dags. 2. desember 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.15 Lækjargata 14A, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Dómkirkjunnar, mótt. 20. nóvember 2015, um að setja tvö bílastæði á lóð nr. 14A við Lækjargötu, samkvæmt tillögu Andrúm arkitekta ehf., dags. 24. september 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
24.15 Mímisvegur 4, Ofanábygging og ný íbúð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. október 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð og ris, innrétta nýja íbúð í risi, byggja svalir á suðurgafli 1. 2. 3. hæðar, gera nýjan inngang og innrétta íbúðarherbergi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 4 við Mímisveg. Erindi var grenndarkynnt frá 6. nóvember til og með 4. desember 2015. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram samþykki Bergljótar Halldórsdóttur, dags. 3. nóvember 2015.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa v/fsp. um sama erindi dags. 5. mars 2014. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015. Stækkun: 100,8 ferm., 241,8 rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
25.15 Veghúsastígur 1 og Klapparstígur 19, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 30. nóvember 2015, um að byggja lágreistar byggingar með 6-7 litlum sérbýlis íbúðum á lóð nr. 1 við Veghúsastíg, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf., dags. 27. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 27. nóvember 2015og bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 27. nóvember 2015.
Vísað til umsagnar borgarsögusafns.
26.15 Ármúli 5, Hótel
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með sléttum álplötum, breyta innra skipulagi, byggja flóttastiga á austurgafli og innrétta gististað í flokki ?? teg. ?? með 60 herbergjum í mhl. 01 á lóð nr. 5 við Ármúla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2015..
Erindi fylgir orkurammi dags.. 21. nóvember 2015. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2015,
27.15 Dyngjuvegur 14, (fsp) viðbygging og bílgeymsla
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 30. nóvember 2015, um að byggja við suðurhlið hússins á lóð nr. 14 við Dyngjuveg ásamt byggingu bílgeymslu á lóð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 26. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð Kristjáns Jósteinssonar, dags. 19. nóvember 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.15 Stangarholt 28, Endurnýjun BN023544 - Bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. október 2015 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja áformin á erindi BN023544 dags. 14. nóv. 2001 þar sem samþykkt var að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 á lóð nr. 28 við Stangarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 6. nóvember til og með 4. desember 2015. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015. Samþykki fylgir frá Stangarholti 26, 28, 30, 37, 39 og tölvupóstur sem staðfestir samþykki fyrir 39 dags. 16. okt. 2015 fylgir.
Stærð: 29,8 ferm., 65,3 rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
29.15 Suðurlandsbraut 18, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram umsókn ASK arkitekta ehf., mótt. 28. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit bakhússins svo hann nái yfir núverandi bílageymslu, fjarlægja bílastæði á 2. hæð bílageymslu, byggja allt að þriggja hæða byggingu á suðausturhluta lóðar o.fl., samkvæmt uppdr. ASK arkitekta ehf., dags. 22. október 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
30.15 ">Úlfarsbraut 114, (fsp) fjölgun íbúða
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 29. október 2015, varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut út 9 í 11 og auka fjölbreytni íbúðagerða. Einnig er lagt fram bréf Jóns Hrafns Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa, dags. 28. október 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur skipulagsfulltrúa til umsækjanda þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um erindið. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 11. desember 2015, þar sem fyrirspurn er dregin til baka.
Erindið dregið til baka, sbr. tölvupóst Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 11. desember 2015.
31.15 Vatnagarðar 12, Breyting á þaki, breyting inni o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til breytinga á þaki, rífa millibyggingu og byggja nýtt, hærra þak. Breyta fyrirkomulagi innanhúss, byggja nýtt milligólf, einnig er gluggum og hurðum breytt í iðnaðarhúsi/skrifstofu á lóð nr. 12 við Vatnagarða.
Stærðir; stækkun xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.15 Laugavegur 103, Breyta innréttingu 1.hæð - ísbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir kæli, innrétta ísbúð og breyta í flokk II veitingastað í rými 0102 í húsi á lóð nr. 103 við Laugaveg.Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. desember 2015.
Gjald kr. 9.823
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2015.
33.15 Garðabær, breyting á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 og deiliskipulagi Heiðmerkur Í Garðabæ og Sandahlíð
Lagt fram bréf Garðabæjar, dags. 3. desember 2015, þar sem kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 og tillaga að deiliskipulagi Heiðmerkur í Garðabæ og Sandahlíð. Óskað er eftir að ábendingar berist fyrir 15. janúar 2016.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa.
34.15 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits, dags. október 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Tillagan var auglýst frá 29. október til og með 10. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendi inn athugasemdir: Páll Ólafur Eggerz, dags. 3. desember 2015 og Kristinn Vilbergsson f.h. Kex hostel ehf., dags. 10. desember 2015. Einnig er lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 25. nóvember 2015 og umsögn svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. desember 2015, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
35.15 Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Halldórs Eiríkssonar arkitekts fh lóðarhafa, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015. Reiturinn afmarkast af lóðarmörkum Hverfisgötu 83 og Vitastíg í vestri, Skúlagötu til norðurs, lóðarmörkum Skúlagötu 32-34 og Barónsstíg 2-4 í austur og Hverfisgötu til suðurs. Í breytingunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins. Meðal annars breytist fyrirkomulag bygginga við Skúlagötu úr þremur turnbyggingum yfir í 5-8 hæða randbyggð og eina turnbyggingu. Fyrirkomulag bygginga við Hverfisgötu breytist úr tveimur 4-5 hæða samsíða byggingum yfir í 4-5 hæða randbyggð. Tillagan var auglýst frá 29. október til og með 10. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Páll Ólafur Eggertz, dags. 3. desember 2015 og Kristinn Vilbergsson framkvæmdastjóri f.h. Kex hostel ehf., dags. 10. desember 2015. Einnig er lagt fram bréf Hverfisráðs Miðbæjar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
36.15 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Kirkjugarður í Úlfarsfelli, breyting á aðalskipulagi og umhverfismat
Kynnt drög að breytingu á aðalskipulagi og umhverfismati vegna nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
37.15 Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag
Lögð fram umsókn Landmótunar sf., mótt. 11. nóvember 2015, um deiliskipulag fyrir kirkjugarð undir hlíðum Úlfarsfells, samkvæmt uppdrætti Landmótunar sf., dags. 4. desember 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
38.15 Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar dags. 15. desember 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
39.15 Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði dags. 15. desember 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
40.15 Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi dags. 15. desember 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
41.15 Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf dags. 15. desember 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs