Hverfisgata 85-91 og 93, Barónsreitur
Skjalnúmer : 5108
21. fundur 1994
Reitur 1.154.3, breytt landnotkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.09.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.09.1994 um reit 1.154.3, milli Hverfisgötu, Vitastígs, Skúlagötu og Barónsstígs, breytta landnotkun.
19. fundur 1994
Reitur 1.154.3, breytt landnotkun
Lögð fram tillaga að breyttri landnotkun á reit 1.154.3, sem markast af Hverfisgötu, Vitastíg, Skúlagötu og Barónsstíg.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd beinir því til borgarráðs að við endurskoðun aðalskipulags sem nú er hafin verði umræddum reit sem markast af Hverfisgötu, Vitastíg, Skúlagötu og Barónsstíg breytt úr athafna- og iðnaðarsvæði í blandaða landnotkun, athafnasvæði og íbúðir."