Grandagarður 20, Grundarstígur 10, Laugavegur 56, Laugavegur 85, Grundarstígsreitur, Brautarholt 6, Efstasund 42, Engjateigur 7, Goðaland 4, Lækjargata, Vonarstræti og Skólabrú, Skipholt 29 og 29A, Stangarholt 3-11, Tangabryggja 18-24, Tjarnarsel 2, Bústaðavegur 151-153, Hafnarstræti 1-3, Ingólfstorg, Krummahólar 49, Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, Búðagerði 9, Grettisgata 9, Mýrargata/Seljavegur, Ármúli 5, Háaleitisbraut 1, Gamla höfnin - Vesturbugt, Óðinsgata 14A og 14B, Skólavörðustígur 21A, Breiðholtsbraut, Lambhagavegur 6, Útilistaverk, Víðidalur, Fákur, Sölvaból 1, Bárugata 35, Bergstaðastræti 86, Ingólfsstræti 6, Laugavegur 28,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

565. fundur 2015

Ár 2015, föstudaginn 4. desember kl. 09:25 var haldinn 565. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.15 Grandagarður 20, (fsp) breyting á starfsemi
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta ehf., mótt. 18. nóvember 2015, varðandi breytingu á starfsemi hússins á lóð nr. 20 við Grandagarð í veitingastað á jarðhæð í flokki II með sýningarsölum og vinnustofum á efri hæðum, samkvæmt tillögu Kurt og Pí ehf. ódags. Einnig er lagt fram bréf Kurt og Pí ehf., dags. 18. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

2.15 Grundarstígur 10, endurnýjun á rekstrarleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Hannesarholts að Grundarstíg 10 um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingastaðinn Hannesarholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

3.15 Laugavegur 56, Ofanábygging - framhús / nýbygging baklóð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja ofan á núverandi framhús ásamt því að reisa nýbyggingu á baklóð fyrir gistiheimili í flokki II, gestafjöldi 32 og fjórir starfsmenn, sbr. fyrirspurn BN050029 sem svarað var neitandi 20.10. 2015 fyrir hús á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Stærðir:
Meðfylgjandi er bréf lögfræðings dags. 26.11. 2015. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

4.15 Laugavegur 85, Veitingastaður - fl.2
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015..
Gjald kr. 9.823

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2014.

5.15 Grundarstígsreitur, lýsing,
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015, vegna gerð nýs deiliskipulags reits 1.183.3, Grunndarstígsreits, sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg.


Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

6.15 Brautarholt 6, Íbúðir - 4.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki til suðurs, innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015. Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015, greinargerð um algilda hönnun dags. 18. nóvember 2015 og ósk um grenndarkynningu dags. 25. nóvember. Stækkun: 34,9 ferm., 56,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 4, 4a og 8, Skipholti 3,5 og 7.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.


7.15 Efstasund 42, Bílgeymsla
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með geymslu sem verður staðsteyptur á lóð nr. 42 við Efstasund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.
Umsögn skipulagsfulltrúa frá 16. okt. 2015 fylgir. Stærð: 39,3 ferm. 125,4 rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2014 samþykkt.

8.15 Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

9.15 Goðaland 4, (fsp) aðkoma/bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Þórunnar Óskarsdóttur, mótt. 26. nóvember 2015, um að bæta aðkomu að húsinu á lóð nr. 4 við Goðaland sem felst í að gera bílastæði fyrir framan lóðina. Einnig er lagt fram bréf Þórunnar Óskarsdóttur og Eiríks Árnasonar, mótt. 23. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. desember 2015.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015

10.15 Lækjargata, Vonarstræti og Skólabrú, hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun
Lögð fram vinningstillaga í samkeppni um skipulag og hönnun Lækjargötu 10 og 12, Vonarstrætis 4 og 4B og Skólabrú 2.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

11.15 Skipholt 29 og 29A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn GP arkitekta ehf., mótt. 25. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.250.1, Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 29 og 29A við Skipholt. Í breytingunni felst að hækka húsið á lóðinni og bæta við einni hæð, setja kvisti á 2/3 hluta þakflöts og svalir á suðurhlið húss nr. 29, setja stiga/lyftuhús auk svalagangs norðan við húsið nr. 29A og rífa núverandi stigahús inn í húsinu, samkvæmt uppdr. GP arkitekta ehf., dags. 25. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bref GP arkitekta ehf., dags. 25. nóvember 2015

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að samþykki allra meðlóðarhafa þarf að liggja fyrir með umsókninni.

12.15 Stangarholt 3-11, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt. Í skipulagstillögunni felst skipting lóðar, gera byggingarreit fyrir færanlega skólastofu vestan megin leikskólans o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Stangarholti 3-11, mótt. 18. maí og 9. og 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ragnhildur S. Birgisdóttir, dags. 11. nóvember 2015 og beiðni Hverfisráðs Hlíða um frest til að skila inn umsögn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

13.15 Tangabryggja 18-24, breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðsgjöf ehf., mótt. 26. nóvember 2015, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst breyting á stærðarsamsetningu íbúða í húsinu, samkvæmt tillögu Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 26. nóvember 2015.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
Umsækjandi þarf að greiða samkvæmt gr. 7.6 fyrrgreindar reglugerðar, áður en tillaga fer í auglýsingu.



14.15 Tjarnarsel 2, (fsp) fjölgun íbúða og nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Alberts Jenssonar, mótt. 25. nóvember 2015, varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 2 við Tjarnarsel ásamt byggingu nýs húss á baklóð upp að lóðarmörkum lóðarinnar nr. 4 við Tjarnarsel og nr. 17 við Öldusel, Ölduselsskóla, samkvæmt uppdr. Magnúsar Alberts Jenssonar ark., dags. 19. nóvember 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.15 Bústaðavegur 151-153, lýsing deiliskipulagsbreytingar
Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2015 vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðunum nr. 151 og 153 við Bústaðaveg, þróunarsvæði Þ59 í Aðalskipulagi. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Lögmál f.h. Atlantsolíu ehf., dags. 25. nóvember 2015, Kristín Árnadóttir, dags. 29. nóvember 2015 og Hörður Einarsson, dags. 30. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstofnunar, dags. 18. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. nóvember 2015, bréf Garðabæjar, dags. 30. nóvember 2015, ábending sveitarfélags höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. desember 2015 og umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 1. desember 2015.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

16.15 Hafnarstræti 1-3, (fsp) rekstur veitingastaðar
Lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar, mótt. 26. nóvember 2015, um hvort áður samþykkt heimild til reksturs veitingastaðar í austurenda hússins að Hafnarstræti 1-3 sé enn í gildi. Einnig er spurt um stöðu veitinaghúsakvóta í götunni. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015 samþykkt.

17.15 Ingólfstorg, tímabundið áfengisveitingaleyfi
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn La Dolce Vita ehf. um tímabundið áfengisveitingaleyfi frá kl 12:00 þriðjudaginn 1. desember 2015 til kl. 24:00 þriðjudaginn 8. desember 2015 í tilefni skautasvells og jólaþorps á Ingólfstorgi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015 samþykkt.

18.15 Krummahólar 49, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Erlingsdóttur, mótt. 13. nóvember 2015, um að breyta bílskúr á lóð nr. 49 við Krummahóla í tvö herbergi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.15 Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, lýsing, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 24. nóvember 2015 að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Í tillögunni felst að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

20.15 Búðagerði 9, gera tvær íbúðir úr einni, svalir, kvistir
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0201 í tvær íbúðir, 0201 og 0301, fjarlægja þrjá kvisti á suðurhlið hlið, byggja einn stærri kvist með einhalla þaki og svölum og koma fyrir svölum á suðurhlið annari hæðar í húsinu á lóð nr. 9 við Búðagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.
Stækkun : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015 samþykkt.

21.15 Grettisgata 9, Breyting inni - hótel
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta sex íbúðir og fjögur herbergi fyrir xxx gesti sem stækkun á Hótel Frón, sjá erindi BN048039 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.
Gjald kr. 9.823

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

22.15 Mýrargata/Seljavegur, sameinging lóða, fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram umsókn Þorleifs Eggertssonar, mótt. 26. nóvember 2015, um að sameina lóðirnar nr. 27, 29 og 31 við Mýrargötu og 1A og 1B við Seljaveg, fjölga íbúðum um fjórar, setja bílakjallara undir húsið og gera sameiginlegan stigagang, svalagang og lyftu. Einnig er lagt fram bréf Þorleifs Eggertssonar, dags. 25. nóvember 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.15 Ármúli 5, Hótel
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með sléttum álplötum, breyta innra skipulagi, byggja flóttastiga á austurgafli og innrétta gististað í flokki ?? teg. ?? með 60 herbergjum í mhl. 01 á lóð nr. 5 við Ármúla.
Erindi fylgir orkurammi dags.. 21. nóvember 2015. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.15 Háaleitisbraut 1, (fsp) uppbygging á lóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 var lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 15. október 2015, um að byggja fjölbýlis- og skrifstofuhúsnæði á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut og sameina inn- og útkeyrslu lóðarinnar við inn- og útkeyrslu lóðar Orkuveitu Reykjavíkur og gera nýja inn- og útkeyrslu frá Háaleitisbraut. Einnig er lögð fram frumtillaga THG arkitekta ehf., dags. 14. nóvember 2015 að uppbyggingu. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. dember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2015 samþykkt.

25.15 Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar. Í breytingunni felst fjölgun íbúða samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. júlí 2013 síðast breyttur 25. september 2015. Einnig er lagt fram erindisbréf Borgarstjóra vegna skipunar stýrihóps um verkefnið. Tillagan var auglýst frá 14. október til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Helgi Samúelsson f.h. íbúa að Bakkastíg 3, dags. 23. nóvember 2015, Markús Guðmundsson f.h. Húsfélagsins Mýrargötu 26 , dags. 24. nóvember 2015, Erna Matthíasdóttir og Víðir Birgisson, dags. 24. nóvember 2015, Hjörtur Hjartar, dags. 25. nóvember 2015, Guðmundur Björnsson og Anna Sigurðardóttir, dags. 25. nóvember 2015, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Brigitte Leonie Lúthersson-Patt og Pétur B. Lúthersson, dags. 25. nóvember 2015, Eyþór Ólafsson og Anna Ragnarsdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 25. nóvember 2015, Hilmar Skarphéðinsson, dags. 25. nóvember 2015 og Steingerður Ólafsdóttir og Ásgeir Brynjar Torfason, dags. 25. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

26.15 Óðinsgata 14A og 14B, (fsp) sameinging og hækkun bygginga
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Hannesar Þórissonar, mótt. 17. nóvember 2015, varðandi byggingu einnar byggingar eða samtengdra bygginga á lóðunum nr. 14A og 14B við Óðinsgötu ásamt hækkun bygginganna á lóðinni. Einnig er spurt hversu mikið byggingarmagn er hægt að áætla að verði mögulegt á lóðunum. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Fyrirspyrjandi hafi samband við embættti skipulagsfulltrúa.

27.15 Skólavörðustígur 21A, Stækka veitingastað og gistiheimili
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að dýpka kjallara að hluta, innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015..
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015. Gjald kr. 9.823

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

28.15 Breiðholtsbraut, göngubrú
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2015 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. apríl 2015, vegna samþykktar borgarráðs 16. apríl 2015 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: "Lagt er til að borgarráð samþykki að unnið verði deiliskipulag fyrir göngubrú yfir Breiðholtsbraut til móts við Select. Deiliskipulagið verði unnið í samráði við Vegagerðina og í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur." Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt þremur tillögum Reykjavíkurborgar og verkfræðistofnunar Eflu, dags. 19. nóvember 2015, og Skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, dags. 23. nóvember 2015..

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

29.15 Lambhagavegur 6, (fsp) skemma á lóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Þorvaldar Guðjónssonar, mótt. 29. október 2015, um að staðsetja færanlega skemmu á lóð nr. 6 við Lambhagaveg sem nýtt yrði sem lager/sýningarhús fyrir þau tæki sem verið er að selja. Einnig er lögð fram skissa á aðaluppdrætti og umboð Þrastar Lýðssonar, dags. 29. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. nóvember 2015 samþykkt.

30.15 Útilistaverk, uppsetning tveggja útilistaverka við skóla í Grafarholti
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar þar sem bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 24. ágúst 2015, varðandi uppsetningu tveggja útilistaverka við skóla í Grafarholti er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig er lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs, dags. 14. ágúst og bréf Listasafns Reykjavíkur, dags. 12. júní 2015.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

31.15 Víðidalur, Fákur, Sölvaból 1, (fsp) stækkun á byggingarreit
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. október 2015 var lögð fram fyrirspurn Óskars Þórs Péturssonar, mótt. 21. september 2015, um að stækka hesthús á lóð Fáks í Víðidal, Sölvaból 1, um 4. metra til austurs frá núverandi húsnæði ásamt samsvarandi stækkun á gerði, samkvæmt tillögu ódags. Erindi var vísað til umsagnar hestamannafélagsins Fáks og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Fáks dags. 25. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2015.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2015.

32.15 Bárugata 35, (fsp) svalir á rishæð
Lögð fram fyrirspurn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, mótt. 17. nóvember 2015, um að setja svalir á rishæð hússins á lóð nr. 35 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Argos ehf. dags. 3. nóvember 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.15 Bergstaðastræti 86, Byggja við bílgeymslu o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við bílskúr, síkka kjallaraglugga og grafa frá kjallara einbýlishúss á lóð nr. 86 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015..
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2015 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. október 2015. Einnig bréf hönnuðar þar sem grenndarkynningar er óskað dags. 19. nóvember 2015. Stækkun: 7,4 ferm., 17,3 rúmm. Gjald kr. 9.823

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 84 og Laufásvegi 77 og 79.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.


34.15 Ingólfsstræti 6, (fsp) deiliskipulag
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Hannesar Þórissonar dags. 17. nóvember 2015 um hvort byggja megi hæð ofan á húsið á lóð nr. 6 við Ingólfsstræti eða byggja út í portið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015 samþykkt.

35.15 Laugavegur 28, Hótel - breyting inni
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr gleri á baklóð, endurgera þak og byggja kvist á suðurhlið, koma fyrir heitum pottum á svölum, koma fyrir lyftu og innrétta hótel með 20 herbergjum fyrir 40 gesti í húsi á lóð nr. 28 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.