Bakkastaðir 45,
Bakkastaðir 77,
Blesugróf 27,
Bugðulækur 20,
Dalbraut 21-27,
Efstasund 82,
Flúðasel,
Furugerði 1,
Gerðuberg,
Friggjarbrunnur 14-16,
Hlunnavogur 8,
Bjarmaland 18-24,
Grjótháls,
Gerðarbrunnur 28-30,
Hnjúkasel 9,
Kjalarnes, Esjumelur 1,
Kjalarnes, Melavellir,
Kleifarsel 49,
Kleifarvegur, bílgeymslulóð,
Klettháls 13-15,
Lambasel 38,
Langholtsvegur 86,
Móvað 39,
Starmýri 2,
Sævarland 2-20,
Stórhöfði 34-40,
Urðarbrunnur 96,
Úlfarsfell,
Vagnhöfði 27,
Vættaborgir 63-65,
Bauganes 22,
Fiskislóð og Hólmaslóð,
Fiskislóð 38,
Laugavegur 4 og 6,
Meðalholt 3,
Nesvegur 41,
Reykjavíkurflugvöllur, lóðarumsókn fyrir flugskýli,
Reykjavíkurflugvöllur,
Sirkusreitur,
Spítalastígur 4A og B,
Stakkholt 2-4,
Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi,
Túngötureitur,
Vesturgata 64,
Öldugata 9,
Öldugata 47,
Norðlingabraut 8,
Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis,
Heiðmörk,
Laugardalur,
Laugarnestangi 70, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Reynisvatnsland 53,
Ánanaust landfyllingar,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
200. fundur 2008
Ár 2008, föstudaginn 15. febrúar kl. 10:10, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 200. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð.
Fundinn sátu: Birgir H. Sigurðsson og Marta Grettisdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Bragi Bergsson, Margrét Þormar og Björn Axelsson.
Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
1.08 Bakkastaðir 45, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 13. febrúar 2008 vegna lóðarinnar nr. 45 við Bakkastaði. Í breytingartillögunni felst að byggingarreitur er stækkaður sem nemur útbyggingum til suðurs og austurs.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bakkastöðum 41, 43, 47, 55 og 57.
2.08 Bakkastaðir 77, (fsp) bílastæði
Lagður fram tölvupóstur formanns foreldrafélags leikskólans Bakka dags. 6. febrúar 2008 þar sem óskað er eftir upplýsingum um kröfur eða reglur um fjölda bílastæða við leikskóla og hvaða möguleikar séu fyrir hendi til að fjölga bílastæðum við leikskólann Bakka.
Erindið framsent Eignasjóði, mannvirkjaskrifstofu til afgreiðslu.
3.08 Blesugróf 27, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs, dags. 27. nóvember 2007, að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 27 við Blesugróf. Auglýsing stóð yfir frá 28. desember 2007 til og með 8. febrúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Pálína Guðlaugsdóttir og Höskuldur Sæmundsson Blesugróf 26, dags. 14. janúar 2008, Gunnlaugur Pétursson og Arndís Guðmundsdóttir Blesugróf 24, dags. 8. febrúar 2008, Sigríður Pétursdóttir og Sigurður Friðriksson Blesugróf 20, dags. 8. febrúar 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
4.08 Bugðulækur 20, (fsp) hækka þak
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þak og nýta til stækkunar íbúðar þriðju hæðar þríbýlishússins á lóð nr. 20 við Bugðulæk.
Vísað til umfjöllunar austurteymis arkitekta.
5.08 Dalbraut 21-27, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til staðsteyptrar viðbyggingar til suðurs við báðar álmur hússins og byggingu bílgeymslu undir núverandi bílastæðum með tilheyrandi rampi ásamt minnháttar breytingum á innra skipulagi stjórnunarálmi fyrstu hæðar og tilfærslu á hárgreiðslustofu annarar hæðar, austari viðbyggingin eru þrjár hæðir og kjallari með íbúð á sitthvorri hæðinni og geymslu í kjallara, vestari viðbyggingin eru tvær hæðir og kjallari þar sem eru tólf íbúðir og geymslur í kjallara ásamt stigahúsi með lyftu í þjónustu og fjölbýli fyrir aldraða á lóð nr. 17-27 við Dalbraut.
Stærðir stækkunar kjallari xxx ferm., 1. hæð xx ferm., 2. hæð xxx ferm., 3. hæð xxx ferm. Samtals xxx ferm. xxx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Vísað til umfjöllunar austurteymis arkitekta.
6.08 Efstasund 82, breyting á deiliskipulagi Sunda
Lögð fram umsókn Alark f.h. Dags Sigurðssonar, dags. 14. feb. 2008, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Sunda vegna lóðarinnar nr. 82 við Efstasund skv. uppdrætti, dags. 1. febrúar 2008. Breytingin gengur út á gerð þakgarðs ofan á bílgeymslu.
Samþykkt að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 85, 87, 89 ásamt Efstasundi 80 og 84 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
7.08 Flúðasel, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Hlyns Gíslasonar, dags. 11. febrúar 2007, varðandi bílastæði við Flúðasel.
Erindið framsent Umhverfis- og samgöngusviði til afgreiðslu.
8.08 Furugerði 1, (fsp) stækkun inndreginnar 9. hæðar
Á fundi skipulagstjóra var lögð fram fyrirspurn Arkþings f.h. Félagsbústaða ehf., dags. 7. febrúar 2008, um stækkun inndreginnar 9. hæðar húss nr. 1 við Furugerði skv. uppdrætti, dags. 4. febrúar 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Frestað. Óskað er ítarlegri gagna varðandi fjölda íbúða og bílastæðaþörf.
9.08 Gerðuberg, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurnartillaga V. A arkitekta, f.h. Reykjavíkurborgar, mótt. 14. febrúar 2008 varðandi breytt deiliskipulag við Gerðuberg.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi vinni tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn sem síðan verður grenndarkynnt.
10.08 Friggjarbrunnur 14-16, nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús á þremur hæðum auk bílgeymslu í kjallara húsið staðsteypt með tveimur stigahúsum (nr. 14 og 16) með lyftum, hvort stigahús er með fimm íbúðir og tvær íbúðir eru með sérinngang og er önnur þeirra með aðgengi fyrir fatlaða á lóði nr. 14-16 við Friggjarbrunn.
Stærðir kjallara 636,5 ferm., 1. hæð 514.8 ferm., 2. hæð 557.4 ferm., 3. hæð 557.4 ferm. samtals 2266.1 ferm., 7180,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 524.176
Ekki gerð athugasemd við erindið, samræmist deiliskipulagi.
11.08 Hlunnavogur 8, (fsp) stækka hús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að stækkunnar til suðurs og bæta við 2. hæð yfir hluta einbýlishússins samtals um.þ.b 100 ferm sbr. skissu sem fylgir erindinu á lóð nr. 8 við Hlunnavog.
Vísað til umfjöllunar austurteymis arkitekta.
12.08 Bjarmaland 18-24, nr 22 gluggar, gryfja
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 þar sem sótt er um að stækka gryfju frá kjallara og setja glugga á kjallaraveggi upp úr jörðu skv. erindi BN036873 samþykktu 9.10.2007 með breytingu 9.12.2007 á einbýlishúsi á lóð nr. 22 við Bjarmaland. Gjald kr. 7.300
Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
13.08 Grjótháls, (fsp) lóð við Grjótháls
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 12. febrúar 2008 varðandi lóð við Grjótháls fyrir Bón- og þvottastöðina ehf..
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
14.08 Gerðarbrunnur 28-30, parhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir parhúsi byggt úr forsteyptum einingum á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á efri hæð og einhalla þakformi á lóðinni nr. 28-30 við Gerðabrunn.
Meðfylgjandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa dags. 23. jan. 2008
Stærðir: Mhl. 01 kjallari 123,0 ferm. 1. hæð 118,2 ferm. mhl. 02 kjallari 123,0 ferm., 1. hæð 116,6 ferm. Samtals 480,8 ferm., 1590,8 rúmm.Gjald kr. 7.300 + 116.128
Ekki gerð athugasemd við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
15.08 Hnjúkasel 9, stækka svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir til vesturs sbr. jákvæða fyrirspurn mál BN36894 og færa sorptunnugeymslu austur fyrir einbýlishúsið á lóð nr. 9 við Hnjúkasel.
Stærðir stækkunar B-rýmis undir svölum 33,8 ferm., 84,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.467
Með vísan til bókunar frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 5. október 2007 er umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.
16.08 Kjalarnes, Esjumelur 1, (fsp) lóðarstækkun
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lögð fram fyrirspurn Fornbílaklúbbs Íslands, dags. 6. febrúar 2008, um stækkun lóðar nr. 1 við Esjumel skv. skissu, mótt. 6. febrúar 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi vinni tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt.
17.08 Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Matfugls, dags. 21. nóv. 2007, um breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Melavellir í Kjalarnesi skv. uppdr. Arkþings, dags. 20. nóv. 2007. Í breytingunni felst að heimila byggingu fjögurra alifuglahúsa sunnan við þegar samþykkt alifuglahús á lóðinni. Lagt fram bréf Umhverfissviðs, dags. 25. janúar 2008. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. janúar 2008 ásamt skýrslu Línuhönnunar, dags. janúar 2008 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Umsækjandi geri betur grein fyrir tillögunni, m.a. með hvaða hætti skilyrðum sem fram koma í bréfi Umhverfissviðs, dags. 25. janúar 2008, verði mætt.
18.08 Kleifarsel 49, viðbygging, kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við á 1. hæð sbr. fyrirspurn BN036675 dags. 28.8.2007 og byggja þrjá kvisti á 2. hæð einbýlishúss á lóð nr. 49 við Kleifarsel.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna á á lóðum nr. 41, 43, 45 og 51 við Kleifarsel.
Stærðir: Stækkun 41,6 ferm., 147,9 rúmm.
Samtals eftir stækkun 259,3 ferm, 833,3 rúmm.
Gjald: 7.300 + 10.797
Harri Ormarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi. Umsækjanda er bent á að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrri bókun í málinu.
19.08 Kleifarvegur, bílgeymslulóð, breyting á deiliskipulagi bílgeymslulóðar fyrir Laugarásveg
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta f.h. Karls Steingrímssonar, dags. 13. desember 2007, um breytingu á deiliskipulagi bílageymslulóðar fyrir Laugarásveg 27-37 skv. uppdrætti, dags. 13. desember 2007. Í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar og bílastæða innan hennar. Grenndarkynning stóð yfir frá 18. des. 2007 til 5. febrúar 2008. Athugasemd bárust frá eigendum hússins að Laugarásvegi 37, dags. 13. janúar 2008, Aðalbirni Jóakimssyni Laugarásveg 31, dags. 21. janúar 2008 og Þórhildi Sandholt Laugarásvegi 33, dags. 21. janúar 2008.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15, febrúar 2008.
Vísað til Skipulagsráðs.
20.08 Klettháls 13-15, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar dags. 13. febrúar 2008 fh. lóðarhafa varðandi breytt deiliskipulag lóðanna nr. 13-15 við Klettháls. Í breytingunni felst stækkun á lóð og breyting á skilmálum samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 8. febrúar 2008 .
Vísað til umfjöllunar austurteymis arkitekta og Umhverfis- og samgöngusviðs.
21.08 Lambasel 38, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn A2 arkitektur f.h. Sverris Jóhannessonar, dags. 5. feb. 2008 ásamt uppdrætti, dags. s.d., um hækkun húss nr. 38 við Lambasel. Einnig lögð fram umsögn Skipulagsstjóra dags. 12. febrúar 2008.
Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi með vísan til umsagnar Skipulagsstjóra dags. 12. febrúar 2008.
22.08 Langholtsvegur 86, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir 60 ferm. viðbyggingu út í garð sbr. meðfylgandi skisssu af einbýlishúsinu á lóð nr. 86 við Langholtsveg
Ekki gerð athugasemd við að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt berist hún.
23.08 Móvað 39, (fsp) ofanábygging
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lögð fram fyrirspurn Erlu Birgisdóttur, dags. 6. feb. 2008 um ofanábyggingu á hús nr. 39 við Móvað. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Neikvætt. Ekki er fallist á að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn hvað varðar heildarbyggingarmagn á lóðinni.
24.08 Starmýri 2, (fsp) ofanábygging
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lögð fram fyrirspurn Ísflex hf., dags. 30. janúar 2008, um ofanábyggingu á hús nr. 2 við Starmýri skv. uppdrætti Gunnlaugs Johnson ark., dags. 16. janúar 2008. Um er að ræða byggingu 2. hæðar og lága inndregna 3. hæð ofan á núverandi hús, nýtt stakstætt lyftu- og stigahús norðan við húsið og breytingu á hluta kjallara í bílakjallara.
Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. febrúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samræmi við erindið, með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
25.08 Sævarland 2-20, (fsp) setja glugga á gafl nr 20
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta f.h. lóðarhafa, dags. 11. febrúar 2008, um gaflglugga á hús nr. 20 á lóðinni Sævarland 2-20.
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
26.08 Stórhöfði 34-40, (fsp) bæta þakhæð ofan á húsið
Á fundi skipulagsstjóra 1. febrúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir skrifstofu og þjónustuhúsi á fimm hæðum þar sem fimmta hæðin er inndregin á lóðinni nr. 34-40 við Stórhöfða. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. febrúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við þau skilyrði sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
27.08 Urðarbrunnur 96, einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteyptum einingum á tveim hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 96 við Urðarbrunn.
Stærðir: 1. hæð íbúð 104,9 ferm., bílgeymsla 29,6 ferm. 2. hæð íbúð 123,8 ferm.
Samtals 258,3 ferm., 867,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 +63.357
Vísað til umsagnar Eignasjóðs Reykjavíkur vegna misræmis í hæðarsetningu.
28.08 Úlfarsfell, lóðarumsókn Reynimels ehf. (Quiznos Sub)
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. janúar 2008, ásamt bréfi Reynimels ehf. (Quiznos Sub), dags. 28. janúar 2008 varðandi lóð undir veitingastað í landi Úlfarsfells við Vesturlandsveg. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skrifstofustjóra framkvæmdasviðs og skipulagsstjóra.
Neikvætt. Ekki er unnt að verða við erindinu þar sem ekki hafa verið skipulagðar lóðir á svæðinu sem uppfylla skilyrði umsækjanda.
29.08 Vagnhöfði 27, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 14. desember 2007 var lögð fram umsókn Gests Ólafssonar f.h. Aðaláss ehf., dags. 11. des. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 27 við Vagnhöfða skv. uppdrætti, dags. 11. des. 2007, br. 28. janúar 2008. Breytingin felur í sér að nýr byggingarreitur er gerður á suðurhluta lóðar.
Frestað. Óskað er eftir að umsækjandi leggi fram ítarlegri gögn og upplýsingar um inntak og eðli þeirra breytinga sem sótt er um.
30.08 Vættaborgir 63-65, (fsp) stækka sólstofu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka sólstofu sbr. skissu á lóð parhússins nr. 63 við Vættaborgir.
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
31.08 Bauganes 22, (fsp) breyting á skilmálum vegna hæðar húss
Lögð fram fyrirspurn Alark f.h. Magnúsar Einarssonar, dags. 14. febrúar 2008, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 22 við Bauganes vegna hæðar húss.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
32.08 Fiskislóð og Hólmaslóð, breyting á deiliskipulagi Vesturhafnar
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 5. desember 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Fiskislóðar og Hólmaslóðar skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 5. desember 2007. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingar á götu og gangstétt Fiskislóðar 23-31, götu Fiskislóðar 33-43, lóðunum Fiskislóð 23-25, 27, 29, 31, 37 og 43, aðkomugötu að Hólmaslóð 1 og 3 og lóðunum Hólmaslóð 1 og 3. Auglýsingin stóð yfir frá 28. desember 2007 til og með 8. febrúar 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimildar í viðauka 2.3. um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
33.08 Fiskislóð 38, fiskverkunarhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 2086,0 ferm fiskverkunarhús á einni hæð úr steinsteypu á lóðinni nr. 34-38 við Fiskislóð.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Skipulagsferli ólokið.
34.08 Laugavegur 4 og 6,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarstjórnar 5. s.m. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: "Í samræmi við samþykkt borgarráðs 24. janúar sl. er lagt til að borgarráð staðfesti meðfylgjandi kaupsamning, dags. 25. þ.m., um fasteignirnar Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A. Enn fremur verði eignarsjóði og skipulags- og byggingarsviði falið sameiginlega að láta vinna tillögur að teikningum af útliti húsanna við Laugaveg og uppbyggingu baklóðanna."
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
35.08 Meðalholt 3, (fsp) svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir svölum og til að síkka glugga og gera svalhurðir til suðurs úr íbúðum 1. hæðar sbr. meðfylgandi skissu á lóðinni nr. 3 við Meðalholt.
Vísað til meðferðar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
36.08 Nesvegur 41, garðstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðstofu á hluta svala á íbúð 0101 sbr. fyrirspurn nr. BN037603, jákv. dags. 22.1.2008 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 41 við Nesveg.
Stærðir 18,9 ferm., 51,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sörlaskjóli 46 og 48 ásamt Nesvegi 43.
37.08 Reykjavíkurflugvöllur, lóðarumsókn fyrir flugskýli, Norðurflug ehf.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. febrúar 2008, ásamt bréfi byggingarfulltrúa frá 29. f.m. og umsókn Norðurflugs ehf. frá 28. s.m. um tvær lóðir fyrir flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skipulags- og byggingarsviðs og skrifstofustjóra framkvæmdasviðs.
Vísað til skipulagsráðs.
38.08 Reykjavíkurflugvöllur, (fsp) aðstaða fyrir Iceland Express
Lögð fram fyrirspurn Flugstoða dags. 12. febrúar 2008 þar sem þeir óskar eftir að setja upp bráðabirgða farþegaafgreiðslu fyrir Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Vísað til skipulagsráðs.
39.08 Sirkusreitur, Reitur 1.171.1, uppbygging á reit
Lagt fram bréf stjórnarformanns Festa ehf., dags. 7. febrúar 2008, varðandi uppbyggingaráform við reit 1.171.1 sem afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg.
Vísað til skipulagsráðs.
40.08 Spítalastígur 4A og B, (fsp)
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lögð fram fyrirspurn teiknistofunnar Röðuls f.h. Oro ehf., dags. 5. febrúar varðandi Spítalastíg 4. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt greinargerð T.R. ráðgjafar dags. 7. febrúar 2008.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
41.08 Stakkholt 2-4, breytt deiliskipulag Hampiðjureits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga KRark ehf að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2-4 og 3 við Stakkholt, dags. 29. nóv. 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 2. janúar 2007 til og með 13. febrúar 2008. Lagðar fram athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Húsfélag Laugavegar 136, dags. 10. febrúar 2008, Húsfélag Laugavegar 138, dags. 11. febrúar 2008. Lagt fram bréf Jóns Sigurðssonar Laugavegi 140, dags. 11. febrúar 2008 með beiðni um framlengingu athugasemdarfrests.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir til fimmtudagsins 21. febrúar. Tillagan verður lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu þann 28. febrúar 2008.
42.08 Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi, höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Arkþings mótt. 28 mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. Gert er ráð fyrir því að á lóðinni rísi höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands. Einnig lögð fram að nýju eldri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2006. Auglýsing stóð yfir frá 28. desember 2007 til og með 8. febrúar 2008. Athugasemd barst frá forstöðumönnum þriggja stofnana Reykjavíkurborgar í Grófarhúsi Tryggvagötu 15, dags. 7. febrúar 2008 ásamt tölvupósti sviðsstjóra Eignarsjóðs dags. 14. febrúar 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
43.08 Túngötureitur, forsögn að skipulagi
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulagsstjóra að forsögn fyrir deiliskipulagi Túngötureits, dags. í desember 2007. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Hofsvallagötu, Hávallagötu og Bræðraborgarstíg. Forkynning á forsögn stóð yfir frá 17. des. 2007 til 8. janúar 2008. Athugasemdir og ábendingar bárust frá eftirtöldum aðilum: Áshildur Haraldsdóttir Túngötu 44, dags. 6. jan., Guðrún Bjarnadóttir og Ingólfur Hannesson Hávallagötu 36, dags,. 7. jan., Geir Svansson Bræðraborgarstíg 23a, dags. 8. jan., Irma Erlingsdóttir Bræðraborgarstíg 23a, dags. 7. jan., Edda Einarsdóttir Hávallagötu 48, dags. 7. jan., Haraldur Ólafsson Hávallagötu 48, dags. 7. jan., Arthur Bogason o.fl. Túngötu 40, dags. 8. jan., Elísabet Þórðardóttir og Einar Gunnarsson Hávallagötu 34, dags. 7. jan. 2008.
Frestað.
44.08 Vesturgata 64, Íbúðarhús fyrir aldraða
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara. Byggingin er staðsteypt einangruð að utan og klætt með náttúrusteini í dempuðum mismunandi litum húsið er 7 hæðir og á 1. hæð er bílgeymsla fyrir 200 bíla, 2. hæð eru 15 íbúðir og ýmisleg þjónusta og á 3. og 4. hæð eru 31 íbúð á 5 til 7. hæð eru 33 íbúðar á hæð eða samtals 176 íbúðir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 64 við Vesturgötu.
Stærðir 1. hæð 6495,2 ferm., 2. hæð 2341,9 ferm 3. hæð 3775,2 ferm., 4. hæð 3826,7 ferm., 5. hæð 4047,9 ferm., 6. hæð 4047,9 ferm., 7. hæð 4047,9 ferm. Samtals 31673,2 ferm. og 104167,8 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 7.604.249
Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.
45.08 Öldugata 9, endurnýjun á byggingarleyfi BN021313
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2008 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN021313 dags. 27.6.2000.
Gjald kr. 7.300
Vísað til meðferðar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
46.08 Öldugata 47, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Geirharðssonar arkitekts dags. 13. febrúar 2008 varðandi viðbyggingu á lóðinni nr. 47 við Öldugötu samkv. meðfylgjandi skissu.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
47.08 Norðlingabraut 8, (fsp) stálgrindarhús
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir Stálgrindarhúsi á einni hæð með millilofti auk kjallara einnig er pallur fyrir bílastæði og innkeyrslu á 1. hæðinni að sunnanverði samkv. meðfylgandi uppdráttum á lóðinni nr. 8 við Norðlingabraut. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Frestað. Hönnuður hafi samband við austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
48.08 Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkís f.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. febrúar 2008, um breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fjölnis vegna byggingar áhorfendastúku og áhorfendastæða við knattspyrnuvöllinn skv. uppdrætti, dags. 4. febrúar 2008.
Vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
49.08 Heiðmörk, skipulagsmál og mengun frá bílaumferð
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 14. febrúar 2008 vegna skipulagsmála í Heiðmörk og mengun frá bílaumferð.
Vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
50.08 Laugardalur, ný staðsetning styttu af Gísla Halldórssyni
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs 31. f.m. á umsögn framkvæmdastjóra ÍTR og sviðsstjóra framkvæmdasviðs um erindi ÍSÍ varðandi nýja staðsetningu styttu af Gísla Halldórssyni í Laugardal.
Vísað til skipulagsráðs.
51.08 Laugarnestangi 70, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar dags. 17. september 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 70 við Laugarnestanga skv. uppdrætti Ask arkitekta dags. 6. nóvember 2007. Í breytingunni felst breyting á byggingarskilmálum listaverkageymslu fyrir safnið. Grenndarkynningin stóð yfir frá 21. nóvember til og með 19. des. 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Ingólfi Hjartarsyni hrl. f.h. Guðmundu Bergsveinsdóttur, dags. 11. des. 2007, Hrafni Gunnlaugssyni, dags. 16. des. 2007 og Eyþóri Guðjónssyni, dags. 19. des. 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
52.08 Reynisvatnsland 53, land í fóstur
Á fundi skipulagsstjóra 1. febrúar 2008 var lagt fram bréf Ingva Hjörleifssonar, dags. 29. janúar 2008, með ósk um að fá að fóstra land sem liggur austan og sunnan megin við Reynisvatnsland 53. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. febrúar 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
53.08 Ánanaust landfyllingar, matskylda
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11. febrúar 2008 ásamt bréfi Einars Arnarsonar, dags. 24. september 2007, varðandi matskyldu vegna fyrirhugaðra landfyllinga við Ánanaust.
Vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu.