Reynisvatnsland 53
Skjalnúmer : 7010
10. fundur 1997
Reynisvatnsland 53, endurnýjun
Lagt fram bréf Eiríks Sigurbjörnssonar, dags. 30.04.97, varðandi endurnýjun eldra húss með nýju heils árs húsi. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 02.08.96.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun: "Hægt er að fallast á erindið þar sem landið sem um ræðir er utan framtíðarbyggðasvæðis Reykjavíkur en með eftirfarandi skilyrðum: Brottflutningskvöð hvíli á húsinu. Húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar það verði ákveðið. Húsið verði aðeins nýtt sem sumarbústaður en ekki heilsársbúsetu. Að húsið verði staðsett í skógarlundi á sama stað og eldra hús".
Vísað til umhverfismálaráðs.