Súðarvogur 32,
Súðarvogur 36,
Birkimelur, blómatorgið,
Dunhagi 18-20,
Hrannarstígur 3,
Ljósvallagata 20,
Norðurstígur 3,
Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur,
Reitur 1.138, BYKO,
Reitur 1.524, Melar,
Ægisgata 7,
Ásvegur 15,
Korngarður 12,
Sóltún,
Vesturbrún 22,
Álfheimar 74,
Grensásvegur 44-48,
Háaleitisbraut 68,
Safamýri 28-32,
Síðumúli 3-5,
Sogavegur 130,
Bústaðavegur 7,
Flókagata 18,
Laugavegur 29,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Hverfisgata 125,
Skuggahverfi,
Gufuneskirkjugarður,
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði,
Laugardalur Ármann,
Mógilsár og Kollafjörður,
Nauthólsvík,
Öskjuhlíð,
Reynisvatnsland,
Stekkjarbrekkur,
Bergstaðastræti 77,
Bragagata 31B,
Grettisgata 53,
Laufásvegur 77,
Njálsgata 33B,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Skólavörðustígur 13 og 13a,
Skúlagata 17,
Veghúsastígur 7,
Vesturgata 18,
Þórsgata 10,
Þjóðhildarstígur 2-6,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
99. fundur 2006
Ár 2006, föstudaginn 6. janúar kl. 12:40 var haldinn 99. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.06 Súðarvogur 32, (fsp) íbúð og vinnustofa 3. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20.12.05. Spurt er hvort leyft yrði að útbúa íbúð og vinnustofu á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 32 við Súðarvog, skv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 12.12.05.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
2.06 Súðarvogur 36, (fsp) hækka þak o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að hækka hluta þaks, byggja við vesturhlið 2. hæðar og setja glerlokun á svalir 2. hæðar fjöleignarhússins á lóð nr. 36 við Súðarvog.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
3.06 Birkimelur, blómatorgið, (fsp) nýbygging
Lagt fram bréf Sigurðar Þóris Sigurðssonar, dags. 13. september 2005, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 70-80 fermetra verslunarhúsnæði á gatnamótum Hringbrautar og Birkimels. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar Framkvæmdasviðs, dags. 12. október 2005, umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs dags. 13. desember 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 02.12.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.
4.06 Dunhagi 18-20, (fsp.) landnotkunarbreyting
Lögð fram fyrirspurn Pálma Guðmundssonar, dags. 13.12. 05, um breytingu á notkun hússins að Dunhaga 18-20, ásamt uppdrættir dags. 16.12.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. janúar 2006.
Neikvætt gagnvart fyrirliggjandi erindi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
5.06 Hrannarstígur 3, hækka ris, kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2005. Sótt er um leyfi til þess að hækka mæni, taka í notkun rishæð, gera kvisti á öllum hliðum og svalir á vesturhlið þakhæðar hússins á lóðinni nr. 3 við Hrannarstíg, skv. uppdr. Park, dags. 20.09.05, síðast breytt 06.12.05.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur (tölvupóstur) dags. 21.nóvember 2005 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda í húsi (ódags.) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun rishæð xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.700 + xx
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
6.06 Ljósvallagata 20, svalir og reyndarteikning af kjallara
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. desember 2005. Sótt er um til að reisa svalir á bakhlið 1. hæðar, og stækka áður samþykkta kjallaraíbúð yfir í hluta sameignar fjölbýlishússins á lóð nr. 20 við Ljósvallagötu.
Samþykki meðeigenda dags. 2. desember 2005 og 7. september 2005 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ljósvallagötu 18 og 22.
7.06 Norðurstígur 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Óskarssonar, dags. 22.12.05, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 3 við Norðurstíg.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
8.06 Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi vegna vesturgötu 28
Lögð fram tillaga Pálma Guðmundssonar ásamt skuggavarpi, dags. 27.12.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 28 við Vesturgötu.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 26b og 26c ásamt Ægisgötu 7.
9.06 Reitur 1.138, BYKO, Hringbraut, Ánanaust, Sólvallagata og Framnesvegur
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram tillaga að deiliskipulagi reits 1.138, sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sólvallagötu og Framnesvegi. Kynningin stóð yfir frá 25. nóvember til 9. desember 2005. Athugasemdabréf bárust frá Ásrúnu Kristjánsdóttur f.h. eigenda Sólvallagötu 77, 79 og Steindórslóðar, dags. 9. desember 2005.
Vísað til skipulagsráðs.
10.06 Reitur 1.524, Melar, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi Mela, dags. 27.07.05. auglýsing stóð yfir frá 4. nóvember til 16. desember 2005. Athugasemdir bárust frá Kára Harðarsyni, Reynimel 68, dags. 15.12.05, Kjartani J. Kárasyni, Grenimel 44, dags. 16.12.05 og undirskriftalisti með 100 nöfnum, mótt. 16.12.05.
Vísað til skipulagsráðs.
11.06 Ægisgata 7, breyting á deiliskipulagi Norðurstígsreit
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Pálma Guðmundssonar arkitekts, dags. 13.10.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Ægisgötu. Málið var í kynningu frá 21. nóvember til 19. desember 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Toby Sigrún Herman, Ægisgötu 10, dags. 21.11.05, Ásthildur Frímundsdóttir Herman, Ægisgötu 10, dags. 02.12.05, Jón Sævar Sigurðsson og Ragnheiður Árnadóttir, Vesturgötu 28, dags. 13.12.05, Guðmundur H. Sveinsson og Elísabet Sverrisdóttir, dags. 19.12.05 og Grétar Gunnarsson og Guðríður Sigurðardóttir, Ægisgötu 10, dags. 19.12.05. Að kynningartíma loknum barst athugasemdabréf frá Ernu Stefánsdóttur, Ægisgötu 10, dags. 20.12.05. Lagt fram samþykki eigenda Ægisgötu 4, dags. 10.12.05.
Vísað til skipulagsráðs.
12.06 Ásvegur 15, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteyptan bílskúr með aðkomu frá Hjallavegi á lóðinni nr. 15 við Ásveg.
Samþykki eigenda að Hjallavegi 11 og Ásvegi 15 dags. 14. desember 2005 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við byggingu bílskúrs en athuga þarf að stærðir og staðsetning innan lóðar skulu vera í samræmi við ákvæði nýsamþykkts deiliskipulags Sundahverfis.
13.06 Korngarður 12, bygging undirst. og safnþróar fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.11.05. Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu á þaki iðnaðarhúss og jafnframt byggja undirstöðu undir og koma fyrir fimm fóðurgeymum á lóðinni nr. 12 við Korngarð, skv. uppdr. Nýju Teiknistofunnar, dags. 21.10.05. Einnig lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf, dags. 14.12.05.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað. Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við umsóknina, sem síðar verður grenndarkynnt.
14.06 Sóltún, (fsp.) dreifistöð OR
Lögð fram fyrirspurn Ferdinands Afreðssonar, dags. 16. desember 2005, varðandi staðsetningu á dreifistöð við Sóltún.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu C, sem síðar verður grenndarkynnt.
15.06 Vesturbrún 22, garðhús, setlaug
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2005. Sótt er um leyfi til að reisa hvítmálað "lystihús" úr timbri í garði lóðarinnar nr. 22 við Vesturbrún. Jafnframt er sótt um leyfi til að koma fyrir setlaug í garðinum, skv. uppdr. Andrúm Arkitekta, dags. 06.12.05.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700+ xx
Ekki er gerð athugasemd við að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Vesturbrún 20 og 24 þegar samþykki lóðarhafa að Vesturbrún 24 liggur fyrir.
16.06 Álfheimar 74, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Óðinstorgi sf, dags. 09.03.01, síðast breytt 03.10.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 74 við Álfheima (Glæsibær). Málið var í auglýsingu frá 14.11 til 26.12.05. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til b-liðar 1. gr. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar..
17.06 Grensásvegur 44-48, (fsp) ofanábygg. o. fl. nr. 48
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja anddyri undir skyggni á suðurhlið, setja skilti á austurhlið og byggja hæð ofan á hús nr. 48 á lóð nr. 44-48 við Grensásveg.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
18.06 Háaleitisbraut 68, (fsp) færa útveggi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að færa út útveggi hluta 1. hæðar í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti atvinnuhússins á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 3. janúar 2006.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
19.06 Safamýri 28-32, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju breytt tillaga Framkvæmdasviðs, dags. 5. október 2005 að breyttu deiliskipulagi Safamýrar 28-32 vegna leikskóla og gæsluvallar við Safamýri 30 og 32. Auglýsingin stóð yfir frá 25. október til 6. desember 2005. Athugasemdabréf barst frá íbúðareigendum í Safamýri 34, 36 og 38, dags. 30. nóvember 2005. Einnig lögð fram umsögn Mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs, dags. 22. desember 2005.
Vísað til skipulagsráðs.
20.06 Síðumúli 3-5, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja um 200 ferm. viðbyggingu á einni hæð vestan við húsið á lóðinni nr. 3-5 við Síðumúla, skv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. desember 2005.
Frestað. Erindinu er vísað til meðferðar í vinnslu deiliskipulags Múlahverfis með vísan til heimildar í 6. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.
21.06 Sogavegur 130, (fsp) parhús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja parhús að mestu í samræmi við meðfylgjandi teikningar á lóðinni nr. 130 við Sogaveg, skv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. desember 2005.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
22.06 Bústaðavegur 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Ferdinands Alfreðssonar, dags. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Bústaðaveg.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bústaðavegi 7a og 9 ásamt Beykihlíð 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19.
23.06 Flókagata 18, (fsp) hækka þak
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að hækka hús um eina hæð í líkingu við fyrirliggjandi skissur á lóð nr. 18 við Flókagötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2006.
Neikvætt gagnvart framlögðu erindi en ekki gerð athugasemd við hækkun húss með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
24.06 Laugavegur 29, (fsp) andd., stigi, útskot, þak
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að breyta aðkomu að efri hæðum með nýju anddyri frá Hverfisgötu og breyttum stiga milli 1. og 2. hæðar, byggja útskot á 2. - 4. hæð að Hverfisgötu og breyta þaki fjöleignarhússins nr. 46 við Hverfisgötu á lóð nr. 29 við Laugaveg, skv. uppdr. +Arkitekta, dags. 22.11.05.
Bréf hönnuðar dags. 8. desember 2005 fylgir erindinu.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts vegna breytinga á deiliskipulagi innan reitsins.
25.06 Húsverndarsjóður Reykjavíkur, auglýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2006 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Vísað til skipulagsráðs.
26.06 Hverfisgata 125, fjölbýlishús - atvinnuhúsnæði
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóv. 2005. Sótt er um leyfi til að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði með níu íbúðum á lóðinni nr. 125 við Hverfisgötu, skv. uppdr. EVT, dags. 1. nóv. 2005. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa hús sem fyrir eru á lóðinni. Grenndarkynning stóð yfir frá 30. nóvember til 30. desember 2005. Athugasemdabréf bárust frá Ástu Láru Guðmundsdóttur mótt. 28. des. 2005 og Örnu S. Guðmundsdóttur, ódags. Einnig lagt fram bréf Sigurgeirs Grímssonar, dags. 22. des. 2005.
Erindinu fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 6. okt. 2004, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8 okt. 2004 og útskrift frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2005 vegna fyrirspurnar.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Vísað til skipulagsráðs.
27.06 Skuggahverfi, breytt deiliskipulag reits 1.152.3
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram uppdrættir Hornsteina arkitekta að breyttu deiliskipulagi Skuggahverfis dags. 21. október 2005. Málið var í auglýsingu frá 16. nóvember til 28. desember 2005. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.
28.06 >Gufuneskirkjugarður, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landmótunar, dags. 20.10.05, um deiliskipulagsbreytingu Gufuneskirkjugarðs skv. uppdr., dags. 20.10.05. Einnig lögð fram yfirlýsing Vegagerðarinnar, dags. 5.10.05. Málið var í auglýsingu frá 14.11 til 24.12.05. Engar athugasemdir bárust
Samþykkt með vísan til b-liðar 1. gr. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
29.06 Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, breyting á texta
Lagt fram bréf Reynis Vilhjálmssonar, dags. 19.12.05, varðandi breytingu á texta greinargerðar sem fylgja staðfestu skipulagi, dags. 10.08.04.
Vísað til skipulagsráðs.
30.06 Laugardalur Ármann, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desemebr 2005. Sótt er um leyfi til þess að breyta nýsamþykktri viðbyggingu við félagsheilmili Þróttar á lóð félagsins í Laugardalnum, skv. uppdr. PA Arkitekta , dags. 06.12.05.
Brunahönnun Línuhönnunar endurskoðuð 6. desember 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygginga var 3097,8 ferm. verður 3199,3 ferm., var 21703 rúmm. verður 22153,2 rúmm. Stækkun 101,5 ferm., 450,2 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 25.661
Neikvætt. Byggingarmagn samræmist ekki deiliskipulagi.
31.06 Mógilsár og Kollafjörður, starfsemi í Hlíðum
Lagt fram bréf Landbúnaðarráðuneytisins, dags. 21.12.05, varandi starfsemi í Hlíðum í landi jarðanna Mógilsár og Kollafjarðar, þar sem óskað er umsagnar og kynningar þessara tveggja erinda.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.
32.06 Nauthólsvík, útivistarmiðstöð
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. desember 2005, ásamt bréfi, dags. 2. desember 2005, varðandi rekstur útivistarmiðstöðvar í Nauthólsvík - Framsýni ehf
Kynna formanni skipulagsráðs.
33.06 Öskjuhlíð, lóðarumsókn UMFÍ
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 2. desember 2005, ásamt bréfi formanns og framkv.stjóra Ungmennafélags Íslands frá 17. f.m., þar sem sótt er um lóð undir byggingu nýrra höfuðstöðva UMFÍ í Öskjuhlíð.
Frestað. Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.
34.06 Reynisvatnsland, (fsp) bygging íbúðarhúss
Lagt fram bréf Guðmundar S. Johnsen, dags. 23. nóvember 2005, varðandi byggingu íbúðarhúss í Reynisvatnslandi.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.
35.06 Stekkjarbrekkur, (fsp.) deiliskipulag verslunar- og þjónustubyggingu
Lögð fram fyrirspurn Birgis Teitssonar, dags. 2. janúar 2006 ásamt uppdráttum, dags. 5. nóvember 2004 og hefti, dags. 3. janúar 2006 varðandi breytingar sem gerðar hafa verið á verslunar- og þjónustubyggingu við Stekkjarbrekku.
Hönnuður hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
36.06 Bergstaðastræti 77, stækkun bílskúrs ofl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.11.05. Sótt er um leyfi til þess að stækka bílskúr í austur og breikka aðkomu frá götu að lóð nr. 77 við Bergstaðastræti, skv. uppdr. Kristjáns Garðarssonar, dags. 02.11.05. Málið var í kynningu frá 8. desember til 5. janúar 2006. Lagt fram bréf Biskupsstofu, dags. 08.12.05, þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Stærð: Stækkun bílgeymslu 47,7 ferm., 138,5 rúmm.
Gjald kr .5.700 + 7.895
Vísað til skipulagsráðs.
37.06 Bragagata 31B, fsp. hækka um eina hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að hækka um eina hæð húsið nr. 31B (bakhús) við Bragagötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2006.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
38.06 Grettisgata 53, (fsp) geymsluskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja um 9 ferm. geymsluskúr úr timbri klæddan bárujárnsklæðningu á baklóð einbýlishússins á lóð nr. 53 við Grettisgötu.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn sem síðar verður grenndarkynnt.
39.06 Laufásvegur 77, kvistur, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2005. Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr og byggja nýja tvöfalda bílgeymslu áfasta íbúðarhúsi. Einnig er sótt um leyfi til þess að setja kvist á norðvesturþekju og koma fyrir setlaug á verönd íbúðarhússins á lóð nr. 77 við Laufásveg, skv. uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar, dags. 01.11.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2006.
Jákvætt viðhorf nágranna að Laufásvegi 79 dags. 25. janúar 2005 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2005 fylgdu fyrirspurnarerindi nr. 32637 sama efnis.
Bílskúr sem rifinn verður:
Matshluti 70, fastanr. 200-9214, landnr. 102711. Stærð 19,8 m² .
Ný bílgeymsla ( verður hluti af matshl. 01) 50 ferm. og 147,8 rúmm.
Stækkun vegna kvistbyggingar 2,9 rúmm.
Heildarstækkun matshluta 01 er því 50 ferm. og 150,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 8.590
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 74, 75, 79 og Bergstaðastræti 84 og 86.
40.06 Njálsgata 33B, breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8.11.05. Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð og stækka þannig íbúð 0101 í húsinu á lóðinni nr. 33B við Njálsgötu, skv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 12.10.05.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2005 vegna fyrirspurnar fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 1.12 til 31.12.05. Athugasemdabréf barst frá Elíasi Alfreðssyni, dags. 31.12.05.
Samþykki meðlóðarhafa dags.31.10.05 fylgir erindinu.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 10.10.05 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 12,4 ferm. og 37,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 2.126
Frestað. Umsækjandi leggi fram upplýsingar um breytingar á skuggavarpi.
41.06 Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju lagfærðir uppdrættir Úti og inni, mótt. 04.09.05, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3. Einnig lagt fram tölvubréf stjórnar húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 28.07.05. Málið var í auglýsingu frá 18.07 til 26.08.05, en augýsingin var framlengd til 16.09.05. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdabréf: Páll Ólafur Eggerz, Laugavegi 65, dags. 20.08.05, Ask arkitektar f.h. Félagsstofnunar stúdenta, dags. 09.09.05, 4 eigendur að Vitastíg 3, dags. 14.09.05, Lex-Nestor f.h. húsfélagsins Skúlagötu 32-34, dags. 15.09.05, Björgvin Þorsteinsson hrl. f.h. Neskjara, dags. 15.09.05. Lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10.10.05, umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 8.12.05, minnisblað heilbrigðisfulltrúa, mótt. 8.12.05 ásamt mæliskýrslu og umsögn umhverfissviðs, dags. 14.12.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.
42.06 Skólavörðustígur 13 og 13a, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Argos ehf, ódags., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 13 og 13a við Skólavörðustíg. Einnig lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 3. janúar 2006 og tölvupóstur, dags. 5. janúar 2006.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 11, 14, 15, 16 og 16 a, ásamt Grettisgötu 3 og 5 og Klapparstíg 40 og 42.
43.06 Skúlagata 17, stækkun lóðar o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2005. Sótt er um stækkun lóðarinnar nr. 17 við Skúlagötu og breytt fyrirkomulag á lóð hússins. M.a. fjölgar bílastæðum í 48, skv. uppdr. Úti - Inni Arkitekta, dags. 09.11.05.
Gjald kr. 5.700
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
44.06 Veghúsastígur 7, (fsp) viðbygging og breyting á notkun.
Lögð fram fyrirspurn Péturs Emilssonar, móttekið 28.12.05 varðandi breytingu á húsnæði í íbúðir og stækka eins og deiliskipulag leyfir, á lóðinni nr. 7 við Veghúsastíg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við notkunarbreytingu en vakin er athygli á því að deiliskipulag heimilar ekki neina stækkun á húsinu.
45.06 Vesturgata 18, Tryggvagata 10, uppbygging á lóðum
Lögð fram umsókn 101 arkitekta, dags. 9.09.05 ásamt uppdrætti, dags. 7.09.05, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna Vesturgata 18 og Tryggvagata 10. Einnig lagt fram bréf + arkitekta ehf, dags. 08.12.05 og uppdr., dags. 15.12.05. Einnig lagðir fram nýir uppdrættir dags. 6. janúar 2006.
Frestað.
46.06 Þórsgata 10, (fsp.) viðbygging og niðurrif
Lögð fram fyrirspurn Öldu Lóu Leifsdóttur, dags. 2. janúar 2006, varðandi uppbyggingu húss á lóðinni nr. 10 við Þórsgötu.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
47.06 Þjóðhildarstígur 2-6,
Lagt fram bréf Þorbergsson og Loftsdóttir lögmannastofu, dags. 3. janúar 2006, f.h. Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, varðandi bankastarfsemi í húsinu nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg, sem hann telur ekki vera í samræmi við skipulags skilmála.
Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa og hverfisarkitekts.