Álfheimar 74

Skjalnúmer : 8801

33. fundur 2001
Álfheimar 74, Glæsibær, stækkun
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Glæsibæjar við Álfheima ásamt greinargerð, dags. 09.03.01. Einnig lögð fram bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 26.02.01 og 27.02.01, bréf gatnamálastjóra, dags. 23.01.01 og umsögn umferðardeildar, dags. 10.03.01. Málið var í auglýsingu frá 18. apríl til 16. maí, athugasemdafrestur var til 30. maí 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt breyting á deiliskipulagi.

25. fundur 2001
Álfheimar 74, Glæsibær, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27. mars 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 21. s.m. um að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunar Álfheima 74.


22. fundur 2001
Álfheimar 74, Glæsibær, stækkun
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Glæsibæjar við Álfheima ásamt greinargerð, dags. 09.03.01. Einnig lögð fram bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 26.02.01 og 27.02.01, bréf gatnamálastjóra, dags. 23.01.01 og umsögn umferðardeildar, dags. 10.03.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu sem deiliskipulag.
Vísað til borgarráðs.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


20. fundur 2001
Álfheimar 74, Glæsibær, stækkun
Lögð fram bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 26.02.01 og 27.02.01 ásamt uppdr. dags. í janúar 2001 og líkani, varðandi tillögu að uppbyggingu á lóð Glæsibæjar. Einnig lagt fram bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi f.h. húsfélags verslunarmiðstöðvarinnar í Glæsibæ ásamt endurunnum tilllögum, dags. í janúar 2001, síðast breytt 27. febr. 2001. Ennfremur lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 23.01.01.
Kynnt.
Óskar Bergsson vék af fundi við umfjöllun málsins.


18. fundur 2001
Álfheimar 74, Glæsibær, stækkun
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 08.02.01, ásamt uppdr. dags. í janúar 2001 og líkani, varðandi tillögu að uppbyggingu á lóð Glæsibæjar. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 23.01.01.
Nefndin er jákvæð gagnvart framlögðum hugmyndum, en leggst gegn hækkun fyrri bygginga.
Gera skal betri grein fyrir bílastæðum og frágangi lóðar.
Óskar Bergsson vék af fundi við umfjöllun málsins.


19. fundur 1999
Álfheimar 74, Glæsibær, stækkun
Lögð fram bréf Helga Hjálmarssonar f.h. Húsfélags verslunarmiðstöðvarinnar Glæsibær, dags. 23.06.99 og 30.08.99, varðandi endurskipulag og stækkun á verslunamiðstöðinni. Ennig lagt fram bréf Húsfélags Glæsibæjar, dags. 26.8.99. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 20. sept. ´99.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu.