Barðastaðir 25-35,
Vættaborgir 37-39,
Skólabær, leikskóli,
Þjóðhildarstígur 2-6,
Þverás 14,
Kjalarnes, Lykkja,
Eldshöfði 10,
Hádegismóar,
Kistumelur,
Stórhöfði 35,
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Geldinganes,
Laugardalur, Þróttur,
Blönduhlíð 27,
Brautarholt 8,
Reitur 1.171.3,
Skógarhlíð 14,
Skeggjagata 1,
Ármúli 16,
Básendi 10,
Melgerði 27,
Sogavegur 71,
Steinagerði 4,
Borgartún 33,
Eikjuvogur 1,
Sóltún 4A,
Ánanaust 15,
Bragagata 31B,
Dunhagi 18-20,
Háskóli Íslands,
Hrannarstígur 3,
Baldursgata 33,
Hringbraut 101-107,
Laufásvegur 63,
Mýrargötusvæði,
Njarðargata 49,
Ránargata 10,
Reitur 1.13, Nýlendureitur,
Seljavegur 2,
Öldugata 61,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
103. fundur 2006
Ár 2006, föstudaginn 3. febrúar kl. 10:15 var haldinn 103. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.06 Barðastaðir 25-35, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 25-35 að Barðastöðum. Grenndarkynningin stóð yfir frá 27. desember til 24. janúar 2006. Athugasemdabréf bárust frá íbúum að Barðastöðum 51, dags. 19.01.06, Þóri Freyssyni og Halldóru Jakobsdóttur, dags. 24.01.06, eigendum Bakkastöðum 157, dags. 23.01.06, eigandi Barðastöðum 23, dags. 20.01.06, undirskriftalisti 14 íbúa, dags. 23.01.06.
Staða málsins kynnt. Frestað.
Samþykkt að leiðrétta ranga bókun í málinu frá 27. janúar sl. Rétt bókun er: "Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts sem falið er að funda með umsækjendum".
2.06 Vættaborgir 37-39, (fsp) ný borðst. við suð-austur gafl
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að byggja einlyfta viðbyggingu við suðausturhlið húss nr. 37 á lóð nr. 37-39 við Vættaborgir, skv. uppdr. ES Teiknistofan, dags. október 1996.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 16. janúar 2006 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið og eftirfarandi skilyrði. Þar sem um endalóð er að ræða, er ekki gerð athugasemd við að breikka viðbygginguna en þó skal draga hana inn um 0,9 m. frá horni með vísan til gildandi skilmála um Borgarholt II, B-hluta.
3.06 Skólabær, leikskóli, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasviðs, dags. 1.02.06, varðandi breytingar á lóð leikskóla við Skólabæ 6 skv. uppdrætti Arkþings, dags. 1.02.06.
Ekki er gerð athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við erindið. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.
4.06 Þjóðhildarstígur 2-6, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs varðandi samþykkt borgarráðs 12.01.06 um að vísa til skipulagsráðs erindi Lúðvíks Halldórssonar frá 9.01.06 um lóðarstækkun fyrir bílastæði við Þjóðhildarstíg 2-6.
Vísað til skipulagsráðs.
5.06 Þverás 14, (fsp) rishæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að byggja rishæð ofan á einbýlishúsið á lóðinni nr. 14 við Þverás, skv. uppdr. Arkitektar Gunnar og Reynir, dags. 20.01.06.
Ekki er gerð athugasemd við að byggð verði rishæð, að mestu í samræmi við erindi, en fyrirspyrjanda ber að halda sig innan skilmála deiliskipulags um íbúðarbyggð Suður-Seláss um hámarkshæðir þegar sótt verður um byggingarleyfi.
6.06 Kjalarnes, Lykkja, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Áslaugar Katrínar Aðalsteinsdóttur landslagsarkitekts, dags. 25.11.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Lykkju á Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf Guðspekisamtakanna Nýja Avalon miðstöðin, dags. 05.07.04. Lagðar fram athugasemdir Svölu Thomsen og Hreiðari Skarphéðinssyni, dags. 28.01.06. Að kynningarfresti loknum barst athugasemdabréf frá Pálma Pálmasyni og Helgu Ólöfu Oliversdóttur.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
Skipulagsráðgjafi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
7.06 Eldshöfði 10, (fsp) staðsetning byggingarreits á lóð
Lögð fram fyrirspurn Birgis Árnasonar, dags. 02.02.06, ásamt uppdr. Arkform, dags. 30.01.06, varðandi staðsetningu byggingarreits á lóðinni nr. 10 við Eldshöfða.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
8.06 Hádegismóar, lóðarumsókn fyrir Flugbjörgunarsveitina
Lögð fram fyrirspurn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, dags. 30.01.06, um lóð fyrir starfsemi sveitarinnar í Hádegismóum.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
9.06 Kistumelur, sjálfsafgreiðslust. f. olíu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2005. Sótt er um leyfi til að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir olíu á Kistumel við Norðurgrafarveg, skv. uppdr. Sigurðar Þorvaldssonar, dags. 3. október 2005. Lagðar fram umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 29. nóvember 2005 og Umhverfissviðs, dags. 6. desember 2005.
Stærð: Olíutankur 11,8 ferm., 9,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 604
Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn sem síðar verður grenndarkynnt. Athygli er vakin á að gætt skal að skilyrðum sem fram koma í umsögn umhverfissviðs við frekari vinnslu málsins.
10.06 Stórhöfði 35, (fsp) breyta byggingarreit v.stækkunar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að stækka byggingarreit lóðarinnar nr. 35 við Stórhöfða, skv. uppdr. Tekton, dags. 24.01.06.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.
11.06 Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, breyting á texta
Lögð fram tillaga Landslags að breytingu á greinargerð deiliskipulags Elliðaárdals rafstöðvarsvæði dags. 10. ágúst 2004, breytt 2. febrúar 2006.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Rafstöðvarvegi 11, 17, 19, 21, 25, 27, 29, 31 og 33.
12.06 Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, framtíðarsýn
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Íþrótta-og tómstundasviðs, dags. 28.11.05, varðandi stefnumótun og framtíðarsýn Fylkis í mannvirkjamálum félagsins, ásamt greinargerð íþróttafélagsins Fylkis, dags. nóvember 2005. Einnig lagðar fram tillögur erum arkitekta að skipulagi Fylkissvæðisins, dags. 29.11.05. Málið var í kynningu frá 16.01 til 30.01.06. Athugasemdir bárust frá Magnúsi Magnússyni og E. Kristrúnu Guðbergsdóttur, dags. 25.01.06, Einari Hálfdánarsyni, dags. 30.01.06, Huldu R. Rúriksdóttur og Lárusi Finnbogasyni, dags 30.01.06.
Kynna formanni skipulagsráðs.
13.06 Geldinganes, Kayakklúbburinn, lóð og bygging
Lögð fram tillaga Tryggva Tryggvasonar, dags. 03.01.06, ásamt bréfi Þorsteins Guðmundssonar, dags. 10.01.06, varðandi lóð og byggingu Kayakklúbbsins á norðausturhorni Geldinganess.
Erindinu vísað til umsagnar umhverfissviðs.
14.06 Laugardalur, Þróttur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasviðs, dags. 30.01.06, varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna stækkunar viðbyggingu við félagsheimili Þróttar á lóð félagsins í Laugardalnum.
Vísað til skipulagsráðs.
15.06 Blönduhlíð 27, (fsp) kvistir og svalir
Lagt fram bréf frá afreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að stækka og breyta kvistum og byggja svalir inn á þakflöt rishæðar fjölbýlshússins á lóð nr. 27 við Barmahlíð, skv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. janúar 2006..
Ekki gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
16.06 Brautarholt 8, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn S. Waage sf, dags. 1.02.06, varðandi hækkun húss nr. 8 við Brautarholt. Einnig lagður fram uppdráttur Pálma Guðmundssonar ark., dags. 31.01.06.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
17.06 Reitur 1.171.3, breyting á deiliskipulagi vegna lóða nr. 2 og 4 við Laugaveg
Lögð fram umsókn Tangram arkitekta f.h. Festa ehf, dags. 1.02.06, um breytingar á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna lóða nr. 2 og 4 við Laugaveg skv. uppdrætti, mótt. 31.01.06.
Vísað til skipulagsráðs.
18.06 Skógarhlíð 14, br. D-húsi, geymsla undir rampi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31.01.06. Sótt er um leyfi til þess að gera geymsluhúsnæði í áður sökkulrými undir rampi að þaki bílgeymsluhúss, byggja milliloft í nyrðrihluta bílgeymslu og breyta innra skipulagi í kjallara viðbyggingar (D-bygging) SHS á lóð nr. 14 við Skógarhlíð, skv. uppdr. Arkþing, dags. 03.05.05 síðast breytt 24.01.06.
Stærð: Millipallur 90,9 ferm., geymsluhúsnæði 438,3 ferm., 1767 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 107.787
Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
19.06 Skeggjagata 1, (fsp) notkun
Lagt fram bréf Axels Kristjánssonar, dags. 31.01.06, varðandi framkvæmdir við húsnæði nr. 1 við Skeggjagötu sem verið sé að breyta í dvalarheimili fyrir heimilislausa.
Kynna formanni skipulagsráðs.
20.06 Ármúli 16, milliloft
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31.01.06. Sótt er um leyfi til þess að steypa milliloft sem aðra hæð matshluta 01 í stað ósamþykkts trégólfs, en steinsteypt gólf er í sömu hæð í áfastum húshluta (matshluta 02) atvinnuhússins á lóð nr. 16 við Ármúla, skv. uppdr. Vigfúsar Halldórssonar, dags. 16.01.06.
Umboð hönnuðar frá eigendum fylgir erindinu.
Stærð: Milliloft 224 ferm.
Gjald kr. 6.100
Frestað með vísan til heimildar 6. mgr. 43. gr. l. nr. 73/1997. Deiliskipulagsvinna stendur yfir á svæðinu.
21.06 Básendi 10, breytingar inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og útliti hússins nr. 10 við Básenda. Í kjallara verði m.a. eignaafmörkun breytt, gerður nýr inngangur og stigi milli hæða fjarlægður, öllu fyrirkomulagi á fyrstu hæð verði breytt og gerðar svalir með tröppum niður í garð, öllu fyrirkomulagi annarrar hæðar (rishæðar) verði breytt og komið fyrir svölum á þaki anddyris.
Erindinu fylgir samþykki lóðarhafa að Básenda 5, 7 og 8, lóðarhafa að Tunguvegi 9, 11 og 13, allt dags. 17. jan. 2006.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Básenda 5, 7, 8 og 12 ásamt Tunguvegi 9, 11 og 13.
22.06 Melgerði 27, reyndarteikningar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Sótt er um samþykki fyrir þegar byggðu anddyri við austurhlið einbýlishússins og fyrir bárujárnsklæddum geymsluskúr á norðausturhorni lóðar nr. 27 við Melgerði, skv. uppdr. Nýju Teiknistofunar ehf, dags. 20.12.05.
Samþykki eiganda Melgerðis 29 dags. 17. janúar 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Áður gerð anddyrisviðbygging 3,1 ferm., 7,1 rúmm. Áður byggður geymsluskúr 21,2 ferm., 58,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 3989
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Melgerði 25 og 29 ásamt Hlíðargerði 20, 22 og 24.
23.06 Sogavegur 71, (fsp) br. ríkissal í 4 íb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að innrétta fjórar litlar íbúðareinngar í stað ríkissals Votta Jehóva á 1. hæð hússins á lóð nr. 71 við Sogaveg, skv. uppdr. Benjamíns Magnússonar, dags. 27.08.02.
Bréf fyrirspyrjenda dags. 23. janúar 2006 fylgir erindinu.
Ekki gerð athugasemd við breytta notkun samkvæmt erindi að uppfylltum þeim skilyrðum að fyrir liggi úttekt á hljóðvist þegar sótt er um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
24.06 Steinagerði 4, rífa hús og bílsk. og b. nýtt
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi íbúðarhús og bílskúr og byggja nýtt einlyft einbýlishús úr steinsteyptum einingum með marmarasalla sem ytri áferð ásamt bílskúr úr sambærilegum einingum á lóð nr. 4 við Steinagerði, skv. uppdr. ES Teiknistofunar, dags. 12.01.06.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 203-4886 íbúðarhús 130,3 ferm., bílskúr 42 ferm.
Einbýlishús 146,7 ferm., 733,8 rúmm., bílskúr 42,9 ferm., 156,5 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 54.308
Frestað. Laga þarf uppdrætti að gildandi skilmálum samkvæmt Teigagerðisskipulagi.
25.06 Borgartún 33, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Argos ehf, dags. 30.01.06, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 33 við Borgartún.
Kynna formanni skipulagsráðs.
26.06 Eikjuvogur 1, (fsp) bílskúr, endurbætur og stækkun svala
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr og byggja svalir um 50 sm lengra út frá húsi en nú er á þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 1 við Eikjuvog.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
27.06 Sóltún 4A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Ferdinands Alfreðssonar, dags. janúar 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4A við Sóltún.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Sóltúni 4 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
28.06 Ánanaust 15, breyta atv.húsn. í íbúðir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir, byggja viðbyggingu og byggja hæð ofan á húsið á lóðinni nr. 15 við Ánanaust, skv. uppdr. Teiknistofunar Tak, dags. 06.06.05.
Stærð: Stækkun á húsi 599,5 ferm, 1901,2 rúmm
Gjald kr 5.700 + 115.973
Frestað. Umsækjandi geri grein fyrir útreikningum á nýtingarhlutfall þar sem framlagðar upplýsingar samræmast ekki deiliskipulagi.
29.06 Bragagata 31B, (fsp) hækka um eina hæð
Lögð fram fyrirspurn Guðmunds G. Ingólfssonar, dags. 26. janúar 2006 varðandi hækkun hússins nr 31b við Bragagötu um eina hæð. Einnig lagður fram uppdráttur Teiknistofu sf., dags. 4. febrúar 2006.
Ekki er gerð athugasemd við erindið að uppfylltum skilyrðum um samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa aðlægra lóða. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
30.06 Dunhagi 18-20, (fsp) breyting á landnotkun
Lögð fram fyrirspurn Pálma Guðmundssonar, dags. 16.01.06, ásamt hefti, dags. 11.01.06, varðandi breytingu á notkun hússins að Dunhaga 18-20. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. febrúar 2006.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða breytingu á notkun húss að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
31.06 Háskóli Íslands, deiliskipulag Háskólatorgs
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Háskólatorgs á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu. Einnig lögð fram bréf byggingarnefndar Háskólatorgs, dags. 22.11.05 og Gylfa Guðjónssonar arkitekts. Tillagan var í auglýsingu frá 20. desember 2005 til 1. febrúar 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til b-liðs 2. gr. viðauka 2.4. um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
32.06 Hrannarstígur 3, hækka ris, kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2005. Sótt er um leyfi til þess að hækka mæni, taka í notkun rishæð, gera kvisti á öllum hliðum og svalir á vesturhlið þakhæðar hússins á lóðinni nr. 3 við Hrannarstíg, skv. uppdr. Park, dags. 20.09.05, síðast breytt 06.12.05.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur (tölvupóstur) dags. 21.nóvember 2005 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda í húsi (ódags.) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun rishæð xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.700 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Túngötu 30 og 33 ásamt Marargötu 1 og 3
33.06 Baldursgata 33, bílskúr ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Sótt er um leyfi fyrir nýjum bílskúr, stækkun útbyggingar og nýjum kvistum á austur og vesturhlið, ásamt endurgerð ýmisa hluta, á húsinu Baldursgötu 33. Einnig lagt fram skuggavarp dags. 2. febrúar 2006.
Teikning árituð af eigendum Freyjugötu 11 0g 11a fylgir.
Stærðir: breytingar 39,0 ferm, 152,4 rúmm.
Gjald kr. 6100 + 9.296
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Þórsgötu 10 og 12, Baldursgötu 31, 32 og 34 ásamt Freyjugötu 10, 10a, 11, 11a og 15.
34.06 Hringbraut 101-107, svalir á suðvesturhlið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Sótt er um að gera svalir á suð-vesturhlið Hringbrautar 101-107. Svalirnar verða upphengdar, klæddar með plast trefjaplötum. og eldri handrið endurnýjuð, skv. uppdr. Eignaumsjón, dags. 24.11.05.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hringbraut 95-97 húsfélag, 109-115 húsfélag ásamt Framnesvegi 55-59 húsfélag þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir þ.e. Hringbraut 101, 103 og 105.
35.06 Laufásvegur 63, (fsp) innkeyrsla, bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að gera innkeyrslu við suðausturmörk lóðarinnar nr. 63 við Laufásveg og koma þar fyrir tveimur bílastæðum.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
36.06 Mýrargötusvæði, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 3. október 2005, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Mýrargötusvæðis. Auglýsingin stóð yfir frá 16. desember 2005 til 27. janúar 2006. Athugasemdarbréf bárust frá Lex Nestor f.h. Sjálfstæðs fólks ehf, dags. 27. janúar 2006, Ólafi Jónssyni f.h Skeljung hf., dags. 27. janúar 2006, Herði Einarssyni og Guðrúnu Harðarsdóttur fh. Reykjaprents ehf., dags. 27. janúar 2006, Ólafi Hjálmarssyni og Ólafi Daníelssyni, dags. 27. janúar 2006. Jafnframt lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2006.
Frestað. Athugasemdum vegna hljóðvistar og umferðarmála vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs.
37.06 Njarðargata 49, byggja kvist og útbúa íbúð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17.01.06. Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á norðvesturþekju og útbúa séreignaríbúð á rishæð hússins nr. 49 við Njarðargötu.
Stærð: Stækkun xx
Gjald kr. 6.100 + xx
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
38.06 Ránargata 10, v. eignaskipta
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31.01.06. Sótt er um samþykki fyrir niðurrifi á áður gerðri stækkun bílskúrs á baklóð, fyrir byggingu minni viðbyggingar við bílskúr ásamt breytingu skúrs (matshl. 70) í vinnustofu með matshlutanúmerið 02, fyrir afmörkun ósamþykktra íbúða á 2. hæð og innréttingu gistiheimilis í kjallara og á 1. hæð stækkaðs matshluta 01um áður gerðan kvist á suðurþekju, stækkun kjallara inn á baklóð ásamt fjölbýlishúsinu áður matshluta 02 á lóð nr. 10 við Ránargötu, skv. uppdr. Hrafnkels Thorlacius, dags. 16.08.05 síðast breytt 23.01.06.
Samþykki sumra eigenda áritað á teikningu, bréf f.h. umsækjenda dags. 22. nóvember 2005, kaupsamningar vegna 2. hæðar innfærðir 5. júlí 2000 og 5. júlí 2005 og afsöl innfærð 7. maí 1997 og 11. maí 2000 ásamt afsali vegna eigendaskipta fyrir íbúð 02 0201 nú 0102 fylgja erindinu
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. desember 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun skúrs (matshluta 02) 12 ferm., 33,1 rúmm., áður gerð stækkun framhúss (þvottaherbergi undir palli og kvistur á suðurhlið) samtals 8,3 ferm., 20,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 6.100 + 3.264
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 8a og 12 ásamt Vesturgötu 21, 23 og 25.
39.06 Reitur 1.13, Nýlendureitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 20.01.06, að deiliskipulagi Nýlendureits ásamt forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2005.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.
40.06 Seljavegur 2, (fsp)byggja á matshluta 3 o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.01.06. Spurt er hvort leyft yrði að byggja aðstöðu fyrir áhorfendur og baksviðsaðstöðu vegna breyttrar notkunar 2. hæðar matshluta 03 í leikhús/fjölnotasal á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
41.06 Öldugata 61, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Guðna Guðjónssonar, dags. 31.01.06, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 61 við Öldugötu.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.