Aðalstræti 7, Tryggvagata 16, Götusalerni, Hverfisgata 78, Laugavegur 18B, Laugavegur 46, Lækjargata 8, Skólavörðustígur 43, Hábær 38, Hraunbær 123, Seljabraut 54, Urriðakvísl 17, Álftamýri 1-5, Ármúli 8, Hólmgarður 34, Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3, Langholtsvegur 113, Safamýri 28, Síðumúli 11, Sólheimar 29-35, Vatnagarðar 4, Álagrandi 4, Borgartún 28, Brautarholt 7, Flókagata 67, Hátún 6, Hverfisgata 71, Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, Reitur 1.138, BYKO, Þórsgata 6, Þórsgata 6, Laugardalur, Sævarhöfði 21, Sorpa, Útilistaverk, Lindargata 60, Bíldshöfði 9, Grafarholt, Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði, Suðurlandsbraut 8,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

49. fundur 2004

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Ár 2004, föstudaginn 17. desember. kl. 10:10 var haldinn 49. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Nikulás Úlfar Másson. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Björn Axelsson, Lilja Grétarsdóttir og Jóhannes S. Kjarval. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.04 Aðalstræti 7, ósk um niðurrif
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2004, varðandi bréf Helgu Helgadóttur frá 15. s.m. um lóðina að Aðalstræti 7.
Frestað. Vantar umsögn frá minjasafni Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd auk þess stendur yfir vinna við gerð deiliskipulags af svæðinu og verður erindið skoðað við þá vinnu þegar framangreindar umsagnir liggja fyrir.

2.04 Tryggvagata 16, 14 biðskýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. desember 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp sex ný biðskýli við Bæjarháls, fjögur ný biðskýli við Sæbraut, tvö ný biðskýli við Skeiðarvog, eitt nýtt biðskýli við Hringbraut ásamt leyfi fyrir tilfærslu á biðskýli nr. 251 frá gatnamótum við Laugalæk á nýjan stað við Sundlaugaveg.
Bréf Gatnamálastofu dags. 6. desember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

3.04 Götusalerni, staðsetning
Lagðar fram tillögur Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts, dags. 11.11.04, að staðsetningu götusalerna miðsvæðis í Reykjavík.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

4.04 Hverfisgata 78, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Kristins Jónssonar, dags. 6. desember 2004, þar sem spurt er um hvort bæta megi hæð ofan á húsið nr. 78 við Hverfisgötu og byggja fjögurra hæða hús við syðri mörk lóðarinnar.
Frestað. Kynna formanni.

5.04 Laugavegur 18B, og 20A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ragnhildar Ingólfsdóttur arkitekts, dags. 14.10.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum 18B og 20A við Laugaveg, samkv. uppdr. dags. 14. september 2004, breytt 30. nóvember 2004. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18.11.04.
Samþykkt að grenndarkynna breytinguna fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 18, 19, 20B, 21, Vegmótastíg 9, Grettisgötu 3, 3A og 5 og Klapparstíg 38.

6.04 Laugavegur 46, veitingastaður, fsp.
Lögð fram fyrirspurn Árna Þórs Helgasonar, dags. 16.12.04, um hvort heimilt verði að starfrækja veitingastað í húsinu að Laugavegi 46.
Jákvætt. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn þegar hún berst.

7.04 Lækjargata 8,
Lagður fram tölvupóstur Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 15.12.04, um fyrirspurn varðandi millibyggingu við Lækjargötu 8 sem liggur að Lækjargötu 6.
Frestað. Umsækjandi leggi fram umsögn húsafriðunarnefndar með erindinu.

8.04 Skólavörðustígur 43, (fsp) ofanábygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. desember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka um eina hæð húsið sem er matshluti 02 á lóðinni nr. 43 við Skólavörðustíg.
Fyrirhugað er að innrétta vinnustofu listamanns á jarðhæð og íbúð á nýrri efri hæð hússins.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

9.04 Hábær 38, (fsp) bílskúr o.fl
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. desember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu sem er bílskúr og sólstofa að suður- og vesturhlið hússins á lóðinni nr. 38 við Hábæ.
Í erindinu er gerð grein fyrir tveimur tillögum að viðbyggingunni.
Tillaga 1 sýnir tveggja hæða viðbyggingu þar sem bílskúr er niðurgrafinn og sólstofa byggð ofan á hann.
Tillaga 1.2 sýnir viðbygginguna á einni hæð.
Bréf fyrirspyrjanda (ódags.) fylgir erindinu.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

10.04 Hraunbær 123, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Glámu-Kím sf, dags. 08.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 123 við Hraunbæ, vegna loftsnetsmasturs, samkv. uppdr. dags. 01.12.04.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Hraunbæ 114 - 138, sléttar tölur.

11.04 Seljabraut 54, breytingar á notkun
Lagt fram bréf Bárðar G. Halldórssonar f.h. BP ehf, dags. 8. desember 2004, varðandi breytingar á notkun húsnæðisins að Seljabraut 54.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

12.04 Urriðakvísl 17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Pálma Gunnarssonar ark., dags. 02.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar við hús nr. 17 við Urriðakvísl skv. uppdr., dags. 1.12.04.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

13.04 Álftamýri 1-5, og 7-9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Tryggva Tryggvasonar arkitekts, dags. 20. júlí 2004, ásamt tillögu, dags. 09.09.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 1-9 við Álftamýri. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.08.04 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 23.09.04. Málið var í auglýsingu frá 22. október til 3. desember 2004. Athugasemdabréf bárust frá T.ark, dags. 04.11.04 ásamt uppdrætti og Sigrúnu S. Hafstein f.h. íbúa við Álftamýri 15-27, dags. 03.12.04.

Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

14.04 Ármúli 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tryggva Tryggvasonar arkitekts, dags. 14.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 8 við Ármúla.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

15.04 Hólmgarður 34, breytt notkun, ofanábygging
Lögð fram umsókn Byggingar og skipulagshönnunar ehf, dags. 15.11.04 ásamt uppdr., dags. 08.12.04, vegna ofanábyggingar og breyttrar notkunar húss nr. 34 við Hólmgarð.
Jákvætt að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðan verður grenndarkynnt.

16.04 Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 14.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 3 og 5 við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu 1, 2 og 3.
Frestað. Kynna formanni.

17.04 Langholtsvegur 113, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkþings ehf að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 113 við Langholtsveg, dags. 19. október 2004. Málið var í kynningu frá 27. október til 24. nóvember 2004. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Páll Reynir Pálsson og Sigurbjörg Björnsdóttir, Langsholtsvegi 114a, dags. 02.11.04, Gláma-Kím f.h. Þorvaldar Jónassonar, dags. 13.11.04, Magnús Guðmundssonog Bergljót S. Einarsdóttir, Langholtsvegi 110, dags. 23.11.04, Snæland Grímsson ehf, María Jónsdóttir, Indriði Styrkársson og Rannveig Ísfeld, Langholtsvegi 115, dags. 23.11.04, Arkinn f.h. húsfélagsins Langholtsvegi 109-111, dags. 24.11.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

18.04 Safamýri 28, flóðlýsing, mótmæli íbúa
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 13. október 2004, ásamt undirskriftalista íbúa og eigenda fasteigna í Safamýri 34, 36 og 38, mótt. 11. október 2004, með mótmælum vegna uppsetningar á 6 möstrum við gervigrasvöll Fram við Safamýri. Einnig lagðir fram minnispunktar frá íbúafundi 24. nóvember 2004.

Kynnt.

19.04 Síðumúli 11, stækkun, fsp.
Lögð fram fyrirspurn Harðar Þorgeirssonar, dags. 06.12.04, varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 11 við Síðumúla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14.12.04.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20.04 Sólheimar 29-35, bráðabirgða skólahúsnæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. desember 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta áður atvinnuhús og íbúðarhús sem bráðabirgða skólahúsnæði (2 ár) fyrir Vogaskóla, á 1. hæð yrði lokað af inndregið rými með gluggavegg til að opna milli matshluta, á 2. hæð yrði skólastjórnun og námsver og í hluta kjallara kæmi frístundarheimili ÍTR á lóð nr. 29-35 við Sólheima, samkv. uppdr. Fasteignastofu, dags. 10.12.04.
Bréf hönnuðar dags. 23. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Tengigangur 22,1 ferm., 74,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.023
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sólheimum 25, 27, 36, 38, 40, 42, og Skeiðarvogi 37 - 71 oddatölur.

21.04 Vatnagarðar 4, (fsp) viðb. á hluta skábr.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. desember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu fyrir vörumóttöku yfir hluta skábrautar við norðurhlið kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 4 við Vatnagarða.
Frestað. Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.

22.04 Álagrandi 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulags-arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, dags. 16.12.04 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Álagranda, dags. 16.12.04.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Grandavegi 37b og Álagranda 2.

23.04 Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Björns Ólafs ark., dags. 7. desember 2004, um breytt deiliskipulag á lóð nr. 28 við Borgartún skv. uppdr. , dags. 30.11.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2004.
Neikvætt gagnvart umsókninni eins og hún liggur fyrir sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.

24.04 Brautarholt 7, forsögn að deiliskipulagi
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, dags. í desember 2004.
Frestað.

25.04 Flókagata 67, (fsp) viðb. hús og bílskúr o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. desember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja aftan við húsið nr. 67 við Flókagötu að mestu í samræmi við meðfylgjandi forteikningar Arkís ehf, dags. 26.11.04.
Jafnframt er spurt hvor leyft yrði að stækka og sameina kvisti á norðuþaki, stækka svalir á suðurhlið, gera svalir á vesturhlið og byggja við bílskúr á baklóð.
Ekki gerð athugasemd við erindið. Grenndarkynna þarf umsókn þegar hún berst.

26.04 Hátún 6, lóðarstækkun
Lögð fram fyrirspurn um að stækka lóðina nr. 6 við Hátún, dags. 25.11.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2004.
Jákvætt að stækka lóð að teknu tilliti til athugasemda í umsögn skipulagsfulltrúa.

27.04 Hverfisgata 71, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Stúdíó Granda ehf, dags. 03.12.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 71 við Hverfisgötu.
Frestað. Umsækjandi leggi fram umsögn húsafriðunarnefndar þar sem húsið er byggt fyrir 1918.

28.04 Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, deiliskipulag lóðar
Lögð fram umsókn VSÓ ráðgjafar, dags. 10.11.04, ásamt bréfi Menntamálaráðuneytisins, dags. 10.11.04, vegna deiliskipulags lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð skv. uppdr. VSÓ, dags. nóvember 2004.
Frestað. Hverfisstjóra falið að ræða við eiganda Háuhlíðar nr. 7.

29.04 Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, forsögn að reit 1.130.1
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju forsögn að reit 1.130.1 (Héðinsreit). Athugasemdabréf barst frá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 09.12.04, vegna Seljavegar 2, tillaga GP arkitekta, dags. í október 2004. Einnig lögð fram drög V.A. arkitekta, dags. 10.12.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

30.04 Reitur 1.138, BYKO, Hringbraut, Ánanaust, Sólvallagata og Framnesvegur
Að lokinni forkynningu 20. maí 2004 er lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa, dags. í apríl 2004, að deiliskipulagi reits 1.138, sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sólvallagötu og Framnesvegi. Drög að skipulagi barst frá Studio Granda f.h. lóðarhafa að Sólvallagötu 79. Lögð fram tillaga Glámu Kím sf, að deiliskipulagi, dags. 25.11.04 ásamt hljóðvistarútreikningum, dags. október 2004. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu um hljóðvist, dags. 15.12.04.
Frestað. Kynna formanni.

31.04 ">Þórsgata 6, (fsp) niðurrif - nýbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi einbýlishús og byggja tveggja hæða steinsteypt fjölbýlishús ásamt þakhæð og geymslukjallara með samtals sex íbúðum á lóð nr. 6 við Þórsgötu, samkv. uppdr. VA arkitekta, dags. 17.11.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2004.
Frestað milli funda.

32.04 Þórsgata 6, (fsp) niðurrif og nýtt hús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.11.04. Spurt er hvort leyft yrði að rífa gamalt einlyft einbýlishús úr timbri og byggja steinsteypt fjölbýlishús með samtals sjö íbúðum, einni á 1. hæð að bakhlið og tveimur á hverri hinna þriggja hæðanna, en 4. hæðin yrði sem þakhæð með kvistum á götuhlið á lóð nr. 6 við Þórsgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2004.
Frestað milli funda.

33.04 Laugardalur, breytt deiliskipulag austurhluta
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags, dags. 27.09.04, að breyttu deiliskipulagi austurhluta Laugardals. Málið var í auglýsingu frá 15. október til 26. nóvember 2004. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Íþróttabandalag Reykjavíkur, dags. 24.11.04, Bandalag íslenskra farfugla, dags. 24.11.04, Lilja Jónsdóttir, Karfavogi 13, dags. 26.11.04 og Gunnar Þór Indriðason, Elín Sjöfn Sverrisdóttir og Sverrir Þór Gunnarsson, Sogavegi 182, dags. 26.11.04. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.12.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

34.04 Sævarhöfði 21, Sorpa, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkþings ehf, dags. 16. desember 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Sorpu að Sævarhöfða 21. Einnig lagt fram bréf Sorpu, dags. 14. desember 2004.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

35.04 Útilistaverk, minnisvarði við Melavöllinn
Lagt fram bréf menningarmálanefndar Reykjavíkur, dags. 9. desember 2004, varðandi erindi frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur um minnisvarða og skilti með myndum þar sem Melavöllur stóð.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

36.04 Lindargata 60, breytingar
Lögð fram deiliskipulagstillaga Luigi Bartolozzi ark., dags. 15.12.04 vegna lóðar nr. 60 við Lindargötu. Einnig lagt fram bréf Línuhönnunar, dags. 16.12.04.
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Lindargötu 58 og 62.

38.04 Bíldshöfði 9, (fsp) skrifstofuhús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja tvö átta hæða skrifstofuhús með innbyggðri bílageymslu neðanjarðar á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða.
Jafnframt er spurt um eftirfarandi:
1. Hvort heimilað verði að undanskilja bílageymslu neðanjarðar þegar nýtingarhlutfall á lóð er reiknað.
2. Hvort heimilað verði að fjölga bílastæðum neðanjarðar úr 48 stæðum í 78 stæði og stækka byggingarreit
neðanjarðar sem því nemur.
3. Hvort heimilt sé að fjölga bílastæðum á lóð (ofanjarðar) úr 526 stæðum í 555 stæði.
Bréf hönnuðar dags. 28. september 2004 fylgir erindinu.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. desember 2004.
Hverfisstjóra falið að svara í samræmi við skipulag.

39.04 Grafarholt, Og Vodafone
Lagt fram bréf Og fjarskipta, dags. 25. október 2004, varðandi umsókn um lóð undir fjarskiptabúnað fyrir Grafarholtshverfi austanvert á horni Þórðarsveigs og Gvendargeisla.
Frestað. Hverfisstjóra falið að ræða við umsækjanda.

40.04 Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 ehf og Landslags ehf, dags. 06.07.04, að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 9-21 við Vagnhöfða og Dverghöfða. Einnig lagt fram bréf Sigrúnar Óladóttur arktekts f.h. húseigenda við Vagnhöfða, dags. 15.12.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

41.04 Suðurlandsbraut 8, (fsp) breytt notkun, ofanábygging
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda, dags. 25.11.04, vegna ofanábyggingar og breyttrar notkunar á húsi nr. 8 við Suðurlandsbraut. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. desember 2004 og skipulagsfulltrúa, dags. 1.12.04.
Frestað. Kynna formanni.