Grafarholt, Reykás 33-37, Suður Mjódd, Vættaborgir 84-96, Réttarháls 2, Saurbær 125746, Sjávarhólar 125750, Ánanaust 3, Bergþórugata 1, Framnesreitur, reitur 1.133.2, Landakot, Ránargata 8A, Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, Tryggvagata 18, Túngata 30, Frakkastígur 7, Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur, Smáragötureitir, Álftamýri 7-9, Básendi 14, Búðagerði 10, Dalbraut, reitur 1.344/8, Kringlan, Skipasund 19, Skipasund 19, Sogamýri, Hverfisgata 78, Laugavegur 34A, Laugavegur 55, Skólavörðustígur 22B, Blönduhlíð 25, Miðstræti 8B,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

44. fundur 2004

Ár 2004, föstudaginn 12. nóvember kl. 10:00 var haldinn 44. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.04 Grafarholt, Og Vodafone
Lagt fram bréf Og fjarskipta, dags. 25. október 2004, varðandi umsókn um lóð undir fjarskiptabúnað fyrir Grafarholtshverfi austanvert á horni Þórðarsveigs og Gvendargeisla.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

2.04 Reykás 33-37, bílskúrar
Lögð fram fyrirspurn Jóhannesar Þórarinssonar, dags. 02.11.04, varðandi byggingu bílskúra fyrir framan Reykás 33-37.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

3.04 Suður Mjódd, íþróttasvæði Í.R.
Lögð fram fyrirspurn og uppdráttur Arkís, dags. 11.11.04, vegna uppbyggingar íþróttasvæðis Í.R. í Suður Mjódd.
Frestað. Kynna formanni.

4.04 Vættaborgir 84-96, grindverk
Lagt fram bréf eigenda að Vættaborgum 84-96, dags. 3. október 2004, varðandi staðsetningu á grindverki við Vættaborgir 84-96. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 8. nóvember 2004.
Frestað. Óskað er eftir að mælingadeild umhverfis- og tæknisviðs skoði hvort húsið hefur verið sett rétt út og mæla staðsetningu girðingar. Jafnframt er óskað eftir umsögn umhverfis- og tæknisviðs um erindi eigenda Vættaborga 84-96.

5.04 Réttarháls 2, (fsp) viðb. við austurhl. 1.h
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka 1. hæð með viðbyggingu við austurhlið og að stoðvegg fyrir nú óþarfa aðkeyrslu á lóð nr. 2 við Réttarháls.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi. Fer m.a. út fyrir lóðamörk.

6.04 Saurbær 125746, tækjaslýli og stálmastur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli úr timbri og stáli ásamt 16 m háu fjarskiptamastri úr stálröri á óafmarkaðri lóð rétt utan helgunarsvæðis Vesturlandsvegar í landi Saurbæjar á Kjalarnesi.
Erindinu fylgir umboð landeiganda dags. 30. sept. 2004, bréf Og fjarskipta hf. dags. 22. okt. 2004.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

7.04 Sjávarhólar 125750, (fsp) stálgrindarhús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. október 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 240 ferm. stálgrindarhús við Sjávarhóla á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.11.04.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Grenndarkynna þarf umsókn þegar hún berst.

8.04 Ánanaust 3, deiliskipulag
Lagt fram bréf og uppdráttur GP arkitekta, dags. 10.11.04, vegna deiliskipulags af lóðunum Ánanaust 3, ónefndri lóð vestur af henni, lóð Ívarssels, Vesturgötu 64 og 66, lóð suður af Vesturgötu 66 og hluta Seljavegs 2.
Frestað. Vísað til skoðunar við deiliskipulagsvinnu sem stendur yfir.

9.04 Bergþórugata 1, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. október 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir einu bílastæði austan við húsið á lóðinni nr. 1 við Bergþórugötu.
Bréf byggingarfulltrúa vegna athugasemda dags. 14. október 2004 fylgir erindinu.
Vísað til afgreiðslu með deiliskipulagi reitsins en vinna við gerð þess stendur yfir.

10.04 Framnesreitur, reitur 1.133.2, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lagt fram að nýju líkan og tillaga, dags. 04.08.04, að deiliskipulagi reits 1.133.2, sem markast af Framnesvegi, Holtsgötu, Seljavegi og Vesturgötu. Þessir sendu inn athugasemdir: Jóna I. Jónsdóttir, Holtsgötu 32, dags. 20.08.04, Magnús Aðalmundsson og Sunna Björk Guðmundsdóttir, Seljavegi 27, dags. 04.09.04, Leifur Eysteinsson f.h. Húsfélagsins Framnesvegi 32, dags. 05.09.04, Jóna I. Jónsdóttir, Holtsgötu 32, dags. 07.09.04 og Hulda Pjetursdóttir, f.h. Húsfélagsins Framnesvegi 30, dags. 6.09.04. Einnig lögð fram fundargerð frá fundi með hagsmunaaðilum þann 25. ágúst s.l. og samantekt skipulagsfulltrúa, dags.9.09.04. Jafnframt lögð fram breytt tillaga teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, dags. okt. 2004.
Kynnt.

11.04 Landakot, lóð Kaþólsku kirkjunnar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 29. október 2004, varðandi lóðir Kaþólsku kirkjunnar að Landakoti og við Raufarsel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9.11.04.
Frestað. Kynna formanni.

12.04 Ránargata 8A, fsp. garðskáli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. október 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu (garðskála) u.þ.b. 3,2 x 4,5 fermetra stóra að norðurhlið hússins nr. 8A við Ránargötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11.11.04.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13.04 Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, deiliskipulag að reit 1.115.3
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi að reit 1.115.3 (Ellingsenreit), dags. .....
Athugasemdabréf bárust frá Glámu Kím arkitektum ehf, dags. 8. nóvember 2004 og Reykjaprent, dags. 10.11.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

14.04 Tryggvagata 18, (fsp) nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Þormóðs Sveinssonar ark., dags. 10.11.04 , um nýbyggingu á lóðinni Tryggvagötu 18 og norðurhluta lóðarinnar Vesturgötu 6-10a. Einnig lagðir fram minnispunktar byggingarfulltrúa.
Neikvætt með vísan til punkta byggingarfulltrúa. Bent er á að fyrirspurn samræmist ekki deiliskipulagi.

15.04 Túngata 30, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 2. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að rjúfa steinvegg að Hrannnarstíg fyrir innkeyrsluhlið og koma fyrir tveimur bílastæðum á norðausturhluta lóðar Finnska sendiráðsins nr. 30 við Túngötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11.11.04.
Neikvætt með vísan til umsagnar.

16.04 Frakkastígur 7, mhl. 01 breyting inni og úti
Lagt fram bréf frá afgeriðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að fella niður stiga milli fyrstu og annarrar hæðar, byggja útitröppur úr timbri og koma fyrir sérinngangi að íbúð á annarri hæð og breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 01 á lóðinni nr. 7 við Frakkastíg.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja setlaug í suðurhorni lóðarinnar.
Gjald kr. 5.400
Ekki gerð athugasemd við erindið.

17.04 Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur, forsögn
Að lokinni forkynningu til hagsmunaaðila eru lögð fram að nýju drög að forsögn skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2004, að deiliskipulagi reita 1.151.4 og 1.151.5. Einnig lagðar fram tillögur Studio Granda að deiliskipulagi, dags. 11.11.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

18.04 Smáragötureitir, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga Arkitektur.is ehf ásamt greinargerð og deiliskipulagsskilmálum, dags. í september 2004, að deiliskipulagi reita 1.197.2 og 1.197.3, Smáragötureita, sem afmarkast af Smáragötu, Njarðargötu, Laufásvegi og Einarsgarði. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Matthíasson og Ásdís Ólöf Gestsdóttir, Smáragötu 13, dags. 3.10.04, skrifstofa forseta Íslands, dags. 14.10.04, Forsætisráðuneytið, dags. 14.10.04, Hans Jakob Beck, Smáragötu 11, dags. 17.10.04, Guðmundur Ósvaldsson, Burknabergi 8, f.h. eigenda Laufásvegi 60, dags. 21.10.04, Ögmundur Skarphéðinsson, dags. 28.10.04. Einnig lögð fram breytt tillaga dags. 11.11.04 ásamt drögum að athugsemdum dags. 12.11.04.
Frestað þar til húsakönnun liggur fyrir.

19.04 Álftamýri 7-9, ofanábygging
Lagt fram bréf T.ark, dags. 04.11.04, varðandi byggingu inndreginnar 3. hæðar ofan á núverandi byggingu, samkv. uppdr. dags. 04.11.04.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

20.04 Básendi 14, anddyri og svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi til að reisa anddyri úr timbri klætt með steindum plötum við suðausturhlið (framhlið) og gera svalir við norðvesturhlið hússins nr. 14 við Básenda. Jafnframt verði borðstofuglugga breytt í svaladyr.
Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 20. apríl 2004.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Garðsenda 12 og Básenda 12.

21.04 Búðagerði 10, niðurrif og nýbygging
Lagt fram bréf Zeppelin arkitekta, dags. 02.11.04, varðandi niðurrif á skúr og byggingu tveggja hæða íbúðarhúss í þess stað, samkv. uppdr. dags. 15.10.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12.11.04.
Jákvætt enda verði tekið tillit til athugasemda í umsögn skipulagsfulltrúa. Grenndarkynna þarf umsókn berist hún.

22.04 Dalbraut, reitur 1.344/8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Arkís ehf, mótt. 19.08.04 ásamt tillögu, dags. 12.10.04, að breytingu á deiliskipulagi á Dalbraut 12, Barna- og unglingageðdeild LSH. Einnig lagðar fram myndir, dags. 26.08.04. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og tæknisviðs, dags. 10.11.04.
Frestað. Hverfisstjóra falið að ræða við umsækjanda.

23.04 Kringlan, endurskoðun skipulags
Að lokinni forkynningu fyrir hagsmunaaðila á svæðinu eru lögð fram að nýju drög skipulagsfulltrúa að skipulagsforsögn fyrir deiliskipulag af Kringlunni, dags. í ágúst 2004. Athugasemdabréf bárust frá Árvakri hf, dags. 08.10.04, Halldóri Guðmundssyni arkitekt f.h. Stoða hf, dags. 14.10.04, Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt f.h. lóðarhafa Kringlunnar 7-9, SPRON og Húss verslunarinnar, dags. 18.10.04, Þorkeli Sigurlaugssyni f.h. Háskólans í Reykjavík, dags. 18.10.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 12.11.04.
Frestað. Kynna formanni.

24.04 Skipasund 19, (fsp) íbúð í bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort samþykkt yrði áður gerð íbúð í bílskúr við norðurhlið íbúðarhússins á lóð nr. 19 við Skipasund.
Ljósrit úr skráningu Fasteignamats frá 1. desember 1988 og ljósrit af álagningarseðli fasteignagjalda 2004 fylgja erindinu.
Neikvætt. Ekki er gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum á lóðinni og ekki talið æskilegt að gefa fordæmi fyrir slíku.

25.04 Skipasund 19, (fsp) áður b. áhaldageymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort samþykktur yrði áður byggður áhaldaskúr úr timbri áfastur við austurhlið steinsteypts bílskúrs á lóð nr. 19 við Skipasund.
Samþykki lóðarhafa aðlægrar lóðar dags. 26. október 2004 fylgir erindinu.
Ekki gerð athugsemd við erindið.

26.04 Sogamýri, Markarholt, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Sogamýri, dags. 20. janúar 2004. Einnig lagt fram bréf Markarholts, dags. 20. janúar 2004. Málið var í auglýsingu frá 31. mars til 12. maí 2004. Athugasemdabréf barst frá Viðari Guðjohnsen og Margréti Júlíusdóttur, Mörkinni 8, dags. 19.04.04, Boðeind Mörkinni 6, dags. 11.05.04 og undirskriftalisti með 13 nöfnum, dags. 6.05.04. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17.05.04 og umsögn gatnamálastjóra, dags. 23.08.04.
Frestað. Kynna formanni.

27.04 Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Jónssonar, dags. 10.11.04 ásamt uppdr. Sverris Norðfjörð ark., dags. nóv. 2004, að hækkun á framhúsi og byggingu á baklóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

28.04 Laugavegur 34A, fjölbýlishús m 17 íbúðum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9.11.04. Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr steinsteypu á allt að fjórum hæðum með sautján gistirýmum á lóðinni nr. 34A við Laugaveg og 15 við Grettisgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa íbúðarhús Grettisgötumegin á lóðinni.
Niðurrif: 117,5 ferm. og 277 rúmm.
Nýbyggingar: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

29.04 Laugavegur 55, veitingahús
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 19. október 2004, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun verslunar- og vörugeymsluhúsnæðis á lóðinni nr. 55 við Laugaveg í veitingarekstur. Veitingareksturinn verði í austasta hluta framhúss og á efri og neðri hæð bakhúss. Í húsnæðinu verði allt að 52 gestir að hámarki. Málið var í kynningu frá 29. október til 12. nóvember 2004. Þessir sendu inn athugasemdir: Vesturgarður ehf, Laugavegi 59, dags. 01.11.04, Sigmundur og Berglind, Laugavegi 24 og 27, dags. 06.11.04, Símon ehf, Laugavegi 53B, dags. 07.11.04, Soldis ehf, dags. 08.11.04.
Gjald. kr. 5.400
Athugasemdir kynntar. Frestað milli funda.

30.04 Skólavörðustígur 22B, (fsp) kvistur og svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka mænishæð, setja þakglugga á norðurþekju og byggja svalir og kvist á suðurþekju hússins nr. 22B við Skólavörðustíg.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí sl. enda verði málið grenndarkynnt.

31.04 Blönduhlíð 25, áður gerð íbúð, kvistir og svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 2. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerði íbúð á þakhæð (3. hæð) hússins nr. 25 við Blönduhlíð. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera nýjan kvist á norðurþak, stækka kvist og gera svalir á austurþak og stækka kvist á suðurþaki. Ennfremur að breyta innra fyrirkomulagi, samkv. uppdr. Arkform, dags. 15. ágúst 2004, breytt 6. október 2004
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. október 2004 fylgir erindinu.
Erindinu fylgir afsal dags. 1. okt. 1959, fyrirspurn afgreidd 20. júlí 2004, skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 6. júlí 2004, samþykki meðaeiegenda dags. 20. sept. 2004.
Stækkun: 9 ferm. og 16,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 885
Samþykkt að grenndarkynna byggigngarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Blönduhlíð 18, 20, 22, 23 og 27 ásamt Drápuhlíð 18, 20 og 22.

32.04 >Miðstræti 8B, stigahús, svalir ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja stigahús við suðurgafl hússins nr. 8B við Miðstræti, sem jafnframt verði járnklæddur að nýju. Ennfremur er sótt um leyfi til að gera svalir við allar hæðir á vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi, samkv. uppdr. arkitekta Ólafar & Jon ehf, dags. í september 2004.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Samþykkt að grenndarkynna byggigngarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Miðstræti 7 og 10 ásamt Laufásvegi 9 og 11 þegar fundað hefur verið með lóðarhöfum aðliggjandi lóðar. Hverfisstjóra falið að funda með byggingarfulltrúa.