Barónsstígur 2-4, Hraunbær 107, Skúlagata 21 og 42, Skeiðarvogur 61-143, Staðahverfi, Suðurgata 121, stúdentagarður, Síðumúli 28, Ánanaust, umferðarskipulag, Ánanaust/söluskáli/Akið-takið, Þórsgata 2, Dalbraut 16, Eiríksgata 2A, Aðalskipulag Reykjavíkur, Eiríksgata 9-35, Fríkirkjuvegur/Listasafn, Gylfaflöt, Sund ehf, Hörpugata 2, Landakot, Laugardalur, Þróttur, Miðbærinn, götuljós, Vesturlandsvegur/Sæbraut, Stangarhylur 7, Suðurgata 22, Sveighús 7, Vatnsstígur 3, Öskjuhlíð, Ársskýrsla gatnamálastjóra, Aðalskipulag Reykjavíkur,

Skipulags- og umferðarnefnd

3. fundur 1997

Ár 1997, mánudaginn 10. febrúar kl. 10:00, var haldinn 3. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Óskar Bergsson, Halldór Guðmundsson, Guðrún Zoëga og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Ágúst
Þetta gerðist:


Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19.12.1996 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 09.12.1996 um aðkomu að Barónsstíg 2-4, ásamt svohljóðandi tillögu:
Vegna mikillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á svæðinu er það af hinu góða að dagvöruverslun verði í Barónsfjósi. Hins vegar er aðkoma að reitnum fyrir akandi umferð mjög erfið og enginn kostur góður. Því er eðlilegt að ekki sé gert ráð fyrir fleiri bílastæðum en 11 vegna væntanlegrar verslunar á suðurhluta lóðarinnar. Samkvæmt staðfestu deiliskipulagi á aðalaðkoman að reitnum að vera frá nýrri götu sem lægi milli Vitastígs og Barónsstígs í framhaldi af Lindargötu. Það er ljóst að þessi aðkoma er bæði flókin og erfið og eins myndi aðkoma frá Hverfisgötu vera mjög flókin. Við teljum því mikilvægt að áfram verði reynt að finna ásættanlega lausn að aðkomu að reitnum.
Borgarráð telur því rétt að aðkoma að lóðinni verði til bráðabirgða áfram frá vestari akrein Barónsstígs meðan leitað er varanlegra lausna. Við lausn málsins verði tekið mið af þeirrri reynslu sem fæst á næstu mánuðum og þeirrri tilraun sem nú stendur yfir á Hverfisgötu með einstefnuakstri einkabifreiða í austur og takmörkun umferðar í vestur við akstur strætisvagna.


Hraunbær 107, lóðarafmörkun og skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.1.97 um lóðarafmörkun og skilmála vegna lóðar nr. 107 við Hraunbæ.



>Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.1.97 um uppbyggingu á lóðum nr. 21 og 42 við Skúlagötu. Borgarráð samþykkti skipulagsuppdrátt frá 21.1. og staðfestir jafnframt bókun skipulags- og umferðarnefndar. Er þetta samþykkt með fyrirvara um frágang lóðarmarka milli lóða nr. 105 við Hverfisgötu og nr. 42 við Skúlagötu.


Skeiðarvogur 61-143, bílskúrar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.12.1996 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 09.12.1996 um bílskúra að Skeiðarvogi 61-143.



Staðahverfi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6.1.97 um deiliskipulag Staðahverfis.



Suðurgata 121, stúdentagarður, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6.1.97 um nýbyggingu stúdentagarða við Suðurgötu.



Síðumúli 28, verslunar- og þjónustuhús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.1.97 um verslunar- og þjónustuhús að Síðumúla 28.



Ánanaust, umferðarskipulag, umferðartalning
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.1.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar 27. s.m. um umferðarskipulag við Ánanaust.



Ánanaust/söluskáli/Akið-takið, skipulag lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.1.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar 27. s.m. um skipulag lóða við Ánanaust.



Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6.1.97 um nýbyggingu við Þórsgötu 2.



Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að skilmálum fyrir lóð aldraðra að Dalbraut 16, dags. 03.10.96, breytt 8.11.96, ásamt tillögu að nærliggjandi útivistarsvæðum, dags. 04.02.97. Ennfremur lögð fram tillaga Gíslínu Guðmundsdóttur arkitekts, dags. 04.02.97, að uppbyggingu á lóðinni.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum með fyrirvara um breytta landnotkun. Vísað til umhverfismálaráðs m.t.t. grænna svæða og göngutengsla.

Eiríksgata 2A, Grænaborg, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 4.2.97, að afmörkun lóðar Eiríksgötu 2A, sem bætist við lóð Grænuborgar, Eiríksgötu 2. Ennfremur lagt fram erindi byggingardeildar varðandi sameiningu lóðanna og bréf byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 31.01.97, varðandi viðbyggingu við núverandi leikskóla á lóðinni nr. 2A við Eiríksgötu. Einnig lögð fram yfirlýsing frá Kirkjuráði, dags. 25.11.96.
Samþykkt.

Aðalskipulag Reykjavíkur,
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar 27. jan. s.l. varð það niðurstaða nefndarinnar eftir umfjöllun um aðalskipulagið að leggja til við borgarráð að óska eftir heimild til að auglýsa aðalskipulagstillöguna samkv. 17. og 18. gr. skipulagslaga, sbr. bókun borgarráðs 4. febrúar.


Eiríksgata 9-35, umferð
Lagt fram bréf íbúa Eiríksgötu 9-35, dags. 31.01.97, ásamt undirskriftalista varðandi umferð um Eiríksgötu.

Vísað til umferðardeildar borgarverkfræðings og Borgarskipulags.

Fríkirkjuvegur/Listasafn,
Lagt fram bréf Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts, dags. 27.11.96, varðandi tillögu að breyttum gatnamótum við Skálholtsstíg og torgi við Fríkirkju, samkv. uppdr. dags. 27.11.96.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.

Gylfaflöt, Sund ehf, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra, f.h. borgarráðs, dags. 08.01.97, varðandi afmörkun lóðar á Gylfaflöt og lóðarfyrirheit til Sunds ehf. Einnig lagt fram bréf Ágústs Jónssonar, skrifst.stj., dags. 03.01.97. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 04.02.97 að lóðarafmörkun.
Samþykkt.

Hörpugata 2, nýbygging
Lagt fram bréf Páls V. Bjarnasonar arkitekts, dags. 28.11.96, f.h. Elíesers Jónssonar og Matthildar Sigurjónsdóttur, varðandi nýja tillögu að staðsetningu á nýbyggingu á lóð þeirra Hörpugötu 2.

Synjað. Það er mat nefndarinnar að húsið verði a.m.k. 7 m frá lóðarmörkum.

Landakot, skóli
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagi á Landakotsreit, stgr.r. 1.160.1 ásamt greinargerð, dags. 05.02.97. Einnig lagt fram bréf forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, dags. 14.11.96.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir sitt leyti.
Vísað til umhverfismálaráðs.


Laugardalur, Þróttur,
Lagt fram bréf Dagnýjar Bjarnadóttur, f.h. Landslagsarkitekta RV/ÞH, dags. 5.2. 97, varðandi staðsetningu og frágang æfingavalla Þróttar, samkv. uppdr. Landslagsarkitekta, dags. 5.2. 97. Einnig lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 2.12. 96 og borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 4.12. 96.
Samþykkt með 6 samhlj. atkv. (Óskar D. Ólafsson sat hjá). Vísað til umhverfismálaráðs.
Óskar D. Ólafsson óskaði bókað:
"Ekkert er að því að Þróttur standi að íþróttaiðkun í Laugardalnum. hins vegar er sá liður sem snýr að frágangi æfingavalla óásættanlegur. Er hér um að ræða afmörkun grænna svæða í Laugardalnum með girðingum. Girðingar, sem eigna þröngum hópi borgarbúa stór græn landsvæði á vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar, eiga ekki rétt á sér. Almenningur á kröfu á greiðu aðgengi til þeirra grænu svæða sem til eru". Formaður óskaði bókað: "Laugardalur er hvort tveggja í senn útivistarsvæði borgarbúa og helsta íþróttamiðstöð. Þróttur þarf eins og önnur íþróttafélög, að geta girt grasvelli sína af og hefur borgarráð þegar samþykkt ósk þeirra þar að lútandi. Að öðru leyti er tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun Óskars D. Ólafssonar um greiðan aðgang alls almennings að grænu svæðum borgarinnar".
Guðrún Zoëga óskaði bókað: "Ég tek undir þau sjónarmið um girðingar sem fram koma í bókun Óskars D. Ólafssonar."


Miðbærinn, götuljós, skýrsla
Lögð fram tillaga að stefnumörkun í götulýsingu innan Snorrabrautar og Hringbrautar, dags. 20.11.´96, unnin af Borgarskipulagi, gatnamálastjóra og Rafmagnsveitu Reykjavíkur.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með þessum athugasemdum:
1) Við staðsetningu ljósastaura verði tekið tillit til þarfa fatlaðra.
2) Haldið verði áfram frekari stefnumörkun.
3) Gatnalýsingu verði hagað þannig að ljós falli sem mest niður á götur og gangstéttir til að minnka "ljósamengun".
Vísað til umhverfismálaráðs.


Vesturlandsvegur/Sæbraut, fullnaðarhönnun gatnamóta
gt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 05.02.97, ásamt uppdráttum Landslagsarkitekta, dags. í jan. 1997, varðandi endurskoðun, landmótun og stíga við Vesturlandsveg.

Samþykkt. Það er mat skipulags- og umferðarnefndar að nauðsynlegt sé að sjá yfir göngu- og hjólreiðabrú yfir Sæbraut samhliða uppbyggingu Vesturlandsvegar/Sæbrautar.

Stangarhylur 7, stækkun
Lagt fram bréf Elíasar Guðmundssonar f.h. Líneyjar ehf, dags. 15.11.96, varðandi stækkun lóðar og millibyggingar, samkv. uppdr. Knúts Jeppesen arkitekts, dags. 05.12.96. Einnig lögð fram umsögn umhverfismálaráðs frá 05.02.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið og tekur undir bókun umhverfismálaráðs varðandi frágang.

Suðurgata 22, hækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.12.96, varðandi erindi Friðriks Björnssonar um hækkun húss að Suðurgötu 22 samkv. uppdr. frá 1955. Ennfremur minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 02.12.96, ásamt umsögn Árbæjarsafns, dags. 5. febr. 1997. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 7.2.1997.
Samþykkt.

Sveighús 7, viðbygging
Lagt fram bréf Marteins Gunnarssonar, mótt. 14.10.96 og samþykki húseigenda við Sveighús 6 og 9, varðandi byggingu sólskála við Sveighús 7, samkv. uppdr. Teiknist. Ármúla 1, dags. 18.05.89, breytt 11.10.96. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.02.97.
Samþykkt.

Vatnsstígur 3, bílastæði
Lagt fram að nýju bréf Guðrúnar Birnu Eiríksdóttur, f.h. Heildverslunar Eiríks Ketilssonar, dags. 22.10.96m varðandi bílastæði við Vatnsstíg 3. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 03.02.97.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar málinu frá, enda á fyrri liður erindisins undir Bílastæðasjóð en hinn síðari undir borgarráð.

Öskjuhlíð, goshver
Lagt fram að nýju erindi Hreins Frímannssonar hjá Hitaveitu Reykjavíkur ásamt tillögu Yngva Þórs Loftssonar að staðsetningu og útfærslu á goshver í Öskjuhlíð. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 24.1.97.

Skipulags- og umferðarnefnd fellst á bókun umhverfismálaráðs frá 24.1.1997.

Ársskýrsla gatnamálastjóra,
Lögð fram ársskýrsla gatnamálastjóra 1995.



Aðalskipulag Reykjavíkur,
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd lögðu fram svofellda fyrirspurn:

"1. Í bókun meirihluta skipulagsnefndar kemur fram að nánari útfærsla við lagningu stokks á Miklubraut verði gerð þegar deiliskipulagsvinna fer fram. Óskað er upplýsinga um núverandi hæðarsetningu Miklubrautar móts við Rauðarárstíg, ásamt hæðarsetningu á götu undir brú þeirri sem þegar er komin og Miklubraut mun tengjast skv. núverandi tillögu að aðalskipulagi.
2. Fullyrt er í bókuninni að flugbraut 07-25 sé veikasti hlekkurinn í öryggi Reykjavíkurflugvallar, óskað er eftir nánari skýringum á þeirri staðhæfingu.
3. Því er haldið fram í bókun meirihluta skipulags- og umferðarnefndar að aðkoma að nýrri flugstöð sé ágætlega tryggð með núverandi gatnakerfi. Áætlað er að í framtíðinni fari um 500.000 manns um flugstöðina á ári, það er því útúrsnúningur að segja að núverandi gatnakerfi tryggi þessa aðkomu ágætlega, ekki er betur séð en verið sé með markvissum hætti að einangra Reykjavíkurflugvöll með niðurfellingu Hlíðarfótar. Óskað er eftir nánari skýringu á hvernig tryggja eigi aðkomu að fyrirhugaðri flugstöð.
4. Í fyrrnefndri bókun er minnst á framsækna stefnu R-listans í holræsamálum. Ef þessi framsækna stefna felst í öðru en tæplega 600 millj. kr. árlegum holræsaskatti á borgarbúa, þá er óskað eftir nánari vitneskju um þessa
framsæknu stefnu.
5. Í núverandi tillögu að aðalskipulagi er gert mikið úr stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Er einhver grundvallarmunur á því stígakerfi sem nú er gert ráð fyrir í tillögum að aðalskipulagi og þeim sem sýndir eru í gildandi aðalskipulagi?
Skriflegra svara óskað."
Svör við spurningu D-lista varðandi Aðalskipulag Reykjavíkur:
1. Verður svarað á næsta fundi.
2. Í skýrslu Samgönguráðuneytis frá 1991, Reykjavíkurflugvöllur - sambýli flugs og byggðar - bls. 61-62 segir svo m.a. "Brautarbrun og flugtak er til norðausturs og liggur yfir geðdeild Landspítala og hluta Norðurmýrar. Gagnvart slysum sem geta orðið innan viðmiðunarbeltis 07/25 liggja eftirtalin mannvirki:
· Geðdeild Landspítalans
· 103 íbúðarhús í Norðurmýri
· Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
· Sex byggingar neðan Vatnsmýrarvegar.
· Hótel Loftleiðir
· Olíu- og gasbirgðastöð Skeljungs hf. Í Skerjafirði.
· 17 íbúðarhús á Skildinganesi.
(Rétt er að geta þess að Olíu- og gasbirgðastöðin er á förum)
Lokaaðflug að brautinni liggur af Sundunum yfir Túnin, Rauðarárholt og Norðurmýri.
Öryggisbúnaður á þessari braut er ekki í samræmi við alþjóðastaðla og í áætlunum um endurbætur á flugvellinum, sem nú hefur því miður verið frestað, var ekki gert ráð fyrir endurbótum á þessari braut. Henni hefur alltaf átt að loka. Á bls. 70 í sömu skýrslu stendur: "Að öllu samanlögðu verður að telja að mest áhætta sé tekin við notkun NA/SV-brautar og að tvímælalaust beri að loka henni. Auk þess sem brautin hefur hverfandi vægi í notagildi flugvallarins".
3. Aðkoma að fyrirhugaðri flugstöð verður sú hin sama og nú er að flughótelinu (Loftleiðir) um leið og aðkoman verður gerð greiðari og hún bætt. Aðkoma að innanlandsflugstöð verður mun betri en hún er nú.
4. Stefna Reykjavíkurlistans í frárennslismálum kemur fram á bls. 121 í greinargerð með A.R. og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1997. Þegar þeirri áætlun er lokið á að vera hægt að uppfylla öll þau markmið sem að er stefnt í reglugerð um mengunarvarnir.
5. Göngu- og hjólreiðastígar eru nú í fyrsta sinn hluti af umferðarkerfinu. Aðalstígakerfið hefur verið endurflokkað í stofnstíga og tengistíga. Megin markmiðið er að efla hlut göngu- og hjólreiðastíga í umferðarkerfinu og til að styrkja tengingu milli opinna svæða og byggðar er lögð áhersla á að bæta umgjörð helstu göngu- og hjólreiðaleiða sem liggja um borgarlandið. Hinsvegar er ekki grundvallar munur á legu stíganna.