Miðbærinn, götuljós

Skjalnúmer : 9682

5. fundur 1997
Miðbærinn, götuljós, skýrsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97 um staðsetningu götuljósa og stefnumörkun um lýsingu í miðbænum.



3. fundur 1997
Miðbærinn, götuljós, skýrsla
Lögð fram tillaga að stefnumörkun í götulýsingu innan Snorrabrautar og Hringbrautar, dags. 20.11.´96, unnin af Borgarskipulagi, gatnamálastjóra og Rafmagnsveitu Reykjavíkur.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með þessum athugasemdum:
1) Við staðsetningu ljósastaura verði tekið tillit til þarfa fatlaðra.
2) Haldið verði áfram frekari stefnumörkun.
3) Gatnalýsingu verði hagað þannig að ljós falli sem mest niður á götur og gangstéttir til að minnka "ljósamengun".
Vísað til umhverfismálaráðs.