Breiðavík 16,
Dalbraut 16,
Egilsgata 5,
Engjateigur 7-9,
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn,
Langirimi,
Leifsgata 13,
Vesturás 2-16,
Seljahverfi-Fálkhóll,
Skúlagata 17,
Efstaleiti 3,
Torgsala í miðbænum,
Skipulags- og umferðarnefnd
19. fundur 1996
Ár 1996, mánudaginn 9. september kl. 11.00, var haldinn 19. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Zoéga, Gunnar Jóhann Birgisson og Óskar Bergsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson
Þetta gerðist:
Breiðavík 16, lóðarstækkun, nýbygging
Lagt fram bréf Árna Friðrikssonar f.h. lóðarhafa, dags. 28.8.96, varðandi skiptingu lóðarinnar Breiðavík 14-18, þannig að hún verði annars vegar skráð nr. 18 og hins vegar 14-16.
Frestað. Sýna skal framtíðarfyrirkomulag á lóð nr. 14-16 við Breiðuvík.
Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 19.06.96 og bréf Ágústs Jónssonar skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 14.06.96, þar sem lagt er til að Samtökum aldraðra verði gefið fyrirheit um lóð að Dalbraut 16.
Vísað til endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur varðandi landnotkunarbreytingu. Borgarskipulagi falið að gera tillögu að skilmálum fyrir lóðina þ.m.t. um byggingarmagn og byggingarreit.
Egilsgata 5, bensíndæla
Lagðar fram athugasemdir, sem fram komu við kynningu á bensínsölu að Egilsgötu 5. Kynningu lauk 27. ágúst sl. Þrjár athugasemdir bárust umfram þær sem lagðar voru fram á skipulagsnefndarfundi 26. ágúst sl.: Bréf Harðar Magnússonar f.h. H.S.S.R. og Þorsteins Sigurðssonar f.h. B.Í.S. dags. 4.9.96., bréf Einars Páls Svavarssonar f.h. Domus Medica, dags. 4.9.96 og bréf Sigurðar S. Wiium, dags. 27.8.96.
Skipulagsnefnd vísar málinu til frekari úrvinnslu Borgarskipulags í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Vegna framkominna athugasemda íbúa við Egilsgötu teljum við rétt að endurskoða hugmyndir um bensínsölu á horni Egilsgötu og Snorrabrautar. Við teljum hugmyndir íbúa sem fram koma í aths. þeirra, þ.e. að bensínsala verði færð norðar og að ekki verði útkeyrsla út á Egilsgötu, vel ásættanlegar fyrir alla aðila. Forsenda þess að bensínsala verði á þessari lóð er að íbúar verði fyrir sem minnstri truflun frá starfsseminni því tökum við undir ábendingar þeirra um að bensínsalan verði ekki opin á nóttunni. Við leggjum áherslu á að endanlegum frágangi lóðarinnar verði hraðað."
Engjateigur 7-9, lóðarstækkun og bílastæði
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 18.6.96, varðandi afmörkun bílastæða lóðar við Engjateig 9 skv. uppdr. Egils Guðmundssonar, dags. 4.6.96. Einnig lagt fram bréf Vífils Oddssonar f.h. hússtjórnar Verkfræðingafélags Íslands dags. 29.08.96.
Frestað. Vísað til umsagnar borgarverkfræðings og garðyrkjustjóra.
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram bréf Ormars Þórs Guðmundssonar ásamt tillögu að breytingu á fyrirkomulagi nemendaíbúða, leikskóla og fjölda bílastæða við Háteigsveg, dags. 6.9.96.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á byggingarreit fyrir tveggja hæða nemendaíbúðahús og leikskóla á lóð Sjómannaskólans að Flókagötu sbr. teikningar, dags. 6.9.1996. Einnig er samþykktur fyrsti áfangi til framkvæmda í samræmi við áfangakort, dags. 6.9.1996. Fyrirvari er gerður um að íbúðabyggð á lóðum skólanna verði þinglýst sem nemendaíbúðir."
Langirimi, miðsvæði
Lögð fram að nýju tillaga Guðna Pálssonar, dags. 20.8.96, br. 6.9.96 um breytt lóðamörk á miðsvæði við Langarima og færslu á einkavegi SVR ásamt erindi dags. 6.9.96.
Skipulagsnefnd samþykkir breytt lóðamörk, en tekur ekki afstöðu til bílastæða að svo stöddu.
Leifsgata 13, kvistir, risíbúð
Leiðrétting á dagskrá og bókun í skipulagsnefnd 26. ágúst sl.:
Í dagskrá: "Leifsgata 13, kvistir" verði "Leifsgata 13, kvistir, risíbúð". Í bókun: "Lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar, dags. 14.8.96, varðandi gerð kvista að Leifsgötu 13 samkv. uppdr., dags. 16.7.96. Synjað með tilvísun í rammaskilmála."
Á eftir "gerð kvista" á að koma: "..og umsókn um samþykkt á risíbúð..."
Synjunin með tilvísun í rammaskilmála á við umsókn um samþykkt á risíbúð.
Vesturás 2-16, stígur
Lagt fram að nýju bréf Margrétar Gunnarsdóttur og Þóris Sigfússonar, dags. 12.06.96, varðandi ósk um breytta legu göngustígs við Vesturás 16. Ennfremur lagt fram bréf íbúa að Vesturási 10 og 14, dags. 26.06.96. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 4.09.96 og umsögn umhverfismálaráðs frá 4.9.96.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.
Seljahverfi-Fálkhóll, athugun á bílastæðum
Lögð fram skýrsla um athugun á fjölda íbúða og bílastæða á Fálkhól í Seljahverfi.
Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi teiknist. ÚTI - INNI um uppbyggingu lóðarinnar Skúlagata 17, breyting á staðfestu deiliskipulagi samkv. uppdr. dags. í ágúst 1996.
Frestað. Vísað til umsagnar borgarverkfræðings um hljóðvist.
Efstaleiti 3, athugasemdir íbúa
Lögð fram athugasemdabréf íbúa í nágrenni Efstaleitis varðandi skipulag við Efstaleiti, dags. 10.8 og 26.8.96. Kynningu Borgarskipulags lauk 27. ágúst sl. Ennfremur umsagnir forstöðumanns Borgarskipulags og borgarverkfræðings, dags. 29.7.96,sem samþykktar voru í borgarráði 6.08.96.
Torgsala í miðbænum, söluturn
Lagt fram bréf Frímanns Júlíussonar, dags. 6.9.96, varðandi umsókn um nýja staðsetningu á söluturni, sem nú stendur á Lækjartorgi.
Vísað til athugunar Borgarskipulags.