Gylfaflöt, skipulag
Skjalnúmer : 7896
12. fundur 1996
Gylfaflöt, skipulag, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.5.96 að á lóðum við Gylfaflöt og Bæjarflöt skuli framvegis setja eftirfarandi skilmála í lóðarleigusamninga:
Óheimilt er að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, s.s. stórmarkaði, matvöruverslanir og söluturna. Hvorki verða veitt starfsleyfi né önnur tilskilin leyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988, lögum um matvæli nr. 93/1995 eða sambærilegum ákvæðum í lögum sem síðar kunna að verða sett, eða reglum settum samkvæmt slíkum lögum, til reksturs ofangreindra verslana.
9. fundur 1996
Gylfaflöt, skipulag, breyting á skilmálum
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags um viðbót við skilmála fyrir Gylfaflöt. Ennfremur lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 18.4.'96.
Tillaga Borgarskipulags var samþykkt samhljóða.
8. fundur 1996
Gylfaflöt, skipulag, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga Borgarskipulags um viðbót við skilmála fyrir Gylfaflöt. Ennfremur lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 12.4.'96.
Gunnari Jóh. Birgissyni falið að vinna frekar að málinu ásamt forstöðumanni Borgarskipulags og skrifstofustjóra borgarverkfræðings.
7. fundur 1996
Gylfaflöt, skipulag, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga Borgarskipulags um viðbót við skilmála fyrir Gylfaflöt: Allar tegundir smásölu- og heildverslana eru leyfðar, nema matvöruverslanir (þ.e. verslanir sem falla undir flokkana 52.1 og 52.2 í Ísat 95) eru ekki leyfðar á athafnasvæðinu.
Frestað.