Austurbrún 12

Skjalnúmer : 8105

9. fundur 1995
Austurbrún 12, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4.4.95 á bókun skipulagsnefndar frá 3.4.95 um nýbyggingu við Austurbrún 12.



8. fundur 1995
Austurbrún 12, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95, varðandi erindi Péturs B. Magnússonar um viðbyggingu við hús nr. 12 við Austurbrún samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í febr. 1995.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með 3 samhlj. atkv. (Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson sátu hjá).
Borgarskipulagi falið að undirbúa umsókn um breytingu á staðfestu deiliskipulagi við Austurbrún.


7. fundur 1995
Austurbrún 12, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95, varðandi erindi Péturs B. Magnússonar um viðbyggingu við hús nr. 12 við Austurbrún samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í febr. 1995.

Frestað.

6. fundur 1995
Austurbrún 12, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95, varðandi erindi Péturs B. Magnússonar um viðbygginu við hús nr. 12 við Austurbrún samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í febr. 1995.

Frestað.

7. fundur 1994
Austurbrún 12, Stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um afgreiðslu borgarráðs á bókun skipulagsnefndar frá 07.02.1994 um stækkun húss við Austurbrún.
Borgarráð féllst ekki á erindið.



3. fundur 1994
Austurbrún 12, Stækkun
Lagt fram að nýju bréf deildarverkfr. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.8.93, um stækkun hússins nr. 12 við Austurbrún samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í júlí 1993, br. 2.2.94. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöf. dags. 1.10.93, bréf Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, dags. 4.10.93 og bréf Péturs Bjarna Magnússonar, dags. 12.10.93
Skipulagsefnd samþykkti erindið með 2 stkv. gegn 1 (G.J. á móti, K.I.T og I.S sátu hjá) og leggur ennfremur til við borgarráð að óskað verði breytingar á staðfestu deiliskipulagi samkv. 19. gr. skipulagslaga.
G.J. óskaði bókað: "Athygli skal vakin á því, að hér er verið að gera grundvallarbreytinu á staðfestu deiliskipulagi á Laugarási. Verið er að leyfa 2ja hæða byggingu á þeim hluta hússins, sem skilmálar (staðfestir ) kveða á um að skuli vera ein hæð, auk þess sem ákvæði eru í skilmálum um hámarks vegghæð á þeirri byggingu.
Rök húseiganda eru heldur ekki sannfærandi. Hann sækir um stækkun á húsinu, en hefur þó ekki enn fullnýtt þá möguleika, sem skipulagið býður upp á. Byggðin í Laugarási er "þétt, lág byggð", sem nauðsynlegt var á sínum tíma að setja um mjög ströng ákvæði. Breyting að því tagi, sem hér er farið fram á, getur því haft ófyrirsjánlegar afleiðingar fyrir byggðina í heild. Ég vara því eindregið við því að þetta erindi verði samþykkt. Þá vill ég taka fram að skrifleg mótmæli hafa borist til skipulagsnefndar, bæði frá arkitekt hússins, sem reyndar hefur hannað fleiri hús í næsta nágrenni, og skipulagshöfundi."
M.J. óskaði bókað: "Ég vil vekja athygli á því, að á svæði er meira og minna tveggja hæða byggð. Auk þess liggur fyrir samþykki nágranna.