Árvellir,
Barðastaðir 7-11,
Barmahlíð 8,
Bjarmaland 17-23,
Borgartún 21 - 21A,
Bragagata 34,
Breiðavík 89,
Frostaskjól 2,
Gylfaflöt 18,
Hamravík 30-36,
Hamravík 44-52,
Hamravík 12,
Helgugrund 2,
Hólmaslóð 8,
Jörfagrund 17,
Klapparstígur 30,
Kleppsvegur 108,
Klettagarðar 12,
Köllunarklettsvegur 2,
Kötlufell 1-11,
Ljósavík 30,
Naustabryggja 55-57,
Nýlendugata 23,
Selvogsgrunn 31,
Stórhöfði 25,
Tryggvagata 16,
Vitastígur 10,
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa,
Ártúnsh. Sorpeyðingar ,
Hringbraut Landsp. ,
Kirkjuteigur 13,
Krókháls 10,
Köllunarklettsvegur 2,
Ofanleiti 1,
Ofanleiti 2,
Rafstöðvarvegur 4,
Saltvík,
Skólavörðustígur 18,
Skólavörðuholt ,
Thorvaldssenstræti,
Vallarás 3 ,
Vatnsstígur 9 ,
Aflagrandi 28-34,
Blesugróf 23,
Hringbraut Landsp. ,
Naustabryggja 6-10,
Sigtún 38,
BYGGINGARNEFND
3481. fundur 1999
Árið 1999, fimmtudaginn 30. september kl. 11:00, hélt byggingarnefnd Reykjavíkur 3481. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð, Borgartúni 3. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Óskar Bergsson, Einar Daníel Bragason, Tómas Waage, Gunnar L Gissurarson og Kristján Guðmundsson. Auk þeirra sátu fundinn Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Bjarni Kjartansson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 19856 (03.70.000.050)
700497-2249
Götusmiðjan ehf
Krókabyggð 11 270 Mosfellsbær
1. Árvellir, Breytt notkun húsnæðis, meðferðarheimili fyrir ungt fólk í vímuefnavanda
Sótt er um leyfi til þess að breyta notkun húsnæðis í meðferðarheimili fyrir ungt fólk í vímuefnavanda á lóðinni Árvellir á Kjalarnesi.
Bréf Götusmiðjunnar dags. 28. september 1999 og mótmæli nágranna dags. 20. september 1999 og bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 27. september 1999 fylgja erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar vegna landnotkunar.
Umsókn nr. 19810 (01.24.224.01)
681290-2309
Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
2. Barðastaðir 7-11, Bílskúrar breytt þak
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr fyrir 7 bíla við þrjú fjölbýlishús á lóðinni nr. 7- 11 við Barðastaði.
Stærð: Bílskúrar samtals 169,4 ferm., 465,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 11.648
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19607 (01.17.013.06 )
491296-2679
Australind ehf
Smyrlahrauni 23 220 Hafnarfjörður
3. Barmahlíð 8, Br. verslun í íbúðir
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktum íbúðum á 1. hæð og í kjallara þannig að lofthæð kjallara verði næg fyrir íbúðarými, breyta útliti allra hliða og um leyfi til þess að grafa frá suður- og norðurhlið hússins á lóðinni nr. 8 við Barmahlíð.
Gjald kr. 2.500
Bréf burðarvirkishönnuðar vegna múrbrots dags. 18. ágúst fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda.
Vakin er athygli á því að þetta er í annað sinn sem erindið kemur til afgreiðslu án þess að tillit sé tekið til athugasemda.
Umsókn nr. 19734 (01.18.541.02)
120226-2079
Baldvin Tryggvason
Bjarmaland 19 108 Reykjavík
4. Bjarmaland 17-23, Stækka bílskúr nr. 19
Sótt er um leyfi til þess að stækka núverandi bílgeymslu úr timbri og breyta innra skipulagi í húsi nr. 19 á lóðinni nr. 17-23 við Bjarmaland.
Stærð: Bílgeymsla 35,9 ferm., 89,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.245
Samþykki meðlóðarhafa (á teikningu) fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 19783 (01.12.180.01)
560192-2319
Eykt ehf
Borgartúni 21 105 Reykjavík
5. Borgartún 21 - 21A, Opin bifreiðageymsla
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða opna bifreiðageymslu fyrir 148 bíla við norðurjaðar lóðarinnar nr. 21-21A við Borgartún.
Stærð: Opin bifreiðageymsla 1870 ferm.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Skipulagsferli er ekki lokið. Umsækjandi hafi samband við embættið.
Umsókn nr. 19551 (01.11.866.33)
181056-4959
Jenný Lind Grétudóttir
Egilsgata 30 101 Reykjavík
6. Bragagata 34, hækkun um hæð og risi
Sótt er um leyfi til þess að byggja hæð og þakhæð með kvistum í norður og suður ofan á núverandi einnar hæðar hús á lóðinni nr. 34 við Bragagötu.
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. september 1999 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 19782 (01.23.525.04)
270741-4959
Guðmundur Hervinsson
Ljárskógar 10 109 Reykjavík
7. Breiðavík 89, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús á mörgum pöllum með innbyggðri bílgeymslu einangrað að utan og klætt með grágrýti, sedrusvið og sinkplötum á lóðinni nr. 89 við Breiðuvík.
Stærð: Íbúð 283 ferm., bílgeymsla 24,6 ferm., samtals 308,3 ferm., 999 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 24.975
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 19811 (01.15.16-.99)
700169-3919
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
8. Frostaskjól 2, Gervigras stoðveggur bílastæði
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir 1m háum steyptum með vesturjarðri stoðvegg og gervigrasvelli á vesturhluta lóðarinnar nr. 2 við Frostaskjól.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsækjandi er krafin skýringa á því hvers vegna framkvæmdir voru hafnar áður en byggingarleyfi var fengið.
Umsókn nr. 19804 (01.25.763.02)
050455-5139
Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
9. Gylfaflöt 18, Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt atvinnuhús á lóðinni nr. 18 við Gylfaflöt.
Stærð: 1. hæð 291,8 ferm., 2. hæð 279,6 ferm., samtals 571,4 ferm., 2016,2 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 50.405
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
Umsókn nr. 19056 (01.23.516.01)
700584-1359
Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
10. Hamravík 30-36, Fjölbýlishús á 3 hæðum með 20 íb.
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús á þrem hæðum með tuttugu íbúðum. Húsið verði fjórir matshlutar úr steinsteypu, pússað og málað að utan og með sjö innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 30-36 við Hamravík.
Stærðir: Matshl. 01: Íbúð 1. hæð 230,5 ferm., 2. hæð 242,6 ferm., 3. hæð 242,6 ferm., bílgeymsla 20,1 ferm., samtals 735,8 ferm., 2321,5 rúmm.
Matshl 02: Íbúð 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 242 ferm., 3. hæð 242 ferm., bílgeymslur 38 ferm., samtals 734 ferm., 2316 rúmm.
Matshl 03: Íbúð 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 242 ferm., 3. hæð 242 ferm., bílgeymslur 38 ferm., samtals 734 ferm., 2316 rúmm.
Matshl.04: Íbúð 1. hæð 212,6 ferm., 2. hæð 242,9 ferm., 3. hæð 242,9 ferm., bílgeymslur 38 ferm., samtals 736,4 ferm., 2323,4 rúmm.
Heild samtals 9276,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 231.923
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 19666 (01.23.516.03)
700584-1359
Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
11. Hamravík 44-52, Raðhús m. 5 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt raðhús með fimm íbúðum og innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 44- 52 við Hamravík.
Stærð: Hús nr. 44 íbúð 115,2 ferm., bílgeymsla 30,6 ferm., samtals 145,8 ferm., 615,9 rúmm., hús nr. 46 íbúð 111,4 ferm., bílgeymsla 30,6 ferm., samtals 142 ferm., 599,8 rúmm., hús nr. 48 og 50 sömu stærðar og nr. 46 og hús nr. 52 sömu stærðar og nr. 44, samtals byggt á lóð 717,6 ferm., 3031,2 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 75.780
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 19805
480190-1069
Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
12. Hamravík 12, Leikskóli
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4. deilda leikskóla úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með bárujárni og aluzinki á lóð við Hamravík.
Stærð: Leikskóli 647,7 ferm., 2.685,2 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 67.130
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19693 (03.32.4--.-93)
100880-4749
Jónas Höfðdal Hauksson
Árvellir 6 410 Hnífsdalur
140362-4689
Ólafía Kristín Karlsdóttir
Árvellir 6 410 Hnífsdalur
210260-3749
Rögnvaldur Bjarnason
Árvellir 6 410 Hnífsdalur
13. Helgugrund 2, Aðfl. einbýlish. úr timbri og bílg.
Sótt er um leyfi til að reisa einbýlishús á einni hæð úr timbri ásamt stakstæðri bílgeymslu, einnig úr timbri, á lóðinni nr. 2 við Helgugrund. Um er að ræða hús sem byggt var árið 1980 og hefur verið í notkun síðan, en verður nú flutt á lóðina við Helgugrund.
Stærðir: xx
Gjald kr. 2.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19657 (01.11.105.01)
590269-1749
Skeljungur hf
Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík
14. Hólmaslóð 8, Anddyri og 2. hæð
Sótt er um leyfi til þess að byggja anddyri framan við vesturhlið, anddyri við norðurhlið, byggja aðra hæð ofan á hliðarbyggingu á suðurhorni lóðarinnar úr steinsteypu einangraða að utan og klædda með bárujárni, fjölga eignum í húsinu og fjölga bílastæðum um eitt á lóðinni nr. 8 við Hólmaslóð.
Stærð: Anddyri 1. hæð 13,7 ferm., 2. hæð 221,8 ferm., samtals 235,5 ferm., 997,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 24.948
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19774 (03.99.650.170)
260368-5169
Arnþór Arnarson
Safamýri 35 108 Reykjavík
15. Jörfagrund 17, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft timburhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 17 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 179,4 ferm., bílgeymsla 44,4 ferm., samtals 223,8 ferm., 885,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 22.140
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19762 (01.11.711.08)
430899-2449
Rauð vín ehf
Klapparstíg 30 101 Reykjavík
16. Klapparstígur 30, Veitingastaður
Sótt er um leyfi til þess að reka veitingastað í húsinu nr. 30 við Klappastíg á lóðinni nr. 21 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.500
Ljósrit af leigusamningi dags. 27. júlí 1999 og bréf Húsaness hf. varðandi niðurrif dags. 27. september 1999 og bréf Baldvins B. Haraldssonar hdl., dags. 29. september 1999 fylgja erindinu.
Frestað.
Lóðarhafi skal gera grein fyrir framtíðaruppbyggingu á lóð.
Byggingarfulltrúa falið að gera borgarráði grein fyrir málinu.
Umsókn nr. 19244 (01.13.551.13)
011065-4659
Jón Sigurgrímsson
Skipasund 2 104 Reykjavík
17. ">Kleppsvegur 108, Bílskúr, sólstofa og skjólveggur
Sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu við lóðarmörk til suðurs, sólskála sunnan húss og skjólvegg norðan húss nr. 2 við Skipasund á lóðinni nr. 108 við Kleppsveg.
Stærðir: xx
Gjald kr. 2.500 + xx
Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa fyrir bílgeymslu, dags. 17. júní 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 30. ágúst 1999.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19766
500377-0119
Sindra-Stál hf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
18. Klettagarðar 12, Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja atvinnuhús sem einnar hæðar stálgrindarskemmu með steinsteyptu millilofti á lóðinni nr. 12 við Klettagarða.
Stærð: 1. hæð 5357 ferm., 2. hæð 835,4 ferm., samtals 6192,4 ferm., 48402 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 1.210.050
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19690 (13.29.8)
580483-0709
Austurbakki hf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
19. Köllunarklettsvegur 2, atv.húsn. hækkað um 1 h. og lóðarst.
Sótt er um um leyfi til þess að hækka skrifstofuhúsið um fjórðu hæðina og setja brunastiga við vesturgafl atvinnuhússins á lóðinni nr. 2 við Köllunarklettsveg.
Stærð: 4. hæð var 34,2 ferm., verður 454 ferm., 5. hæð 34,2 ferm., samtals stækkun 454 ferm., 1491,2 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 37.280
Málinu fylgir samþykki Hafnarstjórnar dags. 22. september 1999.
Frestað.
Skipulagsferli ekki lokið.
Umsókn nr. 18113 (01.04.685.201)
070249-3329
Sverrir Jensson
Kötlufell 7 111 Reykjavík
20. Kötlufell 1-11, Klæðning og lokun svala
Sótt er um leyfi til að einangra og klæða húsin á lóðinni nr. 1-11 við Kötlufell að utan með 2 mm þykkri álklæðningu. Jafnframt er sótt um leyfi til að koma fyrir svalaskýlum á öllum svölum, breyta brunavörnum og endurnýja opnanlega gluggaramma í húsunum.
Stækkun: 330,6 ferm., 892,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 22.315
Erindinu fylgir greinargerð hönnuðar vegna eldvarna og skoðunarskýrsla sama, dags. 28. nóvember 1998, undirskriftir til staðfestingar á boðun og samþykkt húsfundar hinn 19. nóvember 1998 ásamt yfirlýsing formanns húsfélags dags. 14. desember 1998. Jafnframt fylgja tvö bréf húsfélagsins í Kötlufelli 1-11 bæði dags. 12. apríl 1999, bréf formanns húsfélagsins dags. 8. júní 1999 og bréf húsnæðisnefndar Reykjavíkur dags. 9. júní 1999.
Lagt fram bréf borgarstjórar dags. 18. febrúar vegna frestunar á afgreiðslu málsins í borgarstjórn.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 19681 (01.23.566.02)
470797-2159
Fróðengi ehf
Breiðagerði 37 108 Reykjavík
21. Ljósavík 30, Fjölbýlishús 3. h. m. 8 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með átta íbúðum og tveimur innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 30 við Ljósavík.
Stærð: Íbúð 1. hæð 239 ferm., 2. hæð 294,3 ferm., 3. hæð 294,3 ferm., bílgeymslur 54,8 ferm., samtals 882,4 ferm., 2620,4 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 65.510
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 19697 (01.04.023.204)
691293-3949
Byggðaverk ehf
Reykjavíkurvegi 60 220 Hafnarfjörður
22. Naustabryggja 55-57, Fjölbýlishús m. 22 íb. og versl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4. hæða steinsteypt fjölbýlishús einangrað að utan og klætt málmplötum, með tuttugu tveimur íbúðum og verslun á hluta 1. hæðar á lóðinni nr. 55- 57 við Naustabryggju.
Stærð: xxx ferm. xxx rúmm.
Gjald kr. 2.500 + xxx
Bréf frá Björgun dags. 3. september 1999 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19470 (01.11.312.01)
030763-7349
Jón Páll Baldvinsson
Nýlendugata 23 101 Reykjavík
23. Nýlendugata 23, rífa skúr og byggja bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að rífa gamlan skúr á suðausturhorni lóðar og byggja á sama stað tvöfaldan bílskúr úr timbri og bárujárni á lóðinni nr. 23 við Nýlendugötu.
Stærð: Bílskúr 35,8 ferm., 105,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.640
Samþykki nágranna (á teikningu) og bréf Árbæjarsafns dags. 27. ágúst 1999, bréf nágranna að Vesturgötu 40 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. september 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Byggingarnefnd beinir þeim tilmælum til umsækjanda að reynt verði að vernda hlyn við lóðamörk skúrsinis.
Umsókn nr. 19519 (01.13.507.02)
260944-2239
Hulda Snorradóttir
Selvogsgrunn 31 104 Reykjavík
24. Selvogsgrunn 31, bílgeymsla
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptann bílskúr á norðurlóðamörkum á lóðinni nr. 31 við Selvogsgrunn.
Stærð: Bílskúr 37,9 ferm., 97,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.440
Samþykki meðlóðarhafa dags. 1. júní 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. september 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 19793 (01.40.847.01)
420169-0279
Ármannsfell hf
Funahöfða 19 112 Reykjavík
25. Stórhöfði 25, Atvinnuhúsnæði Stórhöfði 25 og 27
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö sambyggð þriggja og hálfrar hæða steinsteypt atvinnuhús að mestu einangrað að utan og klætt með álplötum á lóðinni nr. 25 við Stórhöfða.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að sameina lóðirnar nr. 25 og 27 við Stórhöfða.
Stærð:Hús nr. 25 1. hæð 750,4 ferm., 2. hæð 438,4 ferm., 3. hæð 433,5 ferm., 4. hæð 213,8 ferm., samtals 1836,1 ferm., 7680,4 rúmm.
Hús nr. 27 1. hæð 1006,7 ferm., 2. hæð 591,5 ferm., 3. hæð 433,5 ferm., 4. hæð 213,8 ferm., samtals 2245,5 ferm., 9551,7 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 430.803
Bréf hönnuðar dags. 22. september 1999 og 28. september 1999 fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19589 (01.11.321.04)
570498-2669
AFA JCDecaux Ísland ehf
Tryggvagötu 16 101 Reykjavík
26. Tryggvagata 16, Upplysingatöflur 19 staðir (strætó)
Sótt er um leyfi til þess að setja upp 17 upplýstar auglýsinga og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Málinu fylgir afrit af samningi um götugögn, ásamt viðauka 2, upplýsingablað um verkaskiptingu og umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 5. nóvember 1997 einnig umsögn gatnamálastjóra dags. 24. ágúst 1999, fundargerð vegna samræmingarfundar varðandi staðsetningu upplýsingataflna, bréf miðborgarstjórnar dags. 22. september 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. september 1999.
Frestað.
Á milli funda.
Umsókn nr. 19790 (01.11.731.17)
030662-4159
Örn Þorvarður Þorvarðsson
Vitastígur 10a 101 Reykjavík
27. Vitastígur 10, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr steinsteypu og timbri við vesturhlið 1. hæðar og stækka kaffistofu á 2. hæð úr timbri og sléttum plötum yfir sund á milli húss nr. 10A og 12 á lóðinni nr. 10 við Vitastíg.
Stærð: 1. hæð xxx, 2. hæð xxx
Gjald kr. 2.500 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Þegar fullnægjandi teikningar hafa verið lagðar fram verður málið sent skipulags- og umferðarnefnd til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Umsókn nr. 19868
28. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 99 frá 21. september 1999, án liðar nr. 18 og nr. 100 frá 28. september 1999.
Umsókn nr. 19839 (01.40.3--.99)
590182-1419
Hreinsunardeild Rvíkurborgar
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
29. Ártúnsh. Sorpeyðingar , Niðurrif
Gatnamálastjórinn í Reykjavík sækir um niðurrif á þrem matshlutum á lóð gömlu sorpeyðingarstöðvarinnar. Það eru : Mh. 020101, fastanúmer 204-2854 stærð 170 ferm., 654 rúmm., byggingarár 1959. Mh. 030101, fastanúmer 204-2854 stærð 32 ferm., 172 rúmm., byggingarár 1959. Mh. 010101, fastanúmer 204-2854 stærð 387 ferm., 1861 rúmm., byggingarár 1943.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 19840 (01.11.989.01)
30. Hringbraut Landsp. , Úrskurður vegna barnaspítala
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 16. september 1999, vegna kæru nágranna á ákvörðun byggingarnefndar frá 27. maí 1999 um að veita leyfi til að byggja sjúkrahús (barnaspítala) á lóð Landspítala við Hringbraut í Reykjavík samkvæmt uppdráttum dags. 20. janúar 1999 (Mál nr. 27/1999, umsókn nr. 18277)
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarnefndar Reykjavíkur frá 27. maí 1999, sem staðfest var í borgarstjórn 3. júní 1999, um að veita leyfi til byggingar sjúkrahúss (barnaspítala) á lóð Landspítalans samkvæmt uppdráttum dags. 20. janúar 1999.
Umsókn nr. 19169 (01.13.605.11)
31. Kirkjuteigur 13, Úrskurður
Lagður fram að nýju úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 27. maí 1999 vegna kæru Bewl ehf, Kirkjuteig 13 á ákvörðun byggingarnefndar frá 28. janúar 1999 um að synja umsókn um leyfi til að hækka þak og setja kvisti á húsið nr. 13 við Kirkjuteig.
Úrskurðarorð:
Hin kærða ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur frá 28. janúar 1999, um að synja umsókn kærenda um leyfi til breytinga á þaki hússins nr. 13 við Kirkjuteig, er felld úr gildi. Lagt er fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur að taka umsókn kærenda til meðferðar að nýju og gæta við afgreiðslu umsóknarinnar þeirra sjónarmiða, sem rakin eru í forsendum úrskurðar þessa.
Á fundi byggingarnefndar hinn 10. júní s.l., var samþykkt að vísa málinu til kynningar í borgarráði.
Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar með vísan til ákvæða í gr. 11.4 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
Umsókn nr. 19845 (01.43.242.01)
32. Krókháls 10, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Stefáns Halldórssonar f.h., eigenda í Krókhálsi 10, dags. 2. september s.l., þar sem óskað er eftir því að borgaryfirvöld knýji á um gerð stoðveggjar í lóðamörkum Krókháls 10 og 12, sbr. bréf byggingarfulltrúa frá 14. maí 1999.
Jafnframt lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 30. september 1999 um beitingu dagsekta vegna málsins.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 19867 (01.13.297.01)
33. Köllunarklettsvegur 2, Stækkun lóðar
Sótt er um stækkun lóðarinnar nr. 2 við Köllunarklettsveg samkvæmt meðfylgjandi mæliblaði Reykjavíkurhafnar dags. september 1999.
Lóðin er 4879 ferm. Lóðin verður 5260 ferm.
Frestað.
Skipulagsferli ekki lokið.
Umsókn nr. 19865 (01.17.440.01)
570480-0149
Borgarverkfræðingsembættið
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
34. Ofanleiti 1, Lóðamarkabreyting
Óskað er eftir samþykki byggingarnefndar fyrir breytingu á lóðamörkum lóðarinnar nr. 1 við Ofanleiti samkvæmt meðfylgjandi mæliblaði mælingadeildar dags. 23. september 1999.
Lóðin er: 11222 ferm., sbr. lóðarsamning nr. 50646/85, dags. 16. desember 1985. Tekið af lóðinni undir gangstétt o.fl. 325 ferm. Bætt við lóðina 1 ferm. Lóðin verður 10898 ferm.
Sjá samþykkt borgarráðs 10. september 1999.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 19866 (01.17.431.01)
570480-0149
Borgarverkfræðingsembættið
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
35. Ofanleiti 2, Lóðarmarkabreyting
Óskað er eftir samþykki byggingarnefndar til að breyta mörkum lóðarinnar nr. 2 við Ofanleiti samkvæmt meðfylgjandi mæliblaði mælingadeildar dags. 23. september 1999.
Lóðin er 10086 ferm., sbr. lóðarsamning B-20570/97, dags. 21. nóvember 1997. Bætt við lóðina 372 ferm. Lóðin verður 10458 ferm.
Sjá samþykkt borgarráðs 10. ágúst 1999.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 19848 (01.42.5--.88)
420269-1299
Landsvirkjun
Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík
36. Rafstöðvarvegur 4, Niðurrif
Landsvirkjun sækir um leyfi til þess að rífa varastöðina við Elliðaár nú Rafstöðvarvegur 4. Húsið er byggt á árunum 1946-1948, úr stáli , steinsteypu og asbesti.
Landnr. 110953, fastanúmer 204-4090 mh. 13 stærð 6483 ferm. Málinu fylgir bréf Landsvirkjunar dags. 17. september 1999.
Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar heilbrigðis- og umhverfisnefndar og Árbæjarsafns.
Bréfi umsækjanda vísað til kynningar borgarráðs m.a., vegna lóðarréttinda. Umsækjandi skal gera sérstaklega grein fyrir förgun byggingarefna sér í lagi asbesti. Gera skal grein fyrir tímalengd niðurrifs og á hvaða árstíma framkvæmd er fyrirhuguð.
Umsókn nr. 19844 (04.00.064.000)
37. Saltvík, Kynning á bréfi vegna umhverfismats
Lagt fram til kynningar bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til borgarráðs dags. 23. ágúst s.l., vegna hugsanlegrar þarfar á umhverfismati vegna landbúnaðarframleiðslu á Kjalarnesi.
Umsókn nr. 19849 (01.11.810.06 )
431189-0979
Tölvukort ehf,Jónas R Sigfússon
Sólvallagötu 25 101 Reykjavík
38. Skólavörðustígur 18, Aðkoma að kjallaraíbúð
Jónas R. Sigfússon f.h., Tölvukorta ehf., spyr hvort til greina komi að leysa aðkomu að kjallaraíbúð í húsinu nr. 18 við Skólavörðustíg í líkingu við þær hugmyndir sem fram koma á meðfylgjandi skissum.
Málinu fylgja ljósmyndir og bréf dags. 21. september 1999 þar sem gerð er grein fyrir mismunandi hugsanlegum útfærslum.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar gatnamálastjóra og embættis byggingarfulltrúa til skoðunar.
Umsókn nr. 19841 (01.11.940.01)
39. Skólavörðuholt , Lagt fram bréf íbúasamtaka Skólavörðuholts
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Skólavörðuholts dags. 14. september 1999 vegna deiliskipulags í staðgreinireit nr. 1.173.0 við Laugaveg.
Umsókn nr. 19842
40. Thorvaldssenstræti, Járnbrautarvagn
Lagt fram bréf Pallas Athena - Thor á Íslandi dags. 2. september 1999, þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir járnbrautarvagn á Austurvelli við Thorvaldssenstræti til 1. september 2000.
Vagninn er 3 m á breidd, 24,5 m á lengd og 4,16 m á hæð
Byggingarnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína og vísar málinu til ákvörðunar bogarráðs.
Umsókn nr. 19843 (01.47.200.01 02)
41. Vallarás 3 , Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Jóns Ísleifssonar, Árnesi l 523, Árneshrepp, móttekið 2. september 1999 vegna óráðstafaðs húsrýmis í Vallarási 3 matshl. 0101.
Byggingarnefnd vísar til fyrri afstöðu sinnar.
Umsókn nr. 19853 (01.11.524.17 03)
270667-3849
Elín Ragnarsdóttir
Vatnsstígur 9 101 Reykjavík
42. Vatnsstígur 9 , Niðurrif á geymslu
Ofanrituð óskar eftir leyfi til þess að rífa geymslu á lóðinni nr. 9 við Vatnsstíg.
Landnúmer 101062 fastanúmer 200-3264 stærð 7,7 ferm., 15 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 19768 (01.15.221.09)
280169-5449
Ingunn Sigurrós Bragadóttir
Aflagrandi 28 107 Reykjavík
060667-4389
Magnús R Kristjánsson
Aflagrandi 28 107 Reykjavík
43. Aflagrandi 28-34, Br. á sólhýsi
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á 2. hæð yfir bílgeymslu þar sem fyrirhuguð var sólstofubygging og hækka svalahandrið á norðurhlið um 70 sm og tengja þakbrún viðbyggingar fyrir húsin nr. 28 og 30 á lóðinni nr. 28-34 við Aflagranda.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19750 (01.18.851.02)
010349-2499
Sigurður Sveinbjörnsson
Vogaland 10 108 Reykjavík
44. Blesugróf 23, Einbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti, þar sem farið er allt að 60 sm út fyrir byggingareit á hluta suðausturhliðar á lóðinni nr. 2 við Blesugróf.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
Umsókn nr. 19858 (01.11.989.01)
540269-6379
Ríkisspítalar
Rauðarárstíg 31 105 Reykjavík
45. Hringbraut Landsp. , Bílastæði
Spurt er hvort leyft verði að gera 182 bílastæði á lóð Landsspítalans neðan núverandi Hringbrautar samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.
Umsókn nr. 19756 (01.40.244.02)
120861-3289
Þórhalli Einarsson
Brúnastaðir 73 112 Reykjavík
46. Naustabryggja 6-10, Nýbygging (fsp)
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjölbýlishús með 16 íbúðum á fjórum íbúðarhæðum og kjallara með bílgeymslu og geymslum á lóðinni nr. 6-10 við Naustabryggju.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 19752 (01.13.660.01)
691289-2499
Hótelið Sigtúni 38 ehf
Sigtúni 38 105 Reykjavík
47. Sigtún 38, Viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við Grand Hótel Reykjavík tvær gistiálmur, aðra 3. hæða í norðvestur frá núverandi byggingu og hina 4. hæða í suður og suðvestur ásamt niðurgrafinni bílgeymslu, færa aðalinngang á vesturhlið og koma fyrir bílastæðum bakvið hljóðmön á sama stað á lóðinni nr. 38 við Sigtún.
Bréf hönnuða dags. 15. september 1999 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.