Tryggvagata 16
Verknúmer : BN019589
3482. fundur 1999
Tryggvagata 16, Upplysingatöflur 11 staðir (strætó)
Sótt er um leyfi til þess að setja upp 11 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Gjald kr. 11 x 2.500 = 27.500
Málinu fylgir afrit af samningi um götugögn, ásamt viðauka 2, upplýsingablað um verkaskiptingu og umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 5. nóvember 1997 einnig umsögn gatnamálastjóra dags. 24. ágúst 1999, fundargerð vegna samræmingarfundar varðandi staðsetningu upplýsingataflna, bréf miðborgarstjórnar dags. 22. september 1999, útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. september 1999 og bréf frá formanni Blindrafélagsins til Borgarskipulags dags. 12. október 1999.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum 9. kafla samþykktar um skilti í lögsögu Reykjavíkur.
Með þremur atkvæðum. Hilmar Guðlaugsson og Gunnar L. Gissurarson voru á móti og óskuðu bókað:
1. Skiltin brjóta í bága við skiltareglugerð.
2. Staðsetning skiltana getur valdið slysahættu bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur.
3. Skiltin eru víða staðsett á fallegum, viðkvæmum og áberandi stöðum og valda þar sjónmengun.
4. Skiltin eru staðsett á borgarlandi og þetta hlýtur því að vera fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki.
5. Þessi sérmeðferð og forréttindi sem þetta erlenda fyrirtæki fær er grófleg mismunun gangvart öðrum íslenskum fyrirtækjum.
6. Auk þessa skal bent á bréf dags. 12. október 1999 frá formanni Blindrafélagsins.
Meirihluti óskaði bókað:
Kynningar- og upplýsingaskilti sem um er að ræða eru hluti af víðtækari samningi milli Reykjavíkurborgar og AFA JCDecaux Ísland ehf., um götugögn.
Það er ekki rétt sem fram kemur í bókun D-listans að skiltin brjóti í bága við reglur um skilti í lögsögu Reykjavíkur þar sem þau falla undir heimildarákvæði 9. kafla.
Afgreiðsla byggingarnefndar lýtur fyrst og fremst að staðsetningu skiltanna og hefur nefndin lagt á það áherslu að faglega sé staðið að þessum staðsetningum. Sú ákvörðun minnihlutans að taka ekki þátt í þeirri vinnu er ekki í samræmi við þá afstöðu þeirra þegar staðsetning skiltanna kom fyrir í fyrsta skipti, en á þeim fundi tóku þeir á faglegan hátt þátt í umfjöllun um staðarval skiltanna.
Minnihluti óskaði bókað:
Við mótmælum harðlega þeirri fullyrðingu meirihluta byggingarnefndar að minnihlutinn hafi gert eitthvað samkomulag um afgreiðslu málsins.
3481. fundur 1999
Tryggvagata 16, Upplysingatöflur 11 staðir (strætó)
Sótt er um leyfi til þess að setja upp 17 upplýstar auglýsinga og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Málinu fylgir afrit af samningi um götugögn, ásamt viðauka 2, upplýsingablað um verkaskiptingu og umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 5. nóvember 1997 einnig umsögn gatnamálastjóra dags. 24. ágúst 1999, fundargerð vegna samræmingarfundar varðandi staðsetningu upplýsingataflna, bréf miðborgarstjórnar dags. 22. september 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. september 1999.
Frestað.
Á milli funda.
3479. fundur 1999
Tryggvagata 16, Upplysingatöflur 11 staðir (strætó)
Sótt er um leyfi til þess að setja upp 19 upplýstar auglýsinga og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Málinu fylgir afrit af samningi um götugögn, ásamt viðauka 2, upplýsingablað um verkaskiptingu og umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 5. nóvember 1997 ásamt umsögn gatnamálastjóra dags. 24. ágúst 1999.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.
Málinu vísað til umsagnar miðborgarstjórnar.
Vísað til athugasemda byggingarnefndar um staðsetningar.