Sorpa bs., Kalkofnsvegur, Strætó, Stekkjarbakki Þ73, Afnot af borgarlandi, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Kjósarhreppur, Lokastígur 28A, Heklureitur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Grandagarður 8, Snorrabraut 56, Bauganes 1A, Guðrúnartún 1, Vogabyggð svæði 2, Öskjuhlíð,

182. fundur 2017

Ár 2017, miðvikudaginn 1. mars kl. 9.13, var haldinn 182. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari er Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 130002
1.
Sorpa bs., fundargerð
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 371 frá 24. febrúar 2017.

Kl. 9.16 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir sæti á fundinum.



Umsókn nr. 170076
2.
Kalkofnsvegur, hjólastígur
Kynnt tillaga verkfræðistofunnar Hnit, dags. 16. febrúar 2017, að hjólastíg við Kalkofnsveg.

Kl. 9.25 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.


Umsókn nr. 170026
500501-3160 Strætó bs
Pósthólf 9140 129 Reykjavík
3.
Strætó, kvöld- og næturakstur í Reykjavík - kostnaðarmat USK17020078
Lagt fram minnisblað Strætó, dags. 20. janúar 2017, varðandi kostnaðar- og ábatamat vegna kvöld- og næturaksturs Stætó í Reykjavík. Einnig er lagt fram minnisblað Landspítala, dags. 19. janúar 2017. Jafnframt er lagðar fram tillögur samgöngustjóra um kvöldakstur annars vegar og næturakstur hins vegar, dags. 27. febrúar 2017.
Tillaga samgöngustjóra um kvöldakstur, dags. 27. febrúar 2017, samþykkt.
Tillaga samgöngustjóra um næturakstur, dags. 27. febrúar 2017, samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160907 (04.6)
4.
Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing deiliskipulags norðan Stekkjarbakka, þróunarsvæði Þ73, dags. 1. desember 2016. Deiliskipulagssvæðið er hluti af gildandi skipulagi Elliðaárdals og er um 17 hektarar að stærð og afmarkast af Stekkjarbakka til suðurs, Höfðabakka til austurs og göngustíg við mislægu gatnamótin við Reykjanesbraut til vesturs. Kynning stóð til og með 23. janúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 12. janúar 2017, umsögn Veitna ohf., dags. 20. janúar 2017, ásamt minnisblaði Veitna ohf., dags. 24. ágúst 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. janúar 2017, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23. janúar 2017 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 23. janúar 2017.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri og Þráinn Hauksson og Gísli Guðmundsson frá Landslagi taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 170055
5.
Afnot af borgarlandi, vegna skilta og útstillinga.
Lagðar fram reglur umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa rekstur og umhirðu, dags. í febrúar 2017, varðandi afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga.

Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10070
6.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 24. febrúar 2017.



Umsókn nr. 170080
690169-3129 Kjósarhreppur
Ásgarði Kjós 276 Mosfellsbær
7.
Kjósarhreppur, lýsing endurskoðunar aðalskipulags Kjósarhrepps
Lagt fram bréf bygginga- og skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps, dags. 1. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um lýsingu sem var gerð í tengslum við endurskoðun á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 í samræmi við 30.gr.skipulagslaga og 6 gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 24. febrúar 2017.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 24. febrúar 2017, samþykkt.

Umsókn nr. 170061 (01.18.13)
080489-2429 Haukur Björgvinsson
Stakkholt 4a 105 Reykjavík
8.
Lokastígur 28A, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030
Lögð fram umsókn Hauks Björgvinssonar, mótt. 26. janúar 2017, varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna lóðarinnar nr. 28A við Lokastíg. Í breytingunni felst að heimilt verður að reka gististað í flokki II í húsinu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2017.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2017.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 170017
9.
Heklureitur, skipulagssamkeppni
Skipan dómnefndar vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Heklureits, svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg.

Samþykkt að skipa Hjálmar Sveinsson og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Heklureits.

Umsókn nr. 45423
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 913 frá 28. febrúar 2017.



Umsókn nr. 160759 (01.01.5)
490813-0630 EON arkitektar ehf.
Pósthólf 522 222 Hafnarfjörður
11.
Grandagarður 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn EON arkitekta ehf., mótt. 12. október 2016, um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar vegna lóðar nr. 8 við Grandagarð sem felst í að breyta notkun hluta byggingarinnar úr almennri verslunar- og skrifstofustarfsemi í hótel og byggja ofan á norður-byggingarhluta (lengju) og viðbyggingu við suður-byggingarhluta (kubb), samkvæmt tillögu, dags. maí - ágúst 2016. Einnig er lögð fram greinargerð EON arkitekta ehf., dags. 1. október 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. febrúar 2017.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. febrúar 2017, samþykkt.

Umsókn nr. 170090 (01.19.3)
210850-4499 Richard Ólafur Briem
Kringlan 19 103 Reykjavík
12.
Snorrabraut 56, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn VA arkitekta ehf., mótt. 6. febrúar 2017, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 56 við Snorrabraut um eina fulla hæð og aðra inndregna, samkvæmt meðfylgjandi skissu.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Frestað.

Umsókn nr. 170166 (01.67.20)
200362-6409 Hildur Bjarnadóttir
Hofteigur 20 105 Reykjavík
13.
6">Bauganes 1A, málskot
Lagt fram málskot Hildar Bjarnadóttur, dags. 19. febrúar 2017, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar um að tengja bílskúr við húsið á lóð nr. 1A við Bauganes og setja hæð ofan á bílskúrinn, samkvæmt tillögu, ódags.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi á kostnað lóðarhafa í samræmi við erindið.

Umsókn nr. 150466 (01.21.62)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
14.
Guðrúnartún 1, kæra 65/2015, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipuagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. apríl 2016. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. febrúar 2017. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.


Umsókn nr. 140217 (01.45)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Vogabyggð svæði 2, tillaga að deiliskipulagi, norðursvæði milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. á svarbréfi skipulagsfulltrúa við bréfi Skipulagsstofnunar um deiliskipulag Vogabyggðar.



Umsókn nr. 160699 (01.76)
16.
Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. um tillögu varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar.