Lokastígur 28A
Verknúmer : SN170061
182. fundur 2017
Lokastígur 28A, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030
Lögð fram umsókn Hauks Björgvinssonar, mótt. 26. janúar 2017, varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna lóðarinnar nr. 28A við Lokastíg. Í breytingunni felst að heimilt verður að reka gististað í flokki II í húsinu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2017.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2017.
Vísað til borgarráðs.
622. fundur 2017
Lokastígur 28A, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram umsókn Hauks Björgvinssonar, mótt. 26. janúar 2017, varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna lóðarinnar nr. 28A við Lokastíg. Í breytingunni felst að heimilt verður að reka gististað í flokki II í húsinu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
620. fundur 2017
Lokastígur 28A, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030
Lögð fram umsókn Hauks Björgvinssonar, mótt. 26. janúar 2017, varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna lóðarinnar nr. 28A við Lokastíg. Í breytingunni felst að heimilt verður að reka gististað í flokki II í húsinu.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.