Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,
Suður Mjódd,
Tangabryggja 18-24,
Hraunbær 103-105,
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt,
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt,
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi,
Hverfisgata 41,
Laugavegur 120,
Grettisgata 9A og 9B,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Hafnarstræti 19,
Úlfarsfell,
Miklabraut við Klambratún,
Miklabraut/ Heiðargerði,
Miklabraut/Rauðagerði,
Smiðjustígur,
101. fundur 2015
Ár 2015, miðvikudaginn 25. mars kl. 09:15, var haldinn 101 fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason .
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 20. mars 2015.
Umsókn nr. 150141
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, nýr kirkjugarður, verkefnislýsing og umhverfismat
Lögð fram verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismat umhverfis- og skipulagssviðs dags. í mars 2015 vegna breytingar á aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 vegna Nýs kirkjugarðs í Reykjavík.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana
Jafnframt var samþykkt að óska umsagna Skipulagsstofnunar, hverfisráðs Úlfarsárdals, hverfisráðs Grafarvogs, Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til borgarráðs.
Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl:9:29.
Umsókn nr. 140617 (04.91)
530214-0870
Teiknistofan Storð ehf.
Laugavegi 168 105 Reykjavík
3. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs. Í breytingunni felst heildarendurskoðun á eldra deiliskipulagi frá 2008 samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 12. mars 2015. Einnig er lögð fram greinargerð ásamt skýringaruppdrætti, dags. 12. mars 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Íþrótta og tómstundaráðs dags. 19. desember 2014 og umsögn Velferðarsviðs dags. 3. febrúar 2015.
Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 150128 (04.02.31)
090539-3459
Björn O Ólafs
Frakkland
4. Tangabryggja 18-24, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Björns Ólafs dags. 5. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum,samkvæmt uppdr. Björns Ólafs ódags.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150168 (04.33.11)
5. Hraunbær 103-105, breyting á deiliskipulagi
Kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar 103-105 skv. uppdrætti, dags. 24. mars 2015. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 24. mars 2015. Gert er ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðis til vesturs þar sem heimilt verði að reisa 6-10 hæða byggingu með um 50 íbúðir fyrir eldri borgara. Uppbyggingin er í samræmi við áherslur um þéttingarsvæði Þ85 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130.
Guðlaug Erna Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 150158 (06.3)
6. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, skipulags- og matslýsing
Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.3 Efra Breiðholt dags. 25. mars 2015.
Ævar Harðarson, Jón Kjartan Ágústsson og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Ólöf Kristjánsdóttur fulltrúi Mannvits; Óskar Örn Gunnarson fulltrú Landmótunar; Richard Ó Briem fulltrúi VA arkitekta kynna .
Umsókn nr. 150156 (06.1)
7. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, skipulags- og matslýsing
Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.1 Neðra Breiðholt dags. 25. mars 2015.
Ævar Harðarson, Jón Kjartan Ágústsson og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Ólöf Kristjánsdóttur fulltrúi Mannvits; Óskar Örn Gunnarson fulltrú Landmótunar; Richard Ó Briem fulltrúi VA arkitekta kynna .
Umsókn nr. 150157 (06.2)
8. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, skipulags- og matslýsing
Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.2 Seljahverfi dags. 25. mars 2015.
Ævar Harðarson, Jón Kjartan Ágústsson og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Ólöf Kristjánsdóttur fulltrúi Mannvits; Óskar Örn Gunnarson fulltrú Landmótunar; Richard Ó Briem fulltrúi VA arkitekta kynna .
Umsókn nr. 150025 (01.15.24)
420506-0230
Sjens ehf.
Ármúla 38 108 Reykjavík
620307-0410
Random ark ehf.
Grenimel 9 107 Reykjavík
9. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sjens ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér hækkun á þaki, aukningu á nýtingarhlutfalli og að heimilt verði að reisa útbyggingar og svalir út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. Random ark ehf. dags. í febrúar 2015.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 140584 (01.24.02)
411112-0200
Mannverk ehf.
Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur
610711-1030
Gláma/Kím ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
10. Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til og með 13. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. febrúar 2015 og Herdís P. Pálsdóttir og Jón Á. Sigurðsson, dags. 13. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur , fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem leggja fram eftirfarandi bókun:
"Í eldri deiliskipulagsáætlunum hefur verið gert ráð fyrir 1.000 fermetra bílakjallara undir þeim hluta lóðarinnar að Laugavegi 120 sem enn er óbyggður. Bílakjallarinn er nú felldur niður en byggingarmagn ofanjarðar aukið um þriðjung. Einungis er gert ráð fyrir 17 bílastæðum á lóð 7.000 fermetra hótels sem þarna mun rísa. 30 bílastæði sem nú eru á lóð Laugavegar 120 eru felld niður en auk þess stendur til að fella niður aðliggjandi 25 bílastæði sem eru á borgarlandi við Hlemm. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina telja að ekki eigi að fella niður kröfu um bílakjallara og að taka verði tillit til skorts á bílastæðum á svæðinu. Með nýju aðalskipulagi er verulega slakað á kröfum um bílastæði og eru afleiðingar þess þegar víða komnar í ljós"
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140689 (01.17.22)
500591-2189
Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11. 9">Grettisgata 9A og 9B, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 19. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 9A og 9B við Grettisgötu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru tvær lóðir fyrir flutningshús á borgarlandi, samkvæmt lagfærðum uppdr. Argos ehf. dags. 3. janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 21. janúar til og með 4. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir dags. 14. febrúar 2015, Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur dags. 2. mars 2015, eigendur að Laugavegi 28a, Vernharður Skarphéðinsson, Anton Heiðar Þórðarson og Hólmfríður Helga Jósefsdóttir dags. 3. mars 2015 og eigendur að Grettisgötu 11, Aðalheiður B. Vignisdóttir, Gunnar Gunnarsson og Elmar Orri Gunnarsson dags. 4. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2015.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2015.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 45423
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 820 frá 24. mars 2015.
Umsókn nr. 48059 (01.11.850.3)
501298-5069
Sjöstjarnan ehf.
Rafstöðvarvegi 9 110 Reykjavík
13. Hafnarstræti 19, Hótel - verslunarrekstur
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014. Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar, 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015 fylgja erindi. Niðurrif: 1108,3 ferm., 3.645,0 rúmm.
Stærðir nýs hús: XX ferm. , XX rúmm. Gjald kr. 9.500
Pétur Ármannsson frá Minjastofnun Reykjavíkur og Margrét Þormar verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis og skipulagsráðs óskar eftir minnisblaði og afstöðu frá byggingarfulltrú varðandi framkomna ósk um niðurrif hússins. Þess er óskað að minnisblaðið verði kynt á næsta fundi ráðsins.
Umsókn nr. 140481 (02.6)
690169-2829
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Suðurhlíð 105 Reykjavík
14. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður
Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Einnig er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014 .
Frestað.
Umsókn nr. 150022
15. Miklabraut við Klambratún, strætórein (USK2015010065)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012. uppdráttur umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, og umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. feb. 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008. Jafnframt er lögð fram tillaga Landslags fh. umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. mars 2015.
Erindinu vísað til kynningar hjá hverfisráði Hlíða.
Umsókn nr. 140092
16. Miklabraut/ Heiðargerði, Strætórein á Miklubraut og hljóðvarnir við Heiðargerði
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs varðandi strætórein á Miklubraut og hljóðvarnir við Heiðargerði, samkvæmt tillögu Landmótunar dags. 23. febrúar 2015 Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla ódags.
Erindinu vísað til kynningar hjá hverfisráði Háaleitis og Bústaða.
Umsókn nr. 140091
17. Miklabraut/Rauðagerði, Aðgerðir fyrir strætó á Miklubraut og Hljóðvarnir við Rauðagerði
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi aðgerðir fyrir strætó á Miklubraut og hljóðvarnir við Rauðagerði samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar varðandi hljóðmanir við Rauðagerði.
Frestað.
Umsókn nr. 150073
18. Smiðjustígur, endurbætur
Lögð fram tillaga Landhönnunar dags. 20. mars 2015 að endurbótum Smiðjustígs.
Samþykkt.