Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Sorpa,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Ferjuvogur 2, Vogaskóli,
Höfðatorg,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Öldugata 28,
Sorpa bs.,
Kringlumýrarbraut,
Strætóbiðskýli,
Elliðaárdalur,
Framkvæmdir við göngu- og hjólastíga 2014,
Reykjanesfólkvangur,
Úlfarsá,
Verndunarsvæði vatnsbóla,
53. fundur 2014
Ár 2014, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 9:15, var haldinn 53. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Torfi Hjartarson, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Erna Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 130337
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
1. Betri Reykjavík, að hægt sé að setja frá sér lífrænt sorp
Lögð fram þriðja efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum umhverfi "að hægt sé að setja frá sér lífrænt sorp" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. janúar 2014.
Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:15
Eygerður Margrétardóttir situr fundinn undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. janúar 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 140018
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2. Betri Reykjavík, veita styrki til þróunar rafmagnsfarartækja
Lögð fram þriðja efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "veita styrki til þróunar rafmagnsfarartækja" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 140016
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3. Betri Reykjavík, akstursstefna hjóla- og gönguleiða verði gerð skýr
Lögð fram fimmta efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "akstursstefna hjóla- og gönguleiða verði gerð skýr" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 30. janúar 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. janúar 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 140017
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
4. Betri Reykjavík, rífa stórbyggingar við Ingólfstorg og opna upp í Grjótaþorp
Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum skipulag "rífa stórbyggingar við Ingólfstorg og opna upp í Grjótaþorp" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Eva Einarsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:22
Tillagan felld.
Umsókn nr. 140020
5. 20">Sorpa, kynning
Kynntar niðurstöður greiningar á samsetningu blandaða úrgangsins í Reykjavík.
Guðmundur B. Friðriksson skrif.stj situr fundinn undir þessum lið.
Bjarni Hjarðar verkfræðingur hjá Sorpu kynnir
Umsókn nr. 10070
6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 31. janúar 2014.
Umsókn nr. 140032 (01.44.01)
7. Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir skólann er stækkaður og byggingarmagn skólahúsnæðis er aukið. Fallið er frá því að minnka bílakjallara og fækka bílastæðum á lóðinni samkvæmt uppdrætti Glámu-Kím dag. 21. janúar 2014.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140036 (01.22.01)
520613-1370
Höfðatorg ehf.
Stórhöfða 34-40 110 Reykjavík
8. Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Höfðatorgs ehf. dags. 23. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs. Í breytingunni felst lækkun á bílastæðakröfu ef um hótelstarfsemi verði að ræða, og breyting á lóðarmörkum samkvæmt uppdr. PK - arkitekta ehf. dags. 23. janúar 2014.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 43.gr skipulagslaga. Jafnframt var samþykkt að vekja athygli hagsmunaaðila á svæðinu á auglýsingunni.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 130456
9. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar dags. 28. janúar 2014 þar sem farið er fram á svör við athugsemdum vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. febrúar 2014 ásamt lista yfir loka breytingar á aðalskipulaginu - vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags situr fundinn undir þessum lið.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur um að fresta málinu.
Tillagan var felld með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristínu Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman, Karls Sigurðsson og Evu Einarsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar,gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur.
Framlögð tillaga , dags. 4. febrúar 2014, að breytingum , viðbótum og lagfæringum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 - vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 28. janúar 2014, samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristínu Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman, Karls Sigurðsson og Evu Einarsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar.
Vísað til borgarráðs
Eva Einarsdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir víkja af fundi kl. 13:15
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá við afgreiðsluna og bókuðu: "Skipulagsstofnun hefur gert veigamiklar athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur. Við því hefur verið brugðist með því að endurskoða texta og setja fyrirvara um uppbyggingu í Vatnsmýri eins og stofnunin gerir kröfu um. Auk þess er gerður fyrirvari við samgöngukaflann til samræmis við gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem gert er ráð fyrir mislægum gatnamótum á stofnbrautum. Þessi viðbrögð borgarinnar ætti nú að bera undir Skipulagsstofnun og fá staðfestingu á því að viðbrögðin séu fullnægjandi".
Umsókn nr. 45423
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 765 frá 4. febrúar 2014.
Umsókn nr. 46596 (01.13.541.1)
020373-4829
Stefanía Ingibj. Sverrisdóttir
Öldugata 28 101 Reykjavík
11. Öldugata 28, Stækkun til norðurs og vesturs
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2013 þar sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við norðurhlið, kjallara, tvær hæðir og ris, stækka anddyrisviðbyggingu á vesturhlið og gera svalir á þaki hennar og byggja bílskúr með verönd og garði á þaki við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. við Öldugötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. nóvember til og með 27. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Áróra Pálsdóttir dags. 30. nóvember 2013, Eiríkur Dór Jónsson og Áróra Pálsdóttir dags. 18. desember 2013 og Eva Gestsdóttir, Ásta B. Jónsdóttir og Einar I. Halldórsson eigendur að Bárugötu 33 dags. 27. desember 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15.2014.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 130002
12. Sorpa bs., fundargerðir
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 331 frá 3. febrúar 2014.
Umsókn nr. 140013
13. Kringlumýrarbraut, göngu- og hjólaleið
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. janúar 2014 varðandi göngu- og hjólaleið við Kringlumýrarbraut, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. ágúst 2013.
Samþykkt
Umsókn nr. 130067
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14. Strætóbiðskýli, snjóbræðslur í strætóbiðskýli
Lagt fram bréf samgöngustjóra umhverfis- og samgöngusviðs dags. 27. janúar 2014 varðandi snjóbræðslu við strætóbiðskýli. Einnig er lögð fram frumhönnunarskýrsla verkfræðistofunnar Verkís dags. 11. febrúar 2013.
Samþykkt
Umsókn nr. 130123
15. Elliðaárdalur, Elliðaárdalur, hjóla- og göngustígur og brýr yfir Elliðaár
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. janúar 2014 ásamt tillögu að stofnstíg við Elliðaárdal samkvæmt uppdr. Landslags dags. 15. janúar 2014 og umsögn ráðgjafahóps um Elliðaár dags. 30. janúar 2014.
Yfirlitsmynd.
Samþykkt
Umsókn nr. 140024
16. Framkvæmdir við göngu- og hjólastíga 2014, yfirlit
Kyntar tillögur að framkvæmdum við göngu- og hjólastíga fyrir árið 2014.
Kynnt.
Umsókn nr. 130107
17. Reykjanesfólkvangur, fundargerðir og ársreikningur
Lögð fram fundargerð Reykjanesfólkvangs frá 17. janúar 2013.
Umsókn nr. 130588
541170-0149
Veiðifélag Úlfarsár
Hlaðhömrum 2 270 Mosfellsbær
18. Úlfarsá, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Guðmundar B. Friðrikssonar f.h. stjórnar Veiðifélags Úlfarsár dags. 6. desember 2013 um framkvæmdaleyfi sem felst í að fleygja úr klöpp neðst í árfarvegi Úlfarsár til að auðvelda uppgöngu laxfiska í ánni samkvæmt ódags uppdrætti. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar dags. 7. maí 2013, Umhverfisstofnunar 14. júní 2013, náttúruverndarnefnda Mosfellsbæjar dags. 23. október 2013, Reykjavíkurborgar dags. 28. október 2013 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. nóvember 2013. Jafnframt er lagt fram leyfi Fiskistofu dags. 25. nóvember 2013 og Landeigenda dags. 28. október og 1. nóvember 2013 fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykkar um umhverfis- og skipulagsráð.
Umsókn nr. 140001
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
19. Verndunarsvæði vatnsbóla, framkvæmdaleyfi á Gvendarbrunnasvæðinu
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 2. janúar 2013 um framkvæmdaleyfi til að bora nýja vinnsluholu á Gvendarbrunnasvæðinu. Einnig er lögð fram mynd af staðsetningu vinnsluholu og verklýsing ódags. Umsókninni var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. janúar 2014 og drögum að starfsleyfi fyrir Orkuveituna.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykkar um umhverfis- og skipulagsráð og með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.