Strætóbiðskýli

Verknúmer : US130067

53. fundur 2014
Strætóbiðskýli, snjóbræðslur í strætóbiðskýli
Lagt fram bréf samgöngustjóra umhverfis- og samgöngusviðs dags. 27. janúar 2014 varðandi snjóbræðslu við strætóbiðskýli. Einnig er lögð fram frumhönnunarskýrsla verkfræðistofunnar Verkís dags. 11. febrúar 2013.

Samþykkt



08">8. fundur 2013
Strætóbiðskýli, snjóbræðslur í strætóbiðskýli
Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 18. febrúar 2013 ásamt frumdrögum verkfræðistofunnar Verkís dags. 11. febrúar 2013 að snjóbræðslu í strætóbiðskýli.


Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:30.
Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir bókuðu:
"Snjóbræðsla við strætóskýli er eitt af þessum litlu málum sem geta skilað miklum árangri. Með því að hita upp gönguleiðir að strætóskýlum, umhverfis og inni í þeim mun slysum fækka, heildarupplifun farþega batnar, strætó verður hreinni innandyra og þeir sem erfitt eiga með gang treysta sér frekar til að taka vagninn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins báru þessa tillögu upp fyrir um ári og hljóðaði hún svona:
Gólfin í biðskýlum Strætó í Reykjavík verði upphituð þar sem því verður við komið. Einnig verði gerð áætlun um upphitun gönguleiða að og frá helstu biðskýlum Strætó.
Það er fagnaðarefni að þessi tillaga sé nú komin í framkvæmd. Óskandi hefði verið að borgin treysti sér til að hita fleiri en 2 stöðvar á þessu ári, en því er treyst að biðstöðvarnar við Vesturlandsveg, Austurberg og í Lækjargötu verði teknar í gegn eigi síðar en að ári".