Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gamla höfnin - Vesturbugt, Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, Klettagarðar 7, Laugardalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Sundahöfn, hafnargerð, Geirsgata 11, Friggjarbrunnur 3-5, Fiskislóð 11-13 og 47, Lindargata 28-32, Umhverfis- og skipulagsráð,

40. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 30. október kl. 09:09 var haldinn 40. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Sóley Tómasdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Dagskrá:


Umsókn nr. 130274
1.
Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, kynning
Lagt fram til kynningar landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 dags. í apríl 2013.

Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl 9:15.
Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 9:30.

Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Lúðvík Gústafsson verkefnastjóri hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga kynnir







Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 25. október 2013.





Umsókn nr. 130222
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga ásamt umhverfisskýrslu sbr. bréf svæðisskipulagsstjóra SSH. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til og með 20. september 2013. Lagðar fram innkomnar athugasemdir sem bárust ásamt yfirliti yfir þær. Einnig lögð fram umsögn fagráðs svæðisskipulagsnefndar um athugasemdirnar, dags. 16. okt. 2013. Lagt fram bréf Hrafnkels Proppé, svæðisskipulagsstjóra SSH, dags. 21. október 2013 ásamt fundargerðum 37. fundar og 38. fundar svæðisskipulagsnefndar. Einnig er lögð fram umsögn verkefnastjóra svæðisskipulags dags. 29. október 2013.

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri svæðisskipulags tekur sæti á fundinum.



Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir samþykktu umsögn verkefnisstjóra svæðisskipulags dags. 29. október 2013.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir bókaði: "Samþykkt svæðisskipulags er nauðsynleg samfara margra ára vinnu við gerð nýs aðalskipulags."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir greiddu atkvæði á móti.

Vísað til borgarráðs







Umsókn nr. 130456
4.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í júlí 2013 (apríl útgáfa að viðbættum breytingum samþykktum 3. júní, 10. og 25. júlí 2013): greinargerð A-hluti, sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur, greinargerð B-hluti og fylgigögn C-hluti (þ.m.t. umhverfisskýrsla og umsagnir sem bárust fyrir 3. júní 2013). Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust eftir 3. júní 2013: umsögn Seltjarnarnesbæjar dags. 30. maí 2013, Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 3. júní 2013, umsögn/svar Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 5. júní 2013, umsögn Vegagerðarinnar dags. 5. júní 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. júní 2013, umsögn Eimskips dags. 24. júní 2013 og umsögn umhverfisstofnunar dags. 25. júní 2013. Ennfremur lagður fram breytingarlisti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2013 ásamt minnisblaði vegna umsagnar Vegagerðarinnar, dags. 8. júlí 2013. Lagt fram bréf Magnúsar Skúlasonar dags. 18. september 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir um tvær vikur. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til og með 20. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Reynir Kristinsson, ásamt breytingartillögum, dags. 13. ágúst 2013, Landbakki, Ingi Guðmundsson, dags. 14. ágúst 2013, Guðbrandur Magnússon og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir dags. 21. ágúst 2013, Benedikt Geirsson, dags. 23. ágúst 2013, Lilja U. Óskarsdóttir, dags. 25. ágúst 2013, Gauti Kjartan Gíslason, dags. 26. ágúst 2013, ábending Esjustofu, Pjetur Árnason, dags. 28. ágúst 2013, Þorsteinn Kúld, dags. 29. ágúst 2013, ábending Braga Bergssonar, dags. 4. september 2013, ábending Massimo Santanicchia, dags. 9. september 2013, bókun og athugasemd sveitarstjórnar Hrunamannahrepps, dags. 6. september 2013, Ísleifur Gíslason, dags. 10. september 2013, Svavar Stefánsson, dags. 10. september 2013, Ásta Aðalsteins, dags. 10. september 2013, Landbúnaðarháskóli Íslands, Ágúst Sigurðsson dags. 10. september 2013, FSBP2 ehf, Sveinn Hreinsson, dags. 10. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Akureyrar dags. 5. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Fljótsdalshéraðs dags. 5. september 2013, bókun og athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 11. september 2013, Páll T. Jörundsson og Inga.I.S. Vilhjálmsdóttir, dags. 11. september 2013, Jón Óli Ólafsson og Ingibjörg J. Helgadóttir, dags. 11. september 2013, ByggáBIRK, dags. 12. september 2013, Vignir Rafn Gíslason og Laufey Björk Þorsteinsdóttir, dags. 12. september 2013, Björn Arnar, dags. 12. september 2013, Sigmundur Andrésson, dags. 12. september 2013, Alfhild Nielsen, dags. 12. september 2013, Sigurður Ingimarsson, dags. 12. september 2013, íbúar að Seiðakvísl 43, dags. 12. september 2013, Edward H. Finnson, dags. 12. september 2013, Júlíus Björn Þórólfsson, dags. 12. september 2013, Helgi Rafnsson, dags. 12. september 2013, bókun og athugasemd hreppsnefndar Kjósarhrepps, dags. 12. september 2013, Sigurður Ásgeirsson, dags. 12. september 2013, Bjarni Bærings, dags. 13. september 2013, Kvótasalan ehf. dags. 13. september 2013, Landbakki ehf, dags. 13. september 2013, Hafsteinn Linnet, dags. 13. september 2013, athugasemd og bókun Kópavogsbæjar dags. 13. september 2013, Jón Leví, dags. 13. september 2013, Anna Snjólaug Arnardóttir, dags. 13. september 2013, Ægir Wessman, dags. 15. september 2013, Hestamannfélagið Sprettur, reiðveganefnd, dags. 15. september 2013 og Hestamannafélagið Sprettur stjórn, dags. 15. september 2013, Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 15. september 2013, Hestamannafélagið Hörður, reiðveganefnd, dags. 16. september 2013, Erling Jóhannesson, dags. 16. september 2013, Örn Karlsson, dags. 16. september 2013, Íslenska flugsögufélagið, dags. 16. september 2013, Þorsteinn Kristleifsson dags. 16. september 2013, Sæmundur Eiríksson f.h. reiðveganefndarinnar Harðar í Mosfellsbæ dags. 16. september 2013, Emil Ágústsson mótt. 16. ágúst 2013, Kristján Árnason dags. 16. september 2013, Kristján Árnason, dags. 16. september 2013, bókun og athugasemdir Bláskógarbyggðar dags. 17. september 2013, Siglingarsamband Íslands dags. 17. september 2013, Stefanía Þorgeirsdóttir f.h. starfsmanna tilraunastöðvarinnar á Keldum dags. 17. september 2013, Anna Ósk Kolbeinsdóttir og Hjalti Skúlason dags. 17. september 2013, Guðmundur Sigurðsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir, dags. 17. september 2013, íbúasamtökin Betra Breiðholt, dags. 17. september 2013, Elísabet Kristinsdóttir, dags. 17. september 2013, bókun og athugsemdir Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 17. september 2013, Reitir fasteignafélag, dags. 18. september 2013, Snædís Gunnlaugsdóttir hdl. f.h. eig. Hofslands 1, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, Jón Sveinbjörnsson, dag. 18. september 2013, Leifur Magnússon, dags. 18. september 2013, eigendur Hjarðarness, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, eigandi Tindstaða Haukur Óskarsson, dags. 18. september 2013, eigandi Skrauthóla Sigurður Antonsson, dags. 18. september 2013, Arnar Þór Emilsson, dags. 18. september 2013, Knattspyrnufélagið Fram, dags. 18. september 2013, Gunnar Ólafsson, dags. 19. september 2013, Tilraunastöð HÍ að Keldum ásamt samningi, dags. 19. september 2013, Anna Einarsdóttir og Gísli Gíslason, dags. 19. september 2013, Flugklúbburinn Þytur, dags. 19. september 2013, Halldór Frímannsson, dags. 19. september 2013, Garðaflug ehf, dags. 19. september 2013, Stjórn nemendafélags Háskólans í Reykjavík, dags. 19. september 2013, bókun og athugasemdir skipulags- og byggingaráðs Hafnafjarðar dags. 19. september 2013, Fylkir ehf., dags. 19. september 2013, Kristján Guðmundsson, dags. 19. september 2013, Brynjólfur Helgason og Sigríður Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Siglingafélagið Brokey, dags. 19. september 2013, Steinunn Haraldsdóttir, dags. 19. september 2013, Samtök ferðaþjónustunnar, dags. 19. september 2013, Skildingar ehf. dags. 19. september 2013, Stólpar ehf., dags. 19. september 2013, Gylfi Rútsson og Ágústa Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Skólaráð Sæmundarskóla, dags. 19. september 2013, Knattspyrnufélagið Þróttur, dags. 19. september 2013, Hverfisráð Kjalarness, dags. 19. september 2013, Íþróttafélög í Laugardal, dags. 19. september 2013, Áslaug Skeggjadóttir, dags. 19. september 2013, Icelandair Group, dags. 19. september 2013, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 19. september 2013, Ingibjörg Svavarsdóttir, dags. 19. september 2013, Andrea Þormar og Atli Már Jósafatsson, dags. 19. september 2013, Sigurlína Magnúsdóttir, dags. 19. september 2013, Berglind Aðalsteinsdóttir, dags. 19. september 2013, Ólafur G. Flóvens, dags. 19. september 2013, Bergþóra Kristinsdóttir, dags. 19. september 2013, Íbúasamtök Grafarholts, dags. 19. september 2013, Sigurbjörn Hjaltason, dags. 19. september 2013, Flugmálafélag Íslands, dags. 19. september 2013, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 20. september 2013, Árni Jón Sigfússon, dags. 20. september 2013, Siglingafélagið Ýmir og Siglingaf. Reykjavíkur Brokey, dags. 20. september 2013, íbúasamtök Úlfarsárdals, 2 bréf, dags. 20. september 2013, Vogabyggð 2 bréf, dags. 20. september 2013, Olíudreifing ehf. dags. 20. september 2013, Landsbyggðin lifi, dags. 20. september 2013, Vilhjálmur Baldursson, dags. 20. september 2013, Kári Guðbrandsson og Sigrún Sigurpálsdóttir, dags. 20. september 2013, bókun og athugasemdir sameiginlegrar skipulagsnefndar uppsveita BS, dags. 20. september 2013,
Iceland Aviation ehf., dags. 20. september 2013, Þyrlufélagið ehf. dags. 20. september 2013, Vegagerðin, dags. 28 . september 2013, bókun og athugasemdir sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Skotíþróttasamband Íslands, dags. 20. september 2013, Orkuveita Reykjavikur, dags. 20. september 2013, Júdósamband Íslands, dags. 20. september 2013, Landspítali Háskólasjúkrahús, dags. 20. september 2013, Skógrækt ríkisins, dags. 20. september 2013, íbúar við Rafstöðvarveg, 29 aðilar, dags. 20. september 2013, Akstursíþróttasamband Ísl. dags. 20. september 2013, Bolli Héðinsson, dags. 20. september 2013, Körfuknattleikssamband Íslands, dags. 20. september 2013, Prýðifélagið Skjöldur, dags. 20. september 2013,
Þórður Gíslason og Guðrún Árnadóttir, dags. 20. september 2013, Daníel Friðriksson, dags. 20. september 2013, Björgun ehf, dags. 20. september 2013, Eimskip, dags. 19. september, undirskriftalisti 121 íbúa í Húsahverfi, mótt. 20. september, Björn Kristinsson, dags. 20. september 2013, Lex lögmenn f.h. eig. Stóru Skóga dags. 20. september 2013, Dansíþróttasamband Íslands dags. 20. september 2013, Samtök atvinnul.ferðaþj.iðnaðar og verslunar dags. 20. september 2013, Pétur Bjarnason og Soffía Jóhannsdóttir, dags. 20. september 2013, Hestamannafélagið Fákur, dags. 20. september 2013, Kraftlyftingasambands Íslands, dags. 20. september 2013, dags. 20. september 2013, Kristbjörg Hjaltadóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Grafarvogsdags, dags. 20. september 2013, Gunnlaugur Briem, dags. 20. september 2013, Jónas Bjarnason, dags. 20. september 2013, Egill Guðmundsson, dags. 20. september 2013, Innanríkisráðuneytið, dags. 20. september 2013, Klasi ehf og Elliðaárvogur ehf, dags. 20. september 2013, Magnús K. Bergmann og Drífa Magnúsdóttir, dags. 20. september 2013, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigurjón Sindrason, Helga Björnsson, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Kristinn Bjarnason, dags. 20. september 2013, Samtök um betri byggð ásamt 9 viðhengjum, dags. 20. september 2013, Bergljót Rist, dags. 20. september 2013, Rut Agnarsdóttir, dags. 20. september 2013, Ólafur Magnússon og Íris Baldursdóttir, dags. 20. september 2013, Helena Bergmann og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, dags. 20. september 2013, eig. Hrafnhóla Kjalarnesi ásamt viðhengi dags. 20. september 2013, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Laugardals, dags. 20. september 2013, Stúdentaráð Háskóla Íslands, dags. 20. september 2013, Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Félag Ísl. einkaflugmanna, dags. 20. september 2013, Svandís Kjartansd. Gísli Einarss. Guðmundur Einarss., dags. 20. september 2013, Svifflugfélag Íslands 2 viðhengi, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Björgúlfur Thorsteinsson og Elsa Guðmundsdóttir, dags. 20. september 2013, Hanna Björk Kristinsdóttir, dags. 20. september 2013, Inga M. Friðriksdóttir, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, dags. 20. september 2013, Inga Dagfinnsdóttir, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 20. september 2013, Þóra Andrésdóttir, dags. 20. september 2013, Ingimundur Stefánsson, dags. 20. september 2013, Helga Bragadóttir ráðgj.hópur Hlíða, dags. 20. september 2013, Knattspyrnufélagið Víkingur, dags. 20. september 2013, Gísli Gestsson, dags. 21. september 2013, Ólafur Viðarsson, dags. 21. september 2013, Landssamtök hjólreiðamanna , 21. september 2013, Tennissamband Íslands, 23. september 2013, 17 íbúar við Rafstöðvarveg, dags. 23. september 2013, Íþróttasamband fatlaðra, dags. 23. september 2013, Skildingar ehf, dags. 23. september 2013,Hvalfjarðarsveit dags. 23. september 2013 og Andrés Andrésson dags. 23. september 2013.
Einnig lagðar fram undirskriftir sem safnað var á vefsvæðinu lending.is.
Eftirfarandi umsagnir bárust: Umsögn skipulagsstofnunar við drög að aðalskipulagstillögu dags. 16. júlí 2013, umsögn Hvalfjarðarsveitar, dags, 26. ágúst 2013, umsögn/bókun Hverfisráðs Miðborgar dags. 22. ágúst 2013, bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 27. ágúst 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. september 2013 ásamt viðbót 23. september 2013, Umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. september 2013, umsögn Isavia dags. 20. september 2013, Umsögn Samgöngustofu, dags. 20. september 2013.
Allar athugasemdir sem bárust: tengill

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum.

Staða málsins kynnt

Umsókn nr. 120436 (01.0)
5.
Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttu deiliskipulagi Vesturbugtar sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri samkvæmt uppdráttum ALARK arkitekta ehf. dags. 8. júlí 2013. Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 8. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Katrín Harðardóttir dags. 25. september 2013, Lilja Steingrímsdóttir dags. 2. október 2013, Faxaflóahöfn dags. 30. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 1. október 2013, Sigurður Högni Jónsson dags. 2. október 2013, Lena Cecilia Nyberg dags. 2. október 2013, Villi Símonarson dags. 2. október 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Gunnar Haraldsson dags. 2. október 2013, Brimgarðar ehf. dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Sigmundur Traustason dags. 3. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Margrét Harðardóttir og Steve Christer dags. 3. október 2013, Nótt Thorberg dags. 3. október 2013, Sigurjón H. Ingólfsson dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013 og íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 393 aðila dags. 2. október 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Staða málsins kynnt




Umsókn nr. 130211 (01.13.20)
6.
Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi endurskoðun deiliskipulags Norðurstígsreits vegna lóðanna að Vesturgötu 24, Nýlendugötu 5a, 7 og 9 (Hlíðarhús), Tryggvagötu 4-6 og Norðurstíg 5, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013, breytt 10. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 25. júní 2013. Tillagan var auglýst frá 2. ágúst til og með 13. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: eigendur að Norðurstíg 5 dags. 5. september 2013, Lex lögmenn, f.h. eigenda íbúðar að Tryggvagötu 4-6 dags. 11. september 2013, Nýfasteign ehf. dags. 13. september 2013, Húsfélagið Tryggvagötu 4-6 dags. 13. september 2013 og Sveinn S. Kjartansson og Stella Sæmundsdóttir dags. 13. september 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2013.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2013.
Vísað til borgarráðs.

Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.


Umsókn nr. 130328 (01.78.0)
7.
Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð (Klettaskóla). Í breytingunni felst uppbygging á lóðinni m.a. breyting á byggingarreit, aukning á byggingarmagni og því að gert er ráð fyrir boltagerði á lóðinni samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti OG arkitekta dags. 4. júlí 2013 og skýringaruppdrætti dags. 4. júlí 2013. Tillagan var auglýst frá 2. ágúst til og með 13. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón. P. Jónsson og Jóna Rutsdóttir dags. 4. september 2013, Birgir Viðar Halldórsson dags., 8. september 2013 og bréf 1 og 2 þann 9. september 2013, Næði ehf., Björn Valdimarsson dags. 10. september 2013, Skarphéðinn P. Óskarsson dags. 10. september 2013, íbúar við Birkihlíð og Beykihlíð dags. 11. september 2013, Helgi Skaftason og Hulda Hauksdóttir dags. 12. september 2013, greinargerð 15 íbúa við Suðurhlíð dags. 13. september 2013, Hulda A. Arnljótsdóttir og Ágúst H. Ingþórsson dags. 12. september 2013, Sjöfn Marta Hjörvar dags. 13. september 2013 og Hanna Herbertsdóttir og Þorsteinn Karlsson dags. 13. september 2013 ásamt yfirlýsingu 206 íbúa í Suðurhlíðum frá 5. mars 2013 og íbúa Beykihlíð 4 frá 5. mars 2013. Einnig eru lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2013.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.


Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2013.
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 130225 (01.36.0)
8.
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Lögð fram tillaga egg arkitekta dags. 24. október 2013 að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar. Í tillögunni sem er heildarendurskoðun felst að skýra orðalag skilmála er varða fjölda íbúða og nýtingarhlutfall í gildandi deiliskipulagi.
Uppdráttur 1
uppdráttur 2
uppdráttur 3

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt er samþykkt að falla frá lýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 130482 (01.33.07)
420589-1319 Hringrás hf.
Klettagörðum 9 104 Reykjavík
9.
Klettagarðar 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hringrásar hf. dags. 15. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 Klettagarða. Í breytingunni felst að byggingarreytur er stækkaður til vesturs og stofnuð er ný lóð, Klettagarðar 7A, fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. Klöpp arkitektar/verkfræðingar ehf. dags. í september 2013.

Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 130389 (01.39)
10.
Laugardalur, breyting á deiliskipulagi vegna safnfrístundar Holtaveg 32
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi skrifstofustjóra frístundamála skóla- og frístundasviðs dags. 8. ágúst 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals vegna lóðar nr. 32 við Holtaveg. Í breytingunni felst að koma fyrir tveimur færanlegum húsum með tengibyggingum tengt núverandi færanlegu húsi ásamt stækkun á vinnusvæði bækistöðvar Laugardals til Suðurs, skv. uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. ágúst 2013. Tillagan var auglýst frá 4. september til og með 16. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gyða Karlsdóttir dags. 16. október 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2013.

Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2013.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 45423
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 753 frá 29. október 2013.








Umsókn nr. 130438 (01.63)
710113-0410 Alvogen Bio Tech ehf.
Smáratorgi 3 200 Kópavogur
420104-2350 Vísindagarðar Háskóla Ísl ehf
Dunhaga 5 107 Reykjavík
12.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (fsp) færsla á bráðabirgða bílastæðum
Lögð fram fyrirspurn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. dags. 17. september 2013 varðandi tilfærslu á bráðabirgða bílastæðum á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands vegna byggingar húss fyrir lyfjafyrirtækið Alvogen, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofunnar Eflu dags. 4. september 2013. Einnig er lagt fram bréf Vísindagarða Háskóla Íslands ehf dags. 29. október 2013 þar sem fyrirspurnin er dregin til baka.


Fyrirspurnin dregin til baka samanber bréf dags. 29. október 2013

Umsókn nr. 130356 (01.33.2)
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
13.
Sundahöfn, hafnargerð, fyrirspurn um matsskyldu
Lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 8. ágúst 2013 varðandi matsskyldu vegna hafnargerðar í Sundahöfn utan við Klepp.

Sóley Tómasdóttir víkur af fundi kl. 11:45.


Umsókn nr. 130486 (01.11.72)
410998-2629 Brim hf.
Bræðraborgarstíg 16 101 Reykjavík
14.
Geirsgata 11, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Brim hf. dags. 16. október 2013 varðandi breytingu á notkun vöruskemmunnar á lóðinni nr. 11 við Geirsgötu.

Gunnar Sigurðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráðs tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna deiliskipulag af lóðinni, á eigin kostnað, sem síðan verður auglýst.

Páll Hjaltason víkur af fundi við umfjöllun þessa máls.


Umsókn nr. 130505 (02.69.38)
051131-4879 Konráð Adolphsson
Sogavegur 69 108 Reykjavík
15.
Friggjarbrunnur 3-5, málskot
Lagt fram málskot Konráðs Adolphssonar dags. 17. október 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 varðandi bílastæði við lóð nr. 3-5 við Friggjarbrunn.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað




Umsókn nr. 130290 (01.08.91)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
16.
Fiskislóð 11-13 og 47, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. október 2013 um samþykkt borgarráðs s.d vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturhafnar, lóða númer 11-13 og 47 við Fiskislóð.



Umsókn nr. 130311 (01.15.24)
691111-1480 L28 ehf.
Borgartúni 28 105 Reykjavík
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
17.
Lindargata 28-32, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. október 2013 um samþykkt borgarráðs s.d vegna breytingar á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis reitur 1.152.4, lóða númer 28, 30 og 32 við Lindargötu.



Umsókn nr. 130281
18.
Umhverfis- og skipulagsráð, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur varðandi afstöðu Reykjavíkurborgar til hóteluppbyggignar í miðborginni varðandi samantekt á hótelum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði leggja til eftirfarandi tillögu.
Í þeim tilgangi að fylgjast með og móta afstöðu Reykjavíkurborgar til hóteluppbyggingar í miðborginni verði umhverfis- og skipulagssviði falið að safna upplýsingum um þróun og hlutfall hótelrýma í höfuðborgum og sambærilegum borgum á Norðurlöndum til að auðveldara sé að átta sig á umfangi og þróun gistirýma í miðbæ Reykjavíkur í skipulagsvinnu miðborgarinnar til framtíðar. Lagt er til að þær upplýsingar liggi fyrir ráðinu eigi síðar en 1. febrúar 2014. Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt.