Umhverfis- og skipulagsráð

Verknúmer : US130281

40. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur varðandi afstöðu Reykjavíkurborgar til hóteluppbyggignar í miðborginni varðandi samantekt á hótelum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði leggja til eftirfarandi tillögu.
Í þeim tilgangi að fylgjast með og móta afstöðu Reykjavíkurborgar til hóteluppbyggingar í miðborginni verði umhverfis- og skipulagssviði falið að safna upplýsingum um þróun og hlutfall hótelrýma í höfuðborgum og sambærilegum borgum á Norðurlöndum til að auðveldara sé að átta sig á umfangi og þróun gistirýma í miðbæ Reykjavíkur í skipulagsvinnu miðborgarinnar til framtíðar. Lagt er til að þær upplýsingar liggi fyrir ráðinu eigi síðar en 1. febrúar 2014. Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt.