Umhverfis- og skipulagssviðs, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Elliðabraut 2, Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, Pósthússtræti 11, Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, Lindargata 28-32, Orrahólar, Skothúsvegur, Heiðmörk, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Austurbrún 6, Sundlaugar í Reykjavík, Gunnarsbraut 30, Losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík 2007-2011, Betri hverfi 2013, Leikvellir, torg og opin svæði 2013, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Kaplaskjól, Hverafold 1-5,

21. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 09:10, var haldinn 21. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman,Karl Sigurðsson og Marta Guðjónsdóttir Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 130157
1.
Umhverfis- og skipulagssviðs, fjárhagsáætlun 2015-2018
Kynntar forsendur fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar, undirbúningur áætlunar 2015-2018.

Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir tóku sæti á fundinum kl. 9:12.
Sóley Tómasdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:14.

Hreinn Ólafsson fjármálastjóri umhverfis- og samgöngusviðs og Ásgeir Westergren skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu sátu funinn undir þessum lið.
Halldóra Káradóttir og Birgir Björn Sigurjónsson kynntu.

Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 31. maí 2013.




Umsókn nr. 130251 (04.77.210.1)
540206-2010 N1 hf.
Dalvegi 10-14 201 Kópavogur
3.
Elliðabraut 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hafsteins Guðmundssonar f.h N1 hf. dags. 21. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna bensínstöðvarlóðar að Elliðabraut 2. Sótt er um breytingu á byggingarreit og að koma fyrir annarri innkeyrslu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2013. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 21. maí 2013.

Hér er um að ræða breytingu á gömlu skipulagi á lóð sem þegar hefur verið úthlutað. Umhverfis- og skipulagsráð áréttar að í gildi er stefna um orkustöðvar í Reykjavík sem gerir ekki ráð fyrir fleiri stórum stöðvum í landi borgarinnar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 130102 (01.6)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
4.
Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Isavia ohl. dags. 19. febrúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst stækkun á Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 16. apríl 2013.

Frestað.

Umsókn nr. 120519 (01.14.05)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Borgartúni 26 105 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
5.
Pósthússtræti 11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Borgarinnar okkar dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreitur, vegna lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, stækkun byggingarreits o.fl. , samkvæmt uppdr. 1 og 2, THG Arkitekta dags. 12. nóvember 2012. Auglýsing stóð frá 17. desember 2012 til og með 1. febrúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Knút Lütz, dags 18. janúar 2013, Jón Örn Valsson, Eiríkur Óskarsson og Margrét Ragnarsdóttir f.h. húsfélagsins Pósthússtræti 13 og Árný Helgadóttir, Ágúst Jónsson og Ingjaldur Hannibalsson f.h. húsfélagsins Lækjargötu 4 dags. 30. janúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2013. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. maí 2013 og svarbréf skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar dags. 29. maí 2013.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 120514
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta
Háskólatorgi Sæmundar 101 Reykjavík
6.
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ágúst Ragnarsson dags. 29. apríl 2013, Snorri Waage dags. 1. maí 0213, Símon S. Wiium dags. 8. maí 2013, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 9. maí 2013, Húsfélag Ásholti 2 - 42 dags. 9. maí 2013, Anna E. Ásgeirsdóttir dags. 10. maí 2013, Ingibjörg Pétursdóttir dags. 12. maí 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 12. maí 2013, Iðnmennt, Heiðar Ingi Svansson dags. 12. maí 2013, Bjarni M. Jónsson og Þóra dags. 12. maí 2013, T.ark f.h. eigenda að Brautarholti 6, 3 hæð ásamt rekstraraðilum á sömu hæð dags. 13. maí 2013, íbúar að Ásholti 20 dags. 13. maí 2013, Hvíta húsið dags. 13. maí 2013, 44 íbúar og aðstandendur húsfélagsins Ásholti 2-42 mótt. 13. maí 2013, Ása S. Atladóttir dags. 14. maí 2013, Finnbogi Sveinbjörnsson dags. 16. maí 2013 og Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 20. maí 2103.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 130189 (01.15.24)
691111-1480 L28 ehf.
Borgartúni 28 105 Reykjavík
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
7.
Lindargata 28-32, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi L28 ehf. dags. 9. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28, 30 og 32 við Lindargötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og niðurfellingu bílastæða, samkvæmt uppdr. Vinnustofunnar Þverá dags. 5. apríl 2013. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2013.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri og Harri Ormarsson lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.
Frestað.

Umsókn nr. 130158
8.
Orrahólar, stöðubann
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. maí 2013 þar sem lagt er til að stöðubann verði við vesturkant Orrahóla frá Krummahólum að bílastæði í suðurenda götunnar og við austurkant frá innkeyrslu að Orrahólum 7 að Norðurhólum.

Frestað.

Umsókn nr. 130159
9.
Skothúsvegur, stöðubann
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29.maí 2013 þar sem lagt er til að stöðubann verði við norður- og suðurkant Skothúsvegar frá Suðurgötu að Fríkirkjuvegi.

Samþykkt.

Umsókn nr. 130149
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Heiðmörk, endurbætur
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. maí 2013 varðandi endurbætur á vegkaflanum frá Hringvegi að Elliðavatnsbænum samkvæmt uppdrætti dags. 16. maí 2013.
Samþykkt að vísa framlagðri tillögu til umsagnar heilbrigðisnefndar og annarra hagmunaaðila.

Umsókn nr. 45423
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 733 frá 4. júní 2013.



Umsókn nr. 130244 (01.38.11)
510497-2799 Félagsbústaðir hf.
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
12.
Austurbrún 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2013 var lögð fram fyrirspurn Félagsbústaða hf. dags. 16. maí 2013 vegna nýbyggingar á lóð nr. 6 við Austurbrún skv. uppdr. Ask arkitekta, dags. 14. maí 2013. Hugmyndin er að koma fyrir á lóðinni sérbýli, 6 íbúðum auk stoðrýma sem þeim fylgja.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurninga, á eigin kostnað, sem síðan verður auglýst.


Umsókn nr. 130048
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Sundlaugar í Reykjavík, skýrsla starfshóps
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt skýrslu stafshóps um framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar í Reykjavík til 20. ára. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs Einnig er lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. apríl 2013.



Frestað.

Umsókn nr. 130233 (01.24.71)
301272-4569 Ársæll Valfells
Gunnarsbraut 30 105 Reykjavík
14.
Gunnarsbraut 30, málskot
Lagt fram málskot Ársæls Valfells móttekið 7. maí 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 30 við Gunnarsbraut, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 27. mars 2012.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 staðfest með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteins Baldurssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur sem bókuðu: Ekki er fallist á niðurstöðu skipulagsfulltrúa í þessu máli. Hér er um vandaða tillögu að ræða sem ekki raskar viðkvæmu byggðamynstri í Norðurmýrinni. Enginn þeirra nágranna sem hafa tjáð sig hefur gagnrýnt viðbygginguna. Eðlilegt hefði verið að fá skriflegt samþykki allra þeirra sem eiga aðliggjandi íbúðir eða hús og ef sátt væri í umhverfinu mætti gefa umsækjendum áframhaldandi leyfi til að framkvæmda, undir eftirliti borgarinnar.

Jafnframt var samþykkt að að ráðast í gerð deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Snorrabraut, Flókagötu, Rauðarárstíg og Hringbraut

Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 130137
15.
Losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík 2007-2011, kynning
Lagt fram til kynningar skýrsla Mannvits dags. desember 2012 varðandi losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík 2007-2011.

Hrönn Hrafnsdóttir deildarstjóri kynnti.

Umsókn nr. 130151
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16.
Betri hverfi 2013, kynning
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 23. maí 2013 vegna kynningar á framkvæmdum vegna verkefna í "Betri hverfum 2013".
Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.

Umsókn nr. 130152
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Leikvellir, torg og opin svæði 2013, kynning
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 23. maí 2013 vegna kynningar á framkvæmdum verkefna á "Leikvöllum, torgum og opnum svæðum".

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.

Umsókn nr. 130045
18.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í maí 2013.



Umsókn nr. 130143
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Betri Reykjavík, reyklaus strætóskýli
Lögð fram fjórða efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 "Reyklaus strætóskýli" og kemur úr málaflokknum Umhverfismál ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. maí 2013.



Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 27. maí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 110108 (05.18)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 ásamt kæru dags. 28. febrúar 2011 á samþykkt skipulagsráðs frá 1. desember 2010 á deiliskipulagi athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði vegna tímabundinnar starfsemi Fisfélagsins. Í kærunni er auk þess krafist stöðvunar framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. maí 2013.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. maí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 120437
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
21.
Kaplaskjól, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september 2012 ásamt kæru dags. 24. september 2012 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Víðimels 80 / Kaplaskjólsvegar 2 og Meistaravalla 1-3. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. des. 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. maí 2013. Úrskurðarorð: Ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 11. október 2012 um breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls í Reykjavík er felld úr gildi

Harri Ormarsson lögfræðingur kynnti

Umsókn nr. 120533 (02.87.4)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
22.
Hverafold 1-5, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. nóvember 2012 ásamt kæru mótt. 27. nóvember 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis til að innrétta íbúð á 3. hæð í hverfismiðstöð í húsi nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Hverafold. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. des. 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 31. maí 2013. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. nóvember 2012 um að veita leyfi til að innrétta íbúð í rými 02 0303 á 3. hæð hússins nr. 5 við Hverafold í Reykjavík.

Harri Ormarsson lögfræðingur kynnti