Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Blikastaðavegur 2-8,
Blikastaðavegur 2-8,
Vallengi 14, Engjaskóli,
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5,
Holtsgöng, nýr Landspítali,
Hringbraut,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bjargarstígur 16,
Bankastræti 7,
Laugavegur 74,
Miðborgin,
Stakkholt 2-4 og 3 Hampiðjureitur,
Mörkin 1,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs,
Vatnagarðar, lóðir Eimskips,
Bryggjuhverfi, höfn,
Gvendargeisli 168, Sæmundarskóli,
Hálsahverfi,
Rafstöðvarvegur 9 og 9A,
Sogamýri,
Sogamýri,
Urðarstígsreitur syðri 1.186.4,
Skipulagsráð
277. fundur 2012
Ár 2012, miðvikudaginn 13. júní kl. 09:08, var haldinn 277. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Stefán Benediktsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Lilja Grétarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar og Valný Aðalsteinsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 1. júní og 8. júní 2012.
Umsókn nr. 120280 (02.4)
2. Blikastaðavegur 2-8, óveruleg breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs varðandi óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Í breytingunni felst breyting á landnotkun, samkvæmt uppdrætti skipulags- og byggingarsviðs dags. 11 júní 2012.
Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:12
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120228 (02.4)
531107-0550
Arkís arkitektar ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
3. Blikastaðavegur 2-8, breytt deiliskipulag vegna gagnavers
Lagt fram erindi Arkís dags. 16. maí 2012 ásamt uppdrætti dags. 20. apríl 2012 um breytingu á deiliskipulagi að Blikastaðavegi 2-8. Breytingin felst í því að lóðin verði skilgreind sem verslunar, þjónustu og athafnasvæði og afmarkaðir verða 3 nýir byggingareitir á lóðinni.
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:16
Kynnt.
Umsókn nr. 120072 (02.38.33)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4. Vallengi 14, Engjaskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis, hluta c vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóli. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði fyrir miðju lóðar norðan við fótboltavöll, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012. Tillagan var auglýst frá 7. mars til 24. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eyjólfur Á. Finnsson f.h. húsfélagsins að Vallengi 6 dags. 24. apríl 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012
Vísað til borgarráðs.
Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 80500
5. Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins til Skipulagsstofnunar dags. 8. júní 2012 þar sem tilkynnt er um samþykki allra hlutaðeigandi sveitarfélaga á breytingunni og óskað athugunar Skipulagsstofnunar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Umsókn nr. 80245
6. Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga nýr Landspítala dags. 7. nóvember 2011 breytt í maí 2012 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. í maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hafnarfjarðar dags. 9. maí 2012, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 9. maí 2012, umsögn skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. maí 2012 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 21. maí 2012 og umsögn skipulagsnefndar og bæjarstjórnar kópavogs dags. 24. maí 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, sbr.1.mgr.36.gr.s.l, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr.
Vísað til borgarráðs
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
" Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði 9. nóvember síðast liðinn er varað við þeirri augljósu hættu sem stafa mun af bílaumferð á leið niður í miðborg Reykjavíkur verði ekki hugað að greiðari leiðum eins og Holtsgöngum. Umferðin mun kvíslast um þéttbyggð íbúa- og skólahverfi í Þingholtunum og meirihluti skipulagsráðs virðist telja það ákjósanlegt. Í bókuninni er lýst áhyggjum af áhrifum umferðar sem fer um íbúagötur og neikvæðum áhrifum hennar á umhverfisgæði fyrir íbúa og þau sem eru gangandi eða hjólandi í hverfinu. Nú hefur Umverfisstofnun tekið undir þessi sjónarmið og er bent á ágæta umsögn stofnunarinnar sem dagsett er 9. maí sl. í því sambandi. Í umsögninni stendur m.a. að Umhverfisstofnun telur að gera hefði átt grein fyrir áhrifum á þær götur sem bera munu aukna umferð m.t.t. hljóðvistar og loftgæða í ljósi þess að fallið verður frá lagningu Holtsganga. Umhverfisstofnun telur einnig að meta hefði mátt flutningsgetu aðkomuleiða að LSH í ljósi þeirrar aukningar á umferð um þessar götur sem umferðaspár gera ráð fyrir. Undir þessi sjónarmið Umhverfisstofnunar er tekið."
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Einar Örn Benediktsson og fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson óskuðu bókað:
"Brugðist hefur verið við athugasemd Umhverfisstofnunar (sbr. umsögn dagsett 9. maí 2012) um ítarlegri umfjöllun um áhrif uppbyggingar á umferð á nálægum svæðum. Gerð er grein fyrir þeim áhrifum í meginatriðum í umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytingar, auk þess sem sérfræðiskýrslur um aukningu umferðar eru nú settar fram í viðauka greinargerðar aðalskipulagsins. Eftir sem áður er áfram vísað til ítarlegri umfjöllunar um umhverfisáhrif í gögnum deiliskipulagsins, enda munu aðal- og deiliskipulagstillögur verða kynntar samhliða og öll gögn aðgengileg á sama staða á auglýsingatíma skipulagstillagnanna.
Ljóst er einnig af niðurstöðum umferðarreikninga að möguleg aukning umferðar á einstökum götum, vegna niðurfellingar Holtsganga, er óveruleg. Aðalatriðið úr niðurstöðum umferðarreikninga er að umferð dreifist mjög jafnt á götur miðborgarsvæðisins. Þar sem aukning er svo óveruleg í hverju tilviki, er ekki raunhæft á grundvelli gagnanna að fjölyrða um áhrif á hljóðvist eða loftgæði við einstakar götur, ekki síst í ljósi þess að hér er um fjarlæga framtíð að ræða."
Umsókn nr. 120092
7. Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar
Lögð fram tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
8. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 og fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011. Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012, greinargerð og skilmálar dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 , uppfærð 7. júní 2012, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011, þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011, minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011, minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011. Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur: ,,greinargerð um samgöngur'' dags. 19. mars 2012, ,,þyrlupallur forsendur'' dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,gróður á lóð Landspítalans '' dags. 10. maí 2011, breytt 12. mars 2012, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011, kynningarbréf dags. 30. maí 2011 og ,, hljóðvistarskýrsla´´dags. 20. mars 2012., ásamt hljóvistarkortum. Einnig er lögð fram lokaskýrsla Fornleifaverndar ríkisins, Grænaborg " Úr borg í bæ", útgáfuár 2012 vegna rannsókna á fornleifum á lóð Landspítalans sumarið 2011. Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011, umferðarskýrsla umhverfis og samgöngusviðs dags. 19. mars 2012 minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011, drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut, minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 snið G vegna sjúkrahótels og áhættugreining vegna tengibrúa dags. 27. janúar 2012. Jafnframt er lögð fram athugasemd Einars Eiríkssonar og Ásdísar Ólafar Gestsdóttur f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna "Verjum hverfið" dags. 4. maí 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með fjórum atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Einars Arnar Benediktssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir greiddu atkvæði gegn samþykktinni og óskuðu bókað:
"Tækifæri til að styrkja spítalastarfsemina á svæðinu með skynsamlegri uppbyggingu í sátt við eldri byggð er nú verið að glata. Tillagan hefur þegar farið í kynningu á opnum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur en ekki hefur verið tekið tillit til athugasemda sem fram komu hjá fundargestum eða borist hafa skipulagssviði.
Með skipulaginu er veitt heimild til þess að byggingarmagn á lóðinni verði 289 þúsund fermetrar. Það er fjórföldun á öllu því byggingarmagni sem þar er fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fallast ekki á slíka óraunhæfa uppbyggingu á reitnum sem mun verða yfirþyrmandi og í engu samræmi við þá byggð sem þar stendur nú, hvorki á reitnum né í nærliggjandi hverfum eins og þrívíddarmyndir staðfesta.
Óskiljanlegt flaustur einkennir þetta mál sem sést af því að til stendur að endurskipuleggja norðurhluta spítalalóðarinnar um leið og deiliskipulag sem tekur til þeirrar sömu lóðar hefur verið samþykkt. Engin fordæmi eru fyrir slíkum vinnubrögðum. Borgarbúum er boðið að gera athugasemdir við skipulag sem mun verða breytt og byggingarmagn aukið enn frekar strax að loknu auglýsingarferlinu. Skipulagslög voru sett til að auka réttaröryggi og virkt íbúalýðræði en hér er stefnt í öfuga átt.
Tillagan hefur að engu forsögn skipulagsráðs, sem kvað á um að sjónás að gömlu Landspítalabyggingunni myndi halda sér og að hin fallega bygging Guðjóns Samúelssonar fengi að njóta sín í skipulaginu. Í þessari tillögu er lokað fyrir nær alla þá sjónása. Sömuleiðis gengur þessi tillaga gegn þeim forsendum sem skipulagsráð gaf í áðurnefndri forsögn, að gamla Hringbrautin fengi að halda sér og þar með sjónásinn að aðalbyggingu Háskólans. Sú vel hugsaða og fallega hönnun frá fyrri hluta síðari aldar hverfur undir hinn gríðarstóra meðferðarkjarna sem nú rís.
Lóð Landspítala Háskólasjúkrahúss hefur verið verulega minnkuð en uppbyggingin aukin margfalt. Ekki liggur fyrir sjálfstætt mat á byggingarþoli lóðarinnar með tilliti til framtíðarþróunar, umferðar, stærðarhlutfalla, umhverfis, yfirbragðs og ásýndar. Sú heimild sem stefnt er að veita til uppbyggingar er óafturkræf og mun standa um ófyrirsjáanlega framtíð."
Áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað:
"Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs í skipulagsráði Reykjavíkur hefur gagnrýnt að tillögur um byggingu nýs Landspítala nýti ekki betur en raun ber vitni eldri byggingar og land sem að þeim liggur á spítalasvæði norðan gömlu Hringbrautar. Gríðarstór meðferðarkjarni í einu húsi sunnan eldri bygginga og næst byggðinni í Þingholtum er enn stærri en ráð var fyrir gert í samkeppnistillögu og hugmyndum um að hann lagi sig að nærliggjandi byggð, minnki eða færist til austurs, hefur verið hafnað. Styðja þarf betur við götumynd Snorrabrautar sem gegna mun lykilhlutverki við uppbyggingu í Vatnsmýri. Þróa þarf frekar skipulag á spítalasvæðinu norðan- og austanverðu og því þurfa borgaryfirvöld að fylgja fast eftir. Leggja ber áherslu á vistvænar samgöngur við nýtt sjúkrahús og að því hefur verið unnið. Ýmislegt hefur líka verið gert til sjúkrahúsið falli vel að skipulagi og almannarými í höfuðborginni en eftir stendur það sem hér var rakið. Almenningur hefur enn dýrmætt tækifæri til að bregðast við tillögum að skipulagi og tilhögun bygginga í nýjum spítala sem efla á heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn."
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Einar Örn Benediktsson og fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson óskuðu bókað:
" Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar fagna því að að tillaga að deiliskipulagi fyrir Nýjan Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut skuli nú tilbúin til auglýsingar, eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Staðsetningin hefur legið fyrir um árabil. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar eru sannfærðir um að þetta sé besta mögulega staðsetningin. Tillagan hefur verið í vinnslu í tvö ár og hefur verið rædd ítarlega. Hún er niðurstaða mikils undirbúnings og tveggja samkeppna. Hún hefur tekið mörgum jákvæðum breytingum í meðferð skipulagsráðs. Mikil áhersla er lögð á að spítalinn fylgi eftir metnaðarfullri, vistvænni samgöngustefnu. Mikilvægur árangur hefur náðst í samningum við ríkisvaldið sem fela í sér að spítalinn byggist upp á minna svæði en upphaflega var áformað. Það kemur meðal annars í veg fyrir að stór landsvæði á mikilvægum stað við miðborgina séu ónýtt til langs tíma. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar eru meðvitaðir um viðkvæmt nábýli við íbúðarbyggðina í sunnanverðu Skólavörðuholti en telja að fyrirhugaðar byggingar muni fara ágætlega í borgarlandslaginu. Vakin er athygli á því að þéttleikinn á fyrirhugðum byggingarreitum er sambærilegur við þéttleikann í miðborg Reykjavíkur og í fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýri. "
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 44003
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 686 frá 5. júní 2012, ásamt fundargerð nr. 687 frá 12. júní 2012 .
Umsókn nr. 44177 (01.18.442.0)
170263-5459
Svava Kristín Ingólfsdóttir
Bjargarstígur 16 101 Reykjavík
10. Bjargarstígur 16, Svalir - Áður gerðar svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju umsókn um leyfi fyrir áður gerðum svölum úr áli og timbri á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 16 við Bjargarstíg. Erindi var grenndarkynnt frá 20. apríl til og með 22. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar Guðjónsson dags. 22. maí 2012 og Tinna Jóhannsdóttir dags. 22. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. mars bæði 2012 þar sem hvorugur gerir athugasemd við erindið.
Gjald kr. 8.500
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 120256 (01.17.00)
470312-1060
Farfuglar ses.
Borgartúni 6 105 Reykjavík
11. Bankastræti 7, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Farfugla ses dags. 30. maí 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 7 við Bankastræti og byggja yfir svalir að hluta, samkvæmt tillögu VA Arkitekta dags. 30. maí 2012. Einnig er lagður fram tölvupóstur hönnuðar dags. 30. maí 2012.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins
Frestað.
Umsókn nr. 120252 (01.17.42)
621097-2109
Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
12. Laugavegur 74, (fsp) innri breytingar
Lögð fram fyrirspurn Orra Árnasonar ark. dags. 24. maí 2012 varðandi stækkun gistiheimilis um fjögur herbergi ásamt stækkun móttöku þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og veitingarsölu í húsinu á lóðinni nr. 74 við Laugaveg. Einnig er lagt fram tölvubréf Orra Árnasonar ásamt fylgigögnum dags. 31. maí 2012.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samráði við embætti skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 120263
570498-2669
AFA JCDecaux Ísland ehf
Vesturvör 30b 200 Kópavogur
450509-1910
Stikan slf
Einarsnesi 44 101 Reykjavík
13. Miðborgin, (fsp) upplýsingastandar
Lögð fram fyrirspurn AFA JCDecaux Ísland ehf. dags. 1. júní 2012 um að setja 10 upplýsingastanda í miðborgini. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. júní 2012.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt
Umsókn nr. 120274 (01.24.11)
581198-2569
ÞG verktakar ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
14. Stakkholt 2-4 og 3 Hampiðjureitur, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta dags. 4. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2 og 4 við Stakkholt. Í breytingunni felst að minnka inndrátt efstu hæðar á móti Brautarholti og Stórholti og bæta við inndreginni hæð samkvæmt uppdrætti dags. 4. júní 2012.
Neikvætt að breyta skipulagi í samræmi við fyrirspurn.
Skipulagsráð fellst hvorki á gerð bílastæða ofanjarðar á baklóð né hækkun byggingarreits um eina hæð.
Umsókn nr. 120279 (01.47.10)
200344-4569
Jón Örn Ámundason
Seljugerði 3 108 Reykjavík
15. Mörkin 1, málskot
Lagt fram málskot Jóns Ö. Ámundasonar dags. 7. júní 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 25. maí 2012 um breikkun skábrautar meðfram húseign á lóð nr. 1 við Mörkina úr 4,75 m í 8,5 m. Einnig er lagt fram bréf Erlendar Birgissonar dags. 7. júní 2012 og uppdr. dags. s.d.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samráði við embætti skipulagsstjóra. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 110500
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16. Betri Reykjavík, leyfa hænsnahald í borginni til nýtis
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2011 um að leyfa hænsnahald í borginni til nýtis, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Hluti af stefnumörkun aðalskipulags mun fjalla um borgarbúskap þar með talið hænsnahald.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er í samráði við skipulags-og byggingarsvið að útbúa sérstakar reglur um hænsnahald í borg sem kynntar verða í heilbrigðisnefnd og skipulagsráði innan skamms.
Umsókn nr. 120057
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17. Betri Reykjavík, nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaug
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2012 varðandi að nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaugina, ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl 2012.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl samþykkt.
Umsókn nr. 120197
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18. Betri Reykjavík, losna við sandhaugana við Bryggjuhverfið
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum í Betri Reykjavík frá 30. apríl 2012 um að losna við sandhaugana við Bryggjuhverfið, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Nú stendur yfir endurskoðun aðalskipulags en í þeirri endurskoðun verður tekin ákvörðun um framtíðar staðsetningu fyrirtækja við Elliðaárvog. Tekið er undir að sandhaugarnir eru til ama fyrir íbúa og varanlega lausn þarf að finna á vandamálinu sem fyrst.
Umsókn nr. 120267
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19. Betri Reykjavík, Hampiðjureitur fallegur reitur
Lögð fram efsta hugmynd í flokknum skipulagsmál í Betri Reykjavík frá 31. maí 2012 varðandi "Hampiðjureit fallegur reitur" ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Til er deiliskipulag af Hampiðjureit þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss á reitnum. Lóðarhafi hefur óskað eftir breytingum á skipulagi sem fela í sér lítilsháttar aukningu byggingarmagns m.a. með því að byggingarreitur er hækkaður um eina hæð. Fyrirhugað er að uppbygging hefjist á reitnum innan skamms og þar sem reiturinn er ekki á höndum borgarinnar er ekki hægt að framkvæma þær hugmyndir sem fram koma í tengslum við umræðuna Hampiðjureitur, fallegur reitur.
Umsókn nr. 120254
20. Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs, 2012
Lagt fram yfirlit yfir einstök innkaup skipulags- og byggingarsviðs á fyrsta ársfjórðungi 2012 sem fóru yfir 1 m.kr. með vísan í 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 120172 (01.33)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
21. Vatnagarðar, lóðir Eimskips, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. maí 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Vatnagarða, lóðir Eimskipa.
Umsókn nr. 120027 (04.0)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
22. Bryggjuhverfi, höfn, breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi, innsiglingaljós.
Umsókn nr. 120182 (05.13.47)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
23. Gvendargeisli 168, Sæmundarskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2012 um samþykkt Borgarráðs s.d vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Gvendargeisla 168.
Umsókn nr. 120061 (04.32)
510402-2940
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
24. Hálsahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. maí 2012 um samþykkt borgarráðs 10. maí 2012 vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Hálsahverfi.
Umsókn nr. 120018 (04.25)
25. Rafstöðvarvegur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. maí 2012 um samþykkt Borgarstjórnar 22. maí vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Rafstöðvarveg 9 og 9a.
Umsókn nr. 120218
26. Sogamýri, lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2012 um samþykkt borgarráðs 24. maí 2012 á lýsingu á breytingu á aðalskipulagi fyrir Sogamýri.
Umsókn nr. 110157
27. Sogamýri, lýsing vegna nýs deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. maí 2012 um samþykkt borgarráðs 24. maí á lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Sogamýri.
Umsókn nr. 120056 (01.18.6)
28. Urðarstígsreitur syðri 1.186.4, tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. maí 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna nýs deiliskipulags fyrir Urðarstígsreit syðri.