Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Sogamýri lýsing,
1.171.1 Hljómalindareitur,
1.172.0 Brynjureitur,
Grænlandsleið 23-27,
Kjalarnes, Melavellir,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð,
Gvendargeisli 168, Sæmundarskóli,
Eddufell 8,
Öskjuhlíð, Perlan,
Skipulagsráð,
Fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs,
Haukdælabraut 110,
Lindargata 28-32,
Sjafnargata 11,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Skipulagsráð
269. fundur 2012
Ár 2012, miðvikudaginn 28. mars kl. 09:13, var haldinn 269. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Lilja Grétarsdóttir
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. og 23. mars 2012.
Umsókn nr. 110157
2. Sogamýri lýsing, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Að lokinni kynningu er lýsingin lögð fram að nýju ásamt umsögnum, Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2011, Hverfisráðs Laugardals dags. 15. júní 2011 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. ágúst 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðlaugur Einarsson dags. 14. júní 2011.
Kynnt.
Umsókn nr. 120137
460509-0410
Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
3. 1.171.1 Hljómalindareitur, Verkefnalýsing
Lögð fram verkefnalýsing Regins og Laugavegsreita dags. 22. mars 2012 vegna deiliskipulags á Hljómalindarreit staðgr. 1.171.1.
Skipulagslýsingin gerir grein fyrir stefnumörkun lóðarhafa á reitnum varðandi uppbyggingu, verndun, landnotkun og fyrirhugað skipulagsferli.
Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg.
Hannes Frímann Sigurðsson og Oddur Víðisson kynntu
Frestað.
Umsókn nr. 120140 (01.17.20)
460509-0410
Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
4. 1.172.0 Brynjureitur, Verkefnalýsing
Lögð fram verkefnalýsing Regins og Laugavegsreita dags. 22. mars 2012 vegna deiliskipulags á Brynjureit, staðgr. 1.172.0. Skipulagslýsingin gerir grein fyrir stefnumörkun lóðarhafa á reitnum varðandi uppbyggingu, verndun og landnotkun. Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Vatnsstíg.
Hannes Frímann Sigurðsson og Oddur Víðisson kynntu
Frestað.
Jórunn Frímannsdóttri vék af fundi kl. 11:00 þá var einnig búið að fjalla um lið 8 á fundinum "Reykjavíkurflugvöllur"
Umsókn nr. 120119 (04.1)
040560-2119
Úlfar Árnason
Grænlandsleið 25 113 Reykjavík
700896-2429
Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf
Hamraborg 11 200 Kópavogur
5. Grænlandsleið 23-27, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Úlfars Magnússonar dags. 14. mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæði 3 vegna lóðanna nr. 23, 25 og 27 við Grænlandsleið. Í breytingunni felst að ytri byggingarreitur húsanna er stækkaður til suðvesturs, samkvæmt uppdrætti Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. dags. 13. mars 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110517
471103-2330
Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
6. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Matfugls ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst fjölgun alifuglahúsa á lóðinni, skv. uppdrætti dags. 15. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla dags. 15. febrúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 44003
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 677 frá 20. mars 2012 ásamt fundargerð 678 frá 27. mars 2012.
Umsókn nr. 120120 (01.6)
550210-0370
Isavia ohf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
8. Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Isavia ohf. dags. 12. mars 2012 varðandi stækkun á byggingu Isavia, er hýsir flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt uppdráttum THG arkitekta dags. 6. mars 2012.
Fulltrúar Isavia kynntu.
Umsókn nr. 120090 (05.13.47)
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
9. Gvendargeisli 168, Sæmundarskóli, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 24. febrúar 2012 var lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta dags. 23. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholti austur vegna lóðarinnar nr. 168 við Gvendargeisla. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir fimm færanlegar kennslustofur til bráðabirgða austan lóðarmarka grunnskólalóðar Sæmundarskóla á borgarlandi í samræmi við uppdrátt Kanon arkitekta dags. 23. febrúar 2012.
Rúnar Gunnarsson arkitekt kynnti.
Frestað.
Umsókn nr. 120078 (04.68.30 01)
580293-3449
Rok ehf
Dverghömrum 38 112 Reykjavík
581298-3589
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
10. Eddufell 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Rok ehf. dags. 14. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fellagarða vegna lóðarinnar nr. 8 við Eddufell. Í breytingunni felst einföldun á byggingunni með því að fella niður stallanir á útveggjum 2.-4. hæðar, samkvæmt uppdráttum KRark dags. 20. nóvember 2011. Einnig er lögð fram greinargerð Kristins Ragnarssonar ark. dags. 14. febrúar 2012.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að breyta gildandi deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.
Umsókn nr. 120138 (01.76.25)
151067-4099
Garðar K Vilhjálmsson
Brekadalur 1 260 Njarðvík
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
11. Öskjuhlíð, Perlan, (fsp) viðbygging o.fl.
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta f.h. Garðars K. Vilhjálmssonar dags. 22. mars 2012 varðandi viðbyggingar og breytingar á Perlunni í Öskjuhlíð, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 20. mars 2012.
Skipulagsráð vísar fyrirspurninni til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 120032
12. Skipulagsráð, fundadagatal 2012
Lagt fram til kynningar fundadagatal Skipulagsráðs fyrir árið 2012.
Frestað
Umsókn nr. 120143
13. Fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs, áherslur og forgangsröðun 2013-2017
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. í mars 2012 varðandi áherslur og forgangsröðun skipulags- og byggingarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2013-2017.
Umsókn nr. 120116 (05.11.35)
040657-3639
Hilmar Einarsson
Hverafold 46 112 Reykjavík
14. Haukdælabraut 110, málskot
Lagt fram málskot Hilmars Einarssonar dags. 8. mars 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 varðandi byggingu þriggja íbúða húss með tveimur bílskúrum á lóð nr. 110 við Haukdælabraut.
Frestað
Umsókn nr. 120123 (01.15.24)
590907-1030
Studio Strik ehf
Hlíðarási 4 221 Hafnarfjörður
15. Lindargata 28-32, málskot
Lagt fram málskot Studio Strik ehf. dags. 12. mars 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 varðandi breikkun á byggingarreit, byggingu einnar samheldrar byggingu í stað þriggja o.fl. á lóðunum nr. 28-32 við Lindargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. febrúar 2012.
Frestað
Umsókn nr. 120051 (01.19.60)
250541-3849
Gísli Gestsson
Birkihlíð 13 105 Reykjavík
16. Sjafnargata 11, málskot
Lagt fram málskot Gísla Gestssonar f.h. eigenda Sjafnargötu 11 dags. 24. janúar 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 19. ágúst 2011 varðandi hækkun útbyggingar á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 11 við Sjafnargötu. Málskotinu fylgir uppdráttur arkitekts og samþykki nágranna.
Frestað
Umsókn nr. 120052
17. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, endurskoðun reglna
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðun reglna er varðar úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2012.
Frestað