Skipulagsráð,
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Njálsgata 53, 55 og 57,
Urðarstígsreitur syðri 1.186.4,
Sæmundargata 4 - Háskólatorg,
Suðurlandsbraut 8 og 10,
Vallengi 14, Engjaskóli,
Sundlaugavegur 32, tjaldmiðstöð og tjaldsvæði,
Leirulækur 4 og 6,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Þórsgata 13,
Skipulagsráð
264. fundur 2012
Ár 2012, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 09:12, var haldinn 264. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 120083
1. Skipulagsráð, Fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins v/lóðar Perlunnar í Öskjuhlíð
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 22. febrúar 2012
" Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að sá aðili, sem á hæsta tilboð í Perluna í Öskjuhlíð, hyggist sækja um vilyrði hjá skipulagsráði Reykjavíkurborgar til að byggja 15 þúsund fermetra húsnæði á lóðinni. Í fréttinni vísar forsvarsmaður tilboðsgjafa því á bug að ekkert verði af slíkum uppbyggingaráformum, enda hafi hann átt fund með skipulagsstjóra borgarinnar og formanni skipulagsráðs og sé ætlunin að umsókn um skipulagsbreytingar á Perlulóðinni verði send ráðinu fyrir næstu mánaðamót eða mánuði áður en viljayfirlýsing milli Orkuveitunnar og tilboðsgjafa rennur út. Umrædd frétt kemur á óvart í ljósi þess að 25. janúar sl. fól skipulagsráð skipulagsstjóra, í framhaldi af tillöguflutningi Sjálfstæðisflokksins, að hefja undirbúning að opinni hönnunarsamkeppni um framtíðarskipulag Öskjuhlíðar, sem skyldi unninn í samvinnu við skipulagsráð. Spurt er: Eiga formaður skipulagsráðs og skipulagsstjóri í einhverju samstarfi við umræddan tilboðsgjafa vegna umsóknar um skipulagsbreytingar á Perlulóðinni? "
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar lögð fram eftrifarandi svar við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins dags. 22. febrúar 2012
"Tilboðshafar um kaup á Perlunni óskuðu eftir fundi með formanni skipulagsráðs og skipulagsstjóra til þess kynna hugmyndir um uppbyggingu á lóð Perlunnar. Á þeim fundi voru aðilar upplýstir um að erindi varðandi breytingar á deiliskipulagi, þyrftu formlega umfjöllun skipulagsráðs.
Slíkt erindi hefur ekki borist.
Ítrekað skal að hvorki formaður skipulagsráðs né skipulagsstjóri hafa heimildir til að samþykkja eða synja beiðnum um uppbyggingu á fundum með hagsmunaaðilum. Öllum þeim aðilum sem mæta á slíka fundi er leiðbeint um að slíkar ákvarðanir eru teknar af skipulagsráði Reykjavíkurborgar, sem er fjölskipað stjórnvald og mótar stefnu í skipulagsmálum á grundvelli gildandi laga. Það skal þó einnig ítrekað að aðilum er frjálst að senda fyrirspurnir eða umsóknir um mögulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi, sem skipulags- og byggingarsviði er skylt að taka til meðferðar og beina til skipulagsráðs til formlegrar afgreiðslu.
Undirbúningur að gerð framtíðarskipulags fyrir Öskjuhlíð, í samræmi við samþykkt skipulagsráðs dags 25.jan. sl., er þegar hafinn hjá embætti skipulagsstjóra. Erindi sem berast skipulagsyfirvöldum í Reykjavík varðandi breytingar á svæðinu, verða afgreidd með hliðsjón af þeirri samþykkt."
Umsókn nr. 10070
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 10. og 17. febrúar 2012.
Umsókn nr. 110510
621097-2109
Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
530302-3420
Leiguíbúðir ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
3. Njálsgata 53, 55 og 57, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Leiguíbúða ehf. dags. 7. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureitar 1.190.1 vegna lóðanna nr. 53, 55 og 57. Í breytingunni felst sameining lóðanna, lækkun gólfkóta aðkomuhæðar, stækkun á byggingarreit fyrir svalagang og lyftu o.fl., samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. desember 2011 til og með 17. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn María Jónsdóttir dags. 16. janúar 2012 og Guðrún S. Middleton dags. 17. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. febrúar 2012.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Skipulagsráð óskaði bókað:
" Skipulagsráð telur að byggðarmynstur á norðanverðu Skólavörðuholti við Njálsgötu, Grettisgötu og nágrenni sé um margt sérstakt og það beri að vernda eins og kostur er."
Umsókn nr. 120056 (01.18.6)
4. 6">Urðarstígsreitur syðri 1.186.4, tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Lögð fram tillaga Adamsson ehf. - arkitektastofu dags. 13. júlí 2009 að deiliskipulagi Urðarstígsreits syðri, reitur 1.186.4. Tillagan var felld úr gildi af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Er tillagan óbreytt að öðru leyti en því að bætt hefur verið við byggingarreit fyrir sólstofu (einnar hæðar byggingu með svölum á þaki) á Urðarstíg 12 sem borgarráð samþykki 12. nóvember 2009.
Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120080 (01.6)
600169-2039
Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
5. Sæmundargata 4 - Háskólatorg, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Háskóla Íslands dags. 16. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Háskólatorg, vegna lóðarinnar nr. 4 við Sæmundargötu. Í breytingunni felst stækkun á Háskólatorgi, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 15. febrúar 2012.
Frestað.
Umsókn nr. 120065 (01.26.21)
701086-1399
ALMC hf
Borgartúni 25 105 Reykjavík
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
6. Suðurlandsbraut 8 og 10, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi ALMC hf. dags. 6. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallar-, Veg- og Ármúla vegna lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst breyting á bílastæðakröfum, samkvæmt uppdrætti VA arkitekta ehf. dags. 13. febrúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120072 (02.38.33)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
7. Vallengi 14, Engjaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis, hluta c vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóli. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði fyrir miðju lóðar norðan við fótboltavöll, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120060 (01.3)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8. Sundlaugavegur 32, tjaldmiðstöð og tjaldsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 2. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals Austur vegna lóðarinnar nr. 32 við Sundlaugaveg. Í breytingunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir stækkun tjaldmiðstöðvar og þjónustuhúss, svæði fyrir húsbíla og fellihýsi og svæði fyrir færanleg smáhýsi, samkvæmt uppdrætti VA Arkitekta dags. 24. janúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120079 (13.44.5)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
9. Leirulækur 4 og 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 15. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Leirulæk. Í breytingunni felst að tengja lóðirnar saman með því að stækka lóð nr. 4 við Leirulæk, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 15. febrúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
10. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
,,Drög að greinargerð um samgöngur'' dags. 31. maí 2011, ,,þyrlupallur forsendur'' dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,,gróður á lóð Landspítalans '' dags. 1. mars 2011, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,,hljóðvistarskýrsla´´dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Einnig er lögð fram drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:30
Gert var hlé á fundinum kl 11:35 og hófst hann aftur kl. 11:50
Fulltrúar besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yoeman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað:
"Lagfæra skal uppdrætti til samræmis við nýja afmörkun lóðar Landspítala, þar sem randbyggð við Hringbraut er skilgreind utan lóðar LSH. Uppbygging á þeirri lóð skal tilheyra fyrsta áfanga á skipulagsuppdráttum. Skipulagsráð óskar jafnframt eftir því að frekari rýni og skýringarmyndir varðandi sjúkrahótel við Barónstíg og sorpgeymslu /vörumóttöku við Eiríksgötu auk útfærslu og ásýndamynda liggi fyrir með lagfærðum uppdráttum.
Lagfærð tillaga verður lögð fyrir skipulagsráð og tekin til umfjöllunar þegar hún berst."
Fulltrúar besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yoeman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir lögðu síðan fram eftirfarandi tillögu:
"Þegar lagfærðir uppdrættir liggja fyrir samþykkir skipulagsráð að halda almennan fund þar sem framlögð tillaga að deiliskipulagi Landspítala við Hringbraut, forsendur hennar og umhverfismat verður kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaðilum í samræmi við 4 mg 40 gr. skipulagslaga".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson óskuðu eftir að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað og var orðið við því.
Umsókn nr. 44003
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 672 frá 14. febrúar ásamt fundargerð nr. 673 frá 21. febrúar 2012.
Umsókn nr. 110512 (01.18.11)
160977-4779
Karl Sigfússon
Þórsgata 13 101 Reykjavík
12. Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Karls Sigfússonar dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar ark., dags. 8. desember 2011.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.