Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Kollagrund 2, Klébergsskóli,
Vesturvallareitur 1.134.5,
Sogamýri, deiliskipulag,
Túngötureitur,
Klettasvæði, Skarfabakki,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Kringlumýrarbraut 100, Esso,
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands,
Skipulagsráð, tillaga,
Skipulagsráð, tillaga,
Skipulagsráð, tillaga,
Mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurborgar,
Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar,
Færanlegar leikstofur,
Hringbraut - Héðinsvöllur,
Laugavegur 11,
Ásvallagata 33-65,
Bræðraborgarstígur 47-55,
Hringbraut 52-90,
Brávallagata 42-50,
Hofsvallagata 15-23,
Háskóli Íslands,
Borgartúnsreitur vestur,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Kjalarnes, Brautarholt 1,
Selásskóli, Selásbraut 109,
Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur,
Skipulagsráð
238. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 13. apríl kl. 10:30, var haldinn 238. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir,
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 1. og 8. apríl 2011.
Umsókn nr. 110158
421199-2569
Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
2. Kollagrund 2, Klébergsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 30. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að staðsetning og fjöldi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdrætti Arkitektur.is dags. 28. mars 2011.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 90325
3. Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 1. apríl 2011 að Vesturvallareit 1.134.5. Skipulagssvæðið markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu. Framnesvegi og Holtsgötu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í október 2010.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að kynna lýsinguna fyrir hagsmunaðilum á reitnum og vísað til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Vesturbæjar, Borgarminjavarðar og Húsafriðunarnefndar.
Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110157
4. Sogamýri, deiliskipulag, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Kynnt.
Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Lögð fram endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær, dags. 13. nóvember 2009.
Frestað.
Umsókn nr. 110153 (01.33)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
6. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 28. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðanna nr. 1-3 við Korngarða og 4 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka lóðina nr. 4 við Klettagarða til austurs, skipta lóðinni nr. 1-3 við Korngarða í tvær lóðir, lengja Skarfabakka um 200 metra með landfyllingu ásamt því að sjóvarnargarðurinn Ábóti er fjarlægður, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 23. mars 2011.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:15 þá var einnig búið að fjalla um liði 11. 12 og 13 , 14, 15 og 16 í fundargerðinni
Frestað.
Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
7. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 11. apríl 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 5. apríl 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011.
Skipulagsráð getur ekki fallist á þær breytingar á hæðum sem gerðar hafa verið á tillögunni frá vinningstillögu í hugmyndasamkeppni og er þar helst vísað til einnar hæðar hækkunar á meðferðarkjarna. Ekki er fallist á það að koma fyrir tengigangi yfir aðaltorgið sem skyggir á aðalbyggingu Landspítalans auk þess sem tryggja þarf betri sýn á hana. Skipulagsráð telur þar að auki nauðsynlegt að í tillögu að deiliskipulagi komi fram skýr ákvæði um áfangaskiptingu, með skýringamyndum, sem samræmast áætluðum framkvæmdahraða. Einnig skal gera grein fyrir samgöngustefnu í deiliskipulagstillögunni auk þess sem skýra þarf skilmála fyrir bílastæði á yfirborði svæðisins og gera grein fyrir þörf á bílastæðahúsi í fyrsta áfanga. Vísað er til nánari skýringa í meðfylgjandi minnisblaði vegna þeirra meginathugasemda sem gerðar eru á þessu stigi, en ítrekað er að ekki er um tæmandi talningu að ræða.
Umsókn nr. 42868
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerði nr. 630 frá 5. apríl og nr. 631 frá 12. apríl 2011.
Umsókn nr. 110140 (01.78)
280774-3409
Sævar Þór Ólafsson
Laugateigur 21 105 Reykjavík
9. Kringlumýrarbraut 100, Esso, (fsp) breyting á lóð
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011. Einnig lagður fram uppdráttur Ask arkitekta dags. 21. febrúar 2011 að staðsetningu metanstöðvar á lóð Esso við Hringbraut.
Frestað.
Umsókn nr. 110156 (01.6)
530575-0209
Flugfélag Íslands ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
691004-2790
Kurt og Pí ehf
Skólavörðustíg 2 101 Reykjavík
10. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.
Umsókn nr. 110176
11. Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, bensínstöðvar
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:
"Skipulagsstjóri í Reykjavík hefji úttekt og hugsanlega endurskoðun á skipulagi og nýtingu lóða afgreiðslustöðva olíufélaganna. Settur verði á fót stýrihópur í þessum tilgangi með fulltrúum frá skipulagssviði, framkvæmda- og eignasviði og umhverfis- og samgöngusviði.
Haft verði að markmiði:
-Að færa starfsemi afgreiðslustöðvanna meira til samræmis við þá þróun sem orðið hefur í nærhumhverfi þeirra.
-Að nýta lóðir betur þar sem þess er kostur.
-Að skoðað verði hvort ávinningur verði af því að hætt verði sölu orkugjafa á ákveðnum afgreiðslustöðvum en uppbygging heimiluð sem byggist á breyttri atvinnustarfsemi og/eða íbúðabyggð.
-Að lagðar verði tillögur fyrir ráðið um eðlilega skiptingu hagnaðar og/eða kostnaðar lóðarhafa og borgaryfirvalda í kjölfar breytinga á skipulagsáætlunum í samræmi við ofangreint markmið.
-Að tillögur stýrihópsins nýtist við gerð aðalskipulags Reykjavíkur sem nú er í endurskoðun.
-Að gætt sé jafnræðis á milli samkeppnisaðila á þessum markaði.
-Að stýrihópurinn leiti ráða hjá þeim sem málið varðar.
Skipulagsstjóri greini skipulagsráði frá niðurstöðum hópsins eigi síðar en 1. júní 2011."
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Umsókn nr. 110177 (02.4)
12. Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Blikastaðavegur 2-8
Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokksins;
"Með tilliti til breyttra aðstæðna verði umferðarskipulag Blikastaðavegar endurskoðað með það fyrir augum að koma á vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs. Tilgangurinn er að auka hagræði og bæta þjónustu á svæðinu. Haft verði að leiðarljósi eftirfarandi:
-Að hægt verði að halda kostnaði við framkvæmdina í lágmarki.
-Að lausnin verði vistvæn og hafi óveruleg áhrif á umferðarflæðið í Grafarvogi að öðru leyti.
-Að meðfram nýrri vegtengingu verði gert ráð fyrir gangandi og hjólandi umferð.
-Að ekki verði stefnt að sérstakri tengingu við Vesturlandsveg í tengslum við þetta.
-Að leitað verði ráða hjá íbúum og samtökum þeirra auk atvinnufyrirtækja á svæðinu.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að leita lausna í framangreindum tilgangi. Hann hafi frumkvæði að því að stofnað verði samstarfsteymi skipulagssviðs og umhverfis- og samgöngusvið með þetta að markmiði. Verði gerð tillaga um breytingar á umferðarskipulagi í framhaldi af vinnu sviðanna mun það leiða til breytinga á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Niðurstöðum verði skilað til skipulagsráðs eigi síðar en 1. júní nk."
Frestað.
Umsókn nr. 110014
13. Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Baldurstorg
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur:
"Í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir "ánægju sinni með tillöguna". Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.
Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð."
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Sú ákvörðun að fara í endurskipulag og vinnu við Baldurstorg var algjörlega í höndum fyrrverandi meirihluta, þeir bera einir ábyrgð á verkefninu. Torgið fékk kynningu í Hverfisráði Miðborgar en afgreiðslan þegar orðin og umsögn fyrra hverfisráðs jákvæð. Þegar borgarfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar reyndu að hafa áhrif á það var vinnan of langt komin. Þrátt fyrir þetta er lýst yfir stuðningi við þá þróun að borgarrýmin í Reykjavíkur séu endurskoðuð með tilliti til gangandi vegfarenda. Við teljum að það hafi verið mjög góð hugmynd að breyta Baldurstorgi í mannvænt borgartorg. Útfærslan hefur þó ekki tekist sem skyldi.
Fulltrúar Besta flokks og Samfylkingar taka undir þá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks að fá kynningu á skipulagi og útliti Baldurstorgs í Skipulagsráði, einnig er óskað eftir að Skipulagsráð fái kynningu frá UMSAM á þvi vinnuferli sem lá að baki Lýðræðisverkefnanna."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
"Fyrir ársfjórðungi lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu í skipulagsráði þar sem óskað var eftir því að fá kynningu á skipulagi Baldurstorgs inn á næsta fund ráðsins. Umræður höfðu orðið um hönnun torgsins á opinberum vettvangi og því talið eðlilegt að ráðið tæki málið til sín og til að fara yfir það. Enda þótt tillagan hafi verið lögð fram 12. janúar 2011 hefur enn ekki verið orðið við henni. Verklag meirihluta skipulagsráðs í ekki stærra máli vekur nokkra furðu enda ekki venja á vettvangi borgarinnar að hundsa tillögur um kynningu á málum. Er tillagan því ítrekið hér þremur mánuðum síðar. Farið var vandlega yfir feril málsins þegar tillagan var upprunalega lögð fram og er vísað í þann texta enda stendur óhaggað allt sem þar er sagt. Illskiljanlegar fullyrðingar meirihluta ráðsins í þversögn við staðfestan feril í borgarkerfinu breyta augljóslega engu þar um".
Samþykkt að óska eftir kynningu á skipulagi Baldurstorgs og útliti þess á næsta fundi skipulagsráðs.
Umsókn nr. 110134
14. Mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurborgar, reglur og samþykktarferli Framkvæmda- og eignasviðs
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa drögum að reglum og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar til umsagnar fagráða, fjármálaskrifstofu og innkaupaskrifstofu.
Hrólfur Jónsson sviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs kynnti.
Umsókn nr. 110142
15. Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, tillaga að verkefnum
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa erindi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. s.m. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011 til umsagnar fagráða.
Frestað.
Umsókn nr. 110152
16. Færanlegar leikstofur, tillaga Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur
Kynntar tillögur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur að staðsetningu færanlegra leikstofa við hluta leikskóla Reykjavíkurborgar.
Rúnar Gunnarsson kynnti.
Umsókn nr. 42867
17. Hringbraut - Héðinsvöllur, friðun, ytra byrði og garðveggir
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði leikvallarskýlis og garðveggjum umhverfis Héðinsvöll við Hringbraut.
Umsókn nr. 42866 (01.17.101.1)
18. Laugavegur 11, friðun, ytra byrði framhúss
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 24. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 7. og 10. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrgði framhúss á lóð nr. 11 við Laugaveg.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 11 við Laugaveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."
Umsókn nr. 42883
19. Ásvallagata 33-65, friðun, ytra byrði og garðveggir
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 33-65 við Ásvallagötu.. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."
Umsókn nr. 42884
20. Bræðraborgarstígur 47-55, friðun, ytra byrði og garðveggir
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 47-55 við Bræðraborgarstíg.. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."
Umsókn nr. 42885
21. Hringbraut 52-90, friðun, ytra byrði og garðveggir
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 52-90 við Hringbraut. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."
Umsókn nr. 42886
22. Brávallagata 42-50, friðun, ytra byrði og garðveggir
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 42-50 við Brávallagötu. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."
Umsókn nr. 42887
23. 7">Hofsvallagata 15-23, friðun, ytra byrði og garðveggir
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 15-23 við Hofsvallagötu. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."
Umsókn nr. 80717 (01.6)
600169-2039
Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
24. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi breytt deiliskipulag lóðar Háskóla Íslands vestan Suðurgötu.
Umsókn nr. 90424 (01.21.6)
25. Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um deiliskipulag Borgartúnsreits vestur, reit 1.216.
Umsókn nr. 110016
26. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2011
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2011.
Umsókn nr. 100307
250572-3959
Bjarni Pálsson
Brautarholt 1 116 Reykjavík
27. Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um lýsingu vegna deiliskipulags golfvallar við Brautarholt á Kjalarnesi.
Umsókn nr. 100408 (04.38.86)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
28. Selásskóli, Selásbraut 109, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut.
Umsókn nr. 100452 (05.8)
500299-2319
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
090452-4019
Þorgeir Benediktsson
Sílakvísl 2 110 Reykjavík
29. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á Hólmsheiði, Fjárborg og Almannadal.