Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Hólmsheiði, deiliskipulag,
Hverfisgata 28,
Vallarstræti,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Borgartún 8-16,
Bankastræti 14,
Skaftahlíð 24,
Austurbakki 2, Tónlistarhús,
Kjalarnes, Móavík,
Flugvallarvegur,
Þórsgata 29,
Geldinganes,
Bergþórugata 1,
Melgerði 1,
Seilugrandi,
Tangabryggja 14-16,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Varmadalur 125767,
Stakkholt 2-4,
Mjölnisholt 12-14,
Austurhöfn,
Urðarstígsreitir,
Bergstaðastræti 13,
Bergstaðastræti 13,
Bergstaðastræti 13,
Skipulagsráð
219. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 13. október kl. 08:10, var haldinn 219. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sældal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Lílja Grétarsdóttir og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 8. október 2010.
Umsókn nr. 100259 (05.8)
561204-2760
Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
2. Hólmsheiði, deiliskipulag, jarðvegsfylling
Á fundi skipulagsstjóra 24. september 2010 var lögð fram tillaga Landmótunar dags. 8. júlí 2010 að deiliskipulagi fyrir jarðvegsfyllingu á Hólmsheiði. Tillagan felur í sér heimild til losunar á ómenguðum jarðvegi til ársins 2020. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að eldra deiliskipulag á Hólmsheiði sem tók gildi 7. apríl 2010 og deiliskipulag fyrir miðlunargeyma á Hólmsheiði sem tók gildi 30. febrúar 2008, falli úr gildi við samþykkt tillögunnar. Auglýsing stóð yfir frá 11. ágúst 2010 til og með 22. september 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Landeigendur í Hólmsheiði dags. 20. september 2010, Guðmundur Ósvaldsson f.h. Græðis fél. landeigenda dags. 22. september 2010 og Þórir J. Einarsson dags. 22. september 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. október 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100352 (01.17.11)
421199-2569
Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
3. Hverfisgata 28, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.1
Lögð fram umsókn Arkitektur.is dags. 24. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1 vegna lóðar nr. 28 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að flytja núverandi hús við Hverfisgötu 28, samkvæmt uppdrætti dags. 24. september 2010.
Synjað.
Ekki er fallist á að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir því að flytja megi húsið að Hverfisgötu 28. Skipulagsráð mun taka afstöðu til uppbyggingar á reitnum í heild sinni.
Umsókn nr. 100060 (01.14.04)
4. Vallarstræti, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Björns Ólafs arkitekts dags. 18. febrúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðanna nr. 7 við Aðalstræti, nr. 4 við Vallarstræti og nr. 2 við Thorvaldssenstræti. Í breytingunni felst að byggt verði fimm hæða hús með kjallara sunnan Vallarstrætis á nýrri lóð sem sameinar lóðirnar Aðalstræti 7 samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti dags. 23. apríl 2010.
Kynnt.
Umsókn nr. 42151
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 607 frá 12. október 2010.
Umsókn nr. 100145 (01.22.01)
680504-2880
PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
681205-3220
Höfðatorg ehf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
6. Borgartún 8-16, (fsp) færsla á byggingarmagni
Lögð fram að nýju fyrirspurn PK Arkitekta dags. 14. apríl 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgsreits. Einnig er lagt fram erindi PK - Arkitekta dags. 23. september 2010 ásamt uppdrætti dags. 4. apríl 2008 breyttur 27. ágúst 2010 og skýringaruppdrætti dags. 20. september 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100364 (01.17.12)
620509-1320
GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
550708-0430
Húsfélagið Bankastræti 14
Fannafold 114 112 Reykjavík
7. Bankastræti 14, (fsp) stækkun húss o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar dags. 7. október 2010 varðandi stækkun á húsi nr. 14 við Bankastræti til norðurs og suðurs, setja svalir á aðra, þriðju og fjórðu hæð og klæða húsið með náttúrusteini, samkvæmt tillögu GP-arkitekta dags. október 2010.
Neikvætt.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi telst lóðin að Bankastræti 14 fullbyggð. Ekki er fallist á að breyta gildandi deiliskipulagi til þess að auka við nýtingu lóðarinnar.
Umsókn nr. 100318 (01.27.42)
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
711208-0700
Reitir fasteignafélag hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
8. Skaftahlíð 24, (fsp) stækkun
Á fundi skipulagsstjóra 10. september 2010 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 3. september 2010 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 24 við Skaftahlíð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010.
Kynnt.
Umsókn nr. 100293
500299-2319
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
9. Austurbakki 2, Tónlistarhús, bráðabirgðafrágangur lóðar
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 8. október 2010, að bráðabirgðafrágangi lóðar tónlistarhússins Hörpu að Austurbakka 2. Einnig lagt fram bréf Portusar og Austurhafnar - TR dags. 8. október 2010
Frestað.
Umsókn nr. 100314
521004-2740
Themis ehf lögmannsstofa
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
10. Kjalarnes, Móavík, málskot
Lagt fram málskot Themis Lögmannsstofu dags. 30. ágúst 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12.ágúst 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100328 (01.62.8)
550169-6149
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík
Flugvallarvegi 101 Reykjavík
420381-0349
Verkfræðistofa Sigurðar Sigurðs
Hegranesi 15 210 Garðabær
11. Flugvallarvegur, málskot
Lagt fram málskot Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 8. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi afnot af grænu svæði, stækkun á lóð og viðbótarbílastæði, breikkun og færslu á núverandi inn- og útkeyrslu ásamt því að leggja nýja innkeyrslu á lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100334 (01.18.13)
610390-2269
Teiknistofa Gunnars Hanssonar
Bolholti 8 105 Reykjavík
060759-5539
Pétur Hafsteinn Pálsson
Efstahraun 32 240 Grindavík
12. Þórsgata 29, málskot
Á fundi skipulagsstjóra 17. september 2010 var lagt fram málskot Helgu Gunnarsdóttur f.h. Péturs H. Pálssonar dags. 10. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra 9. júlí 2010 varðandi aukningu á byggingarmagni á lóð nr. 29 við Þórsgötu. Erindi var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100043 (02.1)
410493-2099
Kayakklúbburinn
Álfhólsvegi 106 200 Kópavogur
13. Geldinganes, aðstaða fyrir Kayakklúbbinn
Lagt fram bréf Kayakklúbbsins dags. 20. janúar 2010 varðandi aðstöðu fyrir félagið á Geldinganesi samkvæmt uppdrætti Pk-hönnunar dags. 10. janúar 2004. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 28. apríl 2010 og bréf Kayakklúbbsins dags. 31. mars 2010. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 30. apríl 2010 var erindi vísað til umsagnar íþrótta og tómstundaráðs. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn íþrótta- og tómstundaráðs og mati Framkvæmda- og eignasviðs um erindið.
Frestað.
Umsókn nr. 100191 (01.19.02)
111247-3079
Auður Haralds
Bergþórugata 1 101 Reykjavík
14. Bergþórugata 1, lagt fram bréf
Á fundi skipulagsráðs 14. júlí 2010 var lagt fram bréf Auðar Haralds, mótt. 10. maí 2010, vegna Bergþórugötu Einnig voru lögð fram eldri gögn málsins. Erindinu var vísað til umsagnar hjá embætti borgarlögmanns og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn borgarlögmanns dags. 27. september 2010.
Umsókn nr. 100270 (01.81.40)
070957-2489
Halla Arnardóttir
Melgerði 1 108 Reykjavík
010372-3569
Magnús Albert Jensson
Langagerði 88 108 Reykjavík
15. Melgerði 1, lóðarstækkun
Lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100357 (01.51)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
16. Seilugrandi, lóðaafmörkun
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 29. september 2010 varðandi afmörkun á lóð fyrir dælustöð fráveitu við enda Seilugranda, samkvæmt uppdrætti Orkuveitu Reykjavíkur dags. 20. september 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100245 (04.02.3)
030154-3129
Ingibjörg G Tómasdóttir
Naustabryggja 13 110 Reykjavík
17. Tangabryggja 14-16, bílasala
Lagt fram bréf Ingibjargar Tómasdóttur dags. 18. maí 2010 vegna bílasölu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Einnig lagt fram bréf forstjóra Björgunar dags. 22. júní 2010 ásamt bréfi formanns íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 16. júní 2010. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 18. ágúst 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100355
18. Skipulagsráð, tillaga um kynningu á framkvæmdum
Lögð fram eftirfarandi tillaga. "Samfylkingin og Besti flokkurinn gera tillögu um að ítarleg kynning á framkvæmdum í borginni á framkvæmdarstað verði eitt af skilyrðum byggingarleyfis. Sérstök áhersla skal lögð á ítarlega myndræna kynningu og upplýsingatexta á byggingarstað þar sem byggt er í miðborginni. Slíkar upplýsingar skal setja upp á framkvæmdarstað um leið og framkvæmdir hefjast."
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Umsókn nr. 100366
500269-3249
Olíuverslun Íslands hf
Pósthólf 310 121 Reykjavík
19. Skipulagsráð, Fjölorkustöðvar
Lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands hf. dags. 6. október 2010 þar sem félagið upplýsir skipulagsráð Reykjavíkur að félagið hafi á stefnuskrá sinni að gera í framtíðinni stærstu þjónustustöðvar sínar að fjölorkustöðvum. Bréfinu fylgir afrit af bréfi til Sorpu dags. 5. október 2010 varðandi dreifingu á metangasi fyrir bifreiðar.
Frestað.
Umsókn nr. 42150 (00.08.000.2)
20. Varmadalur 125767, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. okt. 2010 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á hluta jarðarinnar í Varmadal, Varmadal 3.
Frestað.
Umsókn nr. 41590 (00.01.800.0)
21. Stakkholt 2-4,
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Frestað.
Umsókn nr. 41591 (01.24.110.4)
22. Mjölnisholt 12-14,
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Frestað.
Umsókn nr. 90009 (01.11)
23. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Bréf borgarstjóra dags. 7. október 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna TRH.
Umsókn nr. 100103 (01.18.6)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24. ">Urðarstígsreitir, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 11. mars 2010 ásamt kæru dags. 2. mars 2010 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun varðandi Urðarstígsreit í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 6. október 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 100234 (01.18.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. október 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík með atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og þremur íbúðum á annarri til fjórðu hæð.
Úrskurðarorð:Kæru Bernhöftsbakarís ehf. er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 sem staðfest var í borgarráði 25. febrúar s.á. um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.
Umsókn nr. 100345 (01.18.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26. >Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. október 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík með atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og þremur íbúðum á annarri til fjórðu hæð.
Úrskurðarorð:Kæru Bernhöftsbakarís ehf. er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 sem staðfest var í borgarráði 25. febrúar s.á. um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.
Umsókn nr. 100350 (01.18.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
27. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. október 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík með atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og þremur íbúðum á annarri til fjórðu hæð.
Úrskurðarorð:Kæru Bernhöftsbakarís ehf. er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 sem staðfest var í borgarráði 25. febrúar s.á. um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.