Kjalarnes, Varmadalur, Austurhöfn, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, Hlíðarendi, Valssvæði, Slippa- og Ellingsenreitur, Vesturgata 5B, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hverfisgata 18, Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut, Lóð fyrir einkasjúkrahús, Laufásvegur 68, Bergstaðastræti 13, Fálkagötureitur,

Skipulagsráð

216. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 22. september kl. 09:10, var haldinn 216. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum Jóhannes Kjarval, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar og Margrét Leifsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 90183
1.
Kjalarnes, Varmadalur, breyting á aðalskipulag
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. maí 2010 að breytingu á aðalskipulagi vegna Varmadals á Kjalarnesi. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 24. mars 2010

Vísað til meðferðar í vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur.

Umsókn nr. 90009 (01.11)
2.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Portus ehf. dags. 14. nóvember 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 14. desember 2009 mótt. 12. apríl 2010. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar dags. 12. febrúar 2010, minnisblað Mannvits dags. 23. október 2009, bókun umhverfis- og samgönguráðs vegna málsins dags. 23. febrúar 2010 og bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 28. maí 2010. Tillagan var auglýst frá 12. maí til og með 27. ágúst 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Torfi Hjartarson f.h. Eignarhaldsfélagsins Portus ehf dags. 18. júní 2010 og Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka Ferðaþjónustunnar dags. 22. júní 2010. Einnig lagt fram bréf borgarráðs dags. 29. júní ásamt afriti af bréfi samtaka Ferðaþjónustunnar til borgarráðs dags. 24. júní 2010. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. júlí 2010 og umhverfisskýrsla skipulagshöfunda dags. í júlí 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. september 2010.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
3.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Á fundi skipulagsstjóra 2. júlí 2010 var lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 10:20 Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum í hans stað
Athugasemdir kynntar
Frestað.


Umsókn nr. 100183 (01.6)
710178-0119 Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
4.
Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Lögð fram tillaga T.ark Teiknistofunnar ehf. að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á norð-austur hluta flugvallarsvæðisins samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 19. maí 2010. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ Ráðgjöf dags. í maí 2010 og bréf Reita dags. 7. júní 2010. Erindi var sent til umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar Íslands og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögnum, Flugmálastjórnar dags. 2. júlí 2010, Vegagerðarinnar dags. 31. ágúst 2010, Umhverfisstofnunar dags. 3. september 2010 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs dags. 31. ágúst 2010 þar sem óskað er frekari gagna. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs s.d.
Ragnar Atli Guðmundsson og Halldór Eiríksson arkitekt kynntu tillöguna.
Frestað.


Umsókn nr. 100098 (01.62)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
5.
Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 23. júlí 2010 var lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2010 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Í tillögunni felst breyting á gildandi deiliskipulagi sem byggir á niðurstöðu í vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar, samkvæmt uppdrætti dags. 30. apríl 2010. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 30. apríl 2010, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10 mars 2010 og 20. maí 2010, minnisblað skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010, minnisblaði Menntasviðs dags. 17. maí 2010 varðandi þörf á skóla og leikskóla fyrir Valssvæði að Hlíðarenda og hljóðvistarskýrslum og greinargerð dags. í maí 2010. Auglýsing stóð yfir frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Bragi Halldórsson dags. 9. júní 2010 THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Isavia ohf. dags. 15. júlí og THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Reita dags. 16. júlí, Stefán Karlsson f.h. Knattspyrnufélagsins Vals dags. 19. júlí 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags 13. september 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100336 (01.11.53)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
6.
Slippa- og Ellingsenreitur, breyting á deiliskipulagi vegna reits R16
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 17. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits Slippa- og Ellingsenreits vegna reits R16 samkvæmt uppdrætti dags. 16. september 2010. Í breytingunni felst að á lóðina verður flutt 20. aldar hús, fiskþurrkunarhúsið Sólfell.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að vísa tillögunni til kynningar hjá menningar- og ferðamálaráði og til umsagnar hjá Minjasafni Reykjavíkur.


Umsókn nr. 70806 (01.13.61)
7.
Vesturgata 5B, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Lögð fram tillaga Argos, dags. 14. des. 2007, að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóð nr. 5B við Vesturgötu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 42073
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 604 frá 21. september 2010.


Umsókn nr. 41587 (01.17.100.5)
430305-0180 Linda Mjöll ehf
Laugavegi 11 101 Reykjavík
700909-0340 Hverfiseignir ehf
Skaftahlíð 24 105 Reykjavík
9.
">Hverfisgata 18, breytingar innanhúss - endurnýjað veitingaleyfi
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki III í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Bréf frá arkitekt dags. 26. maí 2010 fylgir, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2010 og mótmælum dags. 31. maí 2010. Meðfylgjandi einnig mótmæli dags. 24. júní.2010. Meðfylgjandi er hljóðvistarskýrsla dags. 19. júlí 2010, bréf heilbrigðisfulltrúa dags. 2.júlí 2010 og glugga- og glerskoðun byggingarfulltrúa dags. 5. júlí 2010, hljóðvistarskýrsla 2 dags. 24. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. september 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 100329 (01.19)
500810-0410 Nýr Landspítali ohf
Lindargötu Arnarhvoli 150 Reykjavík
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
10.
Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. sept. 2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að hafin verði endurskoðun skipulags á athafnasvæði Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut til samræmis við meginatriði í kynntri vinningstillögu.

Það er þó álit skipulagsráðs að nauðsynlegt sé að vinna rammaskipulag svæðisins en í nýsamþykktum skipulagslögum er sveitarfélögum veitt heimild til að kveða á um þróun byggðar á nýjum eða eldri svæðum í rammahluta aðalskipulags. Það er álit skipulagsráðs að það sé tilvalið að nýta þá heimild til að kveða á um framtíðaruppbyggingu á lóð Landsspítalans, sér í lagi í ljósi þess að uppbyggingin mun taka langan tíma. Rammaskipulagið yrði þ.a.l. hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur og með því yrði framtíðarsýn LSH og Reykjavíkur varðandi svæðið staðfest.

Skipulagsráð leggur jafnframt ríka áherslu á að hvert skref í uppbyggingaráformum LSH sé fullunnið og frágengið hverju sinni og að unnið verði deiliskipulag fyrir hvern uppbyggingaráfanga, til samræmis við rammaskipulag. Telur skipulagsráð að slíkt vinnulag sé nauðsynlegt til að tryggja bestu mögulega ásýnd þessa mikilvæga svæðis í Reykjavík, á öllum skeiðum uppbyggingar.


Umsókn nr. 100208
11.
Lóð fyrir einkasjúkrahús, staðsetning
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 14. maí 2010 vegna erindis Ástráðar Haraldssonar f.h. undirbúningsfélags um stofnun og rekstur einkasjúkrahúss í Reykjavík dags 22. mars 2010 varðandi staðsetningu fyrir slíkt sjúkrahús innan borgarmarkanna.

Sóley Tómasdóttir vék af fundi 11:55
Frestað.

Umsókn nr. 100157 (01.19.72)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Laufásvegur 68, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 31. mars 2010, vegna ákvörðunar borgarráðs frá 18. febrúar 2010, þess efnis að leggja fyrir kæranda að færa mannvirki á suðurhluta lóðar nr. 68 við Laufásveg til þess horfs sem sýnt er á samþykktum aðaluppdráttum frá 21. mars 2007 og fjarlægja útigeymslu sem staðsett er utan byggingarreits. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100234 (01.18.13)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 14. júní 2010 þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. feb. 2010 á endurnýjun byggingarleyfis vegna viðbyggingar við Bergstaðastræti 13. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september 2010
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 90288 (01.55)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Fálkagötureitur, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. ágúst 2009 ásamt kæru frá 31. júlí 2008 á ákvörðun borgarráðs þ. 28. maí 2008 um samþykkt deiliskipulags fyrir Fálkagötureit. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.