Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð
Verknúmer : SN100183
216. fundur 2010
Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Lögð fram tillaga T.ark Teiknistofunnar ehf. að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á norð-austur hluta flugvallarsvæðisins samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 19. maí 2010. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ Ráðgjöf dags. í maí 2010 og bréf Reita dags. 7. júní 2010. Erindi var sent til umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar Íslands og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögnum, Flugmálastjórnar dags. 2. júlí 2010, Vegagerðarinnar dags. 31. ágúst 2010, Umhverfisstofnunar dags. 3. september 2010 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs dags. 31. ágúst 2010 þar sem óskað er frekari gagna. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs s.d.
Ragnar Atli Guðmundsson og Halldór Eiríksson arkitekt kynntu tillöguna.
Frestað.
317. fundur 2010
Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Lögð fram tillaga T.ark Teiknistofunnar ehf. að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á norð-austur hluta flugvallarsvæðisins samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 19. maí 2010. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ Ráðgjöf dags. í maí 2010 og bréf Reita dags. 7. júní 2010. Erindi var sent til umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar Íslands og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögnum, Flugmálastjórnar dags. 2. júlí 2010, Vegagerðarinnar dags. 31. ágúst 2010, Umhverfisstofnunar dags. 3. september 2010 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs dags. 31. ágúst 2010.
Vísað til skipulagsráðs.
208. fundur 2010
Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Lögð fram tillaga T.ark Teiknistofunnar ehf. að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á norð-austur hluta flugvallarsvæðisins samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 19. maí 2010
Einnig lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ Ráðgjöf dags. í maí 2010.
Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi við umfjöllun málsins
Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur.
Einnig er samþykkt að óska eftir umsögnum Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar Íslands um tillöguna.
207. fundur 2010
Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Lögð fram drög að tillögu Teiknistofunnar ehf. dags. í maí 2010 að deiliskipulagi vegna samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri.
Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi við umfjöllun málsins
Halldór Guðmundsson og Halldór Eiríksson arkitektar kynntu.