Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Tunguvegur 19, Breiðagerði 20, Austurhöfn, Austurstræti 6, Egilsgata 3, Grensásvegur 15, Aðalskipulag Reykjavíkur, Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Lækjargata 8, Barónsstígur 47, Laugavegur 12, Tjarnargata 46, Tryggvagata 11, Þjóðhildarstígur, Vitastígur 18, Haukdælabraut 94, Grandagarður 2, Hagamelur 1, Fróðengi 1-11, Spöngin 43,

Skipulagsráð

200. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 09:10, var haldinn 200. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Sigurður Kaiser Guðmundsson, Magnús Skúlason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir, Björn Axelsson, Bragi Bergsson og Margrét Þormar Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. febrúar 2010.


Umsókn nr. 90453 (01.83.70)
251255-7179 Sæmundur Pálsson
Hlyngerði 4 108 Reykjavík
2.
Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 2. desember 2009. Tillagan var kynnt frá 17. desember til og með 14. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún María Ólafsdóttir, dags. 12. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 9. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100051 (01.81.70)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Breiðagerði 20, deiliskipulag
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. febrúar 2010, varðandi deiliskipulag lóðarinnar nr. 20 við Breiðagerði. Í tillögunni er gert ráð fyrir að sameina lóð skólans og opið svæði sunnan við skólalóðina, staðsetja boltagerði í suðurhluta lóðar og staðsetja byggingarreit fyrir færanlegar stofur samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. febrúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 90009 (01.11)
660805-1250 Eignarhaldsfélagið Portus ehf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
4.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Portus ehf., dags. 14. nóvember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins, dags. 14. desember 2009 mótt. 23. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar dagsett 12. febrúar 2010, skýringaruppdráttur Batterísins, dags. 14. desember 2010 mótt. 23. febrúar 2010 og minnisblað Mannvits, dags. 23. október 2009. Einnig er lögð fram bókun umhverfis- og samgönguráðs vegna málsins dags. 23. febrúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð tekur undir og ítrekar þau atriði sem fram koma í bókun umhverfis- og samgönguráðs. Skipulagsráð vill að auki beina þeim tilmælum til umsækjanda að í deiliskipulaginu verði gert ráð fyrir að unnin verði samgöngustefna hússins þar sem m.a. verði gert ráð fyrir því að viðburðir hefjist ekki allir á sama tíma og að tímasetning viðburða skarist ekki á við meginþunga umferðar í miðborginni.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs; Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað ásamt áheyrnarfullrúa Frjálslyndra og óháðra; Magnúsi Skúlasyni: Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista í skipulagsráði geta ekki fallist á þær forsendur sem gefnar hafa verið varðandi bílaumferð í tengslum við viðburði í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir fjórum akreinum í og úr bílastæðakjallara hússins sem verða mikið lýti í borgarlandinu, jafnvel þótt gróðri og grænum reitum verði komið fyrir í samræmi við bókun umhverfis- og samgönguráðs.
Ljóst er að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið mun laða mikið af fólki í miðbæinn og brýnt að skipulag svæðisins hvetji ekki til aukinnar notkunar einkabílsins. Breidd gatna skiptir þá gríðarlegu máli, enda hefur reynslan sýnt að bílanotkun eykst eftir því sem göturnar verða stærri. Fulltrúarnir hefðu viljað sjá færri akreinar ofan í kjallarann, sér í lagi þar sem gert er ráð fyrir fleiri inngöngum í bílakjallarann þegar fram í sækir.
Fulltrúarnir telja jafnframt mikilvægt að mótuð verði samgöngustefna í tengslum við rekstur hússins, þar sem tekið verði á tímasetningum viðburða, hjólreiðum, gönguleiðum og almenningssamgöngum til að stuðla að fjölbreyttum samgönguháttum gesta hússins.



Umsókn nr. 100012 (01.14.04)
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
6.
Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 7. janúar 2010. Einng lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 90336 (01.19.32)
690486-1139 Domus Medica,húsfélag
Egilsgötu 3 101 Reykjavík
7.
Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Domus Medica, dags. 23. september 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar, dags. 22. september 2009. Auglýsing stóð frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar, dags. 4. nóvember 2009, Þorsteinn Steingrímsson f.h. Álftavatns ehf., mótt. 4. desember 2009, Jóhann Friðbjörnsson og Regína Sveinsdóttir, mótt. 11. desember 2009, Hermann Bridde, Anna Ármansdóttir og Vilhelmína Kristinsdóttir f.h. húseigenda Egilsgötu 12 og fleiri húseigendum við Egilsgötu, mótt. 11. desember 2009, Karl Kristjánsson og Steinunn Helgadóttir, dags. 13. desember 2009.
Frestað

Umsókn nr. 100021 (02.46.5)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
9.
Grensásvegur 15, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2010, að breytingu á deiliskipulagi Skeifan-Fenin vegna lóðarinnar nr. 15 við Grensásveg. Í breytingunni felst að lóðarmörk eru færð þannig að loftmælingastöð verði innan lóðarmarka samkvæmt uppdrætti, dags 14. janúar 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

Umsókn nr. 100058
10.
Aðalskipulag Reykjavíkur, heildarskipulag útivistarsvæða
Kynnt drög að stefnu fyrir heildarskipulag útivistarsvæða í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig lögð fram skýrsla Air-OPERA, dags. 11. janúar 2010.
Kynnt

Umsókn nr. 100033 (01.11.702.05)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
11.
Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, sameining lóða
Lögð fram umsókn THG arkitekta f.h. lóðarhafa, dags. 25. janúar 2010, um sameiningu lóðanna Þingholtsstrætis 2-4 og Skólastrætis 1 í þeim tilgangi að nýta byggingarrétt samkvæmt núgildandi deiliskipulagi á báðum lóðunum undir íbúðahótel. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010, minnisblað THG arkitekta dags. 19. febrúar 2010 ásamt tölvupósti THG dags. 23. febrúar 2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að lóðarhafi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs óskuðu bókað: Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs gera ekki athugasemdir við erindið að svo stöddu en gera alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afstöðu að kynningarferli loknu.


Umsókn nr. 41129
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 576 frá 23. febrúar 2010.


Umsókn nr. 40957 (01.14.051.0)
450269-3609 Lækur ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
13.
Lækjargata 8, breyting inni, veitingastaður
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. febrúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III á neðri hæð (mhl 01) og í bakhúsi (mhl 02) verslunarhússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 27. janúar, umsögn Minjasafns Reykjavíkur og bréf hönnuðar, dags. 3. febrúar 2010.Einnig fylgir skýrsla um hljóðvist, dags. 16. febrúar 2010.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 40980 (01.19.310.1)
710304-3350 Álftavatn ehf
Kringlunni 7 103 Reykjavík
14.
Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. janúar þar sem spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda, dags. 21. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Arkþing, dags. 11. febrúar 2010, ásamt uppdráttum, dags. 12. febrúar 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 100050 (01.17.14)
240374-5799 Guðfinnur Sölvi Karlsson
Asparholt 3 225 Álftanes
15.
Laugavegur 12, ( fsp) veitingastaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Guðfinns Sölva Karlssonar, dags. 11. febrúar 2010, þar sem spurt er hvort reka megi veitingastað í flokki II á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 22. febrúar 2010.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt

Umsókn nr. 41031 (01.14.300.6)
291039-7669 Guðmundur G Þórarinsson
Rauðagerði 59 108 Reykjavík
061247-4599 Ingibergur E Þorkelsson
Bretland
16.
Tjarnargata 46, (fsp) fjölga íbúðum
Á fundi skipulagsstjóra 12. febrúar 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. febrúar 2010 þar sem spurt er hvort fjölga megi íbúðum í fimm í einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Tjarnargötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 19. febrúar 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 100059 (01.11.74)
110757-2559 Ingunn Ólafía Blöndal
Vesturholt 3 220 Hafnarfjörður
17.
Tryggvagata 11, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Ó. Blöndal og Arnar Stefánssonar, dags. 17. febrúar 2010, um að breyta jarðhæð hússins nr 11 við Tryggvagötu í veitingastað og annarri til sjöttu hæð í hótel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 22. febrúar 2010
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið. Landnotkun samræmist gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur.

Umsókn nr. 80548 (04.11)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Lónsbraut 2 220 Hafnarfjörður
18.
Þjóðhildarstígur, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 22. ágúst 2008, var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf, dags. 21. ágúst 2008, þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir, dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 13. október 2008, og umsögn skipulagsstjóra ,dags. 20. október 2008.
Frestað.

Umsókn nr. 100054 (01.19.02)
560997-3109 Yrki arkitektar ehf
Hverfisgötu 76 101 Reykjavík
19.
Vitastígur 18, málsskot
Lagt fram málskot Kathleen Cheong, dags. 14. febrúar 2010, ásamt uppdrætti Yrkis, dags. br. 7. febrúar 2010, vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. ágúst 2009 á beiðni um að byggja við og stækka einbýlishús úr timbri á lóð nr. 18 við Vitastíg. Einnig lögð fram umsögn skipulagssjóra, dags. 22. febrúar 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 100067 (05.11.41)
501299-2279 EON arkitektar ehf
Nóatúni 17 105 Reykjavík
20.
Haukdælabraut 94, málskot
Lagt fram málskot Hlédísar Sveinsdóttur og Gunnars B. Stefánssonar f.h. lóðareigenda að Haukdælabraut 94, dags. 19. febrúar 2010, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra 15. janúar 2010 á fyrirspurn um breytingu á byggingarreit á lóðinni nr. 94 við Haukdælabraut.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 15. janúar sl. staðfest.

Umsókn nr. 41083 (01.11.530.1)
23.
Grandagarður 2,
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 12. þ.m., þar sem tilkynnt er um friðun menntamálaráðherra frá 3. þ.m. á ytra borði aðalhúss Alliance byggt 1924 - 25 á lóð nr. 2 við Grandagarð.
Málinu fylgir afrit friðunarskjals, dags. 3. febrúar 2010, og bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 8. þ.m.



Umsókn nr. 100065 (01.54.21)
25.
Hagamelur 1, deiliskipulag
Lögð fram samþykkt menntaráðs Reykjavíkur, dags. 10. febrúar 2010, þar sem óskað er eftir því að skólalóð Melaskóla verði deiliskipulögð. Einnig lögð fram bókun menntaráðs, dags. 12. febrúar 2010, varðandi erindi foreldrafélags Melaskóla.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100066 (02.37.6)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Fróðengi 1-11, Spöngin 43, Kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18. febrúar 2010, ásamt kæru, dags. 28. janúar 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Spangarinnar varðandi Fróðengi 1-11 í Reykjavík.