Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Austurstræti 6,
Vogar sunnan Skeiðarvogs,
Áland / Furuborg,
Norðlingabraut 5,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Skútuvogur 8,
Vallarstræti,
Hverfisgata 78,
Yfirlit um afgreiðslu byggingarleyfisumsókna árið 2009,
Laufásvegur 68,
Hjólreiðaáætlun,
Völundarverk,
Hverafold 130,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Barðastaðir 61,
Austurstræti 20,
Elliðaárdalur,
Haðaland 26, Fossvogsskóli,
Lambhagaland - 189563,
Vínlandsleið 1,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Skipulagsráð
195. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 13. janúar kl. 09:10, var haldinn 195. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Ágúst Jónsson.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 18. desember 2009 og 8. janúar 2010.
Umsókn nr. 100012 (01.14.04)
291246-4519
Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
2. Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 7. janúar 2010.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti.
Umsókn nr. 90101 (01.4)
3. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Hús og skipulag ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs, dags. mótt. 8. janúar 2010. Einnig er lögð fram að lokinni forkynningu forsögn að deiliskipulagi reitsins, dags. 18. júní 2009 og þær ábendingar sem bárust við forkynningunni.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 90093
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4. Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 5. mars 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits, auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti, dags. 3. mars 2009. Einnig eru lögð fram drög að svifryks- og hljóðvistarmælingum fyrir lóðina. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugsemdir bárust.
Frestað.
Skipulagsráð felur embætti skipulagsstjóra að láta fara fram svifryksmælingar á svæðinu í febrúar.
Umsókn nr. 100004
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
5. Norðlingabraut 5, breyting á deilsikipulagi
Lagt fram erindi orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. janúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Norðlingabraut. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð og gerðir eru tveir nýjir byggingareitir samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 4. janúar 2010.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti.
Umsókn nr. 40855
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 569 frá 22. desember 2009 og nr. 570 frá 12. janúar 2010.
Umsókn nr. 40074 (01.42.060.1)
510907-0940
Reitir I ehf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
7. Skútuvogur 8, br. starfsemi úti, inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, skyggni á suðurhlið fjarlægt, innkeyrsluhurðum á suðurhlið fækkað og stækkaðar og bætt við innkeyrslurampa fyrir bíla í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Skútuvog.
Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags 22. júní 2009, fylgiskjöl um lagnir í grunni vegna olíuskilju og bréf frá skipulags og byggingarsviði Reykjavíkur fylgir erindinu. Bréf frá hönnuði dags. 27. nóvember 2009 og umsögn skipulagsstjóra, dags. 11. desember 2009.
Kynnt.
Umsókn nr. 100001
291246-4519
Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
8. 01">Vallarstræti, (fsp) breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar, dags. 26. október 2009, ásamt uppdrætti Björns Ólafs, dags. 5. nóvember 2009, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðanna að Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Í fyrirspurninni er gert ráð fyrir að núverandi hús standi áfram á sínum stað og að byggð verði hótelbygging á bakvið og á milli núverandi húsa.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við fyrirspurnina sem síðar verður endurauglýst og kynnt fyrir þeim hagsmunaaðilum sem komið hafa athugasemdum á framfæri við fyrri auglýsingu málsins.
Ráðið fagnar jafnframt þeim breytingum sem hafa átt sér stað við nánari þróun verkefnisins en fyrirspurnin gerir ráð fyrir því að salurinn sem hýsir skemmistaðinn Nasa verði varðveittur auk endurgerð gamalla húsa á reitnum á sínum upphaflega stað. Er um að ræða jákvæða breytingu frá gildandi deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1987 þar sem gert er ráð fyrir að öll eldri húsin á reitnum víki fyrir nýrri byggð.
Umsókn nr. 100001 (01.17.3)
690903-4070
Hverfi ehf
Hverfisgötu 78 101 Reykjavík
020341-2979
Helgi Hafliðason
Stuðlasel 44 109 Reykjavík
9. Hverfisgata 78, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Helga Hafliðasonar ark. f.h. Hverfis ehf., dags. 21. desember 2009, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna ofanábyggingar á hús nr. 78 við Hverfisgötu skv. uppdráttum, dags. 17. nóvember 2009.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir ofanábyggingu hússins nr. 78 við Hverfisgötu. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.
Umsókn nr. 40907
10. Yfirlit um afgreiðslu byggingarleyfisumsókna árið 2009,
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa um afgreiðslu mála á fundum skipulagsráðs og afgreiðslufunda byggingarfulltrúa fyrir árið 2009.
Umsókn nr. 40906 (01.19.720.7)
11. Laufásvegur 68, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2009 til húseiganda á Laufásvegi 68, en í bréfinu er gerð tillaga um aðgerðir vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf lögmanns húseiganda dags. 22. desember 2009 og umsögn lögfræði og stjórnsýslu vegna málsins dags. 5. janúar 2010 og jafnframt bréf lögmanna húseiganda á Smáragötu 11 dags. 22. desember 2009.
Kynnt.
Umsókn nr. 90456
510402-2940
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
12. Hjólreiðaáætlun, kynning
Lögð fram til kynningar hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar "Hjólað í Reykjavík" dags. 2010.
Fulltrúar frá Umhverfis- og samgöngusviði kynntu áætlunina.
Umsókn nr. 90451
13. Völundarverk, atvinnuátaksverkefni
Kynnt staða verkefnisins Völundarverk. Völundarverk er atvinnuátaksverkefni sem gengur út á að skapa störf,endurgera gömul hús og varðveita handverkskunnáttu.
Margrét Leifsdóttir og Örn Baldursson kynntu.
Umsókn nr. 90421 (02.86.27)
060169-2259
Krystian Karol Gralla
Hverafold 130 112 Reykjavík
240760-2079
Ewa Krystyna Krauz
Hverafold 130 112 Reykjavík
14. Hverafold 130, málskot
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 27. nóvember 2009 var lagt fram málskot Krystian Gralla dags. 19. nóvember 2009 vegna neikvæðar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 15. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr 35 ferm. að stærð við parhúsið á lóð nr. 130 við Hverafold. Einnig lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 26. nóvember 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra , dags. 11. desember 2009.
Fyrra afgreiðsla staðfest með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 11. desember 2009.
Umsókn nr. 100014
15. Skipulagsráð, ár hönnunar
Lögð fram til kynningar samþykkt borgarstjórnar, dags. 5. janúar 2010, að á árinu 2010 verði sérstakt átak tileinkað íslenskri hönnun í Reykjavík með það að markmiði að styrkja enn frekar stöðu hönnunar í reykvísku umhverfi, byggingum, menningu og atvinnulífi.
Umsókn nr. 100003
16. Skipulagsráð, álit Samkeppniseftirlitsins
Lagt fram til kynningar álit Samkeppniseftirlitsins, dags. 16. desember 2009, Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns til Samkeppniseftirlitsins, dags. 29. september 2009.
Umsókn nr. 100008
17. Skipulagsráð, kosning fulltrúa í skipulagsráð
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. janúar 2009, um samþykkt borgarstjórnar, dags. 5. janúar 2009, að Ásgeir Ásgeirsson taki sæti í skipulagsráði í stað Stefáns Þórs Björnssonar og að Lena Helgadóttir taki sæti varamanns í ráðinu í stað Ásgeirs Ásgeirssonar.
Umsókn nr. 90371 (02.40.43)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18. Barðastaðir 61, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15. desember 2009, varðandi kæru vegna gróðursetningu trjáa og breytingu landslags í landi borgarinnar í grennd við Barðastaði 61 og 63.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 90457 (01.14.05)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19. Austurstræti 20, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. des. 2009, vegna samþykktar skipulagsráðs 2. des. 2009, sem var staðfest í borgarráði 10. des. 2009, þess efnis að tjald í bakgarði lóðarinnar nr. 20 við Austurstræti skyldi fjarlægt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. des. 2009 og bráðabirgðaúrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. des. 2009. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda við niðurrif umdeilds tjalds. Jafnframt er hafnað kröfu hans um frestun réttarháhrifa samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 10. desember 2009 á tillögu byggingarfulltrúa um að samkomutjald, sem sett hafi verið upp í óleyfi á lóð Hressingarskálans að Austurstræti 20, verði fjarlægt á kostnað eiganda, fjarlægi hann það ekki sjálfur innan tilskilins frests.
Umsókn nr. 90396 (04.2)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
500299-2319
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
20. Elliðaárdalur, breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. desember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða borholuhús Orkuveitu Reykjavíkur.
Umsókn nr. 90423 (01.86.39)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
21. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. desember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóða nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla.
Umsókn nr. 80630 (02.68.41)
22. Lambhagaland - 189563, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. janúar 2010, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg.
Umsókn nr. 90452 (04.11.14)
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
520171-0299
Húsasmiðjan ehf
Holtavegi 10 104 Reykjavík
23. Vínlandsleið 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. janúar 2010, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna lóðar nr. 1 við Vínlandsleið.
Umsókn nr. 90008
24. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun 2009
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 13. janúar 2010 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Samþykkt.
Af hálfu skipulagsráðs voru tilnefndir í vinnuhóp Stefán Benediktsson og Ásgeir Ásgeirsson.