Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Landspítali Háskólasjúkrahús,
Vogar sunnan Skeiðarvogs,
Lokastígsreitir 2, 3 og 4,
Fróðengi 1-11, Spöngin 43,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Laugarásvegur 73,
Vatnsstígur 4,
Austurstræti 6,
Skipulagsráð,
Kerfisáætlun 2009, afl- og orkujöfnuður 2012/13,
Laugavegur 86-94,
Þverholt 11,
Austurbrún 26,
Silfurteigur 2,
Sólvallagata 67,
Urðarstígsreitir,
Öskjuhlíð,
Húsahverfi svæði C,
Skipulagsráð
191. fundur 2009
Ár 2009, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 09:05, var haldinn 191. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar og Ágústa Sveinbjörnsdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Dagskrá:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13. og 20. nóvember 2009.
Umsókn nr. 60593 (01.19.8)
2. Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning
Farið yfir stöðu skipulagmála vegna uppbyggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl. 9:08
Gunnar Svavarsson formaður byggingarnefndar og og Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri kynntu.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun: "Ekki er til samþykkt deiliskipulag á spítalalóðinni sem gerir ráð fyrir þessari miklu uppbyggingu. Skipulagsráð leggur því áherslu á að samráðshópur um gerð deiliskipulags á lóðinni verði endurvakinn tafarlaust enda um umfangsmikið verkefni að ræða sem mun hafa róttæk áhrif á borgarmynd Reykjavíkur.
Staðsetning og stækkun á þessum stað er umdeild og kallar á aukið samráð og upplýsingamiðlun til borgarbúa.
Skipulagsráð telur nauðsynlegt að nýtt deiliskipulag á Landspítalalóðar taki mið af nærumhverfi sínu og að mælikvarðar endurspegli samspil og samhengi við þau hverfi sem að reitnum liggja. Spítalasvæðið þarf að vera opið og aðlaðandi. Taka ber tillit til niðurstöðu úr hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar frá ársbyrjun 2008 þar sem lögð er áhersla á þétt og blandað borgarumhverfi.
Lausnir þurfa að sýna vistvænar áherslur í skipulagsmálum, móta þarf samgöngustefnu sem er fallin til þess að að draga úr umferð og stuðlar að lífsgæðum, lýðheilsu og bætir borgarbrag".
Umsókn nr. 90101 (01.4)
3. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Hús og skipulag ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs dags. 17. nóvember 2009. Einnig er lögð fram að lokinni forkynningu forsögn að deiliskipulagi reitsins dags. 18. júní 2009 og athugasemdir sem bárust við forkynningunni.
Hildigunnur Haraldsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir arkitektar kynntu.
Frestað.
Umsókn nr. 80688
4. Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009, ásamt greinargerð og skilmálum dags. í september 2009. Tillagan var auglýst frá 7. september til og með 19. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður H. Þorsteinsson dags. 16. október, íbúasamtök miðborgar dags. 16. október, Ásgeir Guðjónsson og Loftur Ásgeirsson, dags. 18. október, Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur I. Ásgeirsson dags. 18. október, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 18. október, Anna D. Steinþórsdóttir, dags. 18. október, Þórólfur Antonsson, dags. 19. október, Dýrleif Bjarnadóttir, dags. 19. október, Bjarni R. Bjarnason, dags. 19. október, Jóhann Gunnar Jónsson dags. 19. október og Zeppelín arkitektar dags. 19. október 2009. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs miðborgar dags. 23. september 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2009.
Sigmundur Davíð Gunnlausson vék af fundi við umfjöllun málsins
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
Umsókn nr. 90259 (02.37.6)
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
5. ">Fróðengi 1-11, Spöngin 43, breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju minnisblað THG, dags. 16. júní 2009 ásamt uppdrætti, dags. 29. júní 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar við Fróðengi vegna Fróðengi 1-11 og Spangar 43 vegna bílastæða. Einnig lögð fram úttekt THG á bílastæðanotkun hjúkrunarheimila, dags. 9. des. 2008. Tillagan var auglýst frá 26. ágúst til og með 7. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Unnar Steinn Jónsson, dags. 5. október, Haraldur Örn Arnarsson og Axel Jón Birgisson, dags. 5. október. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 40704
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir nr. 563 frá 17. nóvember og 564 frá 24. nóvember 2009.
Umsókn nr. 38853 (01.38.421.0)
011070-3969
Pétur Örn Gunnarsson
Laugarásvegur 73 104 Reykjavík
7. Laugarásvegur 73, stækkun íbúða á 1 og 2 hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að stækka núv. bílgeymslu og byggja á 1. og 2. hæð úr steinsteypu við íbúðarhúsið á lóð nr. 73 við Laugarásveg. Grenndarkynning stóð frá 18. september til og með 16. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Svavarsson, f.h. eigenda að Dyngjuvegi 14, dags. 8. október 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Meðfylgjandi bréf frá arkitekt dags 26.8. 2008
Stærðir: Niðurrif bílskúrar 53,7 ferm., 128,8 rúmm.
Stækkun kjallari: 71 ferm. 1. hæð 87,5 ferm., 2. hæð 87,5 ferm., 463,6 rúmm.Samtals: Niðurrif 53,7 ferm., Stækkun 279,8 ferm., 564,2 rúmm.Gjald 7.700 + 45.615
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 40514 (01.17.211.9)
490996-2499
S33 ehf
Stórhöfða 33 110 Reykjavík
8. Vatnsstígur 4, (fsp) niðurrif og nýbygging
Á fundi skipulagsstjóra 30. október 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa hús sem fyrir er á lóð og byggja nýtt, þrjár hæðir og kjallara, tólf íbúðir með bílgeymslu fyrir fimm bíla í kjallara á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Frestað.
Umsókn nr. 90380 (01.14.04)
610593-2919
Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
291246-4519
Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
9. Austurstræti 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram fyrirspurn Lindarvatns ehf. dags. 27. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á 6. hæð.
Frestað.
Umsókn nr. 90374
10. Skipulagsráð, siðareglur kjörna fulltrúa
Lagt fram til staðfestingar bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 21. október 2009 ásamt siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar sem staðfestar voru í borgarráði 20. október 2009.
Umsókn nr. 90408
580804-2410
Landsnet hf
Gylfaflöt 9 112 Reykjavík
11. Kerfisáætlun 2009, afl- og orkujöfnuður 2012/13, erindi Landsnets
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. nóv. 2009, ásamt bréfi tækni- og eignastjóra Landsnets frá 2. s.m. um Kerfisáætlun 2009, afl- og orkujöfnuð 2012-13.
Umsókn nr. 40676 (01.17.433.0)
12. Laugavegur 86-94, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. nóvember 2009 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 86-94 við Laugaveg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 40718 (01.24.410.8)
13. Þverholt 11, endurupptökubeiðni
Lagt fram bréf lögfræðistofunnar Logos dags. 13. nóvember 2009 fh. Sjónverndar ehf. varðandi endurupptöku vegna staðfestingar byggingarfulltrúa á eignaskiptasamningi vegna Þverholts 11.
Frestað.
Umsókn nr. 80394 (01.38.16)
14. Austurbrún 26, Kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. nóvember 2009 þar sem fyrir var tekið mál nr. 15/2008, kæra á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 19. desember 2007 um að samþykkja breytt deiliskipulag í Laugarási vegna lóðarinnar nr. 26 við Austurbrún.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 19. desember 2007 um að samþykkja breytt deiliskipulag í Laugarási vegna lóðarinnar nr. 26 við Austurbrún.
Umsókn nr. 90343 (01.36.22)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15. Silfurteigur 2, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. nóvember 2009 þar sem fyrir var tekið mál nr. 65/2009, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2009 um að veita leyfi til þess að færa eldhús milli herbergja og saga gat á burðarvegg innan íbúðar í fjölbýlishúsinu að Silfurteigi 2 í Reykjavík.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2009, sem borgarráð staðfesti hinn 27. sama mánaðar, um að veita leyfi til þess að færa eldhús milli herbergja og saga gat á burðarvegg innan íbúðar á fyrstu hæð að Silfurteigi 2 í Reykjavík.
Umsókn nr. 90382 (01.13.82)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
16. Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi v/ boltagerði
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Vesturbæjarskóla, Sólvallagötu 67.
Umsókn nr. 70727 (01.18.6)
420409-1250
Adamsson ehf-arkitektastofa
Laugavegi 32b 101 Reykjavík
17. Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um deiliskipulag fyrir reiti 1.186.0 og 1.186.4, Urðarstígsreitir.
Umsókn nr. 90381 (01.76)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
18. Öskjuhlíð, göngu- og hjólastígar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Öskjuhlíð vegna göngu- og hjólastígar.
Umsókn nr. 90006 (02.84)
19. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um á breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Húsahverfi svæði C.