Silfurteigur 2

Verknúmer : SN090343

191. fundur 2009
Silfurteigur 2, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. nóvember 2009 þar sem fyrir var tekið mál nr. 65/2009, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2009 um að veita leyfi til þess að færa eldhús milli herbergja og saga gat á burðarvegg innan íbúðar í fjölbýlishúsinu að Silfurteigi 2 í Reykjavík.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2009, sem borgarráð staðfesti hinn 27. sama mánaðar, um að veita leyfi til þess að færa eldhús milli herbergja og saga gat á burðarvegg innan íbúðar á fyrstu hæð að Silfurteigi 2 í Reykjavík.


186. fundur 2009
Silfurteigur 2, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags og byggingarmála, dags. 20. sept. 2009, vegna byggingarleyfis byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2009, mál BN040095 Silfurteigur 2. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. okt. 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.