Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15, Mjóstræti 4, Sæmundargata 2, Húsahverfi svæði C, Háskóli Íslands, sunnan Brynjólfsgötu, Fróðengi 1-11, Spöngin 43, Ofanleiti 14, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Alþingisreitur, Brávallagata 8, Miðtún 21, Skipulagsráð, Grundarstígur 10, Kjalarnes, Hringvegur, Reykjavíkurflugvöllur, Grandagarður 15-99, Jakasel 33, Grensásvegur 50, Úlfarsárdalur,

Skipulagsráð

180. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 09:04, var haldinn 180. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
>Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 17, 24, og 30. júlí og 7. ágúst 2009.


Umsókn nr. 90208 (04.03.01)
450471-0389 Kemis ehf
Pósthólf 9351 129 Reykjavík
170576-5009 Viðar Steinn Árnason
Grenigrund 12 200 Kópavogur
2.
Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Kemis ehf. dags. 4. júní 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðanna Eirhöfða 8 og Breiðhöfða 15. Í breytingunni felst að nýjum byggingarreit er bætt við austan við núverandi byggingu á lóðinni samkvæmt uppdrætti Viðars Steins Árnasonar dags. 4. júní 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. júní til og með 13. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lárus Sigurðsson f.h. Eldshöfða 18 ehf og Snæland Grímsson ehf, dags. 10. júlí 2009. Lögð fram svör BM Vallá dags. 21. júlí og Kemis dags. 27. júlí 2009 við athugasemd. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. júlí 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12 gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90234 (01.13.65)
210760-5399 Kristinn E Hrafnsson
Mjóstræti 4 101 Reykjavík
3.
Mjóstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynning er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa mótt. 25. júní varðandi breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 4 við Mjóstræti. Í breytingunni felst að byggja skúr á lóðinni samkvæmt uppdrætti dags. 22. júní 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2009. Athugasemdir bárust frá Gesti Ólafssyni dags. 9. júlí 2009. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsstjóra þann 17. júlí 2009 og vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. júlí 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12 gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90280 (01.60.3)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
4.
Sæmundargata 2, breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands
Lögð fram umsókn Hornsteina f.h. Háskóla Íslands, dags. 6. ágúst 2009, um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands austan Suðurgötu skv. uppdrætti sama, dags. 4. ágúst 2009. Sótt er um staðsetningu á pressugámi við bílastæði vestan aðalbyggingar Háskóla Íslands.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa

Umsókn nr. 90006 (02.84)
5.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 breytt 2. júní 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. . Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. ágúst 2009 og ný tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 10. ágúst 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9.
Með vísan til minnisblaðs skipulags- og byggingarsviðs er ákveðið að auglýsa að nýju breytta tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Húsahverfi Grafarvogur III, svæði C." Jafnframt er samþykkt að kynna breytta tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90249 (01.55.2)
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
6.
Háskóli Íslands, sunnan Brynjólfsgötu, breyting á deiliskipulagi reits A1 vestan Suðurgötu
Lagt fram bréf Ingjalds Hannibalssonar f.h. Háskóla Íslands, dags. 26. júní 2009 ásamt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 30. apríl 2009 vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands, reits A1 vestan Suðurgötu og sunnan Brynjólfsgötu, vegna aukningar á byggingarmagni.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, jafnframt var samþykkt að senda tillöguna til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs á auglýsingartímanum.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskaði bókað: Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsingu tillögunnar á þessu stigi með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að auglýsingu lokinni.


Umsókn nr. 90259 (02.37.6)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
7.
Fróðengi 1-11, Spöngin 43, breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða
Lagt fram minnisblað THG, dags. 16. júní 2009 ásamt uppdrætti, dags. 29. júní 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar við Fróðengi vegna Fróðengi 1-11 og Spangar 43 vegna bílastæða. Einnig lögð fram úttekt THG á bílastæðanotkun hjúkrunarheimila, dags. 9. des. 2008. Erindi var lagt fram á fundi skipulagsstjóra þann 17. júlí 2009 og vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins. Erindi er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að auglýsa tillöguna þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í þeim tilgangi að auka hlutverk gróðurs og landslagshönnunar á bílastæðalóðum.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90095 (01.74.62)
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
411203-3790 Hamborgarabúlla Tómasar ehf
Pósthólf 131 121 Reykjavík
8.
Ofanleiti 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Guðna Pálssonar f.h. Hamborgarabúllu Tómasar ehf., dags. 10. mars 2009, um breytingu á deiliskipulagi Kringlubæjar vegna lóðar nr. 14 við Ofanleiti samkvæmt uppdrætti, dags. 6. mars 2009. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdrætti mótt. 26. mars 2009. Tillagan var auglýst frá 13. maí til og með 6. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Húsfélagið að Neðstaleiti 1 og Neðstaleiti 3 dags. 26. júní og 6. júlí 2009. Einnig er lagt fram bréf GP-arkitekta fh. lóðarhafa dags. 4. ágúst 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12 gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 40282
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 547 frá 21. júlí 2009, 548 frá 28. júli 2009 og nr. 549 frá 11. ágúst 2009.


Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
10.
Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009.
Meðfylgjandi er Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009.
Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.
Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050
Frestað.

Umsókn nr. 36240 (01.16.232.8)
280476-3909 Margrét Rós Gunnarsdóttir
Brávallagata 8 101 Reykjavík
280966-3559 Matthildur Sigurgeirsdóttir
Brávallagata 8 101 Reykjavík
11.
Brávallagata 8, þrennar svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2009 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja úr stáli svalir við austurhlið 1. 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Brávallagötu. Með umsókninni fylgir bréf dagsett 15.07.08 frá arkitekt þar sem óskað er eftir að málið verði grenndarkynnt. Einnig fylgir bréf eigenda Brávallagötu 10 dags. 5. ágúst 2008.Tillagan var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Áslaug Sigurðardóttir og Pétur H. Stefánsson, dags. 15. júlí 2009.
Erindi var lagt fyrir fund skipulagsstjóra þann 17. júlí 2009 og vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júlí 2009

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa



Umsókn nr. 39963 (01.22.141.8)
060152-4469 Hilmar Hafsteinsson
Miðtún 21 105 Reykjavík
12.
Miðtún 21, endurnýjun á byggingaleyfi BN0035421
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN035421 samþ. 30. apríl 2007, sem felst í að byggja nýja rishæð, skyggni yfir útitröppur og fyrir minni háttar áður gerðum breytingum á innra skipulagi kjallara einbýlishússins á lóðinni nr. 21 við Miðtún. Einnig er sótt um að koma fyrir auka bílastæði á lóð. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. júní til og með 4. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Elín Ástráðsdóttir fh. íbúa Miðtúni 36 dags. 12. júní 2009.Stækkun: 46,2 ferm., 116,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.986. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. júlí 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa


Umsókn nr. 90282
13.
Skipulagsráð, viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs
Lögð fram viðbragðsáætlun skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. ágúst 2009 vegna inflúensufaraldurs.
Kynnt.

Umsókn nr. 90278
170149-4249 Hallgrímur Magnússon
Grundarstígur 17 101 Reykjavík
14.
Grundarstígur 10, bréf frá íbúa
Lagt fram bréf frá íbúa Grundarstígs 17 dags. 26. júlí 2009 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra við afgreiðslu umsóknar um breytingar á húsinu nr. 10 við Grundarstíg. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. ágúst 2009.


Umsókn nr. 90260
680269-2899 Vegagerðin
Borgartúni 5-7 105 Reykjavík
15.
Kjalarnes, Hringvegur, framkvæmdaleyfi fyrir undirgöng við Grundarhverfi
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 10. júlí 2009, um framkvæmdaleyfi til að gera undirgöng fyrir gangandi umferð undir Hringveg við Grundarhverfi, Kjalarnesi.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 90121 (01.6)
670706-0950 Flugstoðir ohf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
601169-0109 Landslög ehf
Köllunarklettsvegi 2 104 Reykjavík
16.
Reykjavíkurflugvöllur, skipulagsreglur
Lagt fram bréf Flugmálastjórnar dags. 13. júlí 2009, ásamt umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust vegna auglýsingar skipulagsreglna fyrir Reykjavíkurflugvöll.


Umsókn nr. 40293 (01.11.500.1)
17.
Grandagarður 15-99, bréf Húsafriðunarnefndar
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 4. þ.m. þar sem tilkynnt er um friðun verbúðanna við Grandagarð 15-99. Friðunin tekur til ytra byrðis verbúðanna. Bréfinu fylgir afrit af friðunarskjali menntamálaráðherra dags. 26. mars 2009 og tilkynning menntamálaráðuneytisins um friðun dags. 29. júlí 2009.


Umsókn nr. 40291 (04.99.420.6)
18.
Jakasel 33, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 7. þ.m. til eigenda hússins nr. 33 við Jakasel vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóðinni Jakasel 33.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

Umsókn nr. 40292 (01.80.250.9)
19.
Grensásvegur 50, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 27. apríl 2009 vegna gáms á lóð nr. 50 við Grensásveg. Eigandi gámsins hefur ekki orðið við fyrirmælum byggingarfulltrúa um að fjarlæga gáminn. Hann hefur heldur ekki andmælt þeim áformum sem fram koma í bréfinu. Lagt er til við skipulagsráð að samþykkja þá tillögu sem fram kemur í bréfinu.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

Umsókn nr. 90133 (02.6)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
20.
Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. júli 2009 um samþykkt borgarráðs dags. 16. júlí 2009 á breytingu á deiliskipulagi vegna sameiginlegra aðkomu- og bílastæðalóða við Gefjunar-, Iðunnar-, og Friggjarbrunn í Úlfarsárdal.