Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund,
Öldusel 17, Ölduselsskóli,
Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs,
Lokastígsreitir 2, 3 og 4,
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur,
Bólstaðarhlíð, lokun,
Laugavegur 50,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Alþingisreitur,
Fjölnisvegur 10,
Laugavegur 42,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Barmahlíð 54,
Heiðargerði 76,
Njálsgata 28,
Skógarvegur 18-22,
Víðidalur, Fákur,
Skipholt 17,
Lambhóll við Þormóðsstaðaveg,
Grandagarður/Geirsgata,
Hestavað 5-7,
Ofanleiti 14,
Viðarhöfði 2,
Skipulagsráð
174. fundur 2009
Ár 2009, miðvikudaginn 20. maí kl. 09:10, var haldinn 174. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Zakaria Elías Anbari, Sóley Tómasdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Stefán Benediktsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Margrét Þormar, Bragi Bergsson og Þórarinn Þórarinsson
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 8. maí og 15. maí 2009.
Umsókn nr. 90017 (01.44.01)
460269-2969
Menntamálaráðuneyti
Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík
670885-0549
Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
2. Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, breyting á deiliskipulagi Vogaskóla, Ferjuvogi 2
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Menntamálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla Ferjuvogi 2 vegna lóðarinnar nr. 43 við Gnoðarvog, Menntaskólans við Sund. Í breytingunni felst niðurrif núverandi húsa að hluta og nýbyggingar í þeirra stað samkv. meðfylgjandi uppdrætti Glámu Kím dags.15. janúar 2008. Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 25.febrúar 2009. Auglýsing stóð frá 23. febrúar til og með 6. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Kristín María Sigþórsdóttir, Sara Riel og Þorgeir Guðmundsson, dags. 18. mars, Fríða Björg Eðvarðsdóttir, dags. 3. apríl og íbúasamtök Laugardals dags. 6. apríl 2009. Einnig barst ábending frá Halldóru Hreggviðsdóttur, dags. 23. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. maí 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við bókun.
Vísað til borgarráðs.
Skipulagsráð leggur áherslu á að vandað verði til hönnunar og útlits nýbyggingar á lóð Menntaskólans við Sund þegar hugað verður að hönnun mannvirkja á lóðinni. Ráðið beinir því til skipulagsstjóra að bæta útlitsskilmála í hinni auglýstu tillögu þar sem lögð verður sérstök áhersla á að nýbyggingin lagi sig að og taki tillit til núverandi skólahúss um leið og hún verði verðugur fulltrúi byggingarlistar síns tíma.
Umsókn nr. 90076 (04.9)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3. Öldusel 17, Ölduselsskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 26. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 17 við Öldusel. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður, bílastæðum fjölgað og gert er ráð fyrir boltagerði við Ölduselsskóla skv. meðfylgjandi uppdrætti, dags, 24. febrúar 2009. Tillagan var auglýst frá 18. mars til og með 4. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björgvin S. Haraldsson, dags. 3. maí 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. maí 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra, þegar upprættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70721 (01.14.04)
4. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Björns Ólafs ark., dags. 22. janúar 2008, breytt 7. mars 2008, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Lagðar fram umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 21. janúar 2008, húsafriðunarnefndar, dags. 4. og 29. febrúar 2008, umhverfis- og samgönguráðs, dags. 14. febrúar og borgarminjavarðar dags. 27. júní 2008. Auglýsing stóð frá 30. apríl til og með 27. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Ásgeir Valur Sigurðsson dags. 5. júní, Guðrún Sveinbjarnardóttir Skálholtsstíg 2, dags. 9. júní, Heimir Þorleifsson Skólabraut 14, mótt. 10. júní, Margrét Ragnarsdóttir Pósthússtræti 13, dags. 10. júní, Gestur Ólafsson f.h. Jóns Hermannssonar, dags. 9. júní, Gestur Ólafsson f.h. ýmissa eigenda við Ingólfstorg, dags. 9. júní, Jón Torfason dags 9. júní, Björgvin Jónsson hrl. fh. Stúdíó 4 ehf mótt. 9. júní, Þór Whitehead Barðastöðum 7, mótt. 10. júní, Sunna Ingólfsdóttir Brekkustíg 8, dags. 10. júní, Ingólfur Steinsson, dags. 10. júní, Ólafur Ólafsson, dags. 10. júní, Þórunn Valdimarsdóttir Bárugötu 5, dags. 10. júní, Björgvin Jónsson hrl. f.h. Stúdíó 4 ehf., dags. 8. júní, Árni Guðjónsson, dags. 10. júní, Edda Einarsdóttir Hávallagötu 48, dags. 11. júní, Eyjólfur Karlsson, dags. 11. júní, Gísli Ólafsson, dags. 10. júní, Þorlákur Jónsson, dags. 10. júní, Gunnar Ólason, dags. 10. júní, Helgi Þorláksson, dags. 10. júní, Norma MacCleave, dags. 10. júní, Bjargmundur Kjartansson, dags. 10. júní, Haraldur Haraldsson og Erna Ludvigsdóttir, dags. 10. júní, Kristján Karlsson, dags. 10. júní, Björn Hallgrímsson, dags. 11. júní, Sylvía Guðmundsdóttir, dags. 11. júní, Grímur Sigurðarson og Guðrún Helgadóttir, dags. 11. júní, Auður Guðjónsdóttir, mótt. 10. júní, 3 íbúar Aðalstræti 9, dags. 11. júní, Forum lögmenn f.h. eigenda fasteigna að Aðalstræti 6 og 8, dags. 11. júní, Grímur Sigurðsson, dags. 11. júní, Snorri Hilmarsson formaður Torfusamtakanna, dags. 11. júní, Þórður Magnússon, dags. 11. júní, Áshildur Haraldsdóttir dags. 11. júní, Guðný Jónsdóttir, dags. 11. júní, Davíð Sigurðarson, dags. 11. júní, María Jensen, dags. 11. júní, Guðríður Ragnarsdóttir, dags. 12. júní, Elísabet Gunnarsdóttir og Sighvatur Arnmundsson, dags. 12. júní, Guðrún Jónsdóttir, dags. 12. júní, Guðmundur Eyjólfsson, dags. 12. júní, Jórunn Helgadóttir, dags. 10. júní, Lena Hákonardóttir, dags. 14. og 10.júní, Katrín Theodórsdóttir, dags. 12. júní, Mjöll Thoroddsen og Jónína Valsdóttir, dags. 20. júní, Edda Níels, dags. 27. júní, Minjavernd, dags. 27. júní, Sunneva Hafsteinsdóttir og Halla Bogadóttir, dags. 27. júní 2008, Torfi Hjartarson dags. 27. júní. Eftir að frestur til athugasemda rann út barst athugasemd ásamt myndum frá Gísla H. Hreiðarssyni dags. 2. júlí 2008 og athugasemd frá Jóni Skafta Gestssyni dags. 14. júlí. Einnig er lögð fram umsögn Björns Ólafs arkitekts dags. 8 júlí 2008. Lagt fram bréf dags. 22. júlí frá eigendum að eignahlutum fasteignarinnar nr. 3 við Austurstræti þar sem er afturkallaðar athugasemdir sem senda voru í óleyfi fyrir þeirra hönd. Lögð fram ný tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 6. apríl 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7.
Frestað.
Umsókn nr. 80688
5. Lokastígsreitir 2, 3 og 4, forsögn
Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju forsögn að deiliskipulagi Lokastígsreita 2, 3 og 4 dags. í nóvember 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir dags. 3. desember 2008, íbúar við Lokastíg (engin nöfn á bréfi) dags. 15. desember 2008, Líney Símonardóttir, dags. 16. desember 2008, Bjarni Rúnar Bjarnason, dags. 16. desember 2008. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 18. desember 2008, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur móttekin 17. apríl 2009. Einnig er lögð fram tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009.
Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir, arkitektar kynntu.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 90081 (04.14)
580169-7409
Golfklúbbur Reykjavíkur
Pósthólf 12067 132 Reykjavík
280245-4889
Garðar Eyland Bárðarson
Bakkastaðir 49 112 Reykjavík
6. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur. Í breytingunni felst að gert verði ráð fyrir vélageymslu í suð-austur horni golfvallarins samkv. meðfylgjandi uppdrætti Björns Axelssonar dags. 8. febrúar 2009. Tillagan var auglýst frá 18. mars til og með 4. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Orkuveita Reykjavíkur dags. 24. apríl 2009 og einnig barst bréf frá hverfisráði Árbæjar, dags. 19. apríl 2009, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. maí 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 90168 (01.27)
7. Bólstaðarhlíð, lokun, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 6. maí 2009 að breyttu deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar. Í breytingunni felst að Bólstaðarhlíðinni verður lokað á móts við Bólstaðarhlíð 38 samkvæmt uppdætti dags. 6. maí 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80755 (01.17.31)
621097-2109
Zeppelin ehf
Laugavegi 39 101 Reykjavík
411206-0250
ELL-50 ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
8. Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Ell-50 ehf., dags. 18. des. 2008 um breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.173.1 vegna lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008 og nýjum uppdrætti dags. 23. febrúar 2009. Tillagan var auglýst frá 11. mars til og með 22. apríl 2009. Bréf barst frá Hverfisráði Miðborgar dags. 16. apríl, íbúasamtökum miðborgar dags 21. apríl , Hlín Gunnarsdóttur og Sigurgeir Þorbjörnsson mótt. 22. apríl, undirskrifarlisti 23. íbúa á Timburhúsareit dags. 15. apríl 2009 undirskrifarlisti 26. íbúa á Timburhúsareit dags. 15. apríl 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. maí 2009.
Frestað.
Umsókn nr. 39874
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 537 frá 12. maí 2009 og nr. 538 frá 19. maí 2009.
Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889
Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
10. 79">Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009.
Meðfylgjandi er Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009.
Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.
Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsráð óskaði bókað:" Ráðið tekur undir fyrri athugasemdir byggingarfulltrúa varðandi útlit bráðabirgðabyggingar til suðurs í ljósi þess að hönnunarsamkeppni er fyrirhuguð á reitnum og ekki liggur fyrir tímasetning á uppbyggingu annars áfanga. Bakhliðin ásamt glergangi tekur ekki mið af aldri eða gerð húsanna en getur orðið sameiginleg ásýnd þeirra til suðurs um nokkra framtíð. Ráðið fer því fram á að aðaluppdrættir verði endurskoðaðir að því er þetta atriði varðar."
Umsókn nr. 39746 (01.19.630.6)
030179-2189
Grímur Alfreð Garðarsson
Fjölnisvegur 10 101 Reykjavík
11. Fjölnisvegur 10, bílskúr, kvistur og fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr, byggja nýjan með tvöföldu bílskýli fyrir framan, til að breyta inngangi og byggja stigahús, byggja kvist og grafa frá og dýpka kjallara og innrétta herbergi í einbýlishúsinu á lóð nr. 10 við Fjölnisveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. mars 2009.
Stækkun mhl. 01 10 ferm., 260 rúmm. mhl. 02 63,4 ferm., 196,6 rúmm., Samtals 73,4 ferm., 464,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 35,774
Frestað.
Umsókn nr. 39782 (01.17.222.3)
510907-0940
Landic Ísland ehf
Kringlunni 4-12 108 Reykjavík
12. Laugavegur 42, veitinga- og kaffihús á 1. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og kaffihús í flokki 2 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. maí 2009.
Gjald kr. 7.700
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Útgáfa byggingaleyfis skal háð því skilyrði að tryggt sé að veitingastarfssemi verði starfrækt á daginn auk þess sem tryggt verði að útliti hússins verði ekki breytt á neinn hátt m.a. með því að byrgja fyrir glugga. Yfirlýsingu um þetta skal þinglýst á lóðina nr. 42 við Laugaveg.
Umsókn nr. 90185
13. Skipulagsráð, sumarleyfi 2009
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2009 að fyrirkomulagi funda skipulagsráðs sumarið 2009.
Samþykkt að fella niður fundi skipulagsráðs 22, 29. júlí og 5. ágúst 2009 vegna sumarleyfa.
Umsókn nr. 90177
14. Skipulagsráð, varaáheyrnarfulltrúi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. maí 2009 vegna tilkynningar í borgarráði 7. maí 2009 um að Gunnar Hólm Hjálmarssonan taki sæti varaáheyrnarfulltrúa í skipulagsráði í stað Ólafs F. Magnússonar.
Umsókn nr. 90174 (01.71.01)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15. Barmahlíð 54, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 6. maí 2009 ásamt kæru, dags. 30. mars 2009, þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúans á byggingarleyfisumsókn vegna Barmahlíðar 54.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90179 (01.80.22)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16. Heiðargerði 76, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. maí 2009 ásamt kæru dags. 30. apríl 2009 þar sem kærð er synjun á umsókn um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90178 (01.19.02)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17. Njálsgata 28, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. maí 2009 ásamt kæru dags. 17. apríl 2009 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir sólpalli á lóðinni nr. 28 við Njálsgötu.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90173 (01.79.35)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18. Skógarvegur 18-22, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 6. maí 2009 ásamt kæru, dags. 3. apríl 2009, þar sem kærð er deiliskipulagsbreyting varðandi lóðina nr. 18-22 við Skógarveg.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90175 (04.76)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19. 5">Víðidalur, Fákur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 6. maí 2009 ásamt kæru, dags. 2. apríl 2009, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidals
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90176 (01.24.22)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20. Skipholt 17, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. maí 2009 ásamt kæru dags. 4. maí 2009 vegna niðurstöðu byggingarfulltrúa um að hafna stöðvun framkvæmda og fella úr gildi byggingarleyfi vegna framkvæmda við Skipholt nr. 17. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 11. maí 2009 vegna kæru á niðurstöðu byggingarfulltrúa um að hafna stöðvun framkvæmda og fella úr gildi byggingarleyfi vegna framkvæmda við Skipholt nr. 17.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt
Umsókn nr. 80560 (01.53.93)
21. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að beita dagsektum vegna glugga á risi og nýtingar bílgeymslu hússins Lambhóls. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 8. maí 2009
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt
Umsókn nr. 90096
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
22. Grandagarður/Geirsgata, breyting á deiliskipulagi vegna verbúða
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7.maí 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Slippasvæðis vegna verbúða við Grandagarð og Geirsgötu.
Umsókn nr. 90142 (04.73.35)
600705-1480
NorBygg ehf
Hverfisgötu 46 101 Reykjavík
581298-3589
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
23. Hestavað 5-7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7.maí 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar að Hestavaði 5-7
Umsókn nr. 90095 (01.74.62)
291246-4519
Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
411203-3790
Hamborgarabúlla Tómasar ehf
Pósthólf 131 121 Reykjavík
24. Ofanleiti 14, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. maí 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Ofanleiti 14.
Umsókn nr. 90147 (04.07.75)
501006-1140
Alda fasteignafélag ehf
Snorrabraut 29 101 Reykjavík
25. Viðarhöfði 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7.maí 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna Viðarhöfða 2.