Barmahlíð 54

Verknúmer : SN090174

206. fundur 2010
Barmahlíð 54, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 21. apríl 2010 vegna synjun skipulagsráðs frá 25. mars 2009 á byggingarleyfisumsókn fyrir áður gerðu opi í svalahandriði, til að gera brú af svölum íúðar 01-0101 yfir á þak bílskúrs, gerð þaksvala sem afmarkaðar eru með blómakerjum úr timbri og til að gera stiga af bílskúrsþaki niður í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 25. mars 2009, sem borgarráð staðfesti 26. mars sama ár, um að hafna umsókn kæranda um leyfi fyrir áður gerðu opi í svalahandrið, brú af svölum íbúðar 01-0101 yfir á þak bílskúrs, gerð þaksvala sem afmarkaðar væru með blómakerjum úr timbri, og stiga af bílskúrsþaki niður í garð við fjölbýlishúsið að Barmahlíð 54 í Reykjavík.


184. fundur 2009
Barmahlíð 54, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. sept. 2009, vegna kæru 18/2009 á synjun skipulagsráðs frá 25. mars 2009 á byggingarleyfisumsókn fyrir áður gerðu opi í svalahandriði, til að gera brú af svölum íúðar 01-0101 yfir á þak bílskúrs, gerð þaksvala sem afmarkaðar eru með blómakerjum úr timbri og til að gera stiga af bílskúrsþaki niður í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

174. fundur 2009
Barmahlíð 54, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 6. maí 2009 ásamt kæru, dags. 30. mars 2009, þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúans á byggingarleyfisumsókn vegna Barmahlíðar 54.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.