Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, Heiðargerði 76, Bíldshöfði 9, Sundagarðar 4-8, Mjódd miðhverfi, Blikastaðavegur 2-8, Túngata 26, Skólastræti 3b, Miðborg, þróunaráætlun, Grandagarður/Geirsgata, Sundahöfn, Skarfabakki, Sundahöfn, Skarfabakki, Skálafell, Landspítali Háskólasjúkrahús, Háskóli Íslands, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barmahlíð 54, Langagerði 74, Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, Aðalskipulag Reykjavíkur 2008-2032, Kjalarnes, Saurbær, Úlfarsárdalur, Nönnugata 10, Traðarland 1, Víkingur, Öldusel 17, Ölduselsskóli, Logafold 1, Foldaskóli, Fossvogsdalur, miðlunartjarnir,

Skipulagsráð

168. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 25. mars kl. 09:05, var haldinn 168. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Jóhannes Kjarval og Þórarinn Þórarinsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13 og 20. mars 2009.


Umsókn nr. 90117
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
2.
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Studio Granda dags. 10. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits vegna lóðanna Lækjargötu 2 og Austurstræti 20 og 22 samkvæmt uppdrætti dags. 10. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. mars 2009.

Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 9:10

"Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir samþykkir að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu".

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80753 (01.80.22)
270631-4529 Guðmundur Ó. Eggertsson
Heiðargerði 76 108 Reykjavík
3.
Heiðargerði 76, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Eggertssonar, mótt. 17. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði samkvæmt uppdrætti Húss og skipulags dags. í janúar 2006. Í breytingunni felst tillaga að hækkun á nýtingarhlutfalli. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. júlí 2008 þar sem samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 15. mars 2006, um að synja um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar að Heiðargerði 76, er felld úr gildi. Erindið var samþykkt í grenndarkynningu á fundi skipulagsráðs þann 14. janúar 2009 og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð frá 19. janúar til og með 16. febrúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn Ásg. Frímannsdóttir, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, Ásberg M. Einarsson, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, María Hlinadóttir og Magnús Halldórsson, Heiðargerði 88, dags. 16. febrúar og Edith Nicolaidóttir dags. 13. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Marteins Mássonar hrl. f.h. lóðarhafa dags. 10. mars 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009.

Fulltrúi Framsóknarflokksins; Stefán Þór Björnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.



Umsókn nr. 80756 (04.06.20)
451004-4680 Eyrarland ehf
Urriðakvísl 18 110 Reykjavík
170242-4599 Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
4.
Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009 og orðsending borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 ásamt meðfylgjandi bréfi Eyrarlands ehf. dags. 19. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Ráðið leggur áherslu á að lokið verði við vinnu að rammaskipulagi Elliðaárdals sem liggur fyrir í drögum.
Ráðið felur embætti skipulagsstjóra að gera tillögu að endanlegri útfærslu, tillögu að rammaskipulagi svæðisins og kynna eins og fljótt og auðið er fyrir skipulagsráði og í framhaldi fyrir hagsmunaaðilum.


Umsókn nr. 90038 (01.33.54)
510169-3449 Eggert Kristjánsson hf
Pósthólf 4160 124 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
5.
Sundagarðar 4-8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkþings, dags. 29. janúar 2009 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar frá 1975 vegna lóðarinnar nr. 4-8 við Sundagarða. Í tillögunni felst að gerður er nýr byggingarreitur samsíða Sæbraut samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 13. febrúar 2009. Í bréfi skipulagsstjóra dags. 17. febrúar 2009 var óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar um erindið. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Vegagerðarinnar dags. 5. mars 2009.
Synjað með vísan til umsagnar Vegagerðarinnar.

Umsókn nr. 80694
6.
Mjódd miðhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að forsögn skipulags- og byggingarsviðs fyrir endurskoðun á deiliskipulags Mjóddar, miðhverfi dags. 6. mars 2009.
Forsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 80674 (02.4)
701205-2510 Stekkjarbrekkur ehf
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
280972-5419 Arnar Hallsson
Kaplaskjólsvegur 65 107 Reykjavík
7.
Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2008 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. nóvember 2008. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009.
Erindinu var frestað. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs. Nú lagður fram uppdráttur Arkþings dags. í mars 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90061
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
681087-1179 *** Rétt kt. er 410290-1709
210 Garðabær
8.
Túngata 26, breyting á deiliskipulag Landakotsreits
Lögð fram umsókn THG f.h. Landspítala Háskólasjúkrahúss , dags. 17. febrúar 2009, um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit á lóðinni fyrir súrefniskút samkvæmt uppdrætti, dags. 12. feb. 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80754 (01.17.02)
621097-2109 Zeppelin ehf
Laugavegi 39 101 Reykjavík
9.
Skólastræti 3b, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. desember 2008 var lögð fram umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Óttars Yngvasonar, dags. 18. des. 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 3b við Skólastræti vegna niðurrifs bakhúss og nýbyggingar skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. desember 2008. Nú lagt fram erindi Zeppelín arkitekta dags. 23. febrúar 2009 ásamt uppdrætti dags. 5. mars 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 970068 (01.1)
10.
Miðborg, þróunaráætlun, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. desember 2008 að breytingu á Þróunaráætlun miðborgar og Aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íbúasamtök miðborgar dags. 13. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. mars 2009
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 18. gr. 3. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90056
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
11.
Grandagarður/Geirsgata, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Að lokinni forkynningu er lagt fram að nýju erindi Faxaflóahafna dags. 16. febrúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst breytt landnotkun verbúða við Grandagarð 13a til og með 35, samkvæmt uppdrætti dags. 12. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 18. gr. 1. mgr (sbr. 17. gr. 2. mgr.) skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80667 (01.33.2)
12.
Sundahöfn, Skarfabakki, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Að lokinni kynningu fyrir sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu með vísan til 14. gr. l. nr. 73/1997 er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 31. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 ásamt umhverfismati vegna landfyllingar við Sundahöfn- Skarfabakka. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. nóv. 2008, bréf Hafnarfjarðarbæjar dags. 12. desember 2008, umhverfisráðs Kópavogs dags. 17. des. 2008, Hafnarfjarðarbæjar dags. 18. des. 2008, Kópavogsbæjar, dags. 22. des. 2008, Siglingastofnunar dags. 22. des. 2008 , Seltjarnarnesbæjar dags. 30. des. 2008 og Vegagerðarinnar dags. 8. janúar 2009, bréf Mosfellsbæjar dags. 28. janúar 2009 og bréf Umhverfisstofnunar dags. 9. febrúar 2009 þar sem ítrekaðar eru athugasemdir úr umsögn stofnunar frá 29. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 14. gr. 2.mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80446 (01.33.2)
13.
Sundahöfn, Skarfabakki, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs dags. 28. september 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Skarfabakka ásamt umhverfisskýrslu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 18. gr. 3. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80731
521286-1569 Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
14.
Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008. Einnig lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 12. janúar 2009 og umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags., 14. jan. 2009. Tillagan var auglýst frá stóð frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: f.h. Skíðadeild Hrannar, Torfi H. Ágústson, dags. 6. mars2009, einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. mars 2009.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir og fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.



Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90115 (01.19.8)
500300-2130 Landspítali
Eiríksgötu 5 101 Reykjavík
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
15.
Landspítali Háskólasjúkrahús, breytt deiliskipulag vegna viðbyggingar við Barnaspítala
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Traðar f.h. Landspítala Íslands, dags. 19. mars 2009, um óverulega breytingu á deiliskipulagi Landspítalalóðar við Hringbraut skv. uppdrætti, dags. 18. mars 2009. Sótt er um stækkun á byggingarreit Barnaspítala Hringsins vegna viðbyggingar. Viðbyggingin snýr að inngarði og hefur því ekki grenndaráhrif.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 80717 (01.6)
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
16.
Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun
Á afgreiðslufundi skipulagstjóra 13. febrúar 2009 var að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður hámarksbyggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsið með tilheyrandi útgangi samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björg Helgadóttur, dags., 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig lagt fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands, dags. 17. febrúar 2009, þar sem fram kemur samþykki ofantaldra aðila við auglýsta breytingu á deiliskipulagi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra vesturbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs vegna athugasemda um umferðarmál og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009 og umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009. Einnig lagt fram bréf Háskóla Íslands dags. 10. mars ásamt drögum af samgöngustefnu HÍ vegna bílastæðamála og fleira
Frestað.

Umsókn nr. 39629
17.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 530 frá 17. mars 2009 og fundargerði nr. 531 frá 24. mars 2009.


Umsókn nr. 38537 (01.71.011.1)
070777-4879 Ómar R. Valdimarsson
Barmahlíð 54 105 Reykjavík
18.
Barmahlíð 54, brú, þaksvalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðu opi í svalahandrið, til að gera brú af svölum íbúðar 01-0101 yfir á þak bílskúrs, gerð þaksvala sem afmarkaðar eru með blómakerjum úr timbri, og til að gera stiga af bílskúrsþaki niður í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð. Erindi þessu var synjað 15. júlí 2008 en er nú tekið upp aftur eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingamál. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. janúar til og með 19. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf dags. 18. febrúar 2009 frá Hörpu Magnadóttur og Baldri Trausta Hreinssyni, Barmahlíð 50, þar sem tekið er fram að þau vilji ekki taka afstöðu til erindis. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Löggarður ehf., dags. 2. febrúar 2009 f.h. eigenda að Barmahlíð 52, Erlendur S. Baldursson og Kristrún Ísaksdóttir, Barmahlíð 50, dags., 18. febrúar, Sæunn Ágústa Birgisdóttir, Barmahlíð 52, dags., 18. febrúar, bréf 12 íbúa við Barmahlíð og Mávahlíð, dags. mótt. 19. febrúar, Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júlí 2008 fylgir erindinu. Erindi fylgir einnig bréf umsækjanda þar sem farið er fram á endurupptöku máls dags. 12. desember 2008 og samþykki meðeigenda í Barmahlíð 54 og 56. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. febrúar 2009.
Sbr. fyrirspurn BN038364 dags. 10. júní 2008.
Gjald kr. 7.300 .

Synjað vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 39431 (01.83.220.8)
080480-5559 Kristinn Pálmason
Langagerði 74 108 Reykjavík
290280-3119 Unnur Eir Björnsdóttir
Langagerði 74 108 Reykjavík
19.
Langagerði 74, stækkun einbýlishúss
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu og tengja bílskúr íbúðarhúsi, sameina matshluta 01 og 02, stækka svalir á austurhlið og byggja timburverönd við einbýlishús á lóð nr. 74 við Langagerði.
Grenndarkynning stóð frá 11. febrúar til 11. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hugrún Jónsdóttir og Pétur Már Jónsson, Langagerði 92, dags., 18. febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. mars 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90075 (01.18.40)
610906-0790 KRADS ehf
Hafnarstræti 19 101 Reykjavík
690402-5720 Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
20.
Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, (fsp) breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
Á fundi skipulagsstjóra 13. mars 2009 var lögð fram fyrirspurn Laug ehf., dags. 26. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 16,18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðarinnar nr. 6B við Spítalastíg. Í breytingunni felst að breyta notkun húsnæðisins frá því að vera íbúðarhúsnæði í að vera hótelíbúðir samkvæmt uppdrætti Krads, dags. 25. febrúar 2009. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. mars 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90118
21.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2008-2032, stofnun vinnuhópa
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingasviðs um stofnun vinnuhópa vegna endurskoðunar aðalskipulagsins: vinnuhópur um skólahverfið og vinnuhópur um vistvæn hverfi.
Samþykkt

Umsókn nr. 80664
210754-4749 Inga Magnúsdóttir
Skógarás 116 Reykjavík
22.
Kjalarnes, Saurbær, afmörkun lands
Lagt fram erindi Ingu Magnúsdóttur, dags. 28. október 2008, um afmörkun lands í landi Saurbæjar á Kjalarnesi samk. meðfylgjandi gögnum. Einnig lögð fram þinglýst yfirlýsing dags. 28. janúar 2009 um framlengingu bráðabirgðaleyfis til 5 ára fyrir skemmu á landinu.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 90111 (02.6)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
23.
Úlfarsárdalur, endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 12. mars 2009 varðandi endurskoðun á deiliskipulagi Úlfarsárdals.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 39641 (01.18.650.1)
24.
Nönnugata 10, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 15. mars 2009 en í því er gerð tillaga um ógildingu á byggingarleyfi frá 29. júní 1989 til þess að byggja ofan á vesturhluta hússins nr. 10 við Nönnugötu.
Málinu fylgja bréf byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2008, bréf eiganda dags. 28. júlí 2008, bréf lögfræðistofunnar Landslög dags. 18. ágúst 2008 og bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. mars 2009, ljósriti af teikningum samþ. 29. júní 1989 og bréf Bergmanns Bjarnasonar dags. 23. mars 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90028 (01.87.59)
25.
Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Traðarland 1.


Umsókn nr. 90076 (04.9)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
26.
Öldusel 17, Ölduselsskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna Öldusel 17, Ölduselsskóli.


Umsókn nr. 90077 (02.87.50)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
27.
Logafold 1, Foldaskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis vegna Logafold 1, Foldaskóli.


Umsókn nr. 90027 (01.85.5)
28.
Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsdal vegna miðlunartjarna.