Mjódd miðhverfi
Verknúmer : SN080694
168. fundur 2009
Mjódd miðhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að forsögn skipulags- og byggingarsviðs fyrir endurskoðun á deiliskipulags Mjóddar, miðhverfi dags. 6. mars 2009.
Forsögn skipulagsstjóra samþykkt.
233. fundur 2008
Mjódd miðhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram frumdrög THG arkitekta dags. 14. nóvember 2008 að breytingu á deiliskipulagi Mjóddarinnar samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum THG dags. 12. nóvember 2008.
Samþykkt að mynda vinnuteymi um erindið. Í teyminu skulu sitja Ágústa Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri, Margrét Leifsdóttir arkitekt og Björn Axelsson umhverfisstjóri.