Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Sóltún 2,
Hátún 14,
Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs,
Ofanleiti 14,
Stekkjarbakki, slökkvistöð,
Lækjargata 12,
Laugavegur 4-6,
Norðlingaholt, Björnslundur,
Úlfarsárdalur, vesturhluti,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bryggjuhverfi,
Miðborgarvakt skipulagsráðs,
Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli,
Bólstaðarhlíð,
Geirsgata, stokkur,
Holtsgötureitur, Holtsgata 7b,
Klapparstígsreitur 1.182.0,
Vesturberg 195,
Deiliskipulag,
Skipulagsráð
141. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 9. júlí kl. 09:05, var haldinn 141. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Snorri Hjaltason, Álfheiður Ingadóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Brynjar Fransson, Helga Björk Laxdal, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson, Marta Grettisdóttir og Björn Axelsson
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 4. júlí 2008.
Umsókn nr. 80461 (12.33)
600300-5390
Öldungur hf
Sóltúni 2 105 Reykjavík
180838-3339
Hróbjartur Hróbjartsson
Sóltún 16 105 Reykjavík
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
2. Sóltún 2, breyting á deiliskipulagi Ármannsreits
Lögð fram umsókn Öldungs hf. dags. 1. júlí 2008 um breytingu á skilmálum v. Sóltún 2, óskað er eftir niðurfellingu á setningu sem skilgreinir fjölda íbúa á 4. hæð. Einnig eru lagðir fram uppdrættir frá VA arkitektum dags. 1. júlí 2008.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar, grænt framboð; Álfheiður Ingadóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl: 9:10.
Samþykkt með vísan til a- liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 80456 (01.23.40)
060161-5429
Ásgeir Ásgeirsson
Safamýri 67 108 Reykjavík
500775-0339
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík
Pósthólf 5214 125 Reykjavík
3. Hátún 14, breyting á deiliskipulagi - bogfimivöllur
Lögð fram umsókn Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík dags. 30. júní um stækkun á byggingareit til suðurs og austurs til að koma fyrir bogfimivelli og skýli skv meðfylgjandi uppdráttum.
Samþykkt með vísan til a- liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 70721 (01.14.04)
4. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Björns Ólafs ark., dags. 22. janúar 2008, breytt 7. mars 2008, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 21. janúar 2008, umsagnir húsafriðunarnefndar, dags. 4. og 29. febrúar 2008, umsögn umhverfis- og samgönguráðs, dags. 14. febrúar og umsögn borgarminjavarðar. Auglýsing stóð frá 30. apríl til og með 27. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Ásgeir Valur Sigurðsson dags. 5. júní, Guðrún Sveinbjarnardóttir Skálholtsstíg 2, dags. 9. júní, Heimir Þorleifsson Skólabraut 14, mótt. 10. júní, Margrét Ragnarsdóttir Pósthússtræti 13, dags. 10. júní, Gestur Ólafsson f.h. Jóns Hermannssonar, dags. 9. júní, Gestur Ólafsson f.h. ýmissa eigenda við Ingólfstorg, dags. 9. júní, Jón Torfason dags 9. júní, Björgvin Jónsson hrl. fh. Stúdíó 4 ehf mótt. 9. júní, Þór Whitehead Barðastöðum 7, mótt. 10. júní, Sunna Ingólfsdóttir Brekkustíg 8, dags. 10. júní, Ingólfur Steinsson, dags. 10. júní, Ólafur Ólafsson, dags. 10. júní, Þórunn Valdimarsdóttir Bárugötu 5, dags. 10. júní, Björgvin Jónsson hrl. f.h. Stúdíó 4 ehf., dags. 8. júní, Árni Guðjónsson, dags. 10. júní, Edda Einarsdóttir Hávallagötu 48, dags. 11. júní, Eyjólfur Karlsson, dags. 11. júní, Gísli Ólafsson, dags. 10. júní, Þorlákur Jónsson, dags. 10. júní, Gunnar Ólason, dags. 10. júní, Helgi Þorláksson, dags. 10. júní, Norma MacCleave, dags. 10. júní, Bjargmundur Kjartansson, dags. 10. júní, Haraldur Haraldsson og Erna Ludvigsdóttir, dags. 10. júní, Kristján Karlsson, dags. 10. júní, Björn Hallgrímsson, dags. 11. júní, Sylvía Guðmundsdóttir, dags. 11. júní, Grímur Sigurðarson og Guðrún Helgadóttir, dags. 11. júní, Auður Guðjónsdóttir, mótt. 10. júní, 3 íbúar Aðalstræti 9, dags. 11. júní, Forum lögmenn f.h. eigenda fasteigna að Aðalstræti 6 og 8, dags. 11. júní, Grímur Sigurðsson, dags. 11. júní, Snorri Hilmarsson formaður Torfusamtakanna, dags. 11. júní, Þórður Magnússon, dags. 11. júní, Áshildur Haraldsdóttir dags. 11. júní, Guðný Jónsdóttir, dags. 11. júní, Davíð Sigurðarson, dags. 11. júní, María Jensen, dags. 11. júní, Guðríður Ragnarsdóttir, dags. 12. júní, Elísabet Gunnarsdóttir og Sighvatur Arnmundsson, dags. 12. júní, Guðrún Jónsdóttir, dags. 12. júní, Guðmundur Eyjólfsson, dags. 12. júní, Jórunn Helgadóttir, dags. 10. júní, Lena Hákonardóttir, dags. 14. og 10.júní, Katrín Theodórsdóttir, dags. 12. júní, Mjöll Thoroddsen og Jónína Valsdóttir, dags. 20. júní, Edda Níels, dags. 27. júní, Minjavernd, dags. 27. júní, Sunneva Hafsteinsdóttir og Halla Bogadóttir, dags. 27. júní 2008, Torfi Hjartarson dags. 27. júní. Eftir að frestur til athugasemda rann út barst athugasemd ásamt myndum frá Gísla H. Hreiðarssyni dags. 2. júlí 2008. Einnig er lögð fram umsögn Björns Ólafs arkitekts dags. 8 júlí 2008.
Athugasemdir kynntar.
Frestað og vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80435 (01.74.62)
411203-3790
Hamborgarabúlla Tómasar ehf
Pósthólf 131 121 Reykjavík
660702-2530
GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
5. Ofanleiti 14, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 20. júní 2008 var lögð fram umsókn GP arkitekta f.h. Hamborgarabúllu Tómasar ehf., dags. 19. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 14 við Efstaleiti skv. uppdrætti, dags. 19. júní 2008. Breytingin gengur út á að í stað söluturns verði reist tveggja hæða raðhús á lóðinni.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð, Álfheiður Ingadóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um tillöguna sérstaklega.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80311
6. Stekkjarbakki, slökkvistöð, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf. dags. 3. júlí 2008 varðandi breytingu á deilskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst afmörkun nýrrar lóðar fyrir slökkvistöð. Einnig lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. júlí 2008.
Frestað.
Ráðið felur embætti skipulagsstjóra að láta vinna frekari skýringargögn s.s. sneiðingarmyndir.
Umsókn nr. 80082 (01.14.12)
601202-3280
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
7. Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dags. 10. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu skv. uppdráttum teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 3. febrúar 2008, breytt 18. mars 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni og sameiningu lóðanna Lækjargata 12 og Vonarstræti 4 og 4B. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. mars 2008. Tillagan var auglýst frá 21. apríl til og með 3. júní 2008.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Karl Steingrímsson fh. Kirkjuhvols dags. 15. maí 2008, Sigurður Sigurðarson f.h. Eignasögu ehf., dags. 23. maí 2008, Inga Sigurjónsdóttir f.h. Eignasögu ehf., dags. 2. júní 2008,Hallfríður Jakobsdóttir, Herbert Haraldsson, Hólmfríður Garðarsdóttir og Karl Sólnes Jónsson dags. 2. júní 2008, Emma Furuvik, dags. 3. júní 2008, Kári Halldór f.h. íbúasamtaka Reykjavíkur, dags. 3. júní 2008. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 5. júní 2008.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
Umsókn nr. 80475 (01.17.13)
8. Laugavegur 4-6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. að breyttu deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna Laugavegs 4 og 6. dags. 20. júní 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80406
090550-7999
Rúnar Gunnarsson
Neðstaberg 3 111 Reykjavík
9. Norðlingaholt, Björnslundur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts skv. uppdráttum T.ark. þar sem afmörkuð er aðstaða fyrir útideild leikskóla í Norðlingaholti.
Samþykkt með vísan til a- liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 60792 (02.6)
521291-1259
Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
10. Úlfarsárdalur, vesturhluti, deiliskipulagsreitur 2, vesturhluti
Að lokinni auglýsingu frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2007 er lögð fram að nýju tillaga Batterísins að deiliskipulagi vegna vesturhluta Úlfarsárdals. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 5. október 2007, umsögn Umhverfissviðs um hljóðvist, dags. 16. janúar 2008 ásamt leiðréttum uppdráttum dags. 9. júlí 2008 og lagfærðum skipulagsskilmálum (útgáfa 0.1), dags. í júlí 2008.
Leiðréttir uppdrættir og lagfærðir skipulagsskilmálar kynntir.
Umsókn nr. 38612
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 496 frá 8. júlí 2008.
Umsókn nr. 80425 (04.0)
12. Bryggjuhverfi, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar til vesturs
Lögð fram fyrirspurn Björgunar ehf., dags. 30. maí 2008 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna stækkunar svæðisins til vesturs.
Kynnt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80476
13. Miðborgarvakt skipulagsráðs,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 6. júlí 2008 varðandi málefni miðborgar Reykjavíkur
Umsókn nr. 80472 (01.13.82)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
14. Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli, færanleg kennslustofa
Lögð fram umsókn Framkvæmda og eignasviðs Rvk dags. 4. júlí 2008. Erindið snýst um að koma fyrir færanlegri kennslustofu á lóð Vesturbæjarskóla til bráðabyrgða skv meðfylgjandi uppdráttum dags. 3. apríl 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við bráðabirgðastaðsetningu í samræmi við erindið.
Umsókn nr. 80361 (01.27)
510402-2940
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
15. Bólstaðarhlíð, lokun
Á fundi skipulagsstjóra 18. júní 2008 var lögð fram bókun umhverfis- og samgönguráðs frá 13. maí 2008 ásamt bréfi samgöngustjóra, dags. 8. s.m. varðandi lokun Bólstaðarhlíðar. Erindinu var vísað til meðferðar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. 25. júní 2008.
Ráðið felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við framlögð gögn. Tillagan verður auglýst.
Umsókn nr. 80415 (01.11.8)
16. Geirsgata, stokkur, umferðarskipulag við TRH
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs 5. s.m. að vísa bréfi samgöngustjóra frá 2. s.m. til umhverfis- og samgönguráðs, skipulagsráðs og stjórnar Faxaflóahafna, orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. júní 2008 ásamt bréfi hafnarstjóra frá 11. s.m.
Einnig er lögð fram eftirfarandi tillaga samgöngustjóra, dags. 9. júlí 2008;
"Lagt er til að Mýrargata og Geirsgata verði lagðar í samfelldan lokaðan stokk frá Ánanaustum að Sæbraut til móts við Faxagötu. Lagt er til að á yfirborði verði gert ráð fyrir almenningssamgöngum, þ.e. bæði fyrir strætó og að einnig verði frátekið svæði fyrir mögulegt léttlestarkerfi. Gera skal ráð fyrir hjólareinum. Gerð verður tillaga að hámarkshraði bílaumferðar verði ekki meiri en 30 km á klukkustund.
Samkvæmt umferðarspá ráðgjafa fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir umferð á Geirsgötu til móts við Tollhúsið verði 31 þúsund bílar á sólarhring á yfirborði í útfærslu í samræmi við fyrsta áfanga. Áætlað er að í löngum stokk að Ánanaustum verði umferðin 22 þúsund bílar á sólarhring árið 2017. Umferðarspáin byggir á nýjustu áætlunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var gerð í tengslum við endurskoðun vegáætlunar. Miðað við framgreint umferðarmagn er því þörf fyrir fjórar akreinar í framlengdum stokk svo að hann anni vel umferðinni á þeim tímapunkti.
Enn fremur hefur verið gerð umferðarspá fyrir 15 þúsund manna byggð á fyllingum við Örfirisey, þessu til viðbótar. Umferð í löngum stokk er áætluð 37 þúsund bílar á sólarhring miðað við þær forsendur.
Framlögð tillaga samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Frjálslyndra og óháðra og Samfylkingarinnar Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar, Grænt framboð Álfheiður Ingadóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað
"Fulltrúi Vinstri grænna hefur miklar efasemdir um að það sé góð lausn fyrir miðborgina að leggja stokk frá gamla útvarpshúsinu að Ánanaustum. Við teljum að talsvert skorti á heildarsýn þessarar framkvæmdar, svo sem áfangaskiptingu hennar og inn- og útkeyrslur í stokkinn. Við teljum brýnt að umferðin í miðborginni miðist við fjölbreytta ferðamáta þannig að strætó, reiðhjól, gangandi og akandi verði gert jafnhátt undir höfði og verði öll á sama plani á jafnréttisgrundvelli. Svokallaður Geirsgötustokkur er afar dýr leið og mun kosta Reykvíkinga milljarða sem nær væri að nýta með öðrum hætti í þágu umferðarskipulags framtíðar. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Frjálslyndra og óháðra óskuðu bókað;
"Undir forystu Vinstri Grænna var umferð á svæðinu skipulögð með þeim hætti að bílaumferð átti að vera á brú framan við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið og gangandi vegfarendum hefði verið skipað í löng undirgöng. Gangnamunni fyrir Mýrargötustokk hefði svo opnast við vesturhluta miðbakkans. Þetta skipulag var í gildi þar til á þessu kjörtímabili, þegar ákveðið var að endurskipuleggja umhverfi tónlistar- og ráðstefnuhússins með hagsmuni gangandi vegfarenda og vistvænna samgangna að leiðarljósi.
Samfelldur stokkur frá Sæbraut í austri að Ánanaustum í vestri mun skapa tækifæri til að hanna fallegt borgarumhverfi á yfirborði, þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum er gert hátt undir höfði. Bílar munu aka hægt í gegn, ólíkt hraðbrautarskipulaginu sem áður var gert ráð fyrir."
Umsókn nr. 80018 (01.13.46)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18. Holtsgötureitur, Holtsgata 7b, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu vegna kæru Þorsteins Einarssonar hrl., f.h. Listakots ehf. dags. 3. nóvember 2006 í máli nr. 88/2006.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 70503 (01.18.20)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19. Klapparstígsreitur 1.182.0, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 1. júlí 2008 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.182.0.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80131 (04.66.08)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20. Vesturberg 195, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 3. júlí 2008 vegna kæru á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18. september 2007 að veita leyfi til að byggja við hús á lóðinni nr. 195 við Vesturberg. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu hins kærða byggingarleyfis frá 18. september 2007 fyrir viðbyggingu og breytingu á dæluhúsi Hitaveitu Reykjavíkur á lóðinni að Vesturbergi 195 í Reykjavík í þriggja íbúða raðhús.
Umsókn nr. 80473
21. Deiliskipulag, bréf Skipulagsstofnunar
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar til allra sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2008, þar sem athygli er vakin á því að samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er óheimilt að vinna deiliskipulag fyrir einstaka lóðir.