Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitur,
Nýlendureitur, deiliskipulag,
Gufuneskirkjugarður,
Heiðmörk, Vatnsendakrikar,
Barónsstígur 19,
Tunguháls 10,
Austurhöfn,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Austurbakki 2,
Bólstaðarhlíð 10,
Brúarvogur 1-3,
Friggjarbrunnur 23-25,
Rauðalækur 19,
Austurstræti 4 og 6, Veltusund 3 og 3a,
Lindargata 28-32,
Grjótháls 8,
Stillum hitann,
Gufunes, útivistarsvæði,
Háskólinn í Reykjavík,
Kjalarnes, Leirur,
Njálsgötureitur 1,
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Skipulagsráð
99. fundur 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 27. júní kl. 09:10, var haldinn 99. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru:
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 70228 (01.18.40)
531200-3140
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
1. Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitur, deiliskipulag
Á fundi skipulagsráðs 11. apríl 2007 var lögð fram tillaga teiknistofu Arkitekta, mótt. 4. apríl 2007, að deiliskipulagi reits 1.184.0 Bergstaðastrætisreits og samþykkt að auglýsa tillöguna að nýju. Borgarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs á fundi sínum þann 12. apríl 2007. Tillagan var auglýst frá 18. apríl til og með 30. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Garðari Jónassyni dags. 28. maí 2007, Ólafi Kjartanssyni hdl f.h. Þ.G. verktaka og Sighvats Snæbjörnssonar, dags. 30. maí 2007, Einar Árnason, dags. 30. maí 2007, Sigurborg Jónsdóttir, dags. 31. maí 2007, starfsnefnd fyrir íbúahóp, dags. 30. maí 2007, Karl Gíslason, dags. 28. maí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 19. júní 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 50661 (01.13)
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
2. Nýlendureitur, deiliskipulag, Reitur 1.131
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Nýlendureits VA arkitekta, mótt. 9. mars 2007. Tillagan var auglýst frá 2. maí til og með 13. júní 2007. Athugasemdir bárust frá Daða Guðbjörnssyni dags. 14. og 21. maí 2007, Stefáni Guðjónssyni, dags. 5. júní 2007, Timur Zolotuskiy, dags. 8. og 12. júní 2007, Erni Baldurssyni, dags. 4. júní 2007, Ástu S. Gísladóttur og Aroni N. Þorfinnssyni Vesturgötu 46a dags. 13. júní, 2 bréf frá Sæmundi Benediktssyni Nýlendugötu 30 dags. 13. júní , Magnúsi Skúlasyni fh. Húsafriðunarnefndar dags. 13. júní, Ólöf & Jon ehf. fh. Grétars Guðmundssonar Nýlendugötu 12 dags. 13. júní, Ásthildi Haraldsdóttur dags. 12. júní, 2 bréf frá Sveinbirni Gunnarssyni Bakkastíg 3 dags. 13. júní, Heimi M. Pétussyni Nýlendugötu 19b dags. 13. júní, Sigurlaugu E. Gunnarsdóttur og Kristjáni S. Árnasyni Nýlendugötu 45 dags. 13. júní.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
Umsókn nr. 70383 (02.55.0)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
690169-2829
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Suðurhlíð 105 Reykjavík
3. Gufuneskirkjugarður, breyting á deiliskipulagi vegna spennistöðvar
Lagt fram bréf Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, dags. 22. júní 2007, um breytingu á deiliskipulagi Gufuneskirkjugarðs vegna spennistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Kirkjugarða Reykjavíkur, en samþykki þeirra fyrir breytingunni liggur fyrir.
Umsókn nr. 70294
4. Heiðmörk, Vatnsendakrikar, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 -2024
Að lokinni forkynningu á vef skipulags- og byggingarsviðs er lögð fram að nýju drög að tillögu skipulags- og byggingarssviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst m.a. stækkun á brunnsvæði í Vatnsendakrikum..
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70259 (01.11.74)
250144-3939
Sigurþór Aðalsteinsson
Langalína 7 210 Garðabær
5. Barónsstígur 19, breyting á deiliskipulagi Stjörnubíósreits, reitur 1.174.3
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 24. apríl 2007 að breytingu á deiliskipulagi Stjörnubíósreits vegna lóðarinnar nr. 19 við Barónsstíg. Í tillögunni er gert ráð fyrir að vesturhlið þaks verði lyft. Grenndarkynningin stóð frá 24. maí til og með 21. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70071 (04.32.92)
520705-1390
Eignarhaldsfélagið B og S ehf
Tunguhálsi 10 110 Reykjavík
110254-3349
Gunnlaugur Björn Jónsson
Aðalstræti 77a 450 Patreksfjörður
6. Tunguháls 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Gingi, dags. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Tunguháls. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits á neðri hæð til austurs og vesturs, þar sem útiskýlum er breytt í innirými. Grenndarkynningin stóð frá 25. maí til og með 22. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70007 (01.11)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
7. Austurhöfn, forsögn
Lögð fram að nýju tillaga Faxaflóahafna að forsögn D-reits við Reykjavíkurhöfn dags. janúar 2007. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 8. júní 2007 ásamt bókun stjórnar Faxaflóahafna frá 27. febrúar 2007, svæðið er fyrirhuguð landfylling á svæði austan við Ingólfssgarð til norðurs við Faxagötu og til austurs við Ingólfsgarð.
Salvör Jónsdóttir ráðgjafi, kynnti framlagða tillögu.
Samþtkkt.
Skipulagsráð ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Margréti Sverrisdóttur bókaði:
Skipulagsráð ítrekar mikilvægi þess að uppbygging á þessu svæði taki mið af þörfum Faxaflóahafna, TRH verkefnisins og miðborgarinnar í heild. Markmið umræddrar forsagnar er í góðu samræmi við gildandi aðalskipulag, fyrirliggjandi samkomulag við Portus og afstöðu borgaryfirvalda um enn betri miðborg. Í áframhaldandi vinnu telur skipulagsráð mikilvægt að skoða bílastæðaþörf- og kröfur á svæðinu, enda nauðsynlegt að ásýnd svæðisins taki mið af ítrustu kröfum um gæði og gott umhverfi.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG lýsa fullum stuðningi við áform um aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og smábátahöfn í tengslum við uppbyggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Austurhöfninni. Á þessum stað höfum við þó alla fyrirvara á umfangsmiklum landfyllingum með um 20.000 m2 uppbyggingu verslunar og þjónustu á þremur hæðum auk 10.000 m2 bílastæðaflæmis sem eiga að bætast við 1.600 bílastæða kjallara á svæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss spölkorn undan.
Á fundi skipulagsráðs þann 20. júní s.l., var málið einnig tekið fyrir og eftirfarandi ranglega bókað "Tillaga að forsögn samþykkt."
Rétt bókun er; Tillaga að forsögn kynnt. Frestað.
Leiðréttist það hér með
Umsókn nr. 36272
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 449 frá 26. júní 2007.
Umsókn nr. 36263 (01.11.980.1)
660805-1250
Eignarhaldsfélagið Portus hf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
9. Austurbakki 2, bílakjallari og göngugata
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílakjallara og göngugötu sunnan við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf umsækjenda dags. 6. júní 2007 fylgir erindinu.
Stærð: xxx
Gjald kr. 6.800 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 35759 (01.27.300.5)
150182-5069
Héðinn Þórðarson
Bólstaðarhlíð 10 105 Reykjavík
10. Bólstaðarhlíð 10, kvistir - fjarlægja stromp
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á norðurþekju hússins á lóðinni nr. 10 við Bólstaðarhlíð. Einnig er sótt um leyfi til að fjarlægja reykháf niður á plötu 3. hæðar, samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts dags. 4. apríl 2007. Grenndarkynningin stóð frá 24. maí til og með 22. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 15. og 16. apríl 2007.
Stækkun 2,7 ferm. og 10,34 rúmm.
Gjald 6.800 + 708
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 36137
490287-1599
Dreifing ehf
Vatnagörðum 8 104 Reykjavík
600269-1359
Skúlagata 30 ehf
Stigahlíð 60 105 Reykjavík
11. Brúarvogur 1-3, nýtt atvinnuhús
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús klætt ljósum báruformuðum áleiningum á steyptum grunni fyrir lager grófverslun og skrifstofu ásamt bílapalli við vesturhlið á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Brunahönnun dags. 5. júní 2007 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð 4.519,7 ferm., 2. hæð 1.228,8 ferm., 3. hæð 1.207,4 ferm., samtals 6.955,9 ferm., 62.190,4 rúmm.
Móttökusvæði (B-rými) 1189,9 ferm., 7282,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 4.724.137
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði, en vill minna á að í gildandi deiliskipulagi vegna lóðarinnar eru gerðir fyrirvarar um uppbyggingu á lóðinni vegna legu Sundabrautar. Þrátt fyrir að með umsókn þessari sé einungis verið að veita leyfi fyrir uppbyggingu samkvæmt fyrsta áfanga, sem ekki liggur innan áhrifasvæðis brautarinnar, telur ráðið eðlilegt að vekja athygli á því að uppbygging samkvæmt öðrum áfanga auk aðkeyrslurampa er háð því skilyrði að ákvörðun hafi verið tekin um legu Sundabrautar.
Umsókn nr. 36244 (02.69.351.1)
300780-5479
Katla Hanna Steed
Glaðheimar 14 104 Reykjavík
12. Friggjarbrunnur 23-25, nýtt parhús á tveimur hæðum
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús með kjallara og tveimur innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 23-25 við Friggjarbrunn.
Stærð: íbúð 1.hæð 203,4 ferm., 585,3 rúmm., íbúð 2.hæð 108,6 ferm., 383,1 rúmm., kjallari 203,4 fermm., 659,5 rúmm.,
Samtals: 501,4 ferm.,1579,3 rúmm
Gjald kr. 6.800 + 107.392
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 35735 (01.34.120.1)
291270-3019
Jón Bjarki Sigurðsson
Rauðalækur 19 105 Reykjavík
13. Rauðalækur 19, bílastæði
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja tvö bílastæði á baklóð lóðarinnar nr. 19 við Rauðalæk. Jafnframt er erindi 16930 dregið til baka. Grenndarkynningin stóð frá 24. maí til og með 21. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2007 og samþykki handhafa umferðakvaðar á lóð dags. 11. og 12. febrúar 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 70271 (01.14.04)
420502-2140
Teiknistofa Gunnars S.Ósk ehf
Laugavegi 8 101 Reykjavík
300675-3529
Bjarki Steinn Jónsson
Brattakinn 23 220 Hafnarfjörður
14. Austurstræti 4 og 6, Veltusund 3 og 3a, (fsp) breytt deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra þann 4. maí 2007 var lögð fram fyrirspurn Teiknistofu Gunnars Óskarssonar dags. 30. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Austurstræti og Veltusund 3 og 3a. Í erindinu er gert ráð fyrir að uppbyggingu á lóðunum, þ.e. fyrir hótel, verslun og þjónustu. Á fundinum var erindinu vísað til umsagnar hjá vesturteymi arkitekta og er það nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2007.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 60606 (01.15.24)
120944-2669
Kristinn Ragnarsson
Skaftahlíð 27 105 Reykjavík
210959-5809
Guðbjartur K Ingibergsson
Hléskógar 6 109 Reykjavík
15. Lindargata 28-32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsráðs 6. júní 2007 var lögð fram fyrirspurnartillaga KRark, dags. 22. maí 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 28-32 við Lindargötu. Einnig lagt fram bréf Ómars I. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa, dags. 14. september 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2006. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 19. júní 2007.
Neikvætt gagnvart fyrirspurn eins og hún er lögð fram. Vinna við áframhaldandi skipulag reitsins í samræmi við fyrirliggjandi umsögn er vísað til skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 70219 (04.30.120.1)
590269-1749
Skeljungur hf
Hólmaslóð 8 101 Reykjavík
16. Grjótháls 8, (fsp) breytt deiliskipulag
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. apríl 2007 var lagt fram erindi Skeljungs hf. varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 8 við Grjótháls. Í breytingunni felst að stækka lóðina um allt að 2000 fm til vesturs og byggja 400 fm húsnæði fyrir bíla- og smurþjónustu, auk bílastæða. Lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmdarsviðs dags 18. maí 2007.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að deiliskipulagi lóðar verði breytt. Erindinu vísað til meðferðar skipulagstjóra.
Umsókn nr. 36271
18. Stillum hitann, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa vegna verkefnisins stillum hitann í hóf.
Umsókn nr. 70319 (02.2)
581298-2269
Landark ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
19. Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs 14. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis á Gufunesi.
Umsókn nr. 50481
20. Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs 14. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. s.m., um breytingu á deiliskipulagi á lóð Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót.
Umsókn nr. 70287
251250-2009
Hreiðar Karlsson
Leirur 116 Reykjavík
290753-3179
Elín Sigurbjörg Gestsdóttir
Leirur 116 Reykjavík
21. Kjalarnes, Leirur, bygging einbýlishúss
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs 14. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Leirur á Kjalarnesi.
Umsókn nr. 60440 (01.19.01)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
22. Njálsgötureitur 1, reitur 1.190.0, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs 14. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. s.m., um deiliskipulag Njálsgötureitar 1.
Umsókn nr. 10070
23. Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerðir
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 30. mars til 22. júní 2007.