Háskólinn í Reykjavík
Verknúmer : SN050481
99. fundur 2007
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs 14. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. s.m., um breytingu á deiliskipulagi á lóð Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót.
96. fundur 2007
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga IS arkitekta að deiliskipulagi dags. í október 2006 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram að nýju bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 og bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005. Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 30. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá Halldóri Jónssyni dags. 29. apríl 2007 og Björgvini N. Ingólfssyni fh. Bílaleigu Flugleiða dags. 30. apríl 2007, Dagmar Sigurðardóttir lögfr. fh. Landhelgisgæslunnar dags. 30. apríl 2007, Þorgeirs Pálssonar fh. Flugstoða ohf. dags. 30. apríl 2007, Kristjáns Sveinbjörnssonar fh. Flugmálafélags Íslands dags. 30. apríl 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 29. maí 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til og með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.
95. fundur 2007
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að deiliskipulagi dags. í október 2006 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 og bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi borgarráðs 8. mars var veitt heimild til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi svæðis Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð. Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 30. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá Halldóri Jónssyni dags. 29. apríl 2007 og Björgvini N. Ingólfssyni fh. Bílaleigu Flugleiða dags. 30. apríl 2007, Dagmar Sigurðardóttir lögfr. fh. Landhelgisgæslunnar dags. 30. apríl 2007, Þorgeirs Pálssonar fh. Flugstoða ohf. dags. 30. apríl 2007, Kristjáns Sveinbjörnssonar fh. Flugmálafélags Íslands dags. 30. apríl 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 29. maí 2007.
Frestað.
"Dagur B. Eggertsson óskaði bókað;
Líkt og áður vek ég athygli á því í skipulagsráði þegar málefni tengd HR er annars vegar þá er ég kennari við skólann og hef sem slíkur jafnframt tekist á hendur úttekt á sóknarfærum Háskólans í Reykjavík sem alþjóðlegs háskólameð nýjum rektor. Legg ég það sem fyrr í mat ráðsins hvort þetta valdi vanhæfi við umfjöllun um mál tengd HR."
Skipulagsráð taldi líkt og áður að ofangreint ylli ekki vanhæfi.
84. fundur 2007
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi svæðis Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. september 2005, uppfært 2. febrúar 2006. Einnig lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi dags. í október 2006 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 og bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
152. fundur 2007
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi svæðis Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. september 2005. Einnig lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi dags. í október 2006 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 og bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005.
Vísað til skipulagsráðs.
139. fundur 2006
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi svæðis Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. september 2005. Einnig lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi dags. í október 2006 ásamt greinargerð. Einnig er lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 ásamt bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.
43. fundur 2006
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að forsögn deiliskipulags lóðar Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. september 2005. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót, dags. í janúar 2006 ásamt greinargerð. Lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 ásamt bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005.
Tillaga skipulagsfulltrúa að forsögn samþykkt.
Ráðið gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vísuðu til bókunar sinnar frá fundi skipulagsráðs þann 25. janúar 2006.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans vísa jafnframt til bókunar frá fundi þann 25. janúar 2006.
41. fundur 2006
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að forsögn deiliskipulags lóðar Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. september 2005. Einnig lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi á austursvæðum Vatnsmýrar og tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót, dags. í janúar 2006 ásamt greinargerð. Lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 ásamt bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005.
Anna Kristinsdóttir vék af fundi kl. 10:28
Þorkell Sigurlaugsson kynnti stöðu hugmyndasamkeppni.
Frestað.
100. fundur 2006
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn deiliskipulags lóðar Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. sept. 2005. Lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12.10.05 ásamt bókun umhverfisráðs frá 17.10.05. Einnig lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi dags. í janúar 2006 ásamt greinargerð.
Kynna formanni skipulagsráðs.
27. fundur 2005
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn deiliskipulags lóðar Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. sept. 2005.
Anna Kristinsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:28
Drög að forsögn kynnt. Frestað.
Vísað til borgarráðs til kynningar. Samþykkt að kynna framlögð drög fyrir Framkvæmdaráði og Umhverfisráði.