Tunguháls 10
Verknúmer : SN070071
99. fundur 2007
Tunguháls 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Gingi, dags. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Tunguháls. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits á neðri hæð til austurs og vesturs, þar sem útiskýlum er breytt í innirými. Grenndarkynningin stóð frá 25. maí til og með 22. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
151. fundur 2007
Tunguháls 10, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Gingi, dags. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Tunguháls. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits á neðri hæð til austurs og vesturs, þar sem útiskýlum er breytt í innirými.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tunguhálsi 12, 17 og 19, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.